138. löggjafarþing — 44. fundur
 15. desember 2009.
fjárlög 2010, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 1. mál. — Þskj. 1, nál. 383, 394 og 395, brtt. 384, 385, 386, 387, 388, 389, 390, 391, 409, 410, 411, 412, 414, 415 og 418.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[12:03]

[11:57]
Kristján Þór Júlíusson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Það er með miklum ólíkindum hversu illa búið þetta mál er komið í hendur þingsins. Það liggur fyrir að við vinnslu þess hefur verið mjög mikill hraði og ekki gefist tími til að fara ítarlega í gegnum mjög margar lykilstærðir þessa frumvarps sem er svo mikilvægt fyrir afkomu þjóðarbúsins á næsta ári. Það liggur enn fremur fyrir, miðað við þær tillögur sem liggja fyrir frá stjórnarmeirihluta fyrir 2. umr., að hallinn á ríkissjóði er að aukast og verður tæpir 102 milljarðar kr. og frumjöfnuður versnar um 18,3 milljarða milli 1. og 2. umr. Ég trúi því tæpast að stjórnarmeirihlutinn gangi til verka með þeim hætti að láta þá stærð standa óhreyfða við 3. umr. Stjórnarandstaðan hefur boðið upp í það verklag að vinna að því milli umræðna að lækka þessa stærð og ég treysti því að á það (Forseti hringir.) sáttaboð verði fallist og tekið í þá hönd sem þar er rétt fram.



[11:59]
Guðbjartur Hannesson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við erum að afgreiða í 2. umr. fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2010 þar sem gerðar eru umtalsverðar breytingar frá 1. umr., einkum á tekjuáætlun ríkisins, þar sem stigin eru veigamikil skref til þess að bæta úr þeirri auknu mismunun sem átt hefur átt sér stað á undanförnum árum varðandi skattheimtu.

Í þeim tillögum hefur komið fram að verið er að hægja töluvert á aðlögun frá því sem upphaflega var lagt upp með en eftir sem áður standast fjárlögin þau markmið sem sett voru í samstarfsáætlun fjármálaráðuneytisins og raunar ríkisins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í heildarniðurskurði á fjárlögunum á þessu ári hefur tekist að verja að mestu veigamestu þætti velferðarkerfisins sem skipta gríðarlega miklu máli og ber að fagna því.

Í lokin reiknum við með því að farið verði vandlega yfir málið að nýju á milli 2. og 3. umr. og má búast við að einhverjar breytingar verði (Forseti hringir.) gerðar á milli umræðna.



[12:00]
Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta mál er vanbúið á margan hátt og tekjuhlutinn er í miklum ólestri. Það liggur fyrir að tillögur ríkisstjórnarinnar um skattahækkanir hafa komið fram á síðustu dögum og þá hefur sjóðstreymi og áætlanir verið að breytast dag frá degi. Ég fagna því að formaður fjárlaganefndar er reiðubúinn að fara ítarlega yfir málið milli 2. og 3. umr. Ég tel mjög brýnt að við skoðum t.d. þau skörð sem verið er að höggva í velferðarkerfið okkar en legg til að fjárlaganefnd skoði líka mjög ítarlega þann tekjuhluta sem verið er að fara í.



[12:01]
Birgitta Jónsdóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Mér skilst á þeim aðilum sem eru frá okkur í fjárlaganefnd að nánast engin efnisleg umræða hafi farið fram í nefndinni. Réttast hefði verið að taka upp ný vinnubrögð eins og ítrekað hefur verið lofað því að geðþóttaákvarðanir út frá kjördæmum eru ekki viðeigandi á slíkum tímum sem þjóðin býr við í dag. Það er verið að vega að grunnstoðum samfélagsins á meðan peningum er dælt í verkefni sem ættu að heyra undir sérstaka sjóði. Það á ekki að vera hlutverk þingmanna að útdeila peningum í safnliðum. Ég skora á hv. þingmenn sem stjórna þessu máli að athuga það milli 2. og 3. umr. hvort ekki sé forsenda til að kippa þessum safnliðum út og einbeita sér að heilbrigðiskerfinu.



[12:02]
Björn Valur Gíslason (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum atkvæði um frumvarp til fjárlaga ársins 2010 sem hefur verið til umræðu á Alþingi og í fjárlaganefnd og öðrum nefndum þingsins undanfarnar vikur og mánuði.

Fjárlaganefnd hefur haldið tugi funda um málið og tekið á móti hundruðum gesta og erinda varðandi fjárlagagerðina og haft samráð við fjölda fólks víðs vegar að úr samfélaginu í þeirri vinnu. Frumvarpið ber eðlilega merki þeirra efnahagslegu erfiðleika sem við eigum við að stríða en það ber ekki síður merki þess að verið er að feta inn á nýjar brautir við ríkisreksturinn á mörgum sviðum.

Það er skoðun mín að það frumvarp sem hér um ræðir sé bæði vandað og vel unnið og það gefur fyrirheit um betri tíma, nýjar áherslur og bætt vinnubrögð við fjárlagagerð og við stjórn ríkisfjármála og veitti svo sannarlega ekki af því.

Ég vil nota tækifærið til að þakka öllum þeim fjölmörgu sem hafa lagt sitt af mörkum við gerð þessa frumvarps og ekki síst frábæru starfsliði Alþingis sem hefur unnið gríðarlega gott og mikið starf við gerð frumvarpsins.



Brtt. 418 kölluð aftur.

Brtt. 385,1 samþ. með 29:22 atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ÁJ,  ÁsbÓ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB.
1 þm. (MT) greiddi ekki atkv.
11 þm. (BÁ,  EKG,  EyH,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[12:04]
Birkir Jón Jónsson (F):

Frú forseti. Við ræðum tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins sem hv. efnahags- og skattanefnd hefur reyndar enn til meðhöndlunar því að við eigum enn eftir að klára útfærslu á þeim gríðarlegu skattbreytingum sem ríkisstjórnin ætlar að ráðast í um áramótin þannig að það er alger óvissa um tekjuhlið frumvarpsins eins og sakir standa og það er með ólíkindum að hlusta á menn tala um að hér hafi verið vandað til verka. Það er verið að leggja gríðarlegar álögur á heimilin og fyrirtækin í landinu. Við framsóknarmenn höfum talað fyrir því á undangengnum vikum að það yrði skoðað hver geta heimilanna á næsta ári verður í því að greiða hærri skatta ofan á það erfiða árferði sem hér ríkir. Því miður hefur ríkisstjórnin virt að vettugi það samráð sem við höfum viljað hafa við ríkisstjórnina við úrlausn þessa efnis og er niðurstaðan eftir því, að þetta frumvarp er ótækt til 2. umr., a.m.k. hvað tekjuhliðina varðar.



