136. löggjafarþing — 79. fundur
 11. feb. 2009.
um fundarstjórn.

fyrirspurn á dagskrá.

[13:33]
Kristinn H. Gunnarsson (Fl):

Virðulegi forseti. Ég vil aðeins grennslast fyrir um það hjá forseta hvernig á því stendur að hér er á dagskrá fyrirspurn til umhverfisráðherra um uppbyggingu álvers í Helguvík og svo á sama þingfundi utandagskrárumræða til sama ráðherra um sama efni.



[13:33]
Forseti (Kjartan Ólafsson):

Forseti upplýsir að hér er um tvö aðskilin mál að ræða, annars vegar álver á Bakka við Húsavík og hins vegar álver í Helguvík sem er í Suðurkjördæmi.