138. löggjafarþing — 54. fundur
 19. desember 2009.
ráðstafanir í skattamálum, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 239. mál (breyting ýmissa laga, hækkun gjalda). — Þskj. 273, nál. 515, 519, 525 og 527, brtt. 526.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[17:27]

[17:21]
Bjarni Benediktsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við göngum nú til atkvæðagreiðslu um virðisaukaskattsfrumvarpið og gjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hún hefur kynnt okkur að hún vilji einkum líta til Norðurlandanna í sinni skattaframkvæmd. Við vitum sem er að þar er skattbyrðin sú hæsta í heiminum þannig að það boðar ekki gott. Nú erum við að fara að innleiða hugmyndir um að feta okkur inn á þá braut og við sjáum afrakstur þess í því máli sem við göngum nú til atkvæðagreiðslu um. Ísland er með hæsta virðisaukaskatt í heimi. Það er afleiðingin af því og það er sú braut sem ríkisstjórnin markar í sinni skattaframkvæmd.



[17:22]
Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það er óhjákvæmilegt að bregðast við því hruni sem varð á síðasta ári með tekjuöflun og það er fullkomlega óábyrgt af formanni Sjálfstæðisflokksins að tala með þeim hætti sem hann gerir við þessa atkvæðagreiðslu. Hér er leitast við að ganga eins skammt í hækkun neysluskatta og mögulegt er, m.a. með því að nýta séreignarsparnað og tekjur af honum upp á eina 5 milljarða kr. en halda breytingum á virðisaukaskatti um 1% hækkun á efsta þrepi. Ég held að ég verði að segja í ljósi þeirra aðstæðna sem við Íslendingar nú búum við og þess halla sem er á ríkissjóði að það hafi tekist vonum framar að halda aftur af hækkunum á neyslusköttum að þessu sinni.



[17:22]
Birkir Jón Jónsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við fjöllum hér um enn eitt skattalagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, frumvarp sem er svo vanbúið til afgreiðslu að annað eins hefur varla sést á síðari árum í sögu Alþingis. Það hefur verið með ólíkindum að vinna að þessu máli innan veggja efnahags- og skattanefndar sem hefur unnið frá morgni til kvölds undanfarna daga undir mjög erfiðum kringumstæðum. Hér er verið að leggja auknar álögur á heimilin í landinu, of miklar að mínu mati. Við vorum til viðræðu um aðrar leiðir á vettvangi efnahags- og skattanefndar og hér í þinginu. Við í minni hlutanum höfum boðið hæstv. fjármálaráðherra samstarf við þessar breytingar. Ekki hefur verið hlustað á það og heimilin munu því miður súpa seyðið af þessum miklu breytingum. Það er gengið þvert á þau loforð sem gefin voru í aðdraganda síðustu kosninga og það er mjög erfitt að sjá hvernig skuldug heimili muni kljúfa þetta. (Forseti hringir.) Þetta mun leiða til hækkunar á skuldum heimilanna. Við erum að ganga til atkvæða um mjög alvarlegt mál, herra forseti.



[17:24]
Ögmundur Jónasson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hallinn á fjárlögum á þessu ári er sennilega um 160 milljarðar kr. Gert er ráð fyrir að hallinn á fjárlögum á næsta ári verði um 100 milljarðar kr. Hvers vegna lokum við ekki gatinu, stoppum í það að öllu leyti? Vegna þess að við viljum ekki ganga lengra í niðurskurði á velferðarútgjöldum og við viljum ekki ganga lengra í skattheimtu. Við erum að reyna að finna meðalhófið, feta meðalveginn. Það var gleðilegt að lesa yfirlýsingar framkvæmdastjóra ferðaþjónustunnar áðan á visir.is sem sagði að hún væri þakklát fyrir þær breytingar sem gerðar hefðu verið á þessu frumvarpi. Það var hlustað á okkur. (Forseti hringir.) Það er þetta sem við höfum reynt að gera. (Forseti hringir.) Við höfum hlustað á þá sem hagsmuna eiga að gæta í þjóðfélaginu (Forseti hringir.) jafnframt því sem við fylgjum þeirri stefnu sem er (Forseti hringir.) rauður þráður í skattkerfisbreytingu ríkisstjórnarinnar: (Forseti hringir.) Að stuðla að félagslegu jafnrétti í þjóðfélaginu.



