139. löggjafarþing — 86. fundur
 14. mars 2011.
staðgreiðsla opinberra gjalda o.fl., frh. 2. umræðu.
stjfrv., 210. mál (kyrrsetning eigna). — Þskj. 231, nál. 911.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[15:48]

[15:44]
Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Áður en við hefjum atkvæðagreiðsluna vill forseti geta þess að svo getur farið að fleiri atkvæðagreiðslur verði í dag og fleiri fundir. Forseti biður þingmenn því að vera viðbúna því að vera kallaðir til atkvæðagreiðslna síðar í dag. Forseti mun funda með formönnum þingflokka nú strax að lokinni þessari atkvæðagreiðslu og þá kemur betur í ljós hvenær það gæti orðið.



[15:45]
Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við greiðum hér atkvæði um frumvarp um kyrrsetningar eigna þar sem eru því miður afskaplega opnar heimildir til ríkisvaldsins og byggja á því að menn treysti því að stjórnsýslan sé skipuð góðum og gegnum mönnum, sem hún eflaust er. Ég mun greiða atkvæði gegn þessu vegna þess um hve opna heimild er að ræða. Ég legg til að samflokksmenn mínir geri það sömuleiðis í þessari atkvæðagreiðslu vegna þess að ég tel að verið sé að opna á heimildir sem verði galopnar og stjórnsýslan gæti notað til að kúga fram niðurstöðu í deiluefnum þar sem hún er að deila við atvinnulífið um túlkun á skattalögum. Hún gæti þá hótað því að fara í kyrrsetningarmál jafnvel við fólk sem er í stjórnum viðkomandi fyrirtækja.



[15:46]
Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér er gengið til atkvæða um frumvarp til laga um heimildir til kyrrsetningar eigna, heimildir til skattrannsóknarstjóra. Í meðförum þingsins, bæði á fyrra vetri og á þessum, hafa verið sett inn ný ákvæði til að gæta meðalhófs og varúðar í lagasetningunni, bæði um rétt þeirra sem fyrir henni verða til að skjóta máli til dómstóla og sömuleiðis hefur heimildin verið bundin því að brotin snúi að 262. gr. almennra hegningarlaga, þ.e. að um sé að ræða mjög alvarleg brot gegn lögum. Ég tel að með því séu kröfur um meðalhóf uppfylltar auk þess sem sambærileg heimild er í lögreglulögum og því í raun og veru aðeins verið að færa öðru stjórnvaldi sömu heimildir og hér er löng reynsla fyrir. Og auðvitað er sjálfsagt að skattyfirvöld hafi tæki og tól til að tryggja að menn geti ekki skotið undan því sem rökstuddur grunur er um að þeir hafi tekið (Forseti hringir.) sér úr sjóðum almennings ófrjálsri hendi.



[15:47]
Bjarni Benediktsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Auðvitað þurfa stjórnvöld, eftir atvikum skattrannsóknarstjóri, að hafa tiltæk úrræði til að tryggja að menn skjóti sér ekki undan réttri framkvæmd laganna en því eru takmörk sett hversu miklar heimildir eðlilegt er að færa einstökum stjórnvöldum til að ná fram markmiði laganna. Í þessu tilviki er verið að færa skattyfirvöldum úrræði til kyrrsetningar eigna sem er gríðarlega áhrifamikið og getur orðið afdrifaríkt inngrip inn í rekstur fyrirtækja áður en látið hefur verið á það reyna hvort sjónarmið skattsins eigi við rök að styðjast. Það er af þeirri ástæðu sem við leggjumst gegn því að úrræðið sé lögfest.



Brtt. í nál. 911,1 samþ. með 27 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁÞS,  ÁRJ,  GuðbH,  HHj,  JRG,  KJak,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  MT,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  REÁ,  RM,  SIJ,  SF,  SkH,  SJS,  TÞH,  ÞSa,  ÞSveinb,  ÖJ,  ÖS.
7 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  BjarnB,  ÓN,  PHB,  VigH,  ÞKG) greiddu ekki atkv.
29 þm. (AtlG,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁsmD,  BirgJ,  BJJ,  BjörgvS,  BVG,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JóhS,  JBjarn,  JónG,  KÞJ,  LRM,  RR,  SDG,  SER,  SII,  SKK,  SSv,  UBK,  VBj,  ÞrB,  ÞBack) fjarstaddir.

 1.–3. gr., svo breyttar, samþ. með 26:8 atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁÞS,  ÁRJ,  GuðbH,  HHj,  JRG,  KJak,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  MT,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SIJ,  SF,  SkH,  SJS,  ÞSa,  ÞSveinb,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ÁsbÓ,  BÁ,  BjarnB,  ÓN,  PHB,  REÁ,  TÞH,  ÞKG.
1 þm. (VigH) greiddi ekki atkv.
28 þm. (AtlG,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁsmD,  BirgJ,  BJJ,  BjörgvS,  BVG,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JóhS,  JBjarn,  JónG,  KÞJ,  LRM,  RR,  SDG,  SII,  SKK,  SSv,  UBK,  VBj,  ÞrB,  ÞBack) fjarstaddir.

Brtt. í nál. 911,2 (ný grein, verður 4. gr.) samþ. með 26:4 atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁÞS,  ÁRJ,  GuðbH,  HHj,  JRG,  KJak,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  MT,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SIJ,  SF,  SkH,  SJS,  ÞSa,  ÞSveinb,  ÖJ,  ÖS.
nei:  BÁ,  ÓN,  REÁ,  TÞH.
5 þm. (ÁsbÓ,  BjarnB,  PHB,  VigH,  ÞKG) greiddu ekki atkv.
28 þm. (AtlG,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁsmD,  BirgJ,  BJJ,  BjörgvS,  BVG,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JóhS,  JBjarn,  JónG,  KÞJ,  LRM,  RR,  SDG,  SII,  SKK,  SSv,  UBK,  VBj,  ÞrB,  ÞBack) fjarstaddir.

 4. gr. (verður 5. gr.) samþ. með 26:8 atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁÞS,  ÁRJ,  GuðbH,  HHj,  JRG,  KJak,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  MT,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SIJ,  SF,  SkH,  SJS,  ÞSa,  ÞSveinb,  ÖJ,  ÖS.
nei:  ÁsbÓ,  BÁ,  BjarnB,  ÓN,  PHB,  REÁ,  TÞH,  ÞKG.
1 þm. (VigH) greiddi ekki atkv.
28 þm. (AtlG,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁsmD,  BirgJ,  BJJ,  BjörgvS,  BVG,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JóhS,  JBjarn,  JónG,  KÞJ,  LRM,  RR,  SDG,  SII,  SKK,  SSv,  UBK,  VBj,  ÞrB,  ÞBack) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr. 

Frumvarpið gengur (eftir 2. umr.) til efh.- og skattn.