136. löggjafarþing — 134. fundur
 17. apríl 2009.
frestun á fundum Alþingis, ein umræða.
stjtill., 473. mál. — Þskj. 946.

[11:20]
forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Herra forseti. Ég mæli fyrir tillögu til þingsályktunar um samþykki til frestunar á fundum Alþingis samkvæmt 1. mgr. 23. gr. stjórnarskrárinnar. Tillagan hljóðar svo, með leyfi forseta:

„Alþingi ályktar að veita samþykki til þess að fundum þingsins verði frestað frá 16. apríl 2009 eða síðar, ef nauðsyn krefur.“

Tillagan skýrir sig sjálf.



[11:21]
Bjarni Benediktsson (S):

Virðulegi forseti. Senn líður að lokum þessa þings og verður gengið til kosninga. Vafalaust hafa margir borið í brjósti miklar vonir um að sú minnihlutastjórn sem nú skilar innan skamms af sér völdum, skilar þeim til baka, skilar af sér umboðinu, mundi standa við stóru orðin, mundi nýta þennan skamma tíma sem hún hugðist starfa til að bæta ástandið enda var lagt upp með það í upphafi þessarar vegferðar að afar brýnt væri að ganga ekki til kosninga fyrr en undir vorið vegna þess að í millitíðinni átti að grípa til aðgerða sem brýnt væri að hrinda í framkvæmd.

Margir trúðu því að gripið yrði til raunhæfra aðgerða til að takast á við vanda heimila og fyrirtækja. Þær vonir eru nú brostnar, væntingum um að á starfstímanum mundi ríkisstjórnin laga ástandið hefur verið mætt með veikari krónu, auknu atvinnuleysi og endurreisn bankanna hefur tafist. Þeir flokkar sem nú sitja saman í ríkisstjórninni og hafa talað sig inn á það að halda áfram að starfa saman eftir kosningar eru ekki með uppi á borðum lausnir sem er líklegt að leiði til árangurs í þeirri erfiðu vegferð sem er fram undan. Ég verð að segja að ég tel að það hefði verið betra að ganga strax til kosninga þegar fyrri ríkisstjórn sprakk en núna vegna þess að engum dylst að ástandið í dag er verra í öllu tilliti en þegar lagt var upp í þessa vegferð með stuðningi Framsóknarflokksins. (Gripið fram í.)



[11:23]
fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Þetta er alveg ótrúleg ræða hjá formanni Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn taldi í janúar að það væri ekki rétt að kjósa fyrr en í fyrsta lagi í haust vegna þess að það þyrfti svo umfangsmiklar og viðamiklar björgunaraðgerðir, (Gripið fram í: Leiðtogastjórn.) hvers konar ríkisstjórn sem hefði innt það af höndum. Svo illa mat Sjálfstæðisflokkurinn í janúar að búið væri að fara með íslenskt efnahagslíf og íslenskan þjóðarbúskap að það þyrfti upp undir ár til að reyna að greiða þannig úr málum að hægt væri að kjósa. (Gripið fram í.) Síðan gefst sú ríkisstjórn upp og ríkisstjórn er mynduð sem hefur innan við (Gripið fram í: Það var Samfylkingin sem gafst upp.) 90 daga til að reyna að greiða úr málum þannig að hægt sé að kjósa við bestu mögulegar aðstæður. Það tel ég að búið sé að gera. Í öllum aðalatriðum hefur þessi ríkisstjórn hrint í framkvæmd þeim málefnapakka, þeim stuðningsaðgerðum í þágu heimila og fyrirtækja sem hún lagði upp með að gera. Það sem hefur ekki náðst í gegn hefur Sjálfstæðisflokkurinn eyðilagt eins og lýðræðisumbæturnar með málþófi. Að hlusta svo á Sjálfstæðisflokkinn hér sem taldi íslenskt samfélag og þjóðarbú svo illa leikið í janúar að það þyrfti hátt í ár í björgunaraðgerðirnar (Gripið fram í.) skammast yfir því að allur vandinn skuli ekki hafa verið leystur á einu bretti á innan við 90 dögum. Flokkurinn sem hefur ekkert annað fram að færa hér í kosningabaráttunni en málþóf og útúrsnúninga ætti að fara varlega í að gagnrýna aðra. Ef marka má andrúmsloftið í samfélaginu og vísbendingar úr skoðanakönnunum er þjóðin ekki sama sinnis og Sjálfstæðisflokkurinn og það er vel og vonandi sannast það og sýnir sig þegar talið verður upp úr kjörkössunum laugardaginn 25. apríl nk. að Sjálfstæðisflokkurinn fær makleg málagjöld.



[11:25]
Bjarni Benediktsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Meginatriði málsins er þetta: Ástandið í dag er verra en það var þegar ríkisstjórnin tók við. Það er alveg rétt hjá hæstv. fjármálaráðherra, það hefði verið betra að nýta tímann til að bæta ástandið fram að kosningum. Það er nákvæmlega það sem við sögðum í lok janúar þegar ríkisstjórnin sprakk: Nú þarf að grípa til aðgerða til að bæta ástandið. Niðurstaðan af þessum leiðangri minnihlutastjórnarinnar er sú að ástandið hefur versnað þannig að tímanum hefur verið illa varið og það er meginatriði málsins. Tímanum í þinginu hefur m.a. verið varið (LB: Í málþóf.) í að setja ný met. [Háreysti í þingsal.] Virðulegi forseti. Það hafa verið sett met hérna, hvert metið á fætur öðru. (Gripið fram í: Í málþófi.) Sá sem á Íslandsmetið í málþófi (Gripið fram í.) situr hér sem hæstv. forsætisráðherra. Það met verður aldrei slegið. [Háreysti í þingsal.] Virðulegi forseti. (Forseti hringir.)

(Forseti (GuðbH): Forseti biður hv. þingmenn að gefa ræðumanni tækifæri til að flytja mál sitt.)

Virðulegi forseti. Tímanum hefur verið illa varið í að reyna að keyra hér í gegn mál í ágreiningi sem þjóðin bíður ekki eftir. Þjóðin bíður eftir lausnum fyrir fyrirtæki og heimili. Ríkisstjórnin hefur þess í stað ákveðið að verja tímanum í að setja ný met. Fjöldi næturfunda dag eftir dag, (Gripið fram í.) ný met á því sviði. (Gripið fram í.) Nýtt met (Gripið fram í: Leyfa sjálfstæðismönnum …) í fjölda daga sem líður frá lokum þinghalds til kosninga. Og það átti líka að rjúfa 50 ára hefð (Gripið fram í.) hvað það snertir að gera ekki breytingar á stjórnarskránni nema að höfðu samráði við alla flokka. Þetta er það sem ríkisstjórnin hefur verið að gera, þess vegna hefðum við betur gengið til kosninga strax (Forseti hringir.) (Gripið fram í: Nú?) í stað þess að gera ástandið verra en … [Háreysti í þingsal.]



[11:28]
fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg) (andsvar):

Þetta er alveg kostulegt. Hver hafði þingrofsvald í lok janúarmánaðar sl.? Formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði af sér í stað þess að fara til forsetans og óska eftir kosningum. Nú kemur arftaki hans og segir að þetta hafi verið mistök, það hefði átt að kjósa í janúar. Á þeim tíma sagði Sjálfstæðisflokkurinn: Það er þvílíkt verk að vinna að greiða hér úr neyðarástandinu í samfélaginu eftir 18 ára valdatíma okkar að við þurfum helst ár til þess. Hvað er búið að gerast síðan 1. febrúar til og með nú? Sjálfstæðisflokkurinn hefur hér á þingi stutt líklega upp undir 30 frumvörp frá ríkisstjórninni (Gripið fram í: Segðu svo að …) sem lúta að því að búa um heimili og fyrirtæki í landinu. Með öðrum orðum, þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa talið öll þau mál svo góð að þeir hafa greitt þeim atkvæði. (Gripið fram í.) Að koma svo hér og [Háreysti í þingsal.] segja að ekkert hafi verið gert. Það rekur sig (Gripið fram í: Hvað hefur stjórnarandstaðan gert …?) hvað á annars horn hjá aumingja Sjálfstæðisflokknum, það stendur ekki steinn yfir steini í þessum málatilbúnaði. Þetta er mesta ráðleysi sem ég hef nokkurn tímann séð hjá flokki viku fyrir kosningar svo maður tali ekki um birtingarmyndir þingflokks Sjálfstæðisflokksins á Alþingi síðustu daga þar sem geðvonska virðist ráða för (Gripið fram í: Nú?) (Gripið fram í: Ha?) fyrst og fremst. [Háreysti í þingsal.] Flokkurinn byltist hér í þvílíkum stellingum að ég (Gripið fram í.) [Hlátur í þingsal.] — já, ég skal gera það. Ég á ekkert sérstaklega við hv. þm. Arnbjörgu Sveinsdóttur en ég hef haft það á tilfinningunni að það hafi ekki legið neitt sérstaklega vel á hv. þingmönnum Birni Bjarnasyni og Sturlu Böðvarssyni. [Hlátur í þingsal.] (Gripið fram í: Hvernig fær maður vinstri kreppuna?)