[17:25]
Magnús Orri Schram (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Með þessum tillögum er horfið frá því að setja á milliþrep í virðisaukaskatti. Við komum þar með til móts við sjónarmið atvinnulífsins á vettvangi efnahags- og skattanefndar undanfarna daga. Okkur tókst um leið að verja virðisaukann á matvælin sem er enn þá í 7% en kostnaðurinn er vissulega sá að við þurfum að hækka hæsta þrepið og verðum þá með hæsta virðisauka í heimi. En gætum að því að það er bara einn Sjálfstæðisflokkur í þessum heimi og við erum núna að greiða gjöld fyrir óstjórn hans í efnahagsmálum undanfarin 18 ár. [Frammíköll í þingsal.]

(Forseti (ÁÞS): Forseti biður um hljóð í þingsal.)



[17:26]
Eygló Harðardóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Stjórnarliðar koma upp í ræðustól og halda því fram að þau hlusti á almenning í landinu, að hlustað sé á þau skilaboð sem þaðan berast. Hagsmunasamtök heimilanna mættu á fund efnahags- og skattanefndar og bentu á að þessar skattahækkanir sem hér stendur til að samþykkja muni hækka lán heimilanna á næsta ári um 13.400 millj. kr. Það var enginn vilji hjá stjórnarliðum til að leita leiða til að koma í veg fyrir þessa víxlverkun. Þetta þýðir að yfir líftíma þessara lána sem heimilin eru að kikna undan munu þau hækka um allt að því 50 milljarða. Þið skuluð bara gera ykkur grein fyrir því, hv. þingmenn, hvað þið eruð að gera með þessu.



[17:27]
Forseti (Árni Þór Sigurðsson):

Forseti minnir hv. þingmenn á að beina máli sínu til forseta.



Till. í nál. 519 um að vísa málinu til ríkisstjórnarinnar felld með 30:24 atkv. og sögðu

  já:  ÁJ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa.
nei:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KJak,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  TÞH,  VBj,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
9 þm. (ÁPÁ,  ÁsbÓ,  BVG,  KaJúl,  KÞJ,  LRM,  SF,  SSv,  ÞrB) fjarstaddir.

 1. gr. samþ. með 29:25 atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KJak,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ÁJ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa.
9 þm. (ÁPÁ,  ÁsbÓ,  BVG,  KaJúl,  KÞJ,  LRM,  SF,  SSv,  ÞrB) fjarstaddir.

 2. gr. samþ. með 29:24 atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KJak,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ÁJ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG.
10 þm. (ÁPÁ,  ÁsbÓ,  BVG,  KaJúl,  KÞJ,  LRM,  SF,  SSv,  ÞSa,  ÞrB) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[17:28]
Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Hér er verið að hækka almennt bensíngjald um 2,50 kr. Í gær afgreiddum við lög frá Alþingi þar sem við bættum við umhverfisgjaldi eða kolefnisgjaldi á þennan sama bensínlítra upp á 2,60 kr. Það hét kolefnisgjald, umhverfisgjald, en hitt heitir almennt bensíngjald. Er það ekki líka kolefnisgjald? (Gripið fram í.) Eða jafnvel auðlindagjald? Er þetta ekki auðlindagjald fyrir furstana í Arabíu? Það skyldi nú ekki vera. Það er náttúrlega rangnefni að kalla það sem við vorum að gera í gær auðlindagjald. (Gripið fram í: Já.) Þess vegna vildi ég koma hingað upp. Ég vildi líka benda á að með virðisaukaskatti eru það samtals 6,40 kr. á bensínlítrann sem allir Íslendingar þurfa að borga, líka lágtekjufólkið.



 3.–5. gr. samþ. með 53:1 atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁJ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  BjörgvS,  EKG,  EyH,  GuðbH,  GLG,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HHj,  HöskÞ,  IllG,  JóhS,  JBjarn,  JónG,  JRG,  KJak,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  RM,  SDG,  SER,  SII,  SIJ,  SJS,  SVÓ,  TÞH,  UBK,  VBj,  VigH,  ÞKG,  ÞSa,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  MT.
9 þm. (ÁPÁ,  ÁsbÓ,  BVG,  KaJúl,  KÞJ,  LRM,  SF,  SSv,  ÞrB) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[17:30]
Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Hér er verið að framlengja skattfrelsi á niðurfellingu og lækkun vörugjalda af ökutækjum sem hafa í för með sér hverfandi mengun, vetnisbifreiðar og slíkt. Þetta var tekið upp í valdatíð Sjálfstæðisflokksins.



 6.–9. gr. samþ. með 29:25 atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KJak,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ÁJ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa.
9 þm. (ÁPÁ,  ÁsbÓ,  BVG,  KaJúl,  KÞJ,  LRM,  SF,  SSv,  ÞrB) fjarstaddir.

Brtt. 526,1 samþ. með 53 shlj. atkv.

 10. gr., svo breytt, samþ. með 51 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  BjörgvS,  EKG,  EyH,  GuðbH,  GLG,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HHj,  HöskÞ,  IllG,  JóhS,  JBjarn,  JónG,  JRG,  KJak,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  RM,  SDG,  SER,  SII,  SIJ,  SJS,  SVÓ,  TÞH,  UBK,  VBj,  VigH,  ÞKG,  ÞSa,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
3 þm. (ÁJ,  BirgJ,  MT) greiddu ekki atkv.
9 þm. (ÁPÁ,  ÁsbÓ,  BVG,  KaJúl,  KÞJ,  LRM,  SF,  SSv,  ÞrB) fjarstaddir.

Brtt. 526,2–3 samþ. með 47 shlj. atkv.

Brtt. 526,4–5 samþ. með 29:25 atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KJak,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ÁJ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa.
9 þm. (ÁPÁ,  ÁsbÓ,  BVG,  KaJúl,  KÞJ,  LRM,  SF,  SSv,  ÞrB) fjarstaddir.

Brtt. 526,6.a samþ. með 29:25 atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KJak,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ÁJ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa.
9 þm. (ÁPÁ,  ÁsbÓ,  BVG,  KaJúl,  KÞJ,  LRM,  SF,  SSv,  ÞrB) fjarstaddir.
5 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[17:36]
Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um breytingartillögu þar sem annars vegar er fellt út svokallað 14% virðisaukaskattsþrep. Það er mjög af hinu góða og er í samræmi við óskir umsagnaraðila og áherslur okkar í minni hluta efnahags- og skattanefndar. Jafnframt eru greidd atkvæði um að færa virðisaukaskattinn í heimsins hæsta virðisaukaskatt. Hér er verið að auka gríðarlega skattbyrðina á borgara þessa lands og ég segi nei við þessu.



[17:38]
fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Herra forseti. Ég er mjög ánægður og sáttur við þær breytingar sem meiri hluti efnahags- og skattanefndar gerir á virðisaukaskattsmálunum. Það sem slegið verður á frest verður tekið til nánari skoðunar. Varðandi ræðuhöld um að virðisaukaskattur á Íslandi sé sá hæsti í heimi þá er það reyndar ekki svo vegna þess að þegar bæði þrepin eru skoðuð og meðaltal virðisaukaskattsálagningar á Íslandi vegið — (Gripið fram í.) þegar skoðuð er álagning virðisaukaskatts er lægra þrepið eitt það lægsta sem þekkist. Vissulega er bilið þarna á milli langt en stór hluti mikilvægustu neysluvara almennings er skattlagður vægar en þekkist víðast hvar annars staðar. Útkoman úr þessum breytingum er að því er haldið og ekki er hróflað við virðisaukaskatti á matvæli og fleiri mikilvægar vörur. Heildarútkoman er því hagstæð að ég tel, eftir því sem aðstæður frekast leyfa, og vonandi fagna hv. þingmenn því, þ.e. ef þeir sjá ljósið og ræða samhengi hlutanna (Forseti hringir.) eins og það sannanlega er.



[17:39]
Bjarni Benediktsson (S):

Virðulegi forseti. Varðandi tölulið 6.a. þá hangir hann auðvitað saman við það sem við greiðum næst atkvæði um, sem er töluliður 6.b. Eins og fram hefur komið hverfur ríkisstjórnin frá áformum um sérstakt millivirðisaukaskattsþrep og því verður að fagna. En að þingmenn stjórnarinnar komi hingað upp og segist hafa sérstaklega hlustað eftir gagnrýni sem fram var færð á frumvarpið — auðvitað er í því afskaplega holur hljómur vegna þess að þessa skoðun, þessa hlustun átti að framkvæma áður en komið var fram með þetta vanhugsaða og illa útfærða frumvarp.

Við fögnum því að ríkisstjórnin hafi séð að sér. Ég held að það sé betra að orða það þannig, hún hefur séð að sér. Hún sér það nú og leggur fram breytingartillögur sem eru mun skynsamlegri, að við aukum ekki við flækjustigið í kerfinu. Afleiðingin er þá þessi að við sitjum uppi með hæsta virðisaukaskattsþrep í heimi — og svo maður gæti allrar sanngirni gagnvart hæstv. fjármálaráðherra — (Forseti hringir.) á þeim neysluvörum sem falla undir það virðisaukaskattsþrep.



