140. löggjafarþing — 29. fundur
 30. nóvember 2011.
fjárlög 2012, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 1. mál. — Þskj. 1, nál. 390, 398 og 403, brtt. 391, 392, 393, 394, 399, 400, 401, 402, 404 og 408.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[15:47]

[15:37]
Kristján Þór Júlíusson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Við göngum til atkvæða um tillögur við fjárlagafrumvarp fyrir 2. umr. Að mínu mati er það sem stendur í frumvarpinu ekki endilega það versta heldur líka það sem ekki er þar fært til bókar. Við höfum ítrekað bent á það í umræðunni um fjárlagafrumvarpið eins og það liggur fyrir, einnig við fjáraukalagagerð fyrir ekki löngu síðan fyrir árið 2011, að töluvert háar fjárhæðir þar standa utan þeirra tillagna sem ríkisstjórnin og meiri hluti fjárlaganefndar ber fyrir þingið.

Að okkar mati er um að ræða dulinn halla á fjárlögum sem hefur raunar verið staðfestur í ríkisreikningi fyrir árið 2010 meðal annars og á eftir að koma fram í ríkisreikningi fyrir árið 2011 og væntanlega, ef meiri hlutinn tekur ekki sönsum, mun ríkisreikningur fyrir árið 2012 staðfesta það enn fremur að við höfum ekki vandað nægilega (Forseti hringir.) vel til við fjárlagagerð fyrir árið 2012 og það er mjög miður.



[15:38]
Björn Valur Gíslason (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Við göngum til atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarp eftir 2. umr. þess á þingi. Fjárlaganefnd hefur haft þetta mál til umfjöllunar frá því að það var lagt fram á þingi í byrjun október og fjallað um það mjög ítarlega, tekið við fjölda gesta og umsagna varðandi einstök mál frumvarpsins og afgreitt það í þann búning sem það er í í dag. Ég tel að fjárlaganefnd hafi unnið verk sitt vel og sé að leggja fram vel vandað mál til atkvæðagreiðslu fjárlaga næsta árs.

Fjárlaganefnd leggur sjálf fram fjölmargar breytingartillögur við frumvarpið sem flestar snúa að heilbrigðis- og velferðarmálum auk fleiri mála sem sjá má á breytingaskjali frá meiri hluta fjárlaganefndar. Fjárlaganefnd mun halda áfram umfjöllun um málið á milli 2. og 3. umr. og beina sjónum sínum hér eftir sem hingað að heilbrigðis- og velferðarmálum og reyna að draga enn frekar úr þeim niðurskurði sem boðaður er í frumvarpinu eins og það lítur út í dag.

Ég vil þakka öllum fjárlaganefndarmönnum fyrir þá vinnu sem þeir hafa innt af hendi sem og starfsmönnum fjárlaganefndar sömuleiðis fyrir það sem þeir hafa lagt af mörkum.



[15:40]
Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil í upphafi þakka félögum mínum í fjárlaganefnd fyrir ágætt samstarf. Það er tvennt í þessu fjárlagafrumvarpi sem mér finnst standa upp úr.

Í fyrsta lagi hefur ríkisstjórnin ekki náð þeim markmiðum sem hún setti sér í skýrslu fjármálaráðherra um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009–2013. Í rauninni er hún langt frá þeim markmiðum sem hún setti sér sjálf varðandi heildarjöfnuð. Halli ríkissjóðs er um 22 milljarðar og gæti orðið um 53 milljarðar. Hagvaxtartölur og verðbólga eru líka langt undir þeim markmiðum sem þar koma fram.

Við framsóknarmenn höfum lagt fram tillögur um heilbrigðismálin. Við erum mjög ósáttir við þá stefnu sem ríkisstjórnin hefur sett fram í heilbrigðismálum landsins og það er einfaldlega verið að gerbylta heilbrigðiskerfi landsmanna (Forseti hringir.) án umræðu, án úttektar og án stefnu.



[15:41]
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Í gær lagði breski fjármálaráðherrann fram fjárlög næsta árs. Boðskapur ráðherrans var langt frá því bjartsýnn. Bretar sjá nú fram á lengri og alvarlegri kreppu en áður var búist við og Efnahags- og framfarastofnunin í París spáir efnahagslegum samdrætti í Bretlandi og fleiri ríkjum á næstu ári. Um skuldakreppu margra evruríkja þarf ekki að fjölyrða. Efnahagur Bandaríkjanna er bágborinn og hagvöxtur lítill og atvinnuleysi mikið.

Við þessar viðsjárverðu aðstæður í efnahagsmálum er nauðsynlegt að Alþingi Íslendinga afgreiði fjárlög með ábyrgum hætti. Ríkisstjórnarmeirihluti Jóhönnu Sigurðardóttur er nú að ljúka þriðju fjárlögum sínum sem marka mikilvægt skref til sjálfbærra ríkisfjármála og niðurgreiðslu skulda án þess að vega að stoðum velferðarkerfisins. (Gripið fram í: … Icesave.)



[15:42]
Þór Saari (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við erum að fara í atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið þar sem meðal annars allur innheimtur tekjuskattur ríkisins fer eingöngu í að greiða vexti af skuldum. Nýjar lántökur eru umfram uppgreiðslur sem þýðir að skuldir aukast og sú mynd sem oft hefur verið dregin upp að skuldastaða ríkissjóðs sé ósjálfbær verður æ skýrari. Það þarf róttæka stefnubreytingu og nálgun í skuldamálum hins opinbera á Íslandi, ríkissjóðs, sveitarfélaga, fyrirtækja og heimila þar sem ríkissjóður og fjármálaráðherra þurfa að eiga fyrsta leikinn. Það hefur ekki gerst og því mun Hreyfingin ekki styðja þetta frumvarp þó að hún styðji þó nokkrar breytingartillögur við það.