[11:29]
Bjarni Benediktsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er skiljanlegt að hæstv. fjármálaráðherra líði illa undir þessari umræðu vegna þess að ástandið hefur sannarlega versnað í tíð þessarar minnihlutastjórnar. Það er meginatriði málsins. Við höfum ekki breytt um skoðun á því að það hefði þurft að grípa til brýnni aðgerða og skapa hér ró á pólitíska sviðinu. Það hefði t.d. verið til þess fallið að smyrja betur og liðka fyrir samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, það hafa komið fram vísbendingar um að pólitískur óróleiki og óstöðugleiki hafi orðið til þess að tefja það ferli. Við skulum vera þess minnug líka að hæstv. þáverandi forsætisráðherra, Geir H. Haarde, lagði til að hér yrði skipuð þjóðstjórn. Það var tillaga hans. Það var ekki gengið að því (Gripið fram í.) heldur ákveðið að leggja [Háreysti í þingsal.] í þessa vegferð. (Gripið fram í.) Það voru mistök. (Gripið fram í.) Ekki er með nokkrum rökum hægt að halda því fram þegar atvinnuleysið hefur aukist, gjaldþrotum fjölgað, fleiri bankar farið á hausinn frá því að þessi ríkisstjórn tók við — (Forseti hringir.)

(Forseti (GuðbH): Gefa hljóð.)

— að hún hafi verið að vinna verk sem hafa skipt þjóðina máli. (Gripið fram í.)



[11:31]
forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég veit hreinlega ekki í hvaða veröld hv. þm. Bjarni Benediktsson lifir eða hvar hann hefur haldið sig frá 1. febrúar. Hefur það farið fram hjá hv. þingmanni, formanni Sjálfstæðisflokksins, að nær öll mál sem þessi ríkisstjórn lagði upp með 1. febrúar í verkáætlun sinni eru í höfn? Hver voru þessi verkefni? Það eru þó nokkuð mörg mál sem ég hef ekki tíma til að telja upp sem snúa að heimilunum í landinu. Sennilega eru þetta ein 15 atriði í verkáætlun sem munu hjálpa heimilunum í þeim erfiðleikum sem fram undan eru.

Hvað með fyrirtækin? Hv. þingmaður veit mætavel að við höfum lagt grunn að því að hér sé hægt að reisa við atvinnulífið. Við höfum lagt fram tillögur sem munu á næstu mánuðum og missirum skapa 6.000 störf. Hv. þingmaður veit líka mætavel að við höfum farið í aðgerðir sem munu endurreisa hér bankakerfið og endurskipuleggja það þannig að hægt sé að endurfjármagna það svo það geti hjálpað atvinnulífinu.

Hv. þingmaður veit mætavel að varðandi okkar alþjóðlegu skuldbindingar höfum við sett þær í þann farveg að þær munu fá farsælan endi. Þetta var allt í kaldakoli þegar þessi ríkisstjórn tók við. Sú fyrri hafði ekkert gert í þessum málum. (Gripið fram í.) Svo leyfir hv. þingmaður sér að koma hér upp og segir að ekkert hafi verið gert. (Gripið fram í.) Hvar er verðbólgan stödd núna? Er hún ekki á niðurleið? Ég veit ekki betur. Menn tala hér um 20% atvinnuleysi. Síðast í morgun vorum við að ræða skýrslu Vinnumálastofnunar um að atvinnuleysið er heldur á niðurleið og það eru laus störf hjá Vinnumálastofnun sem hægt er að sækja um. Mér finnst fráleitur málflutningur hjá formanni Sjálfstæðisflokksins undir þessum dagskrárlið að halda þessu fram.

Síðan ætla þeir að enda þinghaldið með því að gefa lýðræðinu langt nef. Það er (Forseti hringir.) það sem stendur upp úr í þessu þinghaldi hjá sjálfstæðismönnum.



[11:33]
Bjarni Benediktsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hæstv. forsætisráðherra veit mætavel að flest þeirra mála sem hún vísar til að við höfum stutt og hafa verið afgreidd á þessu stuttu tímabili eiga rætur sínar að rekja til starfa fyrri ríkisstjórnar. (BJJ: Allt …) Þetta á hæstv. forsætisráðherra að vita mætavel vegna þess að hún sat einmitt í þeirri ríkisstjórn. Það á við um fjölda aðgerða, (Gripið fram í.) eins og t.d. um útgreiðslu lífeyrissparnaðar, mál sem var búið að fullvinna í fjármálaráðuneytinu. (Gripið fram í: Þó …) Margar aðrar slíkar aðgerðir voru komnar á lokastig þannig að það er ódýrt af þessari minnihlutastjórn að eigna sér allan ávinning af því að þessi mál skuli hafa komist í gegn á þessu stutta tímabili með okkar stuðningi og benda á það til vitnis um þann árangur sem þessi ríkisstjórn hefur náð. (Gripið fram í: Eigum við að …?)

Árangurinn sem skiptir máli um þessar mundir mælist á efnahagslega sviðinu. Þar hafa hlutirnir þróast á verri veg og þegar talað er um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið í vegi fyrir lýðræðisumbótum er það rangt. (Gripið fram í.) Við tefldum fram breytingartillögum á stjórnarskránni sem ekki var fallist á og þá stóð til í fyrsta sinn í hálfa öld að þvinga slíkar breytingar fram án þess að fullt samráð væri haft við alla flokka. Frumvarpið var lagt fram í upphafi án þess að rætt væri við Sjálfstæðisflokkinn. Mótsagnirnar og þversagnirnar í því máli eru auðvitað með miklum eindæmum og það er von að þjóðinni blöskri að það mál hafi verið jafnmikið á dagskránni hér og ríkisstjórnin hefur ákveðið að hafa það. Það var í hennar valdi að setja önnur mál á dagskrá og eins og fram hefur komið höfum við greitt fyrir þeim og stutt þau þegar þau hafa skipt máli.



[11:35]
forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alveg hárrétt hjá hv. þingmanni að Samfylkingin lagði drög að nokkrum þeim málum sem héldu svo áfram í þinginu. [Hlátur í þingsal.] Já, ég held að Samfylkingin hafi átt langmestan heiður af því sem þó var hrint í framkvæmd eða drög lögð að í tíð fyrri ríkisstjórnar sem snúa að heimilunum í landinu þó að fyrsta verk sjálfstæðismanna hafi verið að leggja til að ýmsum þeim aðgerðum yrði snúið við og þær dregnar til baka þegar við lentum í hremmingunum. Svona vinnur Sjálfstæðisflokkurinn. En við höfum þó náð fram ýmsum aðgerðum fyrir lífeyrisþega og fleiri.

Ég held að það sé hreint og beint þessum Sjálfstæðisflokki til skammar hvernig hann ætlar að ljúka þinghaldinu. Hver er tillaga sjálfstæðismanna að því er varðar lýðræðisumbætur sem fólkið kallar eftir? Það er að fara í gamla farið og leggja fram tillögu um að gamaldags stjórnarskrárnefnd verði skipuð. Það hefur verið gert í gegnum tíðina með litlum sem engum árangri undir forustu Björns Bjarnasonar. (Gripið fram í: Nú?) Hver var hin tillagan? Hún var að þeir fengju neitunarvald um það að ef hér yrðu samþykktar stjórnarskrárbreytingar hefðu þeir neitunarvald um það hvort þær færu fyrir þjóðina og það gætu þá liðið 2–3 ár þar til þetta færi fyrir þjóðina. (Gripið fram í.) Þannig vinna þeir. Þeir vinna alltaf með sérhagsmunum og gegn almannahagsmunum. Þannig vinnur íhaldið. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) (Gripið fram í.)

