139. löggjafarþing — 149. fundur
 10. júní 2011.
losun gróðurhúsalofttegunda, frh. 3. umræðu.
stjfrv., 710. mál (viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir, ESB-reglur). — Þskj. 1721.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[20:08]

Frv.  samþ. með 38 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AMG,  ALE,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsbÓ,  ÁRJ,  BaldÞ,  BÁ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  GÞÞ,  HHj,  ÍR,  JóhS,  KaJúl,  KÞJ,  KLM,  LRM,  MSch,  ÓÞ,  PHB,  REÁ,  RR,  RM,  SER,  SII,  SKK,  SkH,  SSv,  TÞH,  VBj,  ÞKG,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖS.
5 þm. (EyH,  GBS,  HuldA,  MT,  SIJ) greiddu ekki atkv.
20 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsmD,  BirgJ,  BjarnB,  EKG,  GStein,  HöskÞ,  JBjarn,  JónG,  JRG,  LMós,  ÓN,  SDG,  SF,  SJS,  VigH,  ÞSa,  ÞrB,  ÖJ) fjarstaddir.
3 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[20:05]
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir er á margan hátt varasamt mál og beitir lögmálum markaðshyggjunnar á brýnasta úrlausnarefni okkar tíma, loftslagsbreytingar. En um leið er það þannig að við erum hluti af EES og erum föst í þessu kerfi og það eru brýnir hagsmunir sem knýja okkur til að greiða veg þessa frumvarps. Þar verðum við að beita okkur bæði innan þess kerfis sem hér um ræðir og brýna okkur sjálf við að búa til nýtt og annað kerfi sem nær þeim markmiðum sem þetta kerfi ESB hyggst ná (Forseti hringir.) því að markmiðin eru góð þótt vissulega sé sú hætta til staðar að þetta sé til framtíðar litið, ef ekki er að gáð, vísir að nýju loftbóluhagkerfi. En eins og ég segi, brýnir íslenskir hagsmunir (Forseti hringir.) knýja á um að þetta frumvarp verði afgreitt og því sé ég mig knúna til að segja já.



[20:07]
Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Mér fannst bara rétt, af því að það hefur kannski ekki komið nógu skýrt fram, að samkvæmt öllum hefðbundnum skilgreiningum vinstri manna á Íslandi er hér verið að einkavæða andrúmsloftið. (Gripið fram í.)



[20:07]
Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér er beitt markaðslögmálum á mjög snilldarlegan hátt til að leysa vandamál tengd koldíoxíðlosun og þeirri hættu sem sumir telja að það valdi jörðinni með hlýnun jarðar. Ég er mjög fylgjandi því að menn beiti markaðslausnum eins og hér er verið að gera og tek fullkomlega undir það en vil jafnframt benda á að þetta gæti verið byrjunin á nýju kvótakerfi og ég vil að menn skoði mjög nákvæmlega hvort þarna geti verið um útdeilingu á kvótum að ræða sem muni leiða til sams konar verðmæta og í sjávarútvegi og menn muni — (Gripið fram í: Gjafakvóta.) já, einmitt gjafakvóta. Ég segi já.