139. löggjafarþing — 93. fundur
 15. mars 2011.
framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, frh. 3. umræðu.
frv. AtlG o.fl., 557. mál (verksvið landskjörstjórnar). — Þskj. 1046, brtt. 1044 og 1047.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[18:37]

Brtt. 1044 felld með 26:3 atkv. og sögðu

  já:  GBS,  MT,  VigH.
nei:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GStein,  JóhS,  JRG,  KJak,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  MÁ,  RM,  SII,  SkH,  SJS,  VBj,  ÞSveinb,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ.
9 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  BjarnB,  ÓÞ,  ÓN,  REÁ,  RR,  SKK,  TÞH) greiddu ekki atkv.
25 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsmD,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  HHj,  HöskÞ,  JBjarn,  JónG,  KÞJ,  LRM,  OH,  ÓGunn,  PHB,  SDG,  SER,  SIJ,  SF,  SSv,  UBK,  ÞKG,  ÞSa,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 1047 felld með 24:3 atkv. og sögðu

  já:  GBS,  MT,  VigH.
nei:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  JóhS,  KJak,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  MÁ,  RM,  SII,  SJS,  VBj,  ÞSveinb,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
10 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  BjarnB,  JRG,  ÓN,  REÁ,  RR,  SKK,  SkH,  TÞH) greiddu ekki atkv.
26 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsmD,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  HHj,  HöskÞ,  JBjarn,  JónG,  KÞJ,  LRM,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  PHB,  SDG,  SER,  SIJ,  SF,  SSv,  UBK,  ÞKG,  ÞSa) fjarstaddir.

Frv.  samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GStein,  JóhS,  JRG,  KJak,  KaJúl,  KLM,  LMós,  MSch,  MT,  MÁ,  ÓÞ,  RM,  SII,  SkH,  SJS,  VBj,  ÞSveinb,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
10 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  BjarnB,  GBS,  ÓN,  REÁ,  RR,  SKK,  TÞH,  VigH) greiddu ekki atkv.
24 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsmD,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  HHj,  HöskÞ,  JBjarn,  JónG,  KÞJ,  LRM,  OH,  ÓGunn,  PHB,  SDG,  SER,  SIJ,  SF,  SSv,  UBK,  ÞKG,  ÞSa) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[18:40]
Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Hér var verið að fella út það ákvæði að kærur séu kæranlegar til Hæstaréttar. Finnst mér mjög miður að þetta skuli núna vera lög um þjóðaratkvæðagreiðslur, einu kosningalögin sem hafa ekki beina kæruleið til æðra setts stjórnvalds.

Það breytir því ekki að mér finnst þetta það mikið stórmál að ég segi fyrir mig persónulega að vegna þess að þessi tillaga var ekki samþykkt treysti ég mér ekki til að samþykkja frumvarpið í heild sinni. Þannig er það. Ég er svo sannfærð um að eina ferðina enn er Alþingi að gera mikil mistök með því að fella þetta ákvæði um Hæstarétt út úr lögunum. Framtíðin verður að leiða það í ljós hvernig þessi lög reynast í framtíðinni, en ég minni aftur á að þessi lög eru notuð í mjög umdeildum málum á landsvísu, eins og t.d. ESB-atkvæðagreiðslum (Forseti hringir.) og Icesave-atkvæðagreiðslum. Við finnum ekki eldfimari mál.



[18:41]
Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Hér er með breyttum lögum um þjóðaratkvæði búið svo um hnúta að það verður talið heima í kjördæmum í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fram mun fara 9. apríl nk. eins og verið hefur, eins og við þekkjum hvað best, og talningin færð í hendur þeirra sem reynsluna hafa og þekkinguna í kjördæmunum.

Hér er byggt á góðri reynslu og þekkingu og einnig á þeim lögum sem voru sett sérstaklega um þjóðaratkvæðagreiðslu af sama tilefni, lögum nr. 4/2010. Ég fagna þessari lagasetningu, þarna er stigið ákveðið skref til baka, en tel að við verðum að fara að endurskoða alla kosningalöggjöfina okkar og þessi tæknilegu atriði. Ef ágreiningur rís um niðurstöðu landskjörstjórnar má áfrýja honum til héraðsdóms og þaðan til Hæstaréttar sem er áfrýjunardómstóll samkvæmt stjórnarskrá Íslands.