Varðandi heimilin í landinu og varðandi fyrirtækin er ýmislegt sem þessi ríkisstjórn hefur gert varðandi fjármálakerfið til að endurreisa það og bankana. Drög voru lögð og unnið að málum í tíð þessarar ríkisstjórnar og það er það sem skiptir máli. Það er skömm að því fyrir íhaldið sem alltaf telur sig málsvara atvinnuveganna að það skuli vera við í félagshyggjustjórninni sem höfum lagt grunninn að því að hér verði hægt að koma atvinnulífinu á lappirnar á nýjan leik. Það var ekki Sjálfstæðisflokkurinn. (Gripið fram í.)



[11:37]
Bjarni Benediktsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er hálfspaugilegt að hlýða á það að einungis málin sem Samfylkingin samdi í tíð fyrri ríkisstjórnar hafi skipt máli fyrir nýju ríkisstjórnina að koma á framfæri. Auðvitað höfum við dæmi um annað. (Gripið fram í: Árni Matt. …) Við skulum reyna að hífa umræðuna aðeins upp á hærra plan. (Gripið fram í.) Meginatriðið er það og það verður ekki umflúið þegar talað er um að hér séu sagðir hlutir sem séu Sjálfstæðisflokknum til skammar að það er auðvitað til skammar að því sé haldið fram að atvinnuleysið sé heldur á niðurleið þegar atvinnulausum hefur fjölgað um 6.000 manns frá því að ríkisstjórnin tók við. Sú umræða er til skammar. (Gripið fram í: … frá ykkur. 6.000 …) (Gripið fram í: Hvers konar málflutningur er þetta?) Þetta eru staðreyndir málsins, þetta eru mín skilaboð á þessum tímapunkti. (Gripið fram í.) [Háreysti í þingsal.] Okkar niðurstaða var að … (Forseti hringir.)

(Forseti (GuðbH): Forseti vill beina því til fólks að gefa ræðumanni tækifæri til að flytja ræðu sína.)

… það væri skynsamlegt að nýta tímann til að grípa til brýnna aðgerða í þágu atvinnulífs og heimila. Það hefur því miður ekki verið gert. Auðvitað hafa ýmis mál verið afgreidd hér og meira að segja í góðri sátt á þinginu. Flest eru þau mál þannig vaxin að þau voru fullkláruð og tilbúin [Háreysti í þingsal.] í tíð fyrri ríkisstjórnar.



[11:39]
Lúðvík Bergvinsson (Sf):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Bjarni Benediktsson minnti mig dálítið á góða dátann Svejk þegar hann flutti ræðu sína áðan, (Gripið fram í.) þegar hann lýsti á hendur sér afrekum sem hann hefur alls ekki unnið. Góði dátinn Svejk stundaði nefnilega um tíma sölu á rottuhundum og hann hafði eina lykilreglu, hann laug upp á hundinn afrekum sem hann hafði alls ekki unnið, hirti peningana eins og hann gat og flúði svo eins og fætur toguðu inn á næsta bar þannig að enginn næði til hans.

Þegar hv. þm. Bjarni Benediktsson lýsti því að allt sem hér hefur verið gert hafi á einn eða annan hátt átt rætur sínar að rekja til afreka Sjálfstæðisflokksins og hugmyndafræði hans verð ég að segja eins og er að þá kom upp í hugann þessi gamla saga af góða dátanum Svejk.

Hv. þm. Karl Valgarður Matthíasson flutti örlitla tölu í morgun og rifjaði upp mikilvægi auðmýktarinnar, það væri mikilvægt að sýna auðmýkt og ég tala nú ekki um á þingi (Gripið fram í.) og í umgengni við valdið. Sú ríkisstjórn sem hér situr hafði 80 daga til að hreinsa upp eftir afrek Sjálfstæðisflokksins í 18 ár, (Gripið fram í: … Samfylkingarinnar.) hafði 80 daga til að hreinsa upp eða vinna á efnahagshruninu og því ástandi sem er í samfélaginu eftir 18 ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins. (Gripið fram í.) Hv. þingmaður kemur svo hér upp þegar verið er að fjalla um tillögu um slit á þinginu og undrast að 80 daga ríkisstjórninni hafi ekki tekist til fulls að hreinsa upp eftir brunarústir Sjálfstæðisflokksins. Þetta er með hreinum ólíkindum og sýnir að auðmýktin er víðs fjarri þegar umræða um þessa fortíð á sér stað á hinu háa Alþingi.

Auðvitað á hv. þingmaður að koma upp og biðjast afsökunar á 18 ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Það væri til þess að sýna auðmýkt og sýna þjóðinni virðingu. En að koma hér upp og gagnrýna að þeirri ríkisstjórn sem nú situr skuli ekki hafa tekist að hreinsa fullkomlega til er með hreinum ólíkindum. Þessi ræða, virðulegi forseti, sem hv. þingmaður flutti hér þegar flutt hafði verið tillaga um þingfrestun verður örugglega lengi í minnum höfð, (Gripið fram í: Meðan land byggist.) líklega meðan land byggist því að afrek Sjálfstæðisflokksins á þessum 80 dögum eru að setja Íslandsmet í málþófi (Gripið fram í: Er Jóhanna …?) því að aldrei fyrr [Háreysti í þingsal.] í nokkurri umræðu um nokkurt mál hafa verið fluttar á áttunda hundrað ræður, aldrei. (Gripið fram í: Stuttar og hnitmiðaðar.) Aldrei fyrr, rúmlega 700 ræður (Gripið fram í: Hvernig gekk?) og hv. þingmanni kemur á óvart að þessi ríkisstjórn hafi ekki leyst úr öllum vanda, ef ekki leyst lífsgátuna (Gripið fram í.) á þessum tíma meðan fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa barist gegn lýðræðisumbótum af meira afli en þekkist í þingsögunni og átt þátt í að hér voru fluttar á áttunda hundrað ræður til að koma í veg fyrir lýðræðisumbætur í samfélaginu. (Gripið fram í.) (Gripið fram í.) Þetta er með ólíkindum og þetta er hið raunverulega afrek Sjálfstæðisflokksins eftir að hann gekk úr skaftinu eftir 18 ára valdatíð. Fyrir þetta verður hans minnst á þessum tíma, virðulegi forseti.

Ég hvet hv. þm. Bjarna Benediktsson sem er nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins að koma upp, biðjast frekar afsökunar á valdatíð Sjálfstæðisflokksins og sýna raunverulega auðmýkt en ekki stíga hér fram eins og hann gerði og flytja þá ræðu sem hann flutti sem verður án efa lengi minnst í þingsögunni fyrir það sem þar kom fram.



[11:44]
Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég átti von á því að hv. þm. Lúðvík Bergvinsson mundi nota tækifærið fyrst hann var að hvetja aðra til að biðjast afsökunar og biðjast þá afsökunar fyrir hönd Samfylkingarinnar og ráðherra hennar á ástandi stjórnmála hér þegar bankahrunið átti sér stað í haust. Ég geri ráð fyrir því — (Gripið fram í: … viðskiptaráðuneyti.) og t.d. viðskiptaráðuneyti, hv. þm. Þórunn Sveinbjarnardóttir.

Við erum að tala um það að sú ríkisstjórn sem er nú búin að starfa í 85 daga tók við völdum með miklar yfirlýsingar um að það ætti að slá skjaldborg um heimilin í landinu. Hún var mynduð til þess, að sögn, að verja heimilin og fyrirtækin. Það sem liggur á borðinu er að ekkert hefur þokast í þá átt. Þess í stað hefur ríkisstjórnin eytt tíma sínum í að reyna að koma hér fram í fullkomnu ósætti breytingum á stjórnarskrá sem hafa ekkert með heimilin og fyrirtækin að gera, ekki neitt. Það hefur verið með ólíkindum að fylgjast með þessu.

Hér var minnst á fjölda ræðna. Ég gæti farið út í svona talningu eins og hv. þm. Lúðvík Bergvinsson og t.d. bent á að sá þingmaður sem hefur flutt lengstu ræðuna í sögu Alþingis er nú forsætisráðherra. Sá þingmaður sem lengst hefur talað á Alþingi alla tíð, sá maður sem mundi vera ræðukóngur Alþingis a.m.k. síðustu 100 árin, situr nú og er fjármálaráðherra. Við getum farið út í alls konar samanburð að þessu leyti.