[17:40]
Birkir Jón Jónsson (F):

Herra forseti. Fyrir tæpum sólarhring kynnti meiri hluti efnahags- og skattanefndar Alþingis okkur í minni hlutanum þær breytingar sem við tökum nú til afgreiðslu, grundvallarbreytingar á íslenska skattkerfinu þar sem fallið er frá 14% þrepinu sem er vissulega gleðilegt. Við höfum þó einungis haft rúmar 20 klukkustundir til að kynna okkur þessar breytingar og hvaða áhrif þær muni hafa á íslenskt atvinnulíf og almenning. Innan við sólarhring. Við óskuðum eftir því, eða fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni, að kallaðir yrðu til gestir til að fara yfir þessar grundvallarbreytingar. Nei, það mátti ekki. Þetta eru þvílík vinnubrögð hjá þessari ríkisstjórn að við þetta verður ekki búið lengur. Það er ekki hlustað á umsagnaraðila. Málin eru keyrð í gegn á þvílíkum leifturhraða og vinnubrögðin eru þannig að í þeirri lagasetningu sem hér er verið að setja leynast örugglega einhver mistök. (Forseti hringir.) Það væru þó svo sem ekki fyrstu mistökin sem þessi ríkisstjórn gerir í þeim efnum.



[17:41]
Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Það er mikil einföldun að fella niður þetta aukaþrep sem menn ætla að setja inn og það var krafa allra gesta og allra umsagnaraðila og stjórnarmeirihlutans. (Gripið fram í: Stjórnarandstöðunnar.) Stjórnarandstöðunnar, fyrirgefið, það var alls ekki krafa stjórnarmeirihlutans. Þetta er mikil einföldun en ég vara við því að hækka efsta þrepið. Það eru einmitt kannski mistökin sem geta komið í ljós að þegar menn skattleggja skattstofn of mikið þá minnkar hann. Það getur vel verið að verðteygni þessarar vöru og þjónustu sé orðin svo mikil að tekjur ríkissjóðs af þessari hækkun verði engar. Ég vara við þeim mistökum sem menn geta hugsanlega gert þegar þeir vaða svona áfram og ætla sér að afgreiða hugmyndir sem komu fram fyrir 22 tímum. (Gripið fram í: Og ekkert skoðaðar.) Ekkert skoðaðar og enginn kallaður til eða spurður ráða. Þetta er mjög varasamt, herra forseti, og ég segi nei. (ÖJ: Varstu ekki að segja að allir hefðu sagt ...)



Brtt. 526,6.b samþ. með 53 shlj. atkv.

Brtt. 526,7–9 samþ. með 29:24 atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KJak,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ÁJ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa.
10 þm. (ÁPÁ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BVG,  KaJúl,  KÞJ,  LRM,  SF,  SSv,  ÞrB) fjarstaddir.

Brtt. 526,10 samþ. með 54 shlj. atkv.

Brtt. 526,11–12 samþ. með 54 shlj. atkv.

Brtt. 526,13–14 samþ. með 31:22 atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BJJ,  BjörgvS,  GuðbH,  GLG,  GStein,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KJak,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ÁJ,  BÁ,  BirgJ,  BjarnB,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG.
1 þm. (ÞSa) greiddi ekki atkv.
9 þm. (ÁPÁ,  ÁsbÓ,  BVG,  KaJúl,  KÞJ,  LRM,  SF,  SSv,  ÞrB) fjarstaddir.

Brtt. 526,15 samþ. með 30:9 atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  GuðbH,  GLG,  GÞÞ,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KJak,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ÁJ,  BÁ,  BjarnB,  EKG,  PHB,  REÁ,  RR,  TÞH,  UBK.
14 þm. (BirgJ,  BJJ,  EyH,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  MT,  ÓN,  SDG,  SIJ,  VigH,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
10 þm. (ÁPÁ,  ÁsbÓ,  BVG,  KaJúl,  KÞJ,  LRM,  SF,  SSv,  ÞKG,  ÞrB) fjarstaddir.

 11.–43. gr., svo breyttar, samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BjörgvS,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KJak,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SJS,  SVÓ,  VBj,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
23 þm. (ÁJ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjarnB,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
11 þm. (ÁPÁ,  ÁsbÓ,  BVG,  EKG,  IllG,  KaJúl,  KÞJ,  LRM,  SF,  SSv,  ÞrB) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr.