139. löggjafarþing — 143. fundur
 7. júní 2011.
réttindagæsla fyrir fatlað fólk, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 728. mál (heildarlög). — Þskj. 1252, nál. 1623, brtt. 1624.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[11:42]

[11:40]
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Öflug og framsækin réttindagæsla fyrir fatlað fólk er gríðarlega mikilvægt mannréttindamál. Í þessum efnum hefur því miður verið mikil brotalöm hér á landi og mörgu ábótavant en með þessu frumvarpi er stigið mikilvægt skref í rétta átt. Þetta er skref á langri vegferð sem er fram undan og áframhaldandi vinna er nauðsynleg í málaflokknum. Með það að leiðarljósi að það séu sjálfsögð mannréttindi fyrir fatlað fólk að tryggja öfluga og framsækna réttindagæslu hefur félags- og tryggingamálanefnd lagt sig fram um að skýra og betrumbæta tiltekna þætti þessa frumvarps en leggja önnur og stærri mál í ákveðinn úrlausnarfarveg til lengri tíma.

Félags- og tryggingamálanefnd stendur einhuga að baki þessum mikilvæga áfanga og ég þakka aftur það góða samstarf sem við höfum átt.



[11:41]
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég er stolt af því að standa með þingheimi að mikilvægum mannréttindaumbótum fyrir fatlað fólk. Með samþykkt frumvarpsins og breytingartillögum vörðum við veginn að fullum mannréttindum fatlaðs fólks. Það er vel við hæfi að það sé undir forustu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur sem við gerum þessar breytingar enda hefur hún verið einn dyggasti málsvari fatlaðs fólks á Alþingi Íslendinga.



Brtt. 1624,1 samþ. með 52 shlj. atkv.

 1. gr., svo breytt, samþ. með 51 shlj. atkv.

Brtt. 1624,2–15 samþ. með 51 shlj. atkv.

 2.–12. gr. og ákv. til brb., svo breytt, samþ. með 50 shlj. atkv.

Brtt. 1624,16 (tvö ný ákv. til brb., verða ákv. til brb. II–III) samþ. með 52 shlj. atkv.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr.