138. löggjafarþing — 56. fundur
 21. desember 2009.
þjóðgarðurinn á Þingvöllum, frh. 2. umræðu.
frv. ÁI o.fl., 93. mál (undanþága frá lögum um frístundabyggð). — Þskj. 95, nál. 517.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[09:15]

[09:10]
Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum atkvæði um hvort frístundabyggðin í þjóðgarðinum á Þingvöllum eigi ekki að lúta sömu reglum og aðrar sumarhúsabyggðir í landinu. Ég hef óskað eftir því að þetta mál verði tekið upp í allsherjarnefnd á milli 2. og 3. umr. því þrátt fyrir að sérstaða þjóðgarðsins sé auðvitað mikil og þar af leiðandi frístundabyggðarinnar innan hans og sjálfsagt sé að um hann gildi sérstakar reglur finnst mér fulllangt gengið að þær reglur sem þingið taldi að þyrftu að gilda um samskipti landeigenda, sveitarfélaga og frístundabyggða, skyldur og réttindi sem samþykkt voru fyrir einu ári, séu teknar algerlega úr samhengi við þetta mál.

Þar fyrir utan á að breyta reglum um kosningar til Þingvallanefndar. Ég teldi eðlilegt að í þessu tilliti að þessu sinni yrði bætt við aðild Bláskógabyggðar, að eins konar áheyrnarfulltrúa yrði bætt við nefndina (Forseti hringir.) úr því að það á að breyta þessu í leiðinni. Ég óska eftir að nefndin komi saman milli 2. og 3. umr. og ræði þetta mál. Ég mun sitja hjá við þessa umræðu.



[09:11]
heilbrigðisráðherra (Álfheiður Ingadóttir) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Eðlilegt er að fagna þeirri miklu samstöðu sem hefur orðið um þetta frumvarp, ekki aðeins nú á þessu þingi, hjá hv. allsherjarnefnd þar sem fulltrúar allra þingflokka styðja það frumvarp sem hér liggur fyrir öðru sinni en frumvarpið var fyrst flutt af öllum nefndarmönnum í Þingvallanefnd á síðasta ári og endurflutt núna með sama hætti.

Um þjóðgarðinn á Þingvöllum gilda sérstök lög. Hann er friðlýstur helgistaður allra Íslendinga og á samkvæmt þeim lögum að vera svo um ókomna tíð. Það er sjálfsagt og eðlilegt þegar fram hefur komið ósk um að hv. allsherjarnefnd fjalli um málið milli umræðna að svo verði gert en ég vil vekja athygli á því að í Þingvallanefnd er til umræðu spurningin um áheyrnarfulltrúa, ekki aðeins frá Bláskógabyggð heldur ýmsum öðrum aðilum sem eiga hagsmuna að gæta í þjóðgarðinum.



Brtt. í nál. 517,1 samþ. með 44:1 atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁJ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BirgJ,  BjörgvS,  BVG,  EKG,  EyH,  GuðbH,  GLG,  HHj,  HöskÞ,  IllG,  JóhS,  JBjarn,  JónG,  KJak,  KaJúl,  KÞJ,  KLM,  MSch,  OH,  ÓÞ,  ÓN,  REÁ,  RM,  SER,  SJS,  SVÓ,  SSv,  TÞH,  VBj,  VigH,  ÞKG,  ÞSa,  ÞSveinb,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  PHB.
8 þm. (ÁsbÓ,  GÞÞ,  GBS,  MT,  RR,  SIJ,  SF,  UBK) greiddu ekki atkv.
10 þm. (ÁPÁ,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  GStein,  JRG,  LRM,  LMós,  SDG,  SII) fjarstaddir.
3 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[09:13]
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Frú forseti. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er öllum dýrmætur. Hann er náttúrlega ekki friðlýstur helgistaður eins og hæstv. ráðherra sagði, hann er þjóðgarður og á Alþingi voru sett lög um þjóðgarðinn. Mér þykir harla einkennilegt, og tek undir með hv. 3. þm. Suðurkjördæmis, að Alþingi ætli að undanskilja þjóðgarðinn á Þingvöllum hvað varðar frístundabyggð og ég sit því hjá.



[09:14]
Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf):

Frú forseti. Ég styð þá þverpólitísku niðurstöðu sem hefur náðst að þessu sinni um Þingvallaþjóðgarð en ég vil hins vegar vekja athygli þingheims á því að við ættum að sameina alla þjóðgarða á Íslandi, ekki hafa þrenns konar löggjöf um þá þjóðgarða sem við starfrækjum heldur samræma þá og hætta að vera með sérmeðferð fyrir Þingvelli og skilja þá í raun aðra þjóðgarða eftir.



[09:14]
Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Alþingi setti afskaplega skynsamleg lög um frístundabyggð sem eiga að gilda alls staðar á landinu. Ég get ekki séð af hverju þau skynsamlegu lög eiga ekki að gilda á Þingvöllum eins og annars staðar og ég segi því nei.



 1. gr. samþ. með 46:1 atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁJ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BirgJ,  BjörgvS,  BVG,  EKG,  EyH,  GuðbH,  GLG,  GÞÞ,  HHj,  HöskÞ,  IllG,  JóhS,  JBjarn,  JónG,  KJak,  KaJúl,  KÞJ,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  ÓN,  REÁ,  RM,  SER,  SJS,  SVÓ,  SSv,  TÞH,  VBj,  VigH,  ÞKG,  ÞSa,  ÞSveinb,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  PHB.
7 þm. (ÁsbÓ,  GBS,  MT,  RR,  SIJ,  SF,  UBK) greiddu ekki atkv.
9 þm. (ÁPÁ,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  GStein,  JRG,  LRM,  SDG,  SII) fjarstaddir.

 2. gr. samþ. með 45:1 atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁJ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BirgJ,  BjörgvS,  BVG,  EKG,  EyH,  GuðbH,  GLG,  HHj,  HöskÞ,  IllG,  JóhS,  JBjarn,  JónG,  KJak,  KaJúl,  KÞJ,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  ÓN,  REÁ,  RM,  SER,  SJS,  SVÓ,  SSv,  TÞH,  VBj,  VigH,  ÞKG,  ÞSa,  ÞSveinb,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  PHB.
7 þm. (ÁsbÓ,  GBS,  MT,  RR,  SIJ,  SF,  UBK) greiddu ekki atkv.
10 þm. (ÁPÁ,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  GÞÞ,  GStein,  JRG,  LRM,  SDG,  SII) fjarstaddir.

Brtt. í nál. 517,2 (nýtt ákv. til brb.) samþ. með 46:1 atkv. og sögðu

  já:  APS,  ArndS,  ÁI,  ÁJ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BirgJ,  BjörgvS,  BVG,  EKG,  EyH,  GuðbH,  GLG,  GÞÞ,  HHj,  HöskÞ,  IllG,  JóhS,  JBjarn,  JónG,  KJak,  KaJúl,  KÞJ,  KLM,  LMós,  MSch,  OH,  ÓÞ,  ÓN,  REÁ,  RM,  SER,  SJS,  SVÓ,  SSv,  TÞH,  VBj,  VigH,  ÞKG,  ÞSa,  ÞSveinb,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
nei:  PHB.
7 þm. (ÁsbÓ,  GBS,  MT,  RR,  SIJ,  SF,  UBK) greiddu ekki atkv.
9 þm. (ÁPÁ,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  GStein,  JRG,  LRM,  SDG,  SII) fjarstaddir.

Fyrirsögn í nál. samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr. 

Frumvarpið gengur (eftir 2. umr.) til allshn.