[12:06]
Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér er verið að ræða um stóraukna skatta og stóraukið flækjustig í álagningu skatta og mikið óðagot. Ég tel að íslensk heimili og íslensk fyrirtæki séu ekki í stakk búin til þess, eftir það áfall sem þau hafa orðið fyrir, að greiða aukna skatta á þessum tíma. Ég tel að hér sé verið að fara inn á mjög hættulega braut og menn ættu heldur að skoða aðrar leiðir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur bent á; að skattleggja séreignarsparnaðinn. Ég tel að menn séu komnir hér inn á mjög hættulega braut og ættu heldur að fresta skattlagningu í eitt ár þar til heimilin og fyrirtækin eru í stakk búin til að greiða aukna skatta en þau geta það alls ekki núna. Ég segi nei.



Brtt. 385,2 samþ. með 29:24 atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB.
10 þm. (EKG,  EyH,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[12:07]
Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér er verið að hækka tryggingagjald en það má líta á tryggingagjald sem greiðslu fyrir það að hafa mann í vinnu sem þýðir að ríkisstjórnin og hv. meiri hluti er í raun að skattleggja atvinnu í landinu. Áðan ræddum við um skattlagningu á áhættufé og sparnað sem á líka að auka, þannig að menn eru á tvennan máta að þrengja að því að hér á landi skapist atvinna. Hvað skyldi það vera, frú forseti, sem við þurfum mest á að halda núna? Það er einmitt atvinna. Ég vara menn eindregið við því að þrengja svona að atvinnunni. Ég geri ekki ráð fyrir að menn geri það með ásetningi en þetta er því miður niðurstaðan úr skattalagabreytingunum. Ég skora á menn að skoða það heldur að skattleggja séreignarsparnaðinn og fresta þessum skattlagningum öllum saman þannig að almenningur, líka láglaunafólk, borgi lægri skatta. Ég segi nei.



[12:08]
Birkir Jón Jónsson (F):

Frú forseti. Eins og kom fram hjá síðasta hv. ræðumanni er verið að leggja gríðarlegar álögur á íslenskt atvinnulíf með tryggingagjald upp á 8,6% sem er skattlagning á íslenskt atvinnulíf sem mun óhjákvæmilega þýða það að störfum á Íslandi mun fækka á næsta ári og atvinnuleysi mun aukast. Það er ábyrgðarhluti hjá ríkisstjórninni að leggja þessar álögur á atvinnulífið sem mun hafa slíkar afleiðingar á mjög erfiðum tímum.

Ég vil líka vekja athygli á því, frú forseti, að gjöld sveitarfélaganna í landinu vegna þessara hækkana munu hækka um 2 milljarða kr., sveitarfélaga sem mörg hver eiga í gríðarlegum erfiðleikum, og stjórnarmeirihlutinn hefur ekki svarað því í þessari umræðu hvernig mæta á þessum auknu gjöldum á sveitarfélögin en mörg þeirra standa ekki undir þessum kostnaði.



Brtt. 385,3–5 samþ. með 29:24 atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB.
10 þm. (EKG,  EyH,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Brtt. 385,6–18 samþ. með 29:1 atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  BirgJ.
23 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
10 þm. (EKG,  EyH,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Brtt. 384,1 samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
24 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
10 þm. (EKG,  EyH,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Brtt. 384,2 samþ. með 49 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁÞS,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  ÁRJ,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HHj,  HöskÞ,  JóhS,  JBjarn,  JónG,  JRG,  KaJúl,  KÞJ,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  RM,  SDG,  SER,  SII,  SIJ,  SJS,  SVÓ,  TÞH,  UBK,  VBj,  VigH,  ÞKG,  ÞrB,  ÞBack,  ÖS.
2 þm. (BirgJ,  MT) greiddu ekki atkv.
12 þm. (EKG,  EyH,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  ÓÞ,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb,  ÖJ) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[12:11]
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Frú forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um framkvæmdir á Alþingisreitnum. Það vita flestir að þar hefur staðið yfir fornleifauppgröftur og í ljós komið töluvert magn minja sem menn telja að þurfi að varðveita. Í ljósi þess að það verði gert og í ljósi þess að flytja þarf Skúlahús og ganga frá til að forða meiri skemmdum en ella hefði orðið mun þingflokkur Sjálfstæðisflokksins styðja þessa tillögu.



Brtt. 384,3 samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
24 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
10 þm. (EKG,  EyH,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Brtt. 410 kölluð aftur.

Brtt. 384,4–5.a samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
24 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
10 þm. (EKG,  EyH,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Brtt. 411 kölluð aftur.

Brtt. 384,5.b–c samþ. með 29:15 atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BjarnB,  GÞÞ,  JónG,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  TÞH,  UBK,  ÞKG.
10 þm. (BJJ,  EyH,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  MT,  SDG,  SIJ,  VigH,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
9 þm. (EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[12:14]
Ásbjörn Óttarsson (S):

Virðulegi forseti. Í þessari tillögu er meiri hluti fjárlaganefndar að leggja til 25 millj. kr. framlag til sóknaráætlunar 20/20 sem ég veit reyndar ekkert um þó að ég sitji í hv. fjárlaganefnd nema það að Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, stýrir þessu verkefni, enda hefur sóknaráætlun 20/20 aldrei verið kynnt í fjárlaganefnd. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins telur það vera óeðlileg vinnubrögð að úthluta fjármunum í slík verkefni á sama tíma og verið er að skera niður í velferðarþjónustunni.



Brtt. 409 kölluð aftur.

Brtt. 384,6–13 samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  MT,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
24 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
9 þm. (EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Brtt. 384,14 samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BirgJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  MT,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
23 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
9 þm. (EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.
3 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[12:16]
Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Frú forseti. Hér eru greidd atkvæði um fjárveitingu til Keilis, frumgreinanáms og vinnumarkaðsúrræða á gamla varnarsvæðinu í Reykjanesbæ. Ég tel mikilvægt að tryggja til framtíðar fjármögnun þessarar nýju menntastofnunar, ekki síst vegna þess mikilvæga hlutverks sem hún gegnir í endurmenntun á svæði þar sem atvinnuleysi er mikið eins og kunnugt er. Ég fagna því að fjárlaganefnd hafi tekið afstöðu með Keili eins og þessi tillaga ber með sér en ég lít svo á að málið sé ekki fullunnið og það verði unnið frekar á milli umræðna. Ég greiði því ekki atkvæði með þessari tillögu.



[12:17]
Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Keilir er einstakt verkefni á Suðurnesjum og viðbrögð við gífurlegu atvinnuleysi, breytingum sem urðu við brotthvarf Bandaríkjahers, stórkostleg hugmynd sem er að fæðast og það er virðingarvert að fjárlaganefnd fylgi þessu eftir, en það þarf að gera betur til að tryggja að þetta sé í höfn og vonandi verður því fylgt eftir með starfi fjárlaganefndar.



[12:18]
Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Virðulegi forseti. Ég kem upp til að ítreka það og leggja áherslu á að þingheimur standi saman um það verkefni sem hér er rætt varðandi Keili. Ég held að það sé rétt að það séu allt að 500 nemendur sem þar stunda nám og það er augljóst að þeir fjármunir sem fjárlaganefnd hefur úthlutað til verkefnisins nægja ekki. Í þessu ljósi er rétt að ítreka það jafnframt að á þessu svæði er atvinnuleysi einna alvarlegast á landinu og ekki síst atvinnuleysi meðal þeirra sem hafa lakasta menntun. Þarna er einmitt verkefni sem mundi koma vel inn til að taka við þeim fjölda. Ég legg til að fjárlaganefnd fari sérstaklega yfir þetta og treysti því að hún geri það en mun ekki greiða atkvæði við þessa atkvæðagreiðslu.



Brtt. 384,15–20 samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
25 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
9 þm. (EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Brtt. 384,21 samþ. með 32 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BirgJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  MT,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  TÞH,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
21 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BJJ,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB) greiddi ekki atkv.
10 þm. (BjarnB,  EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[12:19]
Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Það er verið að stíga jákvætt skref við að auka framlög, 50 millj., til þessa mikilvæga málaflokks, jöfnunar á námskostnaði. Ég legg samt til að fjárlaganefnd fari ítarlegar yfir þetta milli 2. og 3. umr. og við könnum til hlítar hvort ekki sé hægt að leggja meira í þennan mjög svo mikilvæga málaflokk.



Brtt. 384,22–26 samþ. með 29:1 atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  BirgJ.
24 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
9 þm. (EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Brtt. 384,27 samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  MT,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
24 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
9 þm. (EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Brtt. 384,28.a–b samþ. með 32:1 atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BÁ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  MT,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  PHB.
20 þm. (ÁsbÓ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  ÓN,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG) greiddu ekki atkv.
10 þm. (EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb,  ÞrB) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[12:21]
Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um heiðurslaun listamanna, svokallaðra opinberra ríkislistamanna. Það er nefnilega fjöldi listamanna á Íslandi, mjög stór fjöldi og vaxandi sem betur fer en ég tel mjög rangt að ríkið sé að segja hverjir séu listamenn og hverjir ekki. Ég tel það rangt að ríkið sé að raða mönnum einhvern veginn upp og alveg sérstaklega vegna þess að þeir sem eru á þessum lista hafa sýnt sig og sannað og þurfa ekki á neinum styrk að halda. Þess vegna ætti í rauninni að standa hérna 1 kr. fyrir hvern og einn, heiðurslaun. Hins vegar eru mjög stórir listamenn, ég nefni Björk Guðmundsdóttur sem hefur borið hróður Íslands um allan heim, hún er ekki á þessum lista og ég hef svo sem lagt það til áður að hún fengi eina krónu á mánuði, þannig að það væri hreinn heiður sem hún fengi þá sem listamaður. Ég segi nei við þessu.



[12:22]
Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég tek undir margt af því sem hv. þm. Pétur H. Blöndal sagði í ræðu sinni. Í fyrsta lagi finnst mér þessi listi mjög sérkennilegur að mörgu leyti, ég tel ástæðu til að fjárlaganefnd og Alþingi í raun endurskoði líka þá um leið tilverurétt þessa lista, ég vil í það minnsta hvetja til þess að milli 2. og 3. umr. verði vandlega skoðað hvort það sé eðlilegt að allir sem eru á þessum lista eigi í rauninni að vera þar.



Brtt. 391 samþ. með 42:2 atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BÁ,  BjarnB,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GÞÞ,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JónG,  JRG,  KaJúl,  KÞJ,  KLM,  LMós,  MSch,  MT,  OH,  ÓÞ,  ÓN,  REÁ,  RR,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  TÞH,  UBK,  VBj,  ÞKG,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  BirgJ,  PHB.
9 þm. (ÁsbÓ,  BJJ,  EyH,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  SDG,  SIJ,  VigH) greiddu ekki atkv.
10 þm. (EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb,  ÞrB) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[12:24]
Ólöf Nordal (S):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða heiðurslaunalista Alþingis sem samanstendur af íslenskum listamönnum. Allir flokkar hafa komið að því að styðja þennan lista. Það hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins líka gert. Við munum því greiða atkvæði með þessari tillögu og styðjum hana í þessari atkvæðagreiðslu að mestu leyti.



Brtt. 384,28.c–39 samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
24 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG) greiddu ekki atkv.
10 þm. (EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb,  ÞrB) fjarstaddir.

Brtt. 384,40 samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BirgJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  MT,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
21 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG) greiddi ekki atkv.
11 þm. (EKG,  EyH,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb,  ÞrB) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[12:27]
Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Virðulegi forseti. Við greiðum atkvæði um aukna niðurgreiðslu á lýsingu í ylrækt. Ég lagði fram þingsályktunartillögu ásamt fjölda annarra þingmanna þar sem við hvöttum hæstv. iðnaðarráðherra og hæstv. landbúnaðarráðherra til að fara ofan í þessi mál og gera gangskör að því að garðyrkjan sæti við réttlátt borð hvað varðar orkuöflun og flutning á orku. Það hefur greinilega ekki unnist tími til þess og hér er þess vegna er valin sú leið að fara kannski lökustu leiðina, þ.e. að fara í auknar niðurgreiðslur aftur. Ég hef grun um að það sé borð fyrir báru í gjaldskrám raforkufyrirtækjanna þar sem má breyta gjaldskránni þannig að þessi niðurgreiðsla kæmi ekki til. Ég hvet fjárlaganefnd til að skoða þetta betur vegna þess að það er óeðlilegt að greiða fjármuni úr ríkissjóði ef hægt er að flytja raforkuna með eðlilegum hætti fyrir eðlilegt verð. Ég mun því sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu.



Brtt. 384,41–44 samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
25 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
9 þm. (EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Brtt. 384,45 samþ. með 54 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁÞS,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  ÁRJ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  BjörgvS,  BVG,  EyH,  GuðbH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HHj,  HöskÞ,  JóhS,  JBjarn,  JónG,  JRG,  KaJúl,  KÞJ,  KLM,  LMós,  MSch,  MT,  OH,  ÓÞ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  RM,  SDG,  SER,  SII,  SIJ,  SJS,  SVÓ,  TÞH,  UBK,  VBj,  VigH,  ÞKG,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
9 þm. (EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[12:29]
Ólöf Nordal (S):

Hæstv. forseti. Hér er verið að bæta við fjármagn til Hæstaréttar. Það hefur verið gríðarlegt álag á réttinum undanfarin ár og við sjáum fram á stóraukið álag á næstunni vegna hrunsins. Þingflokkur sjálfstæðismanna styður þessa breytingu meiri hluta fjárlaganefndar og greiðir henni atkvæði sitt.



[12:29]
Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Eins og kom fram í máli síðasta ræðumanns er verið að hækka fjárveitingu til Hæstaréttar vegna aukins málafjölda. Þingflokkur Framsóknarflokksins styður þá tillögu.



Brtt. 384,46 samþ. með 53 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁÞS,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  ÁRJ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  BjörgvS,  BVG,  EyH,  GuðbH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HHj,  HöskÞ,  JóhS,  JBjarn,  JónG,  JRG,  KaJúl,  KÞJ,  KLM,  LMós,  MSch,  MT,  OH,  ÓÞ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  RM,  SDG,  SER,  SII,  SIJ,  SJS,  SVÓ,  TÞH,  UBK,  VBj,  VigH,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
10 þm. (EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞKG,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[12:30]
Ólöf Nordal (S):

Hæstv. forseti. Hér er lögð til 86 millj. kr. aukning til héraðsdómstóla til að fjölga héraðsdómurum. Þessi ráðstöfun er nauðsynleg vegna aukins álags í dómskerfinu. Þingflokkur sjálfstæðismanna styður þessa tillögu en vill beina því til meiri hluta fjárlaganefndar að skoða kerfið í heild og vill nefna að það þarf að skoða sérstaklega fjárveitingar til löggæslu í landinu.



[12:31]
Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Það er svo sem ekki miklu við þetta að bæta. Þingflokkur Framsóknarflokksins styður aukninguna einnig. Það er mjög brýnt að vel sé gætt að þessum málaflokki, bæði hvað varðar héraðsdómstólana og Hæstarétt. Við höfum talið varhugavert að fara í þær breytingar sem hafa verið lagðar til af hæstv. dóms- og kirkjumálaráðherra, þ.e. að færa allt miðstýringarvaldið til Reykjavíkur. Það er annað mál og þessu ótengt en við styðjum þetta heils hugar.



Brtt. 384,47–83 samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
24 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
10 þm. (EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞKG,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Brtt. 384,84 samþ. með 54 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁÞS,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  ÁRJ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  BjörgvS,  BVG,  EyH,  GuðbH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HHj,  HöskÞ,  JóhS,  JBjarn,  JónG,  JRG,  KaJúl,  KÞJ,  KLM,  LMós,  MSch,  MT,  OH,  ÓÞ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  RM,  SDG,  SER,  SII,  SIJ,  SJS,  SVÓ,  TÞH,  UBK,  VBj,  VigH,  ÞKG,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
9 þm. (EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[12:33]
Ólöf Nordal (S):

Frú forseti. Hér er verið að bæta í til fangelsismála í landinu. Í fangelsum landsins er gríðarlegur vandi, þau eru yfirfull og þarf að grípa til bráðaaðgerða til að leysa þann vanda. Hér eru lagðar til fjárveitingar til að leysa úr þessum bráðavanda. Þingflokkur sjálfstæðismanna styður þessar tillögur en vill þó taka fram að það er nauðsynlegt að horfa til fangelsismála í heild og til lengri tíma og þetta er einn liður í því.



[12:34]
Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Eins og fram hefur komið hafa fangelsismál hér verið í miklum ólestri og mikið fjármagn vantað til þess að aðilar sem hlotið hafa dóm geti hafið afplánun. Meira að segja hefur komið inn í umræðuna að listarnir séu svo langir að refsing hafi fallið niður.

Framsóknarflokkurinn stendur því heils hugar að þessari aukningu og telur þetta vera í miklum takti við málflutning flokksins nú á haustdögum. Ég ítreka eins og hv. þm. Ólöf Nordal að þetta er einungis fyrsta skrefið í þeim brýnu málum, sem bíða þjóðarinnar hvað varðar fangelsin, og heildarlausnum sem kunna að skapast í framtíðinni eins og að byggja nýtt fangelsi.



Brtt. 384,85–89 samþ. með 29:1 atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  BirgJ.
24 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
9 þm. (EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Brtt. 414 kölluð aftur.

Brtt. 384,90–96 samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
25 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
9 þm. (EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Brtt. 384,97 samþ. með 29:2 atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  BirgJ,  MT.
22 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
10 þm. (BJJ,  EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[12:37]
Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Við framsóknarmenn hvetjum ríkisstjórnina til þess að standa vörð um fæðingarorlofskerfið. Það er til fyrirmyndar og aðrar þjóðir horfa til okkar öfundaraugum. Á undanförnum vikum og dögum hafa þær fréttir borist úr félagsmálaráðuneytinu að það eigi að fara í einhverjar óvissar aðgerðir. Við munum ekki greiða atkvæði við þessa atkvæðagreiðslu en vonumst til að sá skaði sem nú er verið að gera verði bættur.



[12:38]
Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um fæðingarorlof og Fæðingarorlofssjóð. Hann var á sínum tíma mjög merkilegt framlag, bæði til að gæta hagsmuna barna en ekki síður og kannski sérstaklega varðandi jafnrétti kynjanna.

Fréttir hafa borist af því að það eigi að hringla með þennan sjóð og menn hafa hringlað með hann undanfarnar vikur og mánuði með ótrúlegum hætti. Það vill nefnilega svo til, frú forseti, að fólk er búið að geta börn og það verður ekki aftur snúið með það. Fólk er búið að gera ákveðnar áætlanir í fjölskyldunni. Ég skora því á ríkisstjórnina að hætta þessu hringli. Sérstaklega eiga menn að varast að lækka hámarkið vegna þess að þá er verið að gefa merki um að það eigi að vera jafnrétti alls staðar nema í háu laununum. Á sama tíma geta menn afnumið sjómannaafsláttinn á fjórum árum, frú forseti.



Brtt. 384,98–100 samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BirgJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  MT,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
22 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
10 þm. (ÁJ,  EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Brtt. 384,101 samþ. með 29:2 atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  BirgJ,  MT.
22 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
10 þm. (ÁJ,  EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[12:41]
Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Við erum hér að greiða atkvæði um Landspítalann sem er flaggskip heilbrigðisþjónustu okkar. Það er ekki hægt að líta á framlög til hans eða á hann einstakan heldur verður að skoða þetta í stærra samhengi. Ljóst er að ef farið verður fram eins og meiri hlutinn ráðgerir í það minnsta enn, að vera með flatan niðurskurð þar sem og á öðrum heilbrigðisstofnunum, munum við sjá þjónustuskerðingu og biðlista sem við höfum ekki séð svo árum eða áratugum skiptir.

Í þessu máli hefur verið unnið og það liggur fyrir valkostur. Ef hæstv. ríkisstjórn fer þessa leið mun það hafa þær afleiðingar sem ég nefndi, þjónustuskerðingu og biðlista sem við höfum ekki séð áður. Ég hvet hv. þingmenn meiri hlutans til þess að fara yfir þetta mál á milli umræðna. Það er annar valkostur.



Brtt. 384,102–107 samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
24 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
10 þm. (ÁJ,  EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Brtt. 384,108–109 samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
24 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
10 þm. (ÁJ,  EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[12:43]
Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég held að það sé mjög mikilvægt að koma þeim skilaboðum til fjárlaganefndar núna milli 2. og 3. umr. að málefni þeirra heilbrigðisstofnana sem hvað verst koma út úr því frumvarpi eða þeim tillögum sem hér hafa verið lagðar fram verði gaumgæfilega skoðuð milli umræðna. Það er ljóst að heilbrigðisstofnanirnar á Sauðárkróki og Blönduósi og einnig á Patreksfirði, þó svo að nokkur leiðrétting sé á Patreksfirði í þessum breytingartillögum sem hér eru, eiga hlutfallslega að taka á sig mestan niðurskurð. Það er ekki í samræmi við þær yfirlýsingar sem gefnar hafa verið og ég vil því hvetja fjárlaganefnd og stjórnarflokkana til að beita sér fyrir því að þetta verði leiðrétt, að þessar stofnanir njóti samræmis við aðrar. Ég mun sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu í trausti þess að þetta verði lagað.



[12:44]
Ásbjörn Óttarsson (S):

Virðulegi forseti. Hér er verið að hækka örlítið framlög til heilbrigðisstofnananna á Patreksfirði og Sauðárkróki en ég vil árétta það sem kom fram hér á undan að það er verið að skerða mjög mikið hjá heilbrigðisstofnununum á Blönduósi, Patreksfirði og Sauðárkróki, langt umfram aðrar heilbrigðisstofnanir í landinu.

Það sem ég vil þó sérstaklega vekja athygli á er að á meðan þetta er gert er verið að auka útgjöld til aðalskrifstofunnar í Reykjavík um 8,4%, virðulegi forseti, á sama tíma og þjónustan við sjúklingana úti á landsbyggðinni er skert. Ég vænti þess að hv. fjárlaganefnd fari vandlega yfir þetta og leiðrétti þann mismun sem þarna á að verða því að ég tel svo sannarlega borð haft fyrir báru að skerða hjá aðalskrifstofunni í Reykjavík og færa það til sjúklinganna úti á landi.



Brtt. 384,110 samþ. með 28 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
24 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
11 þm. (ÁJ,  EKG,  GLG,  IllG,  JBjarn,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Brtt. 384,111–133 samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
24 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
10 þm. (ÁJ,  EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Brtt. 384,134 samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
24 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
10 þm. (ÁJ,  EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.
3 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[12:47]
Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Virðulegi forseti. Ég vildi vekja athygli á og tala aðeins um lið b, þjóðlendumál. Það er ríkisvaldinu til vansa hvernig staðið hefur verið að því máli frá upphafi og hafa ýmsir komið að því máli. Í ræðum forsvarsmanna stjórnarflokkanna í gær, m.a. varaformanns fjárlaganefndar Björns Vals Gíslasonar, kom fram að fjárlagafrumvarpið sýndi stefnumótun og markmið og það sem ríkisvaldið vildi færa fram. Ég vil vekja athygli á því að enn skal haldið áfram í þjóðlenduleiðangurinn. Hér er 16,5 millj. kr. í aukning í viðbót við 4,3 milljónir, þetta er komið í tæpa 21 millj. kr. Ég hvet fjárlaganefnd til að fara yfir hvort ekki sé rétt að snúa af villu vegar og hætta þessum þjóðlenduágangi á land, bæði í einkaeigu og eigu sveitarfélaga, og láta hér við sitja. Ellegar er ljóst hver ber ábyrgð á þessu máli og (Forseti hringir.) það gera ekki framsóknarmenn. Við ætlum að sitja hjá.



