136. löggjafarþing — 96. fundur
 6. mars 2009.
um fundarstjórn.

breytingartillaga við skyldutryggingu lífeyrisréttinda.

[11:10]
Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Á þskj. 667 og 668 eru nefndarálit frá minni hluta efnahags- og skattanefndar og breytingartillögur frá minni hluta efnahags- og skattanefndar. Ég vil gjarnan spyrja frú forseta hvernig staða þeirra mála er, hvort þau verði ekki tekin með á eftir þegar þetta mál verður rætt.



[11:10]
Forseti (Þuríður Backman):

Við ræðum nú á eftir 2. dagskrármálið, virðisaukaskatt, mál nr. 660. Var hv. þingmaður að vísa til þessa máls? (PHB: Það var atkvæðagreiðsla um afbrigði.) Forseti getur upplýst að hér er allt á réttum stað og breytingartillögurnar verða teknar fyrir í málinu.