138. löggjafarþing — 8. fundur
 15. október 2009.
tilkynning um dagskrá.

[10:32]
Forseti (Ragnheiður Ríkharðsdóttir):

Tvær utandagskrárumræður fara fram í dag. Hin fyrri hefst um kl. 11, að loknum dagskrárliðnum Óundirbúinn fyrirspurnatími, og er um mögulegt lán frá Norðmönnum óháð Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Málshefjandi er hv. þm. Höskuldur Þórhallsson. Hæstv. forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir verður til andsvara.

Hin síðari hefst kl. hálftvö, að loknu hádegishléi, og er um samningsmarkmið Íslands fyrir loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn. Málshefjandi er hv. þm. Illugi Gunnarsson, hæstv. umhverfisráðherra Svandís Svavarsdóttir verður til andsvara. Umræðurnar fara fram samkvæmt 2. mgr. 50 gr. þingskapa og standa í hálfa klukkustund.