139. löggjafarþing — 149. fundur
 10. júní 2011.
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, frh. 3. umræðu.
stjfrv., 382. mál (heildarlög). — Þskj. 1712, brtt. 1751.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[22:26]

[22:24]
Árni Þór Sigurðsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég hafði nú hugsað mér að taka til máls undir þessum lið á dagskránni við 3. umr. en það sem ég vildi vekja athygli á er að í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að tekjur þessa framkvæmdasjóðs séu m.a. 3/5 af svokölluðu gistináttagjaldi sem við vorum að ræða undir 17. lið á dagskránni en greidd voru atkvæði um það frumvarp við 2. umr.

Nú stendur til að taka til atkvæðagreiðslu við 3. umr. frumvarp um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða þar sem gert er ráð fyrir að 3/5 gistináttagjalds renni í Framkvæmdasjóðinn. Ég vek athygli á því að það frumvarp hefur ekki verið samþykkt og þar af leiðandi er ekki sá grundvöllur til staðar sem þarf til að þetta frumvarp verði að lögum. Ég hefði þess vegna talið að fyrst þyrfti að gera frumvarpið um farþegagjald og gistináttagjald að lögum áður en hægt væri að afgreiða þetta.



Brtt. 1751 samþ. með 43 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁRJ,  BaldÞ,  BÁ,  BirgJ,  BjörgvS,  BVG,  EKG,  EyH,  GuðbH,  GLG,  GÞÞ,  GBS,  HHj,  HuldA,  ÍR,  JóhS,  JRG,  KaJúl,  KÞJ,  LRM,  MSch,  MT,  ÓÞ,  ÓN,  REÁ,  RR,  RM,  SDG,  SII,  SIJ,  SKK,  SkH,  SSv,  TÞH,  VBj,  ÞKG,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
1 þm. (ÁÞS) greiddi ekki atkv.
19 þm. (AMG,  AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BjarnB,  GStein,  HöskÞ,  JBjarn,  JónG,  KLM,  LMós,  PHB,  SER,  SF,  SJS,  VigH,  ÞSa,  ÞrB) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[22:26]
Kristján L. Möller (Sf):

Virðulegi forseti. Vegna atkvæðaskýringar hv. þm. Árna Þórs Sigurðssonar áðan vil ég benda honum á það að hér erum við að greiða atkvæði um breytingartillögu frá mér við þetta frumvarp sem fjallar einmitt um það sem hv. þingmaður var að tala um. Gistináttaskatturinn, sem svo heitir nú, er það eina sem verður andlag fyrir þessa 3/5 hluta þannig að hér er verið að lagfæra þetta í takt við það sem kemur frá efnahags- og skattanefnd. Rétt er að allir þingmenn hafi það á hreinu um hvað þessi breytingartillaga fjallar.



Frv., svo breytt, samþ. með 45 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AMG,  ALE,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁRJ,  BaldÞ,  BÁ,  BirgJ,  BjörgvS,  BVG,  EKG,  EyH,  GuðbH,  GLG,  GÞÞ,  GBS,  HHj,  HuldA,  ÍR,  JóhS,  JRG,  KaJúl,  KÞJ,  KLM,  LRM,  MSch,  MT,  ÓÞ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  RM,  SDG,  SII,  SKK,  SkH,  SSv,  TÞH,  ÞKG,  ÞSveinb,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
1 þm. (ÁÞS) greiddi ekki atkv.
17 þm. (AtlG,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BjarnB,  GStein,  HöskÞ,  JBjarn,  JónG,  LMós,  SER,  SIJ,  SF,  SJS,  VBj,  VigH,  ÞSa,  ÞrB) fjarstaddir.