139. löggjafarþing — 167. fundur
 17. september 2011.
frestun á fundum Alþingis, ein umræða.
stjtill., 910. mál. — Þskj. 1970.

[15:50]
forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir tillögu til þingsályktunar um samþykki til frestunar á fundum Alþingis samkvæmt 1. mgr. 23. gr. stjórnarskrárinnar. Tillagan er svohljóðandi:

Alþingi ályktar að veita samþykki til þess að fundum þingsins verði frestað frá 16. september 2011 eða síðar, ef nauðsyn krefur, til 1. október 2011.

Tillagan skýrir sig sjálf.