[12:48]
Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Frú forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um framlög til stjórnmálaflokka. Þau hafa verið mjög há og þótt þau séu lækkuð um 10% núna og verði þá 334,5 millj. kr. er það enn þá allt of hátt. Þeim fjármunum er örugglega hægt að verja með betri hætti. Mér finnst þetta eiginlega vera sjálftaka stjórnmálamanna og auk þess felst gríðarlegur lýðræðishalli í þessu kerfi vegna þess að stærstu flokkarnir fá alltaf mestu peningana.



[12:49]
Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Frú forseti. Það er vissulega dálítið snúið að greiða atkvæði með þessu, á móti eða sitja hjá. Ég er hlynnt því að skera framlög til stjórnmálaflokka meira niður, sérstaklega á svona tímum og mér finnst að það þurfi að endurskoða það kerfi alveg frá grunni. Þetta eru náttúrlega bara samtök og félagsgjöld hljóta að geta haldið þeim uppi. Ég veit að ég verð ekki vinsæl í dag fyrir að segja þetta en mér finnst að við hefðum átt að taka miklu hærri prósentu af framlögum til stjórnmálasamtaka. Ég er hlynnt því að skera niður en ég hefði viljað skera meira niður þannig að ég ætla að sitja hjá.



Brtt. 384,135–142 samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
24 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
10 þm. (ÁJ,  EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Brtt. 384,143 samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
23 þm. (ÁsbÓ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
11 þm. (ÁJ,  BÁ,  EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[12:51]
Kristján Þór Júlíusson (S):

Virðulegi forseti. Í ljósi mikilvægs vægis sveitarfélaga í þjónustu við íbúa landsins er þörf á að vekja athygli á þessum lið, ekki vegna þeirra athugasemda sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent hæstv. ríkisstjórn og Alþingi um fjármálaleg samskipti þessara tveggja aðila. Þar er ríkisvaldinu borið á brýn að hafa þverbrotið samkomulag frá árinu 2005 og enn fremur nýtt samkomulag um vegvísi um hagstjórn sem gert var síðast í október. Þetta er sérstaklega mikilvægt ekki síst í ljósi þeirra upplýsinga sem berast þingmönnum og íbúum þessa lands um fjárhagslega afkomu sveitarfélaga í landinu og nú síðast með þeirri umræðu og þeirri alvarlegu stöðu sem er uppi í Álftaneshreppi. Þess vegna skora ég á stjórnarmeirihlutann að taka þessi mál til gagngerrar endurskoðunar og ekki síst að standa við samkomulag við sveitarfélögin.



[12:52]
Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með síðasta ræðumanni og skora á hæstv. ríkisstjórn að stórbæta samskipti við Samband íslenskra sveitarfélaga. Þessi málaflokkur skiptir gríðarlega miklu máli. Hér erum við að greiða atkvæði um jöfnunarsjóðinn sem skiptir mörg sveitarfélög sem eru illa stödd mjög miklu máli og ég vonast til að þetta mál verði rætt innan fjárlaganefndar. Það er jákvætt að verið sé að hækka þetta að einhverju leyti en samskiptin geta ekki verið með þessu móti og það verður að fara yfir þetta mál í heild sinni.



Brtt. 384,144–148 samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  MT,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
23 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
10 þm. (ÁJ,  EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Brtt. 384,149 samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BirgJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  MT,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
22 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
10 þm. (ÁJ,  EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.
3 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[12:54]
Ásbjörn Óttarsson (S):

Virðulegi forseti. Í þessari tillögu meiri hluta fjárlaganefndar er lagt til að sú hækkun á raforkuskatti sem á að taka gildi á næsta ári nái ekki til íbúa á köldum svæðum. Í fjárlagafrumvarpinu eru niðurgreiðslur á húshitun lækkaðar um 130 millj. kr. þrátt fyrir 20% hækkun á rafmagni á þessu ári og því er orðið 336% dýrara fyrir íbúa í dreifbýli að kynda hús sín en íbúa höfuðborgarsvæðisins.

Virðulegi forseti. Sá hv. þingmaður sem mest hefur talað um þennan mismun á síðustu árum er nú orðinn hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og stendur að þeirri tillögu sem eykur þennan mismun til mikilla muna. (Gripið fram í: Ljótt er það.)



[12:55]
Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með síðasta ræðumanni. Þetta er gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir dreifbýli þessa lands. Ég vonast til að hv. fjárlaganefnd fari ítarlega yfir þetta mál og við reynum með fulltingi hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að leiðrétta þennan mismun.



[12:55]
Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég vil undir þessum lið hvetja hv. fjárlaganefnd til að fara vel yfir þá liði er snúa að markaðssetningu landsins og ferðamála. Að mínu viti er skammarlega lítið sett í að auglýsa landið og markaðssetja það erlendis. Ég veit að aðilar í ferðaþjónustu eru tilbúnir til að leggja enn meira af mörkum en þeir hafa gert hingað til. Við þurfum að stórauka þessa fjármuni. Það þarf ekki nema rétt rúma 600 ferðamenn til að ná til baka í erlendum gjaldeyri 100 millj. kr. aukningu í markaðsstarf. Það þarf 660 ferðamenn til að ná því aftur til baka þannig að ég hvet hv. fjárlaganefnd til að endurskoða þetta milli umræðna og auka þessa fjármuni.



Brtt. 384,150–158 samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
23 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
11 þm. (ÁJ,  EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  REÁ,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Brtt. 384,159 samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
23 þm. (BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
11 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ*,  EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.

[*Þm. óskar að geta þess að honum láðist að styðja á hnapp í atkvgr.; sjá greinargerð með atkvæði.]

1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[12:57]
Ásbjörn Óttarsson (S):

Virðulegi forseti. Í þessari tillögu meiri hluta fjárlaganefndar er lagt til að fjárheimildir til Vatnajökulsþjóðgarðs verði hækkaðar um 100 millj. kr. og verði eftir þessar breytingar 480 milljónir. Telji ríkisstjórnin vera svigrúm til að hækka fjárheimildir til þjóðgarða ætti sú hækkun að fara til þjóðgarðsins Snæfellsjökuls sem fær einungis 28 millj. kr. á þessu ári og hefur aldrei fengið stofnframlag.

Virðulegi forseti. Ég krefst þess að þessi mismunun verði tekin til rækilegrar skoðunar og lagfærð í fjárlaganefnd á milli 2. og 3. umr.



