139. löggjafarþing — 94. fundur
 16. mars 2011.
ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 18/2009 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn, frh. síðari umræðu.
stjtill., 119. mál (umhverfismál). — Þskj. 128, nál. 974.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[14:51]

[14:51]
Atli Gíslason (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég verð að segja það að hlutverk mitt er eingöngu formlegt sem lögafgreiðslumanns. Við höfum engin efnisleg áhrif á þessa þingsályktunartillögu eða þau frumvörp sem koma í kjölfarið. Við eigum möguleika innan EFTA í sex vikur að gera athugasemdir. Við höfum að óbreyttum lögum í dag líka aðkomu að nefndum innan ESB, það er ekkert af þessu nýtt. Við erum í formlegri aðkomu en ekki efnislegri. Það hef ég reynt sjálfur á undanförnum vikum.



Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Till.  samþ. með 39 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AtlG,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  ÁRJ,  BirgJ,  BVG,  EKG,  GuðbH,  GStein,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KJak,  KaJúl,  KÞJ,  KLM,  LRM,  LMós,  MÁ,  ÓGunn,  ÓÞ,  ÓN,  PHB,  RR,  SER,  SII,  SF,  SkH,  SSv,  TÞH,  UBK,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
2 þm. (MT,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
22 þm. (ÁJ,  BÁ,  BJJ,  BjarnB,  BjörgvS,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  MSch,  OH,  REÁ,  RM,  SDG,  SIJ,  SKK,  SJS,  VBj,  VigH,  ÞKG,  ÞrB) fjarstaddir.