Ég leyfi mér líka að vekja athygli á því að hér er gert ráð fyrir 300 milljónum til stjórnmálaflokkanna en tveir þeirra hafa enn ekki skilað inn ársskýrslum sem þeir áttu að gera 1. október. Það er brot á lögum. Þetta er annað árið í röð sem viðkomandi stjórnmálaflokkar brjóta þessi sömu lög og nú ætlar Alþingi að samþykkja þessa fjárveitingu.



[15:43]
Atli Gíslason (U) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég flyt almennar skýringar okkar hv. þm. Lilju Mósesdóttur fyrir þessa atkvæðagreiðslu. Við eigum ekki sæti í fjárlaganefnd, ekki heldur sem áheyrnarfulltrúar og það er stuttur fyrirvari til að taka afstöðu til þeirra atriða sem hér koma til atkvæðagreiðslu. Almennt séð veldur mér þar sárum vonbrigðum niðurskurður inn að beini í velferðarkerfinu og hinir fjölmörgu opnu og óskýrðu tékkar sem frumvarpið felur í sér.

Við munum sitja hjá um flest atriði nema hvað við munum styðja allar tillögur sem eru til aukningar á fjárframlögum til heilbrigðiskerfisins og löggæslu og nokkurra fleiri liða. Við áskiljum okkur hins vegar rétt til að leggja fram ítarlegar tillögur um breytingar við 3. umr. fjárlagafrumvarpsins.



[15:45]
Ásbjörn Óttarsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil vekja athygli á tveimur atriðum sem ég tel að gefi ekki rétta mynd af stöðu ríkissjóðs. Annars vegar eru það sérstakar vaxtabætur upp á 1,4 milljarða en nefndina vantar upplýsingar um það hvernig þær skiptast á milli almennu sjóðanna og opinberu sjóðanna. Við vitum að ríkið er með 400 milljarða skuldbindingu á bakinu vegna opinberu sjóðanna og því er mjög sérkennilegt að tekjufæra vaxtabætur sem koma úr opinberu sjóðunum vegna þess að ríkisábyrgð er á því öllu saman.

Síðan vil ég líka vekja athygli á lækkun vaxtagjalda um 591 milljónir en hún felst í því að verið er að breyta útgáfu á ríkisbréfum. Útgáfa óverðtryggðra ríkisbréfa minnkar en útgáfa verðtryggðra ríkisbréfa eykst aftur á móti. Það sem gerist er að verðbæturnar færast um höfuðstól. Það eru heldur ekki gerðar neinar breytingar á 5. gr. Ég tel því mjög mikilvægt að nefndin skoði þetta á milli 2. og 3. umr.



[15:46]
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Í nótt var ég að mér forspurðri og fyrir mannleg mistök tekin út af mælendaskrá og hélt því ekki ræðu við 2. umr. fjárlaga eins og ég hafði ætlað mér og undirbúið. Nú hef ég mínútu til að tjá mig.

Frumvarpið hefur tekið talsverðum breytingum frá því að það var fyrst lagt fram og bætt hefur verið við liðina sem snúa að heilbrigðismálum. Það er vel og í samræmi við kröfur sem risið hafa í samfélaginu og ég tek heils hugar undir.

Þó er ýmsum knýjandi spurningum ósvarað og meira þarf að gerast. Síðast í gær var ég meðal annars upplýst um það að fjöldi kvenna sem sinna umönnunarstörfum fyrir aldraða megi hugsanlega búast við uppsagnarbréfi og að endurhæfing á landsbyggðinni muni bíða mikið tjón. Áheyrendur á þingpöllum í gær minntu okkur á þann átakanlega niðurskurð sem Landspítalinn hefur orðið fyrir um langt skeið og landið allt. Það er áríðandi að fara aftur vel yfir heilbrigðis- og velferðarmálin á milli 2. og 3. umr. og leita allra leiða til að hlífa þjónustunni.

Ég vil skoða þetta vel áður en að 3. umr. kemur (Forseti hringir.) en ég mun greiða atkvæði með frumvarpinu nú enda flestir liðir þess til hækkunar frá upphaflegu frumvarpi.



Brtt. 400 kölluð aftur.

Brtt. 392,1 samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
26 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
7 þm. (BjarnB,  EyH,  JónG,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.
3 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[15:48]
Kristján Þór Júlíusson (S):

Forseti. Það er ljóst að núverandi efnahagsstefna stjórnvalda felst aðallega í aukinni skattheimtu og niðurskurði. Við sjálfstæðismenn höfum lagt fram efnahagstillögur sem byggja á allt annarri sýn en þeirri sem núverandi stjórnarmeirihluti fylgir. Við hyggjumst þó ekki tína út einstaka liði varðandi skattbreytingar í þeim tillögum sem hér liggja fyrir um tekjugrein fjárlaga heldur lýsum okkur í öllum meginatriðum ósammála þeirri aðferð sem hér er viðhöfð.

Ég vil enn fremur nefna að engin nefndarumsögn liggur fyrir um tekjugrein fjárlaga að þessu sinni og það er mjög miður. Við gerum okkur hins vegar ljóst að ríkissjóð þarf að fjármagna og vilji er til þess hjá stjórnarmeirihlutanum að gera það eins og hér greinir. Við erum ósammála því í grundvallaratriðum og munum því sitja hjá við afgreiðslu tekjugreinar fjárlaganna.



[15:50]
Illugi Gunnarsson (S):

Frú forseti. Þær tillögur sem við ræðum hér grundvallast m.a. á efnahagsspá Hagstofunnar sem birt hefur verið. Í júlí kom fram spá þar sem spáð var 3,1% hagvexti. Henni hefur verið breytt í 2,4%.

