136. löggjafarþing — 68. fundur
 22. desember 2008.
fjárlög 2009, frh. 3. umræðu.
stjfrv., 1. mál. — Þskj. 360, frhnál. 440 og 450, brtt. 441, 442, 443, 444, 445, 448, 462 og 463.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[19:30]

[19:24]
Jón Bjarnason (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér kemur til lokaafgreiðslu frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2009. Þetta verða mjög sérstök lög ef þau verða samþykkt. Mörg atriði eru óljós, skuldbindingar sem enn eru í lausu lofti skipta hundruðum milljarða króna og enginn veit hvar þær lenda. Samt er þetta mesti niðurskurður sem átt hefur sér stað í fjárlögum á lýðveldistímanum.

Við þingmenn Vinstri grænna höfum lagt til að þessu frumvarpi verði frestað, það unnið betur í upphafi næsta árs og greiðsluheimild samþykkt. Við munum í atkvæðagreiðslu vísa á meiri hlutann varðandi ábyrgð á einstaka greinum. Að sjálfsögðu eru atriði innan frumvarpsins og í einstökum liðum þess sem við gætum vel stutt (Forseti hringir.) en frumvarpið í heild sinni er á ábyrgð ríkisstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.



[19:25]
Magnús Stefánsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að ítreka þá gagnrýni sem við í minni hlutanum höfum haft uppi um vinnubrögð við þessa fjárlagagerð. Enn vantar mikilvægar forsendur og upplýsingar varðandi frumvarpið og margt er óljóst. Ég tel að þingmenn geti ekki og hafi í raun og veru almennt ekki forsendur til þess að meta þetta frumvarp eins og það liggur fyrir. Margar grunnstofnanir munu hefja rekstrarárið með halla auk þess niðurskurðar sem fram undan er. Nú á að taka upp að rukka aðgangseyri að sjúkrahúsunum og margt fleira mætti nefna í þessu sambandi.

Þingmenn Framsóknarflokksins munu sitja hjá við flest atriði þessa frumvarps og breytingartillagna enda er þetta allt saman á ábyrgð stjórnarmeirihlutans hér á Alþingi. Í raun og veru teljum við að frumvarpið sé ekki tækt til afgreiðslu eins og það liggur fyrir. Við munum hins vegar að sjálfsögðu styðja tillögu minni hluta fjárlaganefndar sem kemur fram í nefndaráliti um að hér verði unnið fjáraukalagafrumvarp á vordögum.



[19:26]
Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Nú þegar við göngum til lokaafgreiðslu fjárlaga liggur ljóst fyrir að við í stjórnarandstöðunni höfum átt litla aðkomu að þessu máli. Upplýsingar hafa borist seint og illa frá ríkisstjórn og fjárlagavinnan hefur þar af leiðandi verið mjög óvanaleg.

Í samræmi við það munum við ekki greiða frumvarpinu atkvæði. Við vekjum hins vegar athygli á breytingartillögu okkar í minni hlutanum um að fyrir 1. mars á næsta ári verði lagt fram fjáraukalagafrumvarp, m.a. til þess að fara yfir það sem vissulega hefði mátt betur fara við þessa afgreiðslu og til að taka á því sem enn er óséð og óskrifað.



[19:28]
Gunnar Svavarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Miklar breytingar hafa orðið á íslensku efnahagsumhverfi. Hin snöggu umskipti hafa eðlilega sett mark sitt á störf fjárlaganefndar og ríkisstjórnar í fjárlagaferlinu. Fjölmargar breytingartillögur komu fram í meðförum þingsins. Við 2. umr. komu fram þær tillögur sem ríkisstjórnin lagði fram og að auki hluti tillagna forsætisnefndar um fjárheimildir til Alþingis á næsta ári. Endurmat á vaxtagjöldum hefur komið fram svo og heildarendurmat á verðlags- og gengisforsendum.

Skipting og útfærsla fjárheimilda til rekstrar á öldrunarþjónustu milli félags- og heilbrigðisráðuneytis lauk ekki eins og stefnt var að en fram kemur í nefndaráliti meiri hluta fjárlaganefndar hvernig því máli og flutningi á milli fjárlagaliða verður háttað.

