136. löggjafarþing — 75. fundur
 5. feb. 2009.
afbrigði um dagskrármál.

[11:11]
Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Vert er að vekja athygli á því að hér er verið að taka mál á dagskrá sem hefur verið of skamman tíma inni í þinginu til að hægt sé að ræða það. En við sjálfstæðismenn höfum ákveðið að veita þessu máli brautargengi svo hægt verði að ræða það.

Það byggist á því að málið er samhljóða öðru sem við flytjum og var dreift strax þegar þingfundur kom saman í gær. Þess vegna höfum við vitneskju um innihald 281. máls sem hin nýja ríkisstjórn ákvað að flytja. (Forseti hringir.) Gamla ríkisstjórnin hafði reyndar afgreitt það úr sínum röðum (Forseti hringir.) þegar Samfylkingin ákvað að slíta samstarfinu. (Forseti hringir.) Málið er nákvæmlega sama eðlis en í anda þess að við viljum (Forseti hringir.) ná samkomulagi hratt fram [Háreysti í þingsal.] (Forseti hringir.) munum við greiða fyrir því að málið geti gengið fram í dag, hæstv. forseti.



[11:13]
Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Ég vil biðja hv. þingmenn að virða tímamörk. Það er aðeins ein mínúta til að gera grein fyrir atkvæði sínu.



[11:13]
Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Mjög mikilvægt er að Alþingi vinni hratt og vel að þeim ráðstöfunum sem gera þarf sem þessi ríkisstjórn — sem ég óska til hamingju með kjörið og vona að hún standi sig vel og treysti ekki bara á hamingjuna og heppnina. Ég tel brýnt að unnið sé hratt og vel að þeim ráðstöfunum sem þessi ríkisstjórn gerir sem eru nákvæmlega þær sömu og sú gamla ætlaði að gera. Þannig að þetta er ekki spurning um málefni, [Frammíköll í þingsal.] þetta er spurning um allt annað en málefni. [Frammíköll í þingsal.]

Ég vil stuðla að því — þótt mönnum þyki þetta óþægilegt í Samfylkingunni þá ætla ég samt að segja það. Þetta eru málefnalega ekki mismunandi ríkisstjórnir. En til þess að flýta málinu mun ég greiða atkvæði með þessu og segi já. (Gripið fram í: Gott, gott.) (Gripið fram í.)



ATKVÆÐAGREIÐSLA

[11:15]

Of skammt var liðið frá útbýtingu 2. og 3. dagskrármáls. — Afbrigði samþ. með 43 shlj. atkv.