Ég tel rétt að vekja athygli þingheims á því að sá hagvöxtur sem spáð er á næsta ári er meðal annars knúinn áfram af aukinni einkaneyslu. Sú einkaneysla er síðan einkum knúin áfram af úttekt á séreignarsparnaði, launahækkunum sem ekki er innstæða fyrir, frystingu á lánum og vaxtaniðurgreiðslum frá ríkinu. Þetta eru ekki styrkar stoðir undir hagvöxt, það má ljóst vera.

Ég tel rétt að þingheimur hafi þetta í huga þegar við veltum fyrir okkur þessu frumvarpi. Ég mun, eins og fram hefur komið af hálfu talsmanns okkar í fjárlaganefnd, hv. þm. Kristjáns Þórs Júlíussonar, sitja hjá hvað þessa þætti varðar.



[15:51]
Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram ítarlegar efnahagstillögur sem ganga meira og minna út á það að við framleiðum okkur út úr kreppunni, út úr vandanum, í staðinn fyrir að skattpína almenning og fyrirtæki. Ég tek undir orð félaga minna í minni hluta fjárlaganefndar sem gagnrýna harðlega að ekki hafi legið fyrir álit efnahags- og viðskiptanefndar á tekjuhlið fjárlaganna. Það er miður. Því miður er það líka til marks um óvönduð vinnubrögð sem hefur ekki tekist að breyta. Vissulega er meiri vilji til þess í sölum Alþingis en hefur verið en fá og lítil skref hafa verið stigin í þá áttina.

Þingflokkur framsóknarmanna vísar ábyrgðinni á þessum hluta til ríkisstjórnarinnar og mun sitja hjá við þessa afgreiðslu.



Brtt. 392,2 samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
26 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
7 þm. (BjarnB,  EyH,  JónG,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[15:52]
Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Frú forseti. Það er rétt sem stjórnarliðar hafa haldið fram. Útgjöld til velferðarmála hafa aldrei verið jafnhá og þau eru í dag, það er rétt. En þeir láta þess ekki getið að ástæðan fyrir því er sú að 22 milljarðar eru núna greiddir vegna atvinnuleysis. Það er ástæðan fyrir háum velferðarútgjöldum.

Það sem meira er er að atvinnutryggingagjaldið er of hátt núna miðað við atvinnuleysið. Það mun virka sem skattur á atvinnulífið og leiða til þess að fyrirtæki geta ekki ráðið jafnmarga starfsmenn og þau hefðu annars gert, fólk sem annars hefði farið út af atvinnuleysisskrá. Ég lýsi fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórnarflokkunum í þessu máli og sit hjá.



Brtt. 392,3 samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
26 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
7 þm. (BjarnB,  EyH,  JónG,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[15:54]
Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Hér er meðal annars verið að leggja til sérstakan launaskatt á fjármálafyrirtæki. Það hefur komið skýrt fram hvaða afleiðingar hann mun hafa. Í umfjöllun hv. efnahags- og viðskiptanefndar hefur komið skýrt fram að sparisjóðir eiga ekki von eftir þennan skatt. Það hefur líka komið fram að kvenfólk mun missa vinnuna, þetta mun skekkja samkeppnisstöðuna, það verður erfiðara fyrir innlenda aðila að keppa við erlenda, litla að keppa við stóra og erfiðara fyrir eftirlitsskylda að keppa við óeftirlitsskylda.

Virðulegi forseti. Ýmsir hv. stjórnarþingmenn hafa talað mjög í þá átt (Forseti hringir.) að þeir vilji sjá hér sparisjóði. Ég tel að menn eigi bara að tala skýrt. Þessi skattur þýðir að hæstv. ríkisstjórn (Forseti hringir.) vill ekki sparisjóði á Íslandi.



[15:55]
Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti hvetur hv. þingmenn til að virða tímamörk. Þingmenn hafa eina mínútu til að gera grein fyrir atkvæði sínu.



[15:55]
Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Við bjuggum við óheilbrigt fjármálakerfi. Þessi tillaga mun leiða af sér að fjármálakerfið verður jafnvel óheilbrigðara en það var vegna þess að vegið er að þeim fjármálafyrirtækjum, svo sem sparisjóðum, sem stóðu sig vel, voru ekki áhættusækin eins og önnur fjármálafyrirtæki og komust klakklaust í gegnum kreppuna.

Ég hvet stjórnarliða til að líta þetta mál alvarlegum augum. Við viljum samkeppni á fjármálamarkaði. Við viljum hafa sparisjóði í hinum dreifðari byggðum landsins. Ég vonast til að hægt sé að breyta reglum svo að þeim verði gert það kleift. Þetta er ekki skref í þá áttina, því miður, en ég ætla samt að leyfa mér að vera bjartsýnn og vona að meiri hlutinn sjái ljósið í þessu máli.



Brtt. 392,4 samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
25 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
9 þm. (BjarnB,  EKG,  EyH,  JónG,  KJak,  KLM,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[15:57]
Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Í efnahagstillögum okkar sjálfstæðismanna leggjum við til, til að auka samkeppni á fjármálamarkaði, til að auðvelda heimilum og fyrirtækjum að endurfjármagna lán sín og njóta bestu kjara, að stimpilgjöld verði alfarið afnumin. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa áhuga á þessu ráði vegna þess að hér er gert ráð fyrir að stimpilgjöld verði 3,2 milljarðar á næsta ári. Þetta tel ég ganga þvert á það þegar menn segja að auðvelda eigi heimilunum að takast á við skuldir sínar. Þess vegna mun ég sitja hjá í þessu máli.



[15:58]
Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Hér er meðal annars verið að greiða atkvæði um eignarskatt, eignarskatt sem gefið var nafnið auðlegðarskattur af hæstv. ríkisstjórn. Ég vil upplýsa hv. þingmenn um það hvaða upplýsingar við fengum um afleiðingar þessa skatts í meðförum nefndarinnar. Fyrir nefndina komu endurskoðendur sem fóru yfir það að nú flýja tugir einstaklinga land út af þessum skatti. Við þurfum þá ekki að hafa lengur áhyggjur af því fólki, það greiðir ekki skatta hér á landi, það mun greiða skatta annars staðar.