Virðulegur forseti. Það er vissulega sérstakt að fjalla um frumvarp sem gerir ráð fyrir því að heildarútgjöld verði 556 milljarðar kr. og tekjuafgangur verði neikvæður um tæpa 154 milljarða. Mikilvægi framkvæmda fjárlaga og sískoðunar á fjárhagsfærslum og rekstri er aldrei meiri en nú. Agi og festa er það sem kallað er eftir og ég hef trú á því að Alþingi, ráðuneyti og stofnanir standi undir þeirri ábyrgð.



[19:29]
fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Nú líður að lokum einhverrar erfiðustu fjárlagavinnu og -afgreiðslu sem um getur hér á hv. Alþingi. Ástæðan er auðvitað sú að við upplifum heimskreppu og það sem hefur mest áhrif hér á landi er fall íslensku bankanna. Þetta setur að sjálfsögðu mark sitt á fjárlög íslenska ríkisins fyrir árið 2009 og mun setja mark sitt á fjárhag ríkisins á komandi árum.

Við gerum ráð fyrir því að árið 2009 verði dýpsta ár kreppunnar. Þess vegna hefur verið reynt að ganga varlega fram til þess að ríkið dýpki ekki kreppuna með sínum aðgerðum. Væntanlegar niðurstöðutölur þessara fjárlaga eru því þannig að útgjöld ríkisins, hin hefðbundnu rekstrar-, tilfærslu- og fjárfestingargjöld ríkissjóðs, eru á sama útgjaldastigi og á árinu 2008. Ég held að það sé vel við unandi miðað við allar (Forseti hringir.) aðstæður.



[19:30]
Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti hyggst haga atkvæðagreiðslu þannig að breytingartillögur verða bornar upp eftir skjölum í því skyni að stytta atkvæðagreiðslurnar.



Brtt. 442 (ný sundurliðun 1) samþ. með 40 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁMM,  ÁRJ,  ÁMöl,  BÁ,  BjarnB,  BjörgvS,  BjörkG,  BBj,  EKG,  EBS,  GHH,  GuðbH,  GSB,  GÞÞ,  GSv,  HHj,  HerdÞ,  IllG,  ISG,  JóhS,  JónG,  KaJúl,  KÓ,  KLM,  LB,  ÓN,  PHB,  RR,  SKK,  SVÓ,  StB,  ÞKG,  ÞSveinb,  ÖS.
16 þm. (AtlG,  ÁI,  ÁÞS,  BJJ,  EyH,  GMJ,  GAK,  HöskÞ,  JBjarn,  JM,  KolH,  KHG,  MS,  SF,  SJS,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
7 þm. (EMS,  HSH,  KVM,  KJak,  KÞJ,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.

Brtt. 462 samþ. með 40 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁMM,  ÁRJ,  ÁMöl,  BÁ,  BjarnB,  BjörgvS,  BjörkG,  BBj,  EKG,  EBS,  GHH,  GuðbH,  GSB,  GÞÞ,  GSv,  HHj,  HerdÞ,  IllG,  ISG,  JóhS,  JónG,  KaJúl,  KÓ,  KLM,  LB,  ÓN,  PHB,  RR,  SKK,  SVÓ,  StB,  ÞKG,  ÞSveinb,  ÖS.
16 þm. (AtlG,  ÁI,  ÁÞS,  BJJ,  EyH,  GMJ,  GAK,  HöskÞ,  JBjarn,  JM,  KolH,  KHG,  MS,  SF,  SJS,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
7 þm. (EMS,  HSH,  KVM,  KJak,  KÞJ,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.

Brtt. 463,1 samþ. með 41 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁMM,  ÁRJ,  ÁMöl,  BÁ,  BjarnB,  BjörgvS,  BjörkG,  BBj,  EKG,  EBS,  GHH,  GuðbH,  GSB,  GÞÞ,  GSv,  HHj,  HerdÞ,  IllG,  ISG,  JóhS,  JónG,  KaJúl,  KÓ,  KLM,  LB,  ÓN,  PHB,  RR,  SKK,  SJS,  SVÓ,  StB,  ÞKG,  ÞSveinb,  ÖS.
15 þm. (AtlG,  ÁI,  ÁÞS,  BJJ,  EyH,  GMJ,  GAK,  HöskÞ,  JBjarn,  JM,  KolH,  KHG,  MS,  SF,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
7 þm. (EMS,  HSH,  KVM,  KJak,  KÞJ,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.

Brtt. 441 samþ. með 40 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁMM,  ÁRJ,  ÁMöl,  BÁ,  BjarnB,  BjörgvS,  BjörkG,  BBj,  EKG,  EBS,  GHH,  GuðbH,  GSB,  GÞÞ,  GSv,  HHj,  HerdÞ,  IllG,  ISG,  JóhS,  JónG,  KaJúl,  KÓ,  KLM,  LB,  ÓN,  PHB,  RR,  SKK,  SVÓ,  StB,  ÞKG,  ÞSveinb,  ÖS.
16 þm. (AtlG,  ÁI,  ÁÞS,  BJJ,  EyH,  GMJ,  GAK,  HöskÞ,  JBjarn,  JM,  KolH,  KHG,  MS,  SF,  SJS,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
7 þm. (EMS,  HSH,  KVM,  KJak,  KÞJ,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.

Brtt. 448 samþ. með 56 shlj. atkv.

Brtt. 443 samþ. með 40 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁMM,  ÁRJ,  ÁMöl,  BÁ,  BjarnB,  BjörgvS,  BjörkG,  BBj,  EKG,  EBS,  GHH,  GuðbH,  GSB,  GÞÞ,  GSv,  HHj,  HerdÞ,  IllG,  ISG,  JóhS,  JónG,  KaJúl,  KÓ,  KLM,  LB,  ÓN,  PHB,  RR,  SKK,  SVÓ,  StB,  ÞKG,  ÞSveinb,  ÖS.
15 þm. (AtlG,  ÁI,  ÁÞS,  BJJ,  EyH,  GMJ,  GAK,  HöskÞ,  JBjarn,  KolH,  KHG,  MS,  SF,  SJS,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
8 þm. (EMS,  HSH,  JM,  KVM,  KJak,  KÞJ,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.

Brtt. 444 samþ. með 40 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁMM,  ÁRJ,  ÁMöl,  BÁ,  BjarnB,  BjörgvS,  BjörkG,  BBj,  EKG,  EBS,  GHH,  GuðbH,  GSB,  GÞÞ,  GSv,  HHj,  HerdÞ,  IllG,  ISG,  JóhS,  JónG,  KaJúl,  KÓ,  KLM,  LB,  ÓN,  PHB,  RR,  SKK,  SVÓ,  StB,  ÞKG,  ÞSveinb,  ÖS.
16 þm. (AtlG,  ÁI,  ÁÞS,  BJJ,  EyH,  GMJ,  GAK,  HöskÞ,  JBjarn,  JM,  KolH,  KHG,  MS,  SF,  SJS,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
7 þm. (EMS,  HSH,  KVM,  KJak,  KÞJ,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.

Brtt. 463,2 samþ. með 39 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁMM,  ÁRJ,  ÁMöl,  BÁ,  BjarnB,  BjörgvS,  BjörkG,  BBj,  EKG,  EBS,  GHH,  GuðbH,  GSB,  GÞÞ,  GSv,  HHj,  HerdÞ,  IllG,  ISG,  JóhS,  JónG,  KaJúl,  KÓ,  KLM,  LB,  ÓN,  PHB,  RR,  SKK,  SVÓ,  StB,  ÞKG,  ÞSveinb,  ÖS.
16 þm. (AtlG,  ÁI,  ÁÞS,  BJJ,  EyH,  GMJ,  GAK,  HöskÞ,  JBjarn,  JM,  KolH,  KHG,  MS,  SF,  SJS,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
8 þm. (ÁJ,  EMS,  HSH,  KVM,  KJak,  KÞJ,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.

Brtt. 445 samþ. með 39 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁMM,  ÁRJ,  ÁMöl,  BjarnB,  BjörgvS,  BjörkG,  BBj,  EKG,  EBS,  GHH,  GuðbH,  GSB,  GÞÞ,  GSv,  HHj,  HerdÞ,  IllG,  ISG,  JóhS,  JónG,  KaJúl,  KÓ,  KLM,  LB,  ÓN,  PHB,  RR,  SKK,  SVÓ,  StB,  ÞKG,  ÞSveinb,  ÖS.
15 þm. (AtlG,  ÁI,  ÁÞS,  BJJ,  EyH,  GMJ,  GAK,  JBjarn,  JM,  KolH,  KHG,  MS,  SF,  SJS,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
9 þm. (BÁ,  EMS,  HSH,  HöskÞ,  KVM,  KJak,  KÞJ,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.

Brtt. í nál. 450 felld með 40:16 atkv. og sögðu

  já:  AtlG,  ÁI,  ÁÞS,  BJJ,  EyH,  GMJ,  GAK,  HöskÞ,  JBjarn,  JM,  KolH,  KHG,  MS,  SF,  SJS,  ÖJ.
nei:  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁMM,  ÁRJ,  ÁMöl,  BÁ,  BjarnB,  BjörgvS,  BjörkG,  BBj,  EKG,  EBS,  GHH,  GuðbH,  GSB,  GÞÞ,  GSv,  HHj,  HerdÞ,  IllG,  ISG,  JóhS,  JónG,  KaJúl,  KÓ,  KLM,  LB,  ÓN,  PHB,  RR,  SKK,  SVÓ,  StB,  ÞKG,  ÞSveinb,  ÖS.
7 þm. (EMS,  HSH,  KVM,  KJak,  KÞJ,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.
3 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[19:35]
Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Þessi breytingartillaga felur í sér að Alþingi skuldbindur sig til að endurskoða fjárlögin fyrir árið 2009 verði þau samþykkt, eins og hér stefnir í, og verði þau endurskoðuð eigi síðar en fyrir 1. mars á næsta ári með sérstökum fjáraukalögum.

Það er deginum ljósara að gögnin sem fjárlagafrumvarpið byggir á eru afar ófullkomin, það skeikar hundruðum milljarða króna, ef ekki þúsundum. Þess vegna leggjum við áherslu á að Alþingi sé skuldbundið til að taka málið upp strax að loknu jólahléi og nýtt frumvarp verði unnið. Það er tillaga okkar í minni hlutanum og mér finnst með endemum ef stjórnarmeirihlutinn ætlar að vera svo haldinn valdhroka að fella tillöguna.



[19:36]
Magnús Stefánsson (F):

Hæstv. forseti. Ég sé á töflunni að hv. þingmenn stjórnarliðsins eru algjörlega klárir á því hvað felst í frumvarpinu og sannfærðir um að allt liggi til grundvallar sem þarf að liggja til grundvallar. Ég hef hins vegar heyrt á ræðum manna að ýmsir hv. stjórnarliðar hafa verið þeirrar skoðunar að það sem við leggjum hér til þyrfti að gera, þannig að það kemur mér á óvart hvernig taflan lítur út.

Hins vegar mun ekki koma mér á óvart að fram komi frumvarp til fjáraukalaga á vordögum þrátt fyrir að þessi tillaga sé felld og full þörf er á því.



[19:37]
Gunnar Svavarsson (Sf):

Virðulegur forseti. Með tilvísun til fyrri atkvæðaskýringar minnar í dag liggur fyrir í nefndaráliti meiri hluta að í samræmi við 43. gr. laga um fjárreiður ríkisins, nr. 88/1997, muni meiri hlutinn leggja fram frumvarp um fjáraukalög í febrúar þar sem leitað verður eftir heimildum Alþingis til fjárráðstafana um millifærslu milli fjárlagaliða í samræmi við skiptingar milli liða um öldrunarmál.