Ef við bara tökum kjarna málsins er það sem skiptir máli það að þessi ríkisstjórn var mynduð með fögrum loforðum. Hún hefur verið dugleg að halda blaðamannafundi, hún hefur verið dugleg að gefa yfirlýsingar en allar aðgerðir hafa látið á sér standa.



[11:46]
Lúðvík Bergvinsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ekki einu sinni lína í þeirri orðræðu sem hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins flytja hér. Hv. þm. Bjarni Benediktsson (Gripið fram í.) kom hér og lýsti á hendur sér þvílíkum afrekum að hafa átt stóran þátt í öllum þeim fjölda lagafrumvarpa sem hér hafa verið samþykkt og lúta að heimilum og fyrirtækjum. Síðan kemur hv. þm. Birgir Ármannsson og segir að ekkert hafi gerst á þessum 80 dögum. Það væri mjög hyggilegt að hv. þingmenn samræmdu málflutning sinn í þessu, hvernig þeir ætli að haga þessu. En það er sami tónninn í ræðu hv. þm. Birgis Ármannssonar og í ræðu hv. þm. Bjarna Benediktssonar hvað það varðar að hann lýsir undrun sinni á því að núverandi ríkisstjórn sem styðst við þingmenn Framsóknarflokksins skuli ekki hafa náð að hreinsa upp fullkomlega 18 ára klúður Sjálfstæðisflokksins. (Gripið fram í: Það er annað að …) Þetta er þvílíkur málflutningur að hann á sér vart hliðstæðu. Þess á milli, í öllu gönuhlaupinu og vitleysunni, hleypur hv. þingmaður í það að skammast út í núverandi hæstv. fjármálaráðherra. Honum hefur aldrei dottið í hug að taka þátt í því að flytja á áttunda hundrað ræður til að koma í veg fyrir lýðræðisumbætur. (Gripið fram í: Jú, jú.) Aldrei nokkurn tímann hefði hv. þingmanni (Gripið fram í.) dottið í hug að eyða tíma sínum í þinginu (Gripið fram í.) til að koma í veg fyrir lýðræðisumbætur í samfélaginu og flytja í því skyni, til að verja hagsmuni flokks og óbreytt ástand, á áttunda hundrað ræður eða eiga þátt í því að slíkur málflutningur yrði stundaður. Hvernig ætlar hv. þingmaður að útskýra framgöngu Sjálfstæðisflokksins á þessum tíma og af þessum sökum? Hefur núverandi ríkisstjórn og núverandi meiri hluti ekki komið nema u.þ.b. 50 frumvörpum í gegn (Forseti hringir.) sem er miklum mun meira en nokkurn tímann fór í gegn meðan (Forseti hringir.) við störfuðum með hv. þingmanni?



[11:49]
Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Það er margt mjög sérkennilegt í málflutningi hv. þm. Lúðvíks Bergvinssonar. Í fyrsta lagi, þótt við getum ekki farið út í langar útskýringar hér, er þetta tal um 18 ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins og hrunið í haust fráleitt. Það er væntanlega líka Sjálfstæðisflokknum að kenna að fjármálakerfi um allan heim hafa fengið þung högg, að leiðtogar stærstu iðnríkja heims, Evrópusambandsins og annarra, sitja á neyðarfundum til að fjalla um viðbrögð við fjármálakreppunni — er það Sjálfstæðisflokknum að kenna? Að sjálfsögðu. (Gripið fram í: … verra hér.) Sjálfstæðisflokkurinn hefur lýst því yfir að hann horfist í augu við að hafa gert mistök en að tala um 18 ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins með þessum hætti er fráleitt, sérstaklega þegar um er að ræða þingmann úr ríkisstjórnarflokki sem átti þátt í því að stjórna landinu á síðustu árum. Sá flokkur ber að sjálfsögðu, eins og aðrir flokkar, ábyrgð á mörgu því sem úrskeiðis hefur farið, t.d. hvað varðar uppbyggingu á fjármálamarkaði, löggjöf um fjármálamarkaði og þess háttar hluti sem raunar allir þingflokkar eiga sinn þátt í. Sú löggjöf sem ríkti á fjármálamarkaði á Íslandi var í langflestum tilvikum á síðustu 10–15 árum samþykkt í fullu samráði, án athugasemda eftir fyrirskrift frá Evrópusambandinu.

Það er nú þannig, herra forseti, að þessarar ríkisstjórnar sem nú er að láta af völdum verður minnst fyrir fjölda yfirlýsinga, fyrir fjölda blaðamannafunda og fyrir stórar yfirlýsingar um markmið en ekki fyrir aðgerðir. (Gripið fram í: Þið hélduð enga blaðamannafundi eða hvað?) Við vorum ekki eins duglegir, ég játa það, hæstv. ráðherra, að halda blaðamannafundi og við gáfum út færri fréttatilkynningar. (Forseti hringir.) (Gripið fram í.) [Háreysti í þingsal.] (Forseti hringir.) Hins vegar — hæstv. forseti, ég verð að ljúka máli mínu af því að það var gripið fram í fyrir mér (Forseti hringir.) og ég tafinn í ræðustól — er staðreyndin sú (Forseti hringir.) að þessi ríkisstjórn (Forseti hringir.) ber sjálf ábyrgð á því hvernig nú er komið (Forseti hringir.) og það er skelfilegt til þess að hugsa að hún ætli að starfa áfram að kosningum loknum.



[11:51]
Lúðvík Bergvinsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla í ljósi ummæla hv. þingmanns a.m.k. að reyna að bera blak af Sjálfstæðisflokknum. Ég ætla að taka undir með hv. þingmanni, fjármálahrunið í heiminum er ekki Sjálfstæðisflokknum að kenna. (Gripið fram í: Ertu viss?) Já, ég ætla að setja fram þá fullyrðingu að efnahagshrunið í veröldinni sé ekki Sjálfstæðisflokknum að kenna. (Gripið fram í.) Nei, ég held að það sé ekki Sjálfstæðisflokknum að kenna, (Gripið fram í: En Samfylkingunni?) en ég ætla hins vegar að segja að engin þjóð í veröldinni, a.m.k. engin á Vesturlöndum, hefur farið jafnilla út úr efnahagshruninu í heiminum og það er Sjálfstæðisflokknum að kenna. (Gripið fram í: Hefur það ekki haft með bankamálin að gera?)



[11:52]
Sturla Böðvarsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég verð að viðurkenna að ræða hv. þm. Lúðvíks Bergvinssonar kom mér mikið á óvart vegna þess að það var hvorki mikil sannfæring í ræðunni né heldur var hún sanngjörn miðað við þær aðstæður sem við höfum búið við í þinginu að undanförnu. Mér finnst ekki mikill bragur yfir því að hv. þingmaður, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, gangi fram með þeim stóryrðum gagnvart fyrrverandi samstarfsflokki, Sjálfstæðisflokknum, eins og hann hafði hér í frammi. Ég vil minna aðeins á að eftir kosningarnar 2007 rifust Samfylkingin og Vinstri grænir um að komast í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Það er nauðsynlegt að rifja það upp hér. Og hvers vegna var það? Vegna þess að mat þeirra var að staða okkar Íslendinga, uppbygging hins íslenska samfélags á undanförnum árum, væri með þeim hætti að eftirsóknarvert væri að komast í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn við stjórn landsins.

Þess vegna er mjög holur hljómur í ræðum á borð við þá sem hv. þm. Lúðvík Bergvinsson flutti áðan. Og að tala um málþóf þegar flokkurinn hefur forsætisráðherra við stjórn landsins sem talaði í 10 klukkustundir er mikið öfugmæli, hvað þá að vinstri grænir tali um málþóf. Sjálfstæðismenn hafa staðið hér í málefnalegri umræðu, flutt stuttar ræður, við höfum ekki flutt ræður klukkutímum saman eins og hv. þingmenn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar gerðu á meðan þeir voru í stjórnarandstöðu. Ég hvet hv. þingmenn til að sýna sanngirni og ljúka þinginu að þessu sinni með meiri reisn (Forseti hringir.) en ræður hv. þm. Lúðvíks Bergvinssonar hafa bent til.



[11:55]
Lúðvík Bergvinsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Sturla Böðvarsson kemur hingað upp og ber sig illa (Gripið fram í: Nei.) yfir því að dregið er fram að lítil auðmýkt eða sanngirni hafi falist í ræðu hv. þm. Bjarna Benediktssonar þegar hann steig í pontu í umræðunni um þingfrestun og lýsti undrun sinni á því að núverandi minnihlutastjórn sem styðst við Framsóknarflokkinn skuli ekki hafa bjargað öllu klúðri Sjálfstæðisflokksins undanfarin 18 ár. Það var efni ræðu formanns Sjálfstæðisflokksins, hv. þm. Bjarna Benediktssonar. Finnst einhverjum skrýtið að mönnum hafi þótt þessi ræða algerlega laus við auðmýkt, algerlega laus við sanngirni, algerlega laus við þann veruleika sem við búum við? Finnst hv. þingmönnum skrýtið að við ræðuflutningi af þessum toga sé brugðist? Ég man a.m.k. ekki til þess að umræður af þessum toga hafi verið hafnar við umræðu um þingslit.

Síðan kemur hv. þm. Sturla Böðvarsson hér upp og vælir undan því að við orðræðu af þessum toga sé brugðist og hann kallar eftir sanngirni. Hann kallar eftir auðmýkt. Þeir sem hefja umræðu af þessum toga, standa á þeim palli sem þeir gera í umræðunni og kalla yfir sig það sem hér hefur átt sér stað, geta ekki og mega ekki væla undan þessari umræðu. Þeir mega taka þátt í henni og mæta henni með rökum, sanngirni og festu en ekki koma hér eins og hv. síðasti þingmaður, hálfvolandi í ræðustól.



[11:57]
Sturla Böðvarsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Að mæta umræðunni af sanngirni og festu, það var einmitt það sem skorti á í ræðu hv. þm. Lúðvíks Bergvinssonar. Það er oft þannig að sannleikanum verður hver sárreiðastur og það kom mjög skýrt fram í viðbrögðum hv. þm. Lúðvíks Bergvinssonar og hæstv. forsætisráðherra og fjármálaráðherra þegar hv. þm. Bjarni Benediktsson gerði grein fyrir því í þessari umræðu þegar við erum að ljúka þinginu og fjöllum um frestunartillöguna, að nánast lítill árangur hafi orðið af starfi ríkisstjórnarinnar sem ætlaði sér svo mikla hluti, auðvitað var ástæða til að vekja athygli á því við þessar aðstæður. Það þýðir ekki fyrir hv. þm. Lúðvík Bergvinsson að kveinka sér undan þeirri orðræðu hér. Til þess tökum við þátt í umræðu á Alþingi, til að vekja athygli á því sem betur má fara en erum sanngjörn og málefnaleg. Það er aðalatriði málsins.

Ég tek undir það að við eigum að sýna auðmýkt. Alþingismenn eiga að sýna auðmýkt við þær aðstæður sem þjóðin stendur frammi fyrir. Við eigum að tala um lausnir en ekki áfellast aðra fyrir það sem viðkomandi hafa ekki gert. Við eigum að leggja upp lausnir í aðdraganda þessara kosninga. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert það, ég skora á hv. þingmenn sem kenna sig við stjórnarliðið að gera það einnig og sýna auðmýkt í þessari umræðu.



[11:58]
Lúðvík Bergvinsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér fannst heldur betri tónn í síðari ræðu hv. þingmanns, hún var kannski meira í takt við það sem hv. þingmaður boðaði sjálfur. Staðreyndin er sú að þær lausnir sem hv. þingmaður kallar eftir að þeir stjórnmálaflokkar sem nú bjóða sig fram gefi út, lúta allar að því að leysa úr þeim vanda sem 18 ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins hefur skapað. (Gripið fram í: Aleinn?) Meira og minna undir forustu Sjálfstæðisflokksins snúast þær kosningar sem nú eru fram undan leit að lausnum á þeim vanda sem 18 ára forustutíð Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn hefur skapað. Það er verkefnið. Og ég er sammála hv. þingmanni um að auðvitað á Sjálfstæðisflokkurinn að sýna auðmýkt við þessar aðstæður. Auðvitað á hann að tala af sanngirni en það var einmitt það sem hv. þm. Bjarni Benediktsson gerði ekki og rauf í raun og veru það samkomulag sem hér hafði náðst um að ljúka þingstörfum. Það var einmitt það sem gerðist, það var ekki sýnd sanngirni (Gripið fram í: Það var ekki málþóf.) og ekki auðmýkt í þessari umræðu. Í reynd var gerð sú krafa að eftir 18 ára afglöp Sjálfstæðisflokksins megi gagnrýna núverandi ríkisstjórn fyrir að hafa ekki hreinsað upp öll þau afglöp eða það tjón sem sá tími hefur valdið samfélaginu.



[12:00]Útbýting:

[12:00]
Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil inna forseta eftir því hvort það samkomulag sem okkur þingmönnum skildist að morgni dags að lægi fyrir um lok þingstarfa í dag haldi enn. Ég lít svo á að hv. þm. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi rofið það samkomulag með framgöngu sinni hér í umræðu um frestun á fundum Alþingis og ég lít svo á að sjálfstæðismenn séu þar með ekki menn orða sinna í þessu fremur en öðru.



[12:01]
Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Eins og gengið var frá þessu samkomulagi í gær held ég að það haldi alveg enn þá. Það var ljóst að hv. þm. Bjarni Benediktsson mundi taka til máls sem hann gerði, hann hélt stutta ræðu um þingfrestunartillöguna. Hér hafa greinilega fleiri kvatt sér hljóðs um þessa tillögu og hafa einhverjar athugasemdir við tillöguna. Það eru allt stjórnarliðar eins og ég hef séð mælendaskrána. Ég veit ekki hvort ríkisstjórnarflokkarnir ætla að brjóta það samkomulag sem var gert í gær, það verður að koma í ljós og er áhugavert að heyra hvað hæstv. forseti segir um það. Það var algerlega ljóst að af okkar hálfu, sjálfstæðismanna, að svona yrði gengið fram, að hér yrði flutt ein ræða af okkar hálfu um þingfrestunartillöguna. Síðan ráða aðrir flokkar (Forseti hringir.) hvernig þeir haga sér en það er brot á því samkomulagi sem var gert í gær.



[12:02]
Jón Magnússon (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Með tilliti til þess samkomulags sem mér var kynnt kvaddi ég mér ekki hljóðs í þessari umræðu. Ég hefði talið eðlilegt þegar til umræðu var ályktun um þingfrestun að þá hefðu talað forsætisráðherra og hv. þm. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, svo sem til var ætlast. En það samkomulag sem kann að hafa verið fyrir hendi var að sjálfsögðu rofið af Samfylkingunni, af formanni þingflokks Samfylkingarinnar, með því að halda hér langa ræðu og veitast í þeim orðum með ósæmilegum hætti að okkur sjálfstæðismönnum að ýmsu leyti aftur á bak og áfram.



[12:03]
Árni Páll Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Bjarni Benediktsson rauf hér allar þingvenjur um framgöngu mála við umfjöllun um tillögu um þingfrestun. (Gripið fram í.) Hæstv. forsætisráðherra flutti hér að vanda slíka tillögu og það ávarp sem formaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins hefði átt að flytja er auðvitað með hefðbundnum hætti kveðja til Alþingis.

En hér efnir hv. þm. Bjarni Benediktsson til eldhúsdags með rakalausum ásökunum í garð ríkisstjórnarinnar og við það verður ekki unað. Auðvitað er ekki hægt að sitja undir því að formaður Sjálfstæðisflokksins misnoti aðstöðu sína með þessum hætti og veigri sér síðan við því að talað sé um verkleysi Sjálfstæðisflokksins, getuleysi hans í stjórn landsmála og af hverju við erum að fara í kosningar núna. Fyrst og fremst vegna þess að Sjálfstæðisflokkinn þraut örendið til þess að stjórna landinu.



[12:04]
Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Þessi umræða er mjög óvænt. Ég taldi að hér yrði flutt tillaga um þingslit og síðan yrði hún bara afgreidd. En þá ber svo við að formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, kemur hér upp í ræðustól með hríðskotabyssu í hendi og hefur skothríð í allar áttir og má segja að hér hafi meira og minna kviknað í öllu saman eins og við höfum orðið vitni að í umræðunni.

Þetta var gert með þeim hætti að blóðið tók að renna í hæstv. ráðherra Steingrími J. Sigfússyni. Það var svolítið gaman að því. Hæstv. ráðherra fór um stund úr ráðherrabuxunum og í gömlu stjórnarandstöðubuxurnar sínar og hækkaði róminn og síðan hafa menn hlaupið upp í andsvör hver á fætur öðrum. Þetta var allt mjög óvænt.

Það er að skella á hálfgerð eldhúsdagsumræða, virðulegi forseti, og ég beini því til hæstv. forseta að hann beiti sér fyrir því að við reynum einhvern veginn að ljúka þessari umræðu þannig að það verði ekki eldhúsdagur í allan dag. Ég legg til að það geti bara einn talað frá hverjum flokki og síðan verði þessari umræðu lokið.

En ég vil fá að rifja aðeins upp söguna, virðulegi forseti, við þetta tækifæri. Það er mjög óvænt að haldnar séu alþingiskosningar núna einungis tveimur árum eftir að við kusum síðast, það voru kosningar árið 2007. Hvað átti sér stað 2007? Þá fórum við í kosningabaráttu og það er alveg ljóst að útrásarvíkingarnir svokölluðu beittu sér í kosningabaráttunni og í aðdraganda hennar. (Gripið fram í: Og borguðu styrki.) Já, virðulegi forseti, hér er frammíkall: Borguðu styrki. Það er rétt. Þeir beittu líka fjölmiðlaveldi sínu og allir sem fylgjast með stjórnmálum og almennri þjóðmálaumræðu sáu hvernig útrásarvíkingarnir beittu fjölmiðlaveldi sínu til að koma á sinni óskastjórn. Þeirri óskastjórn var komið á. Útrásarvíkingunum varð að ósk sinni. Hér tók við stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar árið 2007.

Það var mjög lærdómsríkt að fylgjast með þeirri kosningabaráttu og taka þátt í henni. Á þeim tíma voru framsóknarmenn með ráðuneyti heilbrigðismála og ráðuneyti félagsmála og það var alveg með ólíkindum hvað t.d. Samfylkingin átti greiðan aðgang að fjölmiðlum í þeim málaflokkum og það var alveg með ólíkindum hvað það var erfitt fyrir okkur að koma sannleikanum á framfæri í gegnum fjölmiðla. Þetta var mjög lærdómsríkt, virðulegi forseti.

Óskastjórn útrásarvíkinganna tók við, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking, og það var engin smáríkisstjórn. Hún naut stuðnings 43 þingmanna af 63. Það var ofurmeirihluti í þinginu með þessari óskastjórn. Stjórnarandstaðan var einungis með 20 þingmenn.

Hvað gerði svo óskastjórn útrásarvíkinganna? Hún gerði mest lítið. Hún byrjaði á því að sofa á vaktinni gagnvart því sem var að gerast í bönkunum. Það kviknuðu hér viðvörunarljós sem hún leit ekki á. Hún var meira að segja svo blind að í fjárlagagerðinni fyrir árið 2008 tókst þessari ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að auka útgjöld ríkisins um 20%. Samt vorum við að koma úr kosningabaráttu, nýkomin úr kosningabaráttu og þá er ekki hefð fyrir því að auka mikið ríkisútgjöldin. Samt gerði þessi ríkisstjórn það.

Síðan horfði þjóðin upp á það að ríkisstjórnin, þessir flokkar, Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin, slógu hvor annan með Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu og það varð pattstaða. Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki gera neinar breytingar í Seðlabankanum og Samfylkingin vildi ekki gera neinar breytingar í Fjármálaeftirlitinu. Þetta horfðum við upp á um tíma.

Síðan var það eftir síðustu jól, í byrjun árs 2009 að ríkisstjórnin, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar kom til leiks án nokkurra tillagna um úrbætur og það var hálfgert uppreisnarástand hér á götunum. Maður trúði því ekki að … (Forseti hringir.)

(Forseti (KHG): Forseti biður hv. þingmenn velvirðingar á trufluninni en hann óskar eftir því að þingmenn í hliðarsal gefi ræðumönnum gott næði til að flytja sitt mál.)

Takk fyrir, virðulegi forseti. Eftir jólin komum við hingað til starfa og þá voru engar tillögur hjá ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar á borðinu. Stór hluti þjóðarinnar mótmælti og það var byltingarástand hér á götunum og það var mjög sérstakt að verða vitni að því. Þá var ekkert annað að gera en að stokka hér upp á nýtt.

Ríkisstjórnin hrökklaðist frá, hún koðnaði niður. Framsóknarflokkurinn ákvað þá að bjóða upp á það að verja minnihlutastjórn vinstri flokkanna falli með ákveðnum skilyrðum. Eitt af skilyrðunum var það að kosið yrði hið fyrsta, þ.e. 25. apríl, og það er að verða að veruleika. Það er mjög brýnt að ganga til kosninga í þessu ástandi. Það er brýnt að flokkarnir fái umboð til að taka á þeim erfiðu málum sem nú eru uppi.

Við lögðum líka fram sem skilyrði að tekið yrði á vanda fyrirtækjanna og vanda heimilanna. Það verður að segjast eins og er að við höfum orðið fyrir miklum vonbrigðum með vinstri flokkana í báðum þessum málum. Hvorki hefur verið tekið nógu röggsamlega á vanda heimilanna né fyrirtækjanna. Framsóknarflokkurinn lagði fram tillögur í 18 liðum um efnahagsvandann, úrlausnir í efnahagsvandanum. Við viljum lausnir. Sú róttækasta felur í sér 20% leiðréttingu á höfuðstól húsnæðislána og lána fyrirtækjanna.

Virðulegi forseti. Ég er eiginlega sannfærð um að þessi leið verður farin. Það er bara spurning um hvenær. Og ég vil nefna að áberandi og leiðandi fólk í hinum stjórnmálaflokkunum, nokkrir hafa meira og minna tekið undir þessar tillögur okkar framsóknarmanna um 20% leiðréttinguna. Ég nefni þar Tryggva Þór Herbertsson, sem er frambjóðandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi, sem hefur tekið mjög kröftuglega undir þessar hugmyndir Framsóknarflokksins um 20% leiðréttingu. Ég vil líka nefna Lilju Mósesdóttur, sem er frambjóðandi Vinstri grænna, sem hefur þó nálgast þessi mál með örlítið öðrum hætti, þ.e. að veita niðurfellingu af húsnæðislánum um 4 millj. kr. en það er samt sami andinn í þeirri tillögu. Síðan vil ég líka nefna Eirík Bergmann samfylkingarmann og hann hefur sagt opinberlega að þessi leið sé sú eina færa. Það er okkar bjargfasta trú, virðulegi forseti, að þessi leið verði farin. Það er bara spurning um hvenær og hugsanlega er hægt að útfæra hana með eilítið öðrum hætti. En það þarf að fara í leiðréttingu bæði varðandi fyrirtækin og heimilin í landinu og það þarf að gera meira en núverandi ríkisstjórn hefur gert.

Greiðsluaðlögunarmálið er skref í rétta átt. Það er alveg ljóst að þó að 20% leiðréttingarleiðin yrði farin þyrfti samt hluti þjóðarinnar að fara í greiðsluaðlögun. Að sjálfsögðu höfum við stutt það mál hér en það er bara engan veginn nóg, virðulegi forseti.

Fjórða málið sem framsóknarmenn settu á oddinn varðandi það að styðja minnihlutastjórn og verja hana vantrausti í þinginu var stjórnlagaþing. Ég þakka vinstri flokkunum sérstaklega fyrir röggsaman stuðning í því máli. Þar hefur ekki borið neinn skugga á, þar hafa menn viljað klára málin og koma á stjórnlagaþingi sem þjóðin mundi kjósa. Þar væru hvorki þingmenn né ráðherrar í framboði heldur aðrir þjóðfélagsþegnar og stjórnlagaþingið mundi síðan útbúa drög að stjórnarskrá sem þjóðin fengi að kjósa um í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Stjórnarskráin er algerlega úrelt og ég ætla ekki að hafa mörg önnur orð um hana nema þau að hún felur í sér mjög samþjappað vald hér á landi og henni verður að breyta. Þar lögðust sjálfstæðismenn hins vegar algerlega þverir fyrir og töluðu hér í marga daga og aðallega um stjórnlagaþingið. Síðan kom í ljós í gær þegar þeir lögðu fram tillögur sínar í stjórnarskrárnefnd að þar var meira á bak við. Þeir leggja fram tillögu í auðlindamálum þar sem ákveðin setning hefur gufað upp, að náttúruauðlindir eigi að vera í eigu þjóðarinnar og þær megi ekki selja eða láta varanlega af hendi. Sú setning var bara látin gufa upp hjá Sjálfstæðisflokknum.