Það kom líka fram að fólk þarf að selja eignir til að fjármagna þennan skatt vegna þess að hann hefur þá sérstöðu að hann er á eignir en ekki á tekjur. Svona skattar eru ekki einu sinni til í kennslubókum um skatta. Hann kemur líka í veg fyrir það, virðulegi forseti, og það kom fram hjá Kauphöllinni, að félög séu skráð í Kauphöllinni. Það ætla ég að sé þvert á þau markmið sem hv. þingmenn eru alla jafna sammála um.



Brtt. 392,5 samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
25 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
8 þm. (BjarnB,  EyH,  JónG,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÞKG,  ÖS) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[15:59]
Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Undir þessum lið er hækkun á kolefnisgjaldi. Hæstv. fjármálaráðherra hefur sem betur fer séð villu síns vegar og hætt við nýja skattlagningu á kol og koks og það kemur til með að leiða til meiri fjárfestingar en ef skatturinn hefði verið lagður á. Aftur á móti er skattur á fljótandi eldsneyti hækkaður, kolefnagjaldið er hækkað.

Þegar kolefnagjaldið var upphaflega lagt á kostaði tonnið af mengunarkvóta innan Evrópusambandsins 13 evrur og sagt að skatturinn ætti að vera 75% af því. Nú er svo komið að kvótinn í Evrópu er kominn niður fyrir 10 evrur en nú segist fjármálaráðherra ætla að fara (Forseti hringir.) upp í 100%. Skatturinn verður eftir þetta 130% af því sem hann er í Evrópu og bensín og dísill (Forseti hringir.) mun hækka um 7–10 kr. vegna þessa.



[16:01]
Birkir Jón Jónsson (F):

Frú forseti. Við greiðum atkvæði um lið 5, Skattar á vörur og þjónustu, þar sem ríkisstjórnin viðheldur áfram miklum álögum á almenning, heimilin í landinu, með háum vörugjöldum og háu eldsneytisverði. Við framsóknarmenn höfum bent á að nú sé nóg komið af háum álögum á skuldug heimili og atvinnulíf í landinu. Það þarf að breyta um stefnu, það þarf að auka verðmætasköpun. Við höfum lagt fram okkar tillögur í þeim efnum. Þessi sveltistefna sem ríkisstjórnin leggur fram enn eitt árið gengur einfaldlega ekki upp. Það sjá allir nema ríkisstjórnin ein.



Brtt. 392,6 samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
26 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
7 þm. (BjarnB,  EyH,  JónG,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 392,8–15 samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
24 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
9 þm. (BjarnB,  EyH,  JónG,  KJak,  PHB,  SDG,  SIJ,  ÞKG,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 392,17 samþ. með 31:8 atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GStein,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MT,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
nei:  AtlG,  ÁJ,  ÁsmD,  GBS,  HöskÞ,  PHB,  UBK,  VigH.
16 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  GÞÞ,  IllG,  KÞJ,  LMós,  ÓN,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
8 þm. (BjarnB,  EyH,  GLG,  JónG,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.
3 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[16:04]
Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Hér er verið að lögfesta viðtöku tæplega 600 milljóna frá Evrópusambandinu. Í svari sem mér barst frá hæstv. utanríkisráðherra kemur fram að þetta séu sérstök framlög úr sjóðum Evrópusambandsins til að standa straum af breytingum á stjórnkerfi eða stofnunum sem um kann að semjast eða til að byggja upp þekkingu innan íslenska stjórnkerfisins á innviðum Evrópusambandsins, þar á meðal sjóðakerfi þess. Og svo er verið að telja fólki trú um að ekki sé um aðlögun að Evrópusambandinu að ræða.

Virðulegi forseti. Ég segi nei við fjáraustri Evrópusambandsins í íslenskt hagkerfi og því segi ég að sjálfsögðu nei í atkvæðagreiðslu þessari.



[16:05]
Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér greiðum við atkvæði um styrki sem Evrópusambandið veitir vegna aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu. Ég vil biðja hv. þingmenn Vinstri grænna sérstaklega að horfa á þetta og átta sig á því af hverju Coca Cola eyðir svo miklum peningum í auglýsingar. Þetta mun virka nákvæmlega eins og auglýsingamarsinn sem Coca Cola setur á til að auglýsa merki sitt. Þetta mun valda því að margir munu snúast til hollustu við Evrópusambandið og getur orðið mjög hættulegt í því að breyta skoðunum fólks. Verið er að bjóða sveitarstjórnarmönnum og öðrum til Evrópusambandsins í lystireisur og menn kalla það kynningu á Evrópusambandinu. Það er verið að stofna til verkefna á Íslandi í atvinnuleysinu og fólk veit (Forseti hringir.) hver borgar saltið í grautinn hjá því.



[16:06]
Atli Gíslason (U):

Frú forseti. Ég hef á fjölda landsfunda og flokksráðsfunda Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs greitt atkvæði með tillögum sem hafna slíkum styrkjum. Við höfum líka samþykkt að leikurinn sé jafnaður með styrkjum til ESB-andstæðinga. Þess gætir ekki í frumvarpinu. Trúr afstöðu minni segi ég nei. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)



Brtt. 392,18 samþ. með 30:1 atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
nei:  PHB.
25 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
7 þm. (BjarnB,  EyH,  JónG,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[16:07]
Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér er gert ráð fyrir álögum á lífeyrissjóði landsins upp á 1,4 milljarða vegna sérstakra vaxtaniðurgreiðslna. Þetta þýðir að almennu sjóðirnir sem verkafólk og iðnaðarmenn greiða til munu að sjálfsögðu greiða þetta en opinberu sjóðirnir, LSR, sérstaklega B-deildin og líka A-deildin, munu velta þessu yfir á ríkið, af því að ríkið ber ábyrgð á þeim sjóðum, með hærra iðgjaldi til A-deildarinnar og hærra sérstaks framlags til B-deildarinnar. Það iðgjald og þau sérstöku framlög frá ríkinu munu hinir greiða líka, þ.e. hinir almennu verkamenn og iðnaðarmenn í landinu.

Ég vara eindregið við öllum álögum á lífeyrissjóði af þessari ástæðu. Ég greiði atkvæði gegn þessu.



Brtt. 391,1 samþ. með 40 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BÁ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  GÞÞ,  HHj,  IllG,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KÞJ,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  ÓN,  REÁ,  RR,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  UBK,  VBj,  ÞKG,  ÞrB,  ÞBack.
17 þm. (AtlG,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  LMós,  MT,  PHB,  SF,  TÞH,  VigH,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
6 þm. (BjarnB,  JónG,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 391,2–4 samþ. með 52 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁÞS,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  ÁRJ,  BÁ,  BJJ,  BjörgvS,  BVG,  EKG,  EyH,  GuðbH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HHj,  HöskÞ,  IllG,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KÞJ,  KLM,  LRM,  MSch,  MT,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  RM,  SER,  SII,  SF,  SkH,  SJS,  SSv,  TÞH,  UBK,  VBj,  VigH,  ÞKG,  ÞrB,  ÞBack.
5 þm. (AtlG,  BirgJ,  GLG,  LMós,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
6 þm. (BjarnB,  JónG,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.
3 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[16:10]
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég segi já við þessum liðum og ég fagna því að hv. fjárlaganefnd í heild sinni skuli með þessum hætti koma til móts við óskir forsætisnefndar og þingmanna allra um að efla starf alþingismanna á Alþingi. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)



[16:10]
Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Við framsóknarmenn styðjum þessa þrjá liði. Við höfum reyndar lengi talað fyrir því að Alþingi yrði styrkt í samræmi við þær ábendingar sem komu fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Því miður hafa meiri fjármunir verið lagðir í aðalskrifstofur ráðuneytanna sem gengur þvert á þær ábendingar.

Við teljum samt að hér þurfi að fjölga aðstoðarmönnum meira en lagt er til í þessu frumvarpi og munum leggja fram breytingartillögur þess efnis við 3. umr.



[16:11]
Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Ég tek undir með hv. þm. Ragnheiði Ríkharðsdóttur og ég vil sérstaklega fagna 25 millj. kr. framlagi sem er eyrnamerkt til að ljúka fornleifarannsóknum á Alþingisreitnum strax næsta sumar því ella er hætt við að þær muni eyðileggjast.



Brtt. 399,1 kölluð aftur.

Brtt. 391,5 samþ. með 28:14 atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MT,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB.
nei:  ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  EKG,  GÞÞ,  IllG,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  TÞH,  UBK,  ÞKG.
12 þm. (AtlG,  ÁsmD,  BirgJ,  BJJ,  EyH,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  LMós,  SF,  VigH,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
9 þm. (BjarnB,  BjörgvS,  GLG,  JónG,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÞBack,  ÖS) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[16:12]
Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Við greiðum atkvæði um tillögu um fjárveitingu til embættis sérstaks saksóknara Alþingis vegna málaferla sem ákveðin voru á Alþingi fyrir ári. Afstaða okkar sjálfstæðismanna gagnvart þessum málaferlum hefur alltaf legið ljós fyrir og þess vegna munum við greiða atkvæði gegn þessari fjárveitingu þó að hún muni væntanlega ná í gegn. Við viljum undirstrika andstöðu okkar við málaferlin sem, eins og við margítrekuðum á síðasta ári, eru pólitískt leikrit, pólitísk aðför en ekki réttarfarslegt mál.



Brtt. 391,6 samþ. með 30:21 atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
nei:  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG.
6 þm. (AtlG,  BirgJ,  GStein,  LMós,  MT,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
6 þm. (BjarnB,  JónG,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.
3 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[16:14]
Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Hér er háum fjárhæðum veitt til að fjölga aðstoðarmönnum ráðherra. Við höfum verið mjög ósáttir við þessar reglur og við þessa fjölgun. Þetta er þvert á það sem Alþingi hefur sjálft ákveðið í þingsályktunartillögu um að styrkja og efla Alþingi. Við munum því segja nei við þessum lið.



[16:14]
Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Það er aldrei of oft sagt að Alþingi þarf að styrkja faglega og fjárhagslega. Hér er verið að leggja fram tillögu upp á 37 millj. kr. sem renna eiga til aðstoðarmanna ráðherra. Eins og allir muna var gefin heimild til að fjölga aðstoðarmönnum ráðherra í 23. Frú forseti. Það er kolröng stefna að efla framkvæmdarvaldið með þessum hætti. Þess vegna tek ég undir með félaga mínum hv. þm. Höskuldi Þórhallssyni. Við framsóknarmenn segjum að sjálfsögðu nei við þessu. Ríkisstjórnin er á rangri leið og Alþingi verður að styrkja.



[16:15]
Ásbjörn Óttarsson (S):

Virðulegi forseti. Hér kristallast með skýrum hætti hver forgangsröðun ríkisstjórnarinnar er. Hér er verið að taka ákvörðun um að veita 37 millj. kr. í að fjölga aðstoðarmönnum. Á sama tíma er verið að skera niður í velferðarmálum.

Ekki var hægt að upplýsa það við umræðuna um stjórnarráðsfrumvarpið þegar það var samþykkt hve mikill kostnaðurinn við þetta yrði og ég gagnrýndi það mjög harðlega. Nú liggur fyrir að heimila á að ráða þrjá aðstoðarmenn, einn fyrir hæstv. innanríkisráðherra, einn fyrir hæstv. velferðarráðherra og einn sem á að starfa í forsætisráðuneytinu. Ég bið hv. alþingismenn að hugsa um það að farið var í breytingar á húsnæði fyrir tugmilljónir króna til að sameina ráðuneytin. Hver er svo niðurstaðan af því? Eyða tugum milljóna í breytingar á húsnæði og spara laun tveggja þingmanna fyrir ráðherralaun. Þetta er náttúrlega ekkert annað en hreinn og klár skrípaleikur.



Brtt. 391,7 samþ. með 53 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁÞS,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  ÁRJ,  BÁ,  BJJ,  BjörgvS,  BVG,  EKG,  EyH,  GuðbH,  GLG,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HHj,  HöskÞ,  IllG,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KÞJ,  KLM,  LRM,  MSch,  MT,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  RM,  SER,  SII,  SF,  SkH,  SJS,  SSv,  TÞH,  UBK,  VBj,  VigH,  ÞKG,  ÞrB,  ÞBack.
4 þm. (AtlG,  BirgJ,  LMós,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
6 þm. (BjarnB,  JónG,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[16:17]
Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég vil fagna sérstaklega auknu framlagi til umboðsmanns Alþingis. Þetta er mjög veigamikið embætti og þrengt hefur að því á undanförnum árum. Ég vil því fagna þessu sérstaklega.



[16:17]
Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Við framsóknarmenn samþykkjum þessa hækkun á framlagi til umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður Alþingis hefur þurft að taka á sig verulega tekjuskerðingu en sinnir samt starfi sínu af kostgæfni. Þess má geta að kvörtunum til embættis umboðsmanns síðastliðið ár hefur fjölgað um 40%. Hefur hann þurft að fækka starfsfólki og starfar nú einungis átta manns hjá embættinu. Þessi hækkun gefur umboðsmanni svigrúm til að ráða til sín nýtt starfsfólk.

Frú forseti. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Skýrsla umboðsmanns sem hann kynnti fyrir hv. stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í vikunni var vægast sagt svört. Þar gagnrýndi hann reglugerðarvæðingu frumvarpa ríkisstjórnarinnar og benti á að hér þurfi svo sannarlega að taka til í löggjöfinni. Ég fagna þessum fjárframlögum.



Brtt. 399,2 kölluð aftur.

Brtt. 391,8 samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
27 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
6 þm. (BjarnB,  JónG,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 399,3 kölluð aftur.

Brtt. 391,9 samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
27 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
6 þm. (BjarnB,  JónG,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 391,10 samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
26 þm. (AtlG,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
7 þm. (ÁJ,  BjarnB,  JónG,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[16:20]
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Ég vek athygli á því að við erum að greiða atkvæði um að hækka innritunargjöld til opinberu háskólanna úr 45 þús. kr. í 60 þús. kr. Það er mín skoðun að þetta sé eðlileg leið og rökrétt að fara hana eins og sakir standa.

En ég vil þá líka vekja athygli á því að árið 2005 þegar þessi sömu innritunargjöld voru hækkuð á sömu forsendum, úr 32.500 kr. í 45 þús. kr., mætti sú tillaga mikilli mótspyrnu, ekki síst hjá núverandi hæstv. fjármálaráðherra sem barðist á móti því með kjafti — strigakjafti að mínu mati — og klóm og hið sama gilti um fleiri stjórnarþingmenn í dag. En nú er í lagi að fara þessa leið. Það er öllum ljóst að orð fara bersýnilega ekki saman við efndir þessara þingmanna. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)



[16:21]
Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Þingflokkur framsóknarmanna hefur verið mótfallinn því í gegnum tíðina að hækka skólagjöld og færa má rök fyrir því að verið sé að stíga skref í þá áttina. En mig langar að segja um háskólana almennt að við fögnum því að sjálfsögðu að verið sé að auka framlög til þeirra. Mig langar líka að nefna að næsti liður er um framhaldsskólana en við höfum boðað breytingartillögur um þann lið við 3. umr.



Brtt. 391,11–18 samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
26 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
7 þm. (BJJ,  BjarnB,  JónG,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 391,19 samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
27 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
6 þm. (BjarnB,  JónG,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.
3 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[16:23]
Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Eins og allir vita ríkir mikil óánægja með þau fjárframlög sem ætluð eru til framhaldsskólanna í landinu. Við sem höfum rætt við forsvarsmenn þessara skóla höfum orðið vör við að þeir telja að með þessari afgreiðslu geti orðið mikil vá í ýmsum skólum landsins. Ég hefði því búist við því að hv. meiri hluti fjárlaganefndar mundi birta okkur breytingartillögur líkt og er að gerast í heilbrigðismálunum en því er ekki að heilsa. Menn hafa bent á að ekki sé tekið tillit til mjög margra atriða þegar fjárveiting til framhaldsskólanna er ákvörðuð, svo sem hækkandi starfsaldurs sem leiðir til minni kennsluskyldu, sérstöðu verknámsskólanna, sérstöðu svæða þar sem fólksfækkun hefur orðið og þar með nemendafækkun og þannig mætti áfram telja.

Hættan er sú að ef þetta mál verður afgreitt með þessum hætti endanlega frá Alþingi muni það draga mjög úr námsframboði hjá ýmsum skólum, sérstaklega á landsbyggðinni, sem mun leiða til þess að nemendur á þeim svæðum leita annað eftir námi sem aftur veikir þá skóla meira. (Forseti hringir.) Ég vil þess vegna hvetja meiri hluta fjárlaganefndar til að taka þessi mál sérstaklega til endurskoðunar milli 2. og 3. umr.



[16:24]
Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir orð hv. þm. Einars K. Guðfinnssonar áðan um að framhaldsskólarnir gegni veigamiklu hlutverki, ekki síst í þeirri stöðu sem við erum í dag. Við þurfum að geta tekið við þeim nemendum sem þess óska og við verðum líka að geta rekið skólana þannig að þeir sinni eftirspurninni og sinni þörfinni sem er svo sannarlega fyrir þá. Við vitum að mikill áhugi er á að efla fjarnám og dreifnám, verknám og allt sem við þekkjum úr umræðunni.

Það er því von mín að fjárlaganefnd muni milli umræðna taka tillit til þeirra ábendinga sem hafa komið fram og leiðrétta enn frekar þann niðurskurð sem ætlaður var á framhaldsskólana.



[16:25]
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Ég vil taka undir hvatningarorð félaga míns, hv. þm. Einars K. Guðfinnssonar, um að meiri hluti fjárlaganefndar taki þá liði sem tengjast framhaldsskólunum sérstaklega til endurskoðunar. Það er ljóst að framhaldsskólarnir á landsbyggðinni en ekki síður á höfuðborgarsvæðinu og á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu eru undir miklum þrýstingi. Það er þó fagnaðarefni að tæplega 97% þeirra sem útskrifast úr grunnskóla fara í framhaldsskóla án þess að það sé skólaskylda.

Á móti kemur að þrengslin eru mikil í framhaldsskólunum, þeir eru byrjaðir að þjappa mun meira. Það þýðir að minna framboð verður á iðn- og starfsnámi og erfiðara verður, ekki síst fyrir framhaldsskólana á suðvesturhorninu, að taka við einstaklingum með sérþarfir sem þurfa að uppfylla sínar námskröfur og -skilyrði innan skólakerfisins. Því vil ég sérstaklega hvetja fjárlaganefndarmenn til að skoða þá liði sem tengjast framhaldsskólum landsins.



Brtt. 391,20–29 samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
26 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
7 þm. (BjarnB,  JónG,  KJak,  RR,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 391,30 samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  GStein,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
26 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
6 þm. (BjarnB,  JónG,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.
3 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[16:27]
Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Við greiðum atkvæði um aukin framlög til Kvikmyndasjóðs. Einn hv. þingmaður lýsti því yfir í fjölmiðlum að hann mundi ekki styðja fjárlagafrumvarpið nema framlögin yrðu aukin og ég sé að hann greiðir atkvæði með þessu. Ég sit hjá.



[16:27]
Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég kem upp til að lýsa því yfir að vissulega er jákvætt að verið sé að auka framlög, eða í rauninni að leiðrétta að nokkru leyti þann niðurskurð eða sparnað sem átti að verða og hefur verið hjá kvikmyndageiranum. En það þarf að gera betur. Við þurfum að ná samkomulagi til lengri framtíðar um hvernig við getum eflt kvikmyndagerðina. Við höfum nokkur hér staðið að þingsályktunartillögu um hvernig megi meðal annars gera það. Þetta er jákvætt en hvergi nærri nóg.



[16:28]
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Ég tek undir að þetta er skref í rétta átt en engu að síður er engan veginn verið að uppfylla þann samning sem gerður var á sínum tíma við kvikmyndagerðarmenn. Stefnubreyting hefur orðið í kvikmyndamálum. Kvikmyndagerðin er ekki lengur á forgangslista ríkisstjórnar Íslands og mér finnst það miður.

Það er fyrst núna sem verið er að reyna að lappa upp á þetta, m.a. framlögin til Kvikmyndaskólans. Kvikmyndagerð er ekki lengur á forgangslista og það sama gildir núna með Kvikmyndamiðstöð Íslands. Þetta er skref í rétta átt en þetta er einfaldlega ekki nóg. Það þýðir ekki að kippa undirstöðum undan kvikmyndagerðinni sisvona og halda síðan að allt reddist með einhverri skyndireddingu rétt fyrir jól.



Brtt. 391,31–33 samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
27 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
6 þm. (BjarnB,  JónG,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 391,34 samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  GStein,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
26 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
6 þm. (BjarnB,  JónG,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.
3 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[16:30]
Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Nú greiðum við atkvæði um ýmis íþróttamál. Þau hafa heldur betur verið sett til hliðar hjá þessari ríkisstjórn. Það er þó verið að auka þarna aðeins í og ég tel það vera skref í rétta átt. Við framsóknarmenn boðuðum í áliti okkar að við mundum skoða það milli 2. og 3. umr. hvort nóg væri að gert.



[16:31]
Kristján Þór Júlíusson (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka röggsama stjórn þó að tilkynningar um þá sem ætla að koma upp til atkvæðaskýringa séu dálítið misvísandi.

Ég vil af því tilefni að þessi liður er borinn sérstaklega upp til atkvæða lýsa yfir ánægju með þá viðleitni sem hér kemur fram til að mæta þeirri stefnumörkun um ferðasjóð Íþróttasambands Íslands sem sett var af fyrrverandi menntamálaráðherra og þeirri ríkisstjórn sem þá var við völd. Þarna er verið að bæta í og nálgast þau markmið sem sett voru í samningum á milli ríkisins og íþróttasamtakanna í landinu. Þó svo við séum ekki að ná þessu að fullu er þetta vissulega skref í rétta átt og ber að fagna þeirri viðleitni sem meiri hluti fjárlaganefndar sýnir í þessu efni.



[16:32]
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti Vissulega eru stigin skref í rétta átt og ég vil meðal annars fagna sérstaklega skrefinu sem tengist afrekssjóði ÍSÍ. Það er ólympíuár fram undan og mikilvægt að byggja vel undir það.

Ekki síður vil ég fagna breytingunni sem verður á ferðasjóði Íþróttasambands Íslands því að það er gríðarlega mikilvægt samfélagslegt mál að tryggja að allir, hvar sem þeir eru á landinu, geti tekið þátt í íþróttamótum. Þetta er ekki bara landsbyggðarmál, það er stórt samfélagslegt mál að tryggja aðgengi barna okkar að íþróttamótum, hvort sem þau búa á Vestfjörðum, fyrir austan eða sunnan.