Þá vil ég einnig benda á að í fjölmörgum fjárlagaliðum hefur þurft að hagræða og er mikilvægt í þeim efnum að nefna að á sama hátt hefur verið staðinn vörður um aðra liði sem lúta m.a. að fjölþættum mennta-, heilbrigðis- og velferðarmálum auk nýsköpunar og stofnframkvæmda á ýmsum sviðum.

Hins vegar liggur ljóst fyrir, virðulegur forseti, og ég hef átt samræður um það við hæstv. fjármálaráðherra að margt þarf að skoða, hvort sem það eru skógar í uppsveitum Suðurlands eða einstaka verkefni á Vestfjörðum eða verkefni í einstaka stofnunum. Þannig að í ljósi þeirrar vinnu sem við höfum farið yfir liggur fyrir að þessi mál verða (Forseti hringir.) skoðuð jafnhliða þeim sem ég hef áður lýst yfir.



Frv., svo breytt, samþ. með 39 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁMM,  ÁRJ,  ÁMöl,  BÁ,  BjarnB,  BjörgvS,  BjörkG,  BBj,  EKG,  EBS,  GHH,  GuðbH,  GSB,  GÞÞ,  GSv,  HHj,  HerdÞ,  IllG,  ISG,  JóhS,  KaJúl,  KÓ,  KLM,  LB,  ÓN,  PHB,  RR,  SKK,  SVÓ,  StB,  ÞKG,  ÞSveinb,  ÖS.
16 þm. (AtlG,  ÁI,  ÁÞS,  BJJ,  EyH,  GMJ,  GAK,  HöskÞ,  JBjarn,  JM,  KolH,  KHG,  MS,  SF,  SJS,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
8 þm. (EMS,  HSH,  JónG,  KVM,  KJak,  KÞJ,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[19:39]
Steingrímur J. Sigfússon (Vg):

Herra forseti. Þetta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er mjög dapurlegur vitnisburður um ástandið á Íslandi, afleiðingar banka- og efnahagshrunsins og þeirra miklu og dýrkeyptu hagstjórnarmistaka sem gerð hafa verið á Íslandi undanfarnar vikur, mánuði, missiri og ár.

Þetta er líka dapurlegur vitnisburður um ráðleysi og verkleysi ríkisstjórnarinnar og meiri hlutans. Hér er engin tilraun gerð til að afla tekna með því að þeir leggi meira af mörkum sem helst eru aflögufærir eins og við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs höfum lagt til, t.d. með því að leggja þrepatengt skattaálag á hærri laun eða láta þá sem umtalsverðar fjármagnstekjur hafa leggja meira af mörkum. Með slíku hefði mátt hlífa almannatryggingakerfinu við niðurskurði, hætta við að selja inn á sjúkrahúsin og draga aðeins úr sársaukanum sem niðurskurður í heilbrigðis- og menntamálum veldur. Ekki er hægt að gefa þessum vinnubrögðum annað en falleinkunn. Þó að aðstæður séu erfiðar er það ekki afsökun fyrir slælegum vinnubrögðum.



[19:40]
Magnús Stefánsson (F):

Hæstv. forseti. Nú kemur til lokaafgreiðslu frumvarp til fjárlaga 2009. Hér hafa verið samþykktar breytingartillögur við frumvarpið sem fela í sér gríðarlega skuldsetningu þjóðarbúsins og ríkissjóðs til næstu ára og gríðarlega vaxtabyrði og eru vaxtagjöldin á árinu 2009 áætluð nálægt 22% af tekjum samkvæmt tekjuáætlun.

Ég verð að segja, virðulegur forseti, að staðan er dapurleg. Það er dapurlegt að standa frammi fyrir þessari staðreynd og einnig vantar mikilvægar forsendur, eins og hér hefur margoft verið farið yfir, fyrir frumvarpinu og það er í raun vart tækt til afgreiðslu.

Merkilegast af öllu og lýsir vinnubrögðunum er að stjórnarmeirihlutinn skuli hafa fellt tillögu um að taka til afgreiðslu frumvarp til fjáraukalaga á vordögum en svo kemur yfirlýsing frá formanni fjárlaganefndar um að það verði gert. Virðulegur forseti. Þetta er lýsandi fyrir vinnubrögðin hér.