Brtt. 384,160–161 samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
23 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
11 þm. (ÁJ,  BJJ,  EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Brtt. 384,162 samþ. með 29:1 atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  BirgJ.
23 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
10 þm. (BJJ,  EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.
3 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[12:59]
Kristján Þór Júlíusson (S):

Forseti. Hér fjöllum við um tillögu til breytinga á næststærsta útgjaldalið í rekstri ríkissjóðs á eftir útgjöldum til félags- og tryggingamála. Hér er um að ræða tæpa 100 milljarða kr. Miðað við þá litlu vinnu og litlu skýringar sem fengust á þessum þætti og í ljósi þess hversu flókið mál er á ferðinni hefði verið æskilegt að fá fyllri skýringar á því sem þarna er á ferðinni. Ég fullyrði að fjárlaganefndin hefði betur gefið þessum þætti málsins í tengslum við afgreiðslu fjárlaga rýmri tíma en gert var og tel nauðsynlegt að á milli umræðna verði horft til þessara þátta. Eins og ég nefndi er þetta næststærsti útgjaldaliðurinn og það er ekki sæmandi fyrir okkur að afgreiða hann við 3. umr. með jafnlitlum undirbúningi og liggur fyrir við þessa afgreiðslu, fyrir utan þær skuldbindingar sem enn eru ófærðar inn í fjárlögin.



[13:00]
Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Við ræðum hér um vaxtagjöld ríkissjóðs. Nú getum við að sjálfsögðu ekki haft mikil áhrif á þau, ekki nema með þeim lánasamningum sem við gerum og reynum að lækka vexti t.d. úr 5,55% niður í eitthvað annað. En það sem er kannski mest um vert er að menn eiga að segja satt frá, menn eiga að segja skattgreiðendum framtíðarinnar hvað þeirra bíður. Hér vantar inn í vextina af Icesave, 45 milljarða, það vantar gengishækkunina á Icesave, um 100 milljarða. Menn eiga að segja satt, frú forseti. Ég sit hjá.



[13:01]
Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Þetta er gríðarlega stór liður sem er algjörlega óútskýrður og eins og kom fram í máli síðasta ræðumanns vantar þarna inn í vextina af Icesave. Til að setja málið í samhengi ætlar ríkisstjórnin sér að sækja tekjur í vasa skattgreiðenda milli 50 og 60 milljarða. Vaxtagreiðslur af Icesave eru um 45 milljarðar á ári þannig að búast má við því að stór hluti skattgreiðenda muni greiða skattana sína beint í vexti af Icesave-samningnum. (Gripið fram í: Segðu nú satt.)



 Sundurliðun 2, svo breytt, samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
24 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
10 þm. (BJJ,  EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Brtt. 415 kölluð aftur.

Brtt. 386 samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
24 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
10 þm. (BJJ,  EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[13:03]
Kristján Þór Júlíusson (S):

Virðulegi forseti. Varðandi sjóðstreymi ríkissjóðs í 2. gr. frumvarpsins gildir það sama og um vaxtaþáttinn sem ég nefndi áðan í atkvæðaskýringu. Hér er um gríðarlegar fjárhæðir að ræða. Ég læt nægja að nefna sem dæmi að hér er verið að tala um að styrkja gjaldeyrisvaraforða Seðlabanka Íslands um 220 milljarða. Það mál er algjörlega órætt í fjárlaganefndinni, sú færsla sem verið er að tala um að komi hér inn.

Það liggur heldur ekki fyrir lögbundin umfjöllun efnahags- og skattanefndar um lánsfjárgrein fjárlaga sem ætti að taka til þessarar greinar og við höfum ekki fengið þá umsögn inn í fjárlaganefnd þrátt fyrir þá breytingu sem hér er lögð til. Hefði verið mjög æskilegt að gefa sér tíma til að ræða þær miklu stærðir hér fremur en að elta ólar við það sem sumir þingmenn hafa meira að segja gert hér í umræðu um þetta mál, elta ólar við 500 þúsundkalla eða milljón.

Hér er verið að ræða um tugi, hundruð milljarða og það fæst ekki rætt eða rannsakað að neinu gagni svo vel ætti að vera þannig að fjárlaganefnd gæti tekið eins upplýsta ákvörðun í þessum efnum og unnt er.



[13:05]
Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Hægt er að segja þrennt um þennan lið. Hann er allur á hreyfingu og hefur verið í fjárlaganefnd undanfarna daga, hann er algjörlega óútskýrður og nefndinni hafa borist misvísandi upplýsingar.

Mig langar til að ítreka það sem síðasti ræðumaður hélt fram að við erum ekki að tala um einhverjar 100 milljónir, við erum að tala um tugi og hundruð milljarða, alls kostar órætt í fjárlaganefnd.



Brtt. 387 samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
24 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
10 þm. (BJJ,  EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Brtt. 388,1 samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
25 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
9 þm. (EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Brtt. 388,2 samþ. með 52 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁÞS,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  ÁRJ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  BjörgvS,  BVG,  EyH,  GuðbH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HHj,  HöskÞ,  JóhS,  JBjarn,  JónG,  JRG,  KaJúl,  KÞJ,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  RM,  SDG,  SER,  SII,  SIJ,  SJS,  SVÓ,  TÞH,  UBK,  VBj,  VigH,  ÞKG,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
2 þm. (MT,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
9 þm. (EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Brtt. 412,1 kölluð aftur.

Brtt. 388,3–6 samþ. með 52 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁÞS,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  ÁRJ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  BjörgvS,  BVG,  EyH,  GuðbH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HHj,  HöskÞ,  JóhS,  JBjarn,  JónG,  JRG,  KaJúl,  KÞJ,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  RM,  SDG,  SER,  SII,  SIJ,  SJS,  SVÓ,  TÞH,  UBK,  VBj,  VigH,  ÞKG,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
2 þm. (MT,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
9 þm. (EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Brtt. 388,7 samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
25 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
9 þm. (EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[13:08]
Ólöf Nordal (S):

Virðulegi forseti. Ég vil vekja athygli þingheims á lið 7, að kaupa og selja hluti í innlendum sparisjóðum í tengslum við endurskipulagningu sparisjóðakerfisins. Hér er um að ræða opna heimild til að fara í þetta. Ég vil minnast þess að í sumar var með miklu hraði afgreidd löggjöf um sparisjóðina, ég hygg að það hafi verið í maí eða júní, og það lá svo mikið á að koma þessu í gegn og þetta var svo brýnt og það átti að fara í svo miklar aðgerðir gagnvart sparisjóðunum að það þurfti að samþykkja þetta í einum grænum. Síðan hefur harla fátt gerst. Það er nauðsynlegt að fá upplýsingar um hvert er verið að stefna með þetta og hvaða áform ríkisstjórnin hefur hvað varðar sparisjóðina í landinu og hún láti af þeim vana sínum að keyra hlutina í gegn algjörlega með ófyrirséðum afleiðingum.



