137. löggjafarþing — 17. fundur
 9. júní 2009.
listamannalaun, 1. umræða.
frv. menntmn., 69. mál (brottfall eldri laga og breytt tilvísun). — Þskj. 81.

[15:40]
Frsm. menntmn. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir frumvarpi til laga um brottfall laga nr. 35/1991, um listamannalaun, á þingskjali 81.

Í 15. gr. laga nr. 57/2009, um listamannalaun, er kveðið á um að lögin öðlist gildi við birtingu þeirra og að fyrirmæli þeirra um úthlutun úr launasjóðum listamanna komi til framkvæmda á árinu 2010. Af lagatæknilegum ástæðum er því lagt til að ákvæði eldri laga um listamannalaun falli brott. Jafnframt er lagt til að tilvísun til þeirra laga í leiklistarlögum verði breytt.



Frumvarpið gengur til 2. umr.