Sjálfstæðismenn hafa hindrað hér allar lýðræðisumbætur á stjórnarskránni og voru ekki einu sinni til í það þegar upp var staðið að breyta 79. gr., þ.e. hvernig breyta á stjórnarskránni, aðferðafræðinni, sem þeir þó voru búnir að segja bæði í þessum sal og utan hans að þeir vildu breyta, en þar var líka dregið í land. Það er mjög brýnt að þjóðin átti sig á því að Sjálfstæðisflokkurinn kom í veg fyrir allar breytingar á stjórnarskránni, stjórnlagaþingið og líka hinar greinarnar.

Við framsóknarmenn ákváðum strax eftir páska að draga stjórnlagaþingsmálið út af því að sjálfstæðismenn höfðu beitt sér af þvílíku offorsi gegn því, og sjá hvort þeir mundu (Gripið fram í.) gera eitthvað varðandi hin ákvæðin því að okkur grunaði að þeir vildu ekki breyta neinu. Það kom svo sannarlega í ljós, þeir vildu nefnilega engu breyta. Þó að við hefðum dregið stjórnlagaþingið út fór ekkert í gegn. Þetta sýnir kannski, virðulegi forseti, að líklega þarf að breyta þingsköpum þannig að ræðutími í 2. umr. verði takmarkaður til að við upplifum það ekki aftur að minni hluti þingmanna hertaki þingið, taki það algerlega í gíslingu og tali út í það óendanlega. Til dæmis hótaði hv. þm. Björn Bjarnason því að tala hér dag og nótt í þessu máli. Þetta er íhugunarefni og ég tel að á næsta kjörtímabili þurfi að ræða það hvort ekki eigi að takmarka umræðuna í 2. umr. þannig að minni hluti þingmanna geti ekki tekið þingið í gíslingu. Þannig er þetta í öðrum ríkjum, þar eru takmarkanir á umræðum. Ég tel að þetta sé íhugunarefni fyrir okkur líka, virðulegi forseti.

En ég vona að hægt sé að semja um það að þinginu fari að ljúka. Ég taldi að búið væri að semja um það en Sjálfstæðisflokkurinn kom hér upp og skaut í allar áttir. Þá er ekkert um annað að ræða en að allir komi sínum sjónarmiðum á framfæri og hef nú gert það fyrir hönd framsóknarmanna. Ég tel mikilvægt að við getum fljótlega gengið til kosninga þar sem þjóðin fái að velja hvaða flokka hún vill kjósa. Hvort hún vilji kjósa flokk eins og Framsóknarflokkinn sem er hófsamur miðjuflokkur sem hafnar öfgum til hægri og vinstri og vill jöfnuð í samfélaginu, réttlæti og sanngirni og meira lýðræði, eða hvort þjóðin vilji einhverja aðra flokka.

Ég vil líka, virðulegi forseti, minna þjóðina á það, og það er mín skoðun, að það væri ekki hagfellt fyrir hana ef hér yrði hrein vinstri stjórn að kosningum loknum. Það er ekki gott að fara út í öfgarnar hvorki til hægri né vinstri.



[12:18]
Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Ég sé mig tilknúinn að koma upp við þessa umræðu eins og hún hefur þróast, ég taldi að menn ætluðu að hafa verklagið með öðrum hætti en orðið hefur. Ég vil gera athugasemd við orð formanns Sjálfstæðisflokksins, hv. þm. Bjarna Benediktssonar, sem sagði snemma í umræðunni að fyrrverandi forsætisráðherra hefði boðið fram það verklag, til þess að takast á við mikinn vanda þjóðarinnar, að komið yrði á þjóðstjórn. Ég kannast ekki við að slíkt boð hafi komið fram.

Ég veit að við sem vorum í stjórnarandstöðu á síðastliðnu hausti buðumst til að ganga til liðs við ríkisstjórnarflokkana og mynda þjóðstjórn um vandann sem þjóðin stóð frammi fyrir. Það á við um þann sem hér stendur. Ég minnist þess að Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, bauð það og ég held að ég fari rétt með að Steingrímur J. Sigfússon hafi líka boðið það. Þeirri tillögu var ekki tekið, henni var hafnað. Það þýðir ekkert að koma hér korteri fyrir kosningar og bera það á borð fyrir þjóðina af hálfu Sjálfstæðisflokksins og formanns hans að slík tillaga hafi komið frá fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins. Það eru ósannindi. Hún kom ekki. Það var ekkert hlustað á þetta tilboð á síðastliðnu hausti. Ég vildi aðallega leiðrétta þetta, hæstv. forseti, því það fer betur á að við förum hér með rétt mál. Þjóðin á ekki annað skilið af okkur í því alvarlega ástandi sem er í þjóðfélaginu en að það sé gert.

Auðvitað er það svo að nú þegar stefnir að þinglokum finnst okkur í Frjálslynda flokknum sárt til þess að vita að sumar af þeim tillögum sem við höfum lagt hér inn í þingið fái ekki neina afgreiðslu, m.a. tillaga okkar um hvernig taka eigi á vanda heimilanna, verðtryggingu fjárskuldbindinga, sú aðferð sem við lögðum til í því sambandi fékk því miður ekki afgreiðslu, þ.e. að finna leið til að skipta mjög hækkandi skuldum heimilanna á milli lántakenda og lánveitenda eftir ákveðinni aðferð.

Við söknum þess reyndar sérstaklega að fleiri tillögur hafi ekki fengið afgreiðslu. Ég minni á tillögu okkar um frjálsar handfæraveiðar sem hefur legið fyrir þinginu í fleiri mánuði og hefði verið ástæða til að klára, klára með því að afgreiða það áður en við göngum til kosninga þannig að við vissum að hverju væri stefnt en sætum ekki uppi með þá yfirlýsingu hæstv. sjávarútvegsráðherra að það verði útfært eftir kosningar. Tillaga Frjálslynda flokksins er algerlega ljós í þessu efni. Ég man ekki betur en að nokkrir þingmenn úr hópi núverandi stjórnarflokka hafi beinlínis tekið undir þessa tillögu okkar í málflutningi í vetur. Ég get svo sem nafngreint þá en sé enga ástæðu til þess, það liggur allt fyrir í þingskjölum, hæstv. forseti. Ég sakna þess að tillagan, þó að við höfum flutt hana í Frjálslynda flokknum, hafi ekki fengið brautargengi en menn geti svo komið og lýst því yfir sérstaklega að kosningum loknum að að því gefnu að þeir sitji við völd verði hægt að taka á slíkum málum.

Ég fagna því vissulega ef svo verður, að menn geti tekið á slíkum málum. En ég hefði talið að rétt væri að vinna að málsmeðferðinni eins og upphaflega var boðað hér í hv. Alþingi af okkur í Frjálslynda flokknum með tillöguflutningi okkar þar sem menn höfðu vissulega tekið undir þau áhersluatriði sem við höfum lagt fram.

Þegar þingi lýkur og við göngum til kosninga saknar maður þess að ákveðnar tillögur hafi ekki náð fram að ganga, tillögur sem við teljum að hefðu orðið til mikilla bóta fyrir þjóðina og sem hæstv. sjávarútvegsráðherra virðist nú einnig telja að sjálfsagt sé að taka upp en það verði ekki gert og unnið í því fyrr en eftir kosningar. Þetta er sem sagt kosningaloforð. Þetta er kosningaloforð þó að við höfum setið hér uppi með þingmál til afgreiðslu í þessum farvegi mánuðum saman, hæstv. forseti, og undir þann málflutning hafi verið tekið.

