139. löggjafarþing — 16. fundur
 20. október 2010.
tilkynning um dagskrá.

[14:01]
Forseti (Þuríður Backman):

Um klukkan 14.30 í dag fer fram umræða utan dagskrár um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Málshefjandi er hv. þm. Birkir Jón Jónsson. Heilbrigðisráðherra, Guðbjartur Hannesson, verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 2. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.