[13:09]
Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða galopna heimild til þess að kaupa og selja hluti í innlendum sparisjóðum í tengslum við endurskipulagningu sparisjóðakerfisins. Eins og hv. þm. Ólöf Nordal kom inn á áðan var málið keyrt áfram á síðasta þingi og búin til pressa sem reyndist óþörf. Ég vænti þess að þessi liður verði nýttur á jákvæðan hátt við það að endurskipuleggja sparisjóðakerfið, kerfi sem er afar mikilvægt að sé lifandi og gangi vel, en mér ber einnig að gagnrýna að þetta skuli ekki vera útskýrt í fjárlaganefnd og að nefndin hafi ekki fengið neinar upplýsingar um á hvaða hátt eigi að nýta þessa galopnu heimild. Við framsóknarmenn munum því sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu.



Brtt. 412,2 kölluð aftur.

Brtt. 388,8 samþ. með 49 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁÞS,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  ÁRJ,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  BjörgvS,  BVG,  EyH,  GuðbH,  GÞÞ,  GStein,  HHj,  HöskÞ,  JóhS,  JBjarn,  JónG,  JRG,  KaJúl,  KÞJ,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  RM,  SDG,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  TÞH,  UBK,  VBj,  VigH,  ÞKG,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
5 þm. (BirgJ,  GBS,  MT,  SIJ,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
9 þm. (EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Brtt. 412,3 kölluð aftur.

Brtt. 388,9 samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BirgJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
24 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
9 þm. (EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Brtt. 388,10 (liður 7.17) kölluð aftur.

Brtt. 388,10 (liðir 7.12–7.13) samþ. með 54 shlj. atkv.

Brtt. 388,10 (liðir 7.14–7.15) samþ. með 30:1 atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  EyH.
23 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG) greiddu ekki atkv.
9 þm. (EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[13:14]
Jón Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Þrátt fyrir að ég geri mér grein fyrir mikilvægi þess að hefja framkvæmdir og undirbúning að byggingu á nýjum spítala mun ég sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu. Ástæðan er sú að ég tel að staðsetningin sem hefur verið ákveðin og liggur fyrir í þessum tillögum sé ekki sú heppilegasta og það hafi ekki verið færð nægilega sterk rök fyrir því.



[13:14]
Ólöf Nordal (S):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða heimildarákvæði vegna byggingar nýs Landspítala, hátæknisjúkrahúss. Það hefur verið gagnrýnt hér á fyrri stigum að vera með opnar heimildir í heimildarákvæðum þegar um er að ræða miklar fjárskuldbindingar fyrir ríkissjóð. Ég held að það sé ástæða til að taka undir þá gagnrýni og ég held að það sé nauðsynlegt fyrir hv. fjárlaganefnd milli umræðna að gera sér grein fyrir hvaða fjárbindingar hér eru í húfi og koma þeim fyrir á réttum stöðum í fjárlagafrumvarpinu en setja ekki opnar heimildir í heimildarákvæði.



Brtt. 388,10 (liðir 7.16 og 7.18) samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BirgJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
23 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG) greiddu ekki atkv.
9 þm. (EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Brtt. 389 samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
25 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
9 þm. (EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.

Brtt. 390 samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
25 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
9 þm. (EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.

 Sundurliðun 4, svo breytt, samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
25 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
9 þm. (EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb) fjarstaddir.

 1. gr., svo breytt, samþ. með 29:24 atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG.
10 þm. (EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb,  ÞrB) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[13:18]
Kristján Þór Júlíusson (S):

Forseti. Það er alveg ljóst að samkvæmt þeim tillögum sem meiri hluti stjórnar vill gera hér á þeim drögum að frumvarpi sem hér liggja fyrir munu leiða til þess að halli á ríkissjóði eykst úr 87 milljörðum í 102 og frumjöfnuður versnar sömuleiðis um rúma 18 milljarða. Ég veit ekki hvort flautið hér úti er til þess að mótmæla þessari eftirgjöf í útgjöldum ríkissjóðsins. Sjálfstæðismenn eru andvígir því og hafa boðið stjórnarliðum í þá vegferð að reyna að ná samkomulagi milli umræðna um það að draga úr þessum halla. Ég skora enn og aftur á stjórnarliða að taka því boði. Tekjuhlið þessa rekstraryfirlits samkvæmt 1. grein er mjög óviss, svo ekki sé meira sagt, og við getum ekki samþykkt hana. Við munum segja nei við rekstraryfirlitinu svo breyttu af hálfu stjórnarmeirihlutans.



[13:19]
Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með síðasta ræðumanni. Það er enn þá mikil óvissa um hvernig okkur mun reiða af, hve miklar tekjur skattbreytingar ríkisstjórnarinnar munu skila af sér. Í stuttu máli munum við framsóknarmenn segja nei við 1. gr. svo breyttri.



 2. gr., svo breytt, samþ. með 28:23 atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG.
12 þm. (BJJ,  EKG,  GLG,  IllG,  JRG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb,  ÞrB) fjarstaddir.

 3.–4. gr., svo breyttar, samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
23 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG) greiddu ekki atkv.
11 þm. (BJJ,  EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb,  ÞrB) fjarstaddir.

 5. gr., svo breytt, samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
23 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG) greiddu ekki atkv.
11 þm. (BJJ,  EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb,  ÞrB) fjarstaddir.

 6. gr., svo breytt, samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
23 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG) greiddu ekki atkv.
11 þm. (BJJ,  EKG,  GLG,  IllG,  KJak,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞSveinb,  ÞrB) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr. 

Frumvarpið gengur (eftir 2. umr.) til fjárln.