Ég vænti þess, hæstv. forseti, að þó þessi umræða sem hér hófst hafi þróast með þeim hætti sem hún hefur gert verði hægt að fylgja nokkurn veginn því samkomulagi sem menn gerðu um slit þingsins o.s.frv. og þau mál sem verða afgreidd í samkomulagi. Ég geri mér grein fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn er algerlega andvígur því að þjóðin fái til sín vald í sambandi við stjórnarskrárbreytingar. Hann hafnar því að þjóðin fái að greiða atkvæði um einstök mál. Hann hafnar því að auðlindir þjóðarinnar séu í þjóðareign og þær megi ekki selja eða láta varanlega af hendi.

Ég verð að segja að málsmeðferð Sjálfstæðisflokksins í stjórnarskrármálinu í heild sinni hefur valdið mér miklum vonbrigðum. Ég hef stundum haldið að í Sjálfstæðisflokknum væru einstakir menn sem vildu fylgja því fram að lýðræðið yrði aukið meðal þjóðarinnar. Verk þeirra og vinnulag hér í hv. Alþingi benda hins vegar til þess að svo sé ekki. Það er sárgrætilegt að svo skuli vera að menn vilji ekki að þjóðin fái þau réttindi sem verið var að leggja til í því þingmáli sem snýr að stjórnarskránni. Og að menn skuli svo á lokaskrefum þessa máls koma með sérstaka tillögu um að leggjast gegn því að þjóðin eigi auðlindir sínar og að tryggt sé að þær verði ekki seldar eða látnar varanlega af hendi — ég hefði eiginlega ekki trúað því að menn gengju svo langt. Hvað þá heldur hv. þm. Jón Magnússon sem var í Frjálslynda flokknum og flutti með okkur margar tillögur í aðra veru og hefur talað fyrir því árum saman að tryggja annan farveg. Ég harma að svo skuli vera komið fyrir sumum mönnum.



[12:26]
Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Við ræðum hér tillögu til þingsályktunar um samþykki til frestunar á fundum Alþingis skv. 1. mgr. 23. gr. stjórnarskrárinnar, sem hljóðar svo:

„Alþingi ályktar að veita samþykki til þess að fundum þingsins verði frestað frá 16. apríl 2009 eða síðar, ef nauðsyn krefur.“

Út frá þessari tillögu sem hæstv. forsætisráðherra lagði fram hafa spunnist miklar umræður og hv. þm. og formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, reið á vaðið með miklum yfirlýsingum um stöðu mála og hvað gerst hefði að undanförnu. Reyndi hv. þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins að hvítþvo Sjálfstæðisflokkinn af stöðu mála og kenna ríkisstjórn sem setið hefur í hundrað daga um það hvers vegna málum er svo komið sem raun ber vitni. Ríkisstjórn sem tók við af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins sem hafði fullkomlega gefist upp á að takast á við þann vanda sem hún var búin að kalla yfir sig, ríkisstjórn sem var mynduð af Vinstri hreyfingunni – grænu framboði og Samfylkingunni, með stuðningi Framsóknarflokksins, og með stuðningi Frjálslynda flokksins í mörgum málum og samstarfi þar. Stjórnarandstöðuflokkarnir tóku höndum saman þó að flokkarnir, bæði Framsóknarflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn, keyrðu eðlilega á sínum málum og stýrðu þannig afstöðu flokka sinna.

Það var táknrænt að sjá hvernig formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, sýndi að Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum. Sjálfstæðisflokkurinn gerir sér grein fyrir því að 18 ára samfelldri stjórn hans er lokið, henni er lokið og þó fyrr hefði verið. Þetta hefur verið ríkisstjórn einkavæðingar og frjálshyggju.

Ég minnist þess hvernig við börðumst hér á Alþingi gegn einkavæðingu bankanna sem var upphaf þess sem á eftir fór, einkavinavæðingar bankanna, hvernig þeim var skipt upp á milli gæðinga þeirra ríkisstjórnarflokka sem þá voru, og í kjölfarið kom síðan þessi græðgisvæðing. Ég vil einnig minna á þá meintu og miklu ágalla kvótakerfisins sem var framsal á aflaheimildum og veðsetning á óveiddum afla, óveiddum fiski, sem varð undirrótin að því að efnahagslíf okkar og fjármálalíf fór í þrot.

Í fjárlögum sem fyrrverandi ríkisstjórn gerði er gert ráð fyrir 170 milljarða kr. halla. Það var ekki sú ríkisstjórn sem nú situr, sem skilaði fjárlögum inn með þeim hætti. Ég hefði vænst þess að formaður Sjálfstæðisflokksins, hv. þm. Bjarni Benediktsson, hefði reynt að hefja flokkinn sinn upp á ný með því að biðja þjóðina afsökunar á 18 ára stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins sem leiddi yfir landið meira efnahagshrun en í nokkru öðru landi nú. Sú stefna sem rekin var af hálfu Sjálfstæðisflokksins hefur leitt þessa djúpu lægð yfir okkur sem er miklu dýpri en í öðrum löndum.

Það er þetta uppgjör sem nú er að fara fram. Það er þetta uppgjör sem fer fram í næstu kosningum. Það er spurningin um það hvort fólk vill aftur kjósa Sjálfstæðisflokkinn yfir sig, flokk sem ekki hefur enn beðist afsökunar á hruninu, og snúa aftur til þess tíma og þess stjórnarfars sem hann leiddi. Eða vilja menn kjósa sér nýjan farveg sem byggist á nýjum gildum, sem eru heiðarleiki, samhjálp og samvinna þar sem við berum öll byrðarnar saman. Við berum öll ábyrgðina saman. Við sækjum fram á grunni þeirra sóknarmöguleika sem við höfum, sem eru miklir. Íslensk þjóð er öflug, vel menntuð og dugleg þjóð sem er vön að vinna. Ef við losnum við þá græðgisvæðingu sem hefur tröllriðið húsum á undanförnum árum og tökum aftur inn hin sönnu góðu gildi er ég viss um að við munum bjarga okkur vel á næstu missirum í gegnum þá kreppu sem er.

Maður einn sagði við mig: Við getum hert ólina. Við getum tekið á okkur erfiða tíma ef við erum þess fullviss að ekki verði farið í sama farið. Ekki verði farið aftur í sama farið og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur keyrt í á undanförnum árum. Það er það sem við viljum fá tryggingu fyrir. Ég lofa því að við Vinstri græn munum ekki fara í það far. Við munum horfa fram veginn á nýjum forsendum og nýjum gildum þjóðinni til heilla. Ég vona að þegar þessu þingi lýkur og við göngum til kosninga verði nánast samfelldri ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokksins til 18 ára lokið.

Við buðum þjóðstjórn í haust, því var hafnað. Við buðum aftur þjóðstjórn eftir áramót, því var líka hafnað. Við buðum þjóðstjórn í byrjun febrúar eða í lok janúar þegar ljóst var að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var hrunin, því var líka hafnað. Þá var ákveðið að fara út í þessa ríkisstjórn og hún hefur komið miklu í verk miðað við þann skamma tíma sem hún hefur haft. Ég óska þess, þjóðinni til heilla, að ríkisstjórnin geti haldið áfram að kosningum loknum og að við fáum ekki yfir okkur aftur ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins næstu 18 árin.



[12:33]
Grétar Mar Jónsson (Fl):

Frú forseti. Gamla ríkisstjórnin, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, strandaði þjóðarskútunni. Það er aldrei góðs viti að láta brennuvarga vera í slökkviliðinu. Það sem er verra er að ný stjórn Vinstri grænna og Samfylkingar með stuðningi Framsóknar hefur ekkert gert sem skiptir máli. Eða svari hver fyrir sig, þeir sem reka heimili, hafið þið fundið einhverjar lagfæringar á stöðu ykkar? Hafið þið fundið fyrir því að hagur ykkar sé að lagast eða vænkast? Eða hjá þeim sem reka fyrirtæki?

Það er bara með ólíkindum hvernig staðan er og hún hefur ekki lagast. Fjórflokkurinn á að biðjast afsökunar. Það sem við þurfum að gera er að nýta auðlindir sjávar og landsins, spara eins og hægt er, skera niður og auka tekjur eftir því sem kostur er og skapa með því atvinnu og tekjur, útflutningstekjur. Við þurfum að auka veiðar og nauðsynlegt er að rödd Frjálslynda flokksins heyrist á Alþingi. Flokkar eiga að vera fyrir fólk en ekki öfugt.