Brtt. 391,35 samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
26 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
7 þm. (BjarnB,  JónG,  KJak,  SDG,  SIJ,  VigH,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 399,4 kölluð aftur.

Brtt. 391,36 samþ. með 31:7 atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  GStein,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
nei:  ÁJ,  ÁsmD,  GBS,  HöskÞ,  PHB,  UBK,  VigH.
19 þm. (AtlG,  ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  IllG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
6 þm. (BjarnB,  JónG,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[16:34]
Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Þegar verið var að ræða ESB-umsóknina á sumardögum 2009 var þingmönnum og landsmönnum öllum talin trú um að Evrópusambandið mundi standa undir kostnaði við þýðingar. Hér var stofnuð Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins. Hér er lagt til að til hennar fari á næsta ári 547 millj. kr., frú forseti, það gerir 1,5 millj. kr. á dag.

Samkvæmt Evrópustyrkjunum sem samþykktir voru áðan koma einungis 186 millj. kr. til endurgreiðslu í ríkissjóð sem er sérmerkt Þýðingamiðstöðinni. Þess vegna leggur ríkissjóður út 361 millj. kr. á fjárlögum ársins 2012 til Þýðingamiðstöðvarinnar. Ég fékk þær upplýsingar í fjárlaganefnd að svo verður eins lengi og umsóknin er látin hanga inni. Virðulegi forseti. Fjörið er greinilega rétt að byrja.



Brtt. 391,37–39 samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
27 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
6 þm. (BjarnB,  JónG,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 399,5 kölluð aftur.

Brtt. 391,40–43 samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
27 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
6 þm. (BjarnB,  JónG,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 391,44–48 kölluð aftur.

Brtt. 391,49 samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
26 þm. (AtlG,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
7 þm. (ÁJ,  BjarnB,  JónG,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[16:39]
Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Þetta er ekki mjög stór tala, hún mun ekki ráða neinum úrslitum um rekstur Hafrannsóknastofnunar. Ég vildi hins vegar vekja athygli á því hvað er verið að gera. Hér er verið að leggja til lækkun á framlagi til Hafrannsóknastofnunarinnar en í áliti meiri hluta atvinnuveganefndar er sérstaklega nefnt að komið sé að ákveðnum þolmörkum varðandi niðurskurð til stofnunarinnar, einkum í því sem lýtur að úthaldi skipanna. Ég vildi vekja athygli á því.



Brtt. 391,50–51 kölluð aftur.

Brtt. 391,52 samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
27 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
6 þm. (BjarnB,  JónG,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 399,6 kölluð aftur.

Brtt. 391,53–58 samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
26 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG) greiddu ekki atkv.
7 þm. (BjarnB,  JónG,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÞSa,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 391,59 samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
26 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
7 þm. (BJJ,  BjarnB,  JónG,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[16:41]
Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Hér verða greidd atkvæði um ýmis löggæslumál. Þingflokkur Framsóknarflokksins hefur boðað breytingartillögur þar sem við munum leggja til að aukið verði við almenna löggæslu víðs vegar um landið.

Mig langar til að upplýsa þingheim um að staðan í hinum dreifðu byggðum landsins er víðast hvar mjög alvarleg. Fólk upplifir það að lögreglumenn sitja heima, eru ekki á ferðinni vegna þess einfaldlega að lögreglan á svæðinu hefur ekki efni á því. Það er komið að því að ekki er hægt að skerða meira í þessum málaflokki. Það þarf að bæta í hann og það munum við framsóknarmenn leggja til við 3. umr.



Brtt. 391,60 samþ. með 53 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁÞS,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  ÁRJ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjörgvS,  BVG,  EKG,  EyH,  GuðbH,  GLG,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HHj,  HöskÞ,  IllG,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KÞJ,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  RM,  SER,  SII,  SF,  SkH,  SJS,  SSv,  TÞH,  UBK,  VBj,  VigH,  ÞKG,  ÞrB,  ÞBack.
4 þm. (AtlG,  LMós,  MT,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
6 þm. (BjarnB,  JónG,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[16:43]
Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Hér er lagt til að framlag til Landhelgisgæslunnar verði aukið. Við framsóknarmenn fögnum því að sjálfsögðu. Hér er verið að bæta í um 200 millj. kr. til þyrlurekstrar. Við komum öll til með að segja já við tillögu þessari því að Landhelgisgæslan er eitt það mikilvægasta sem við eigum nú um tíð.



Brtt. 399,7 kölluð aftur.

Brtt. 391,61–62 samþ. með 32 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MT,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
25 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  KÞJ,  LMós,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
6 þm. (BjarnB,  JónG,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 399,8 kölluð aftur.

Brtt. 391,63 samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
25 þm. (AtlG,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
8 þm. (ÁJ,  BjarnB,  EKG,  JónG,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[16:45]
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Frú forseti. Það er afar sérkennilegt að sjá þá tillögu sem meiri hluti fjárlaganefndar leggur til um endurskoðun áforma um fangelsi á Hólmsheiði vegna þess að í frumvarpinu sjálfu átti að verja 192 millj. kr. til hönnunar fangelsis á Hólmsheiði. Það virðist sem meiri hluti fjárlaganefndar fari með þessum hætti gegn hæstv. innanríkisráðherra og ekkert er sýnilegt í þessu fjárlagafrumvarpi og þeim breytingartillögum sem hér eru. Hvernig á þá að standa að fangelsismálum á komandi ári 2012? Hverjar eru hugmyndir þeirra sem leggja fram slíka beiðni? Hvað ætla menn að gera? Hver er stefna núverandi ríkisstjórnar í fangelsismálum? Ætla hún að byggja nýtt fangelsi og hvar ætlar hún að gera það? Eða hvernig ætlar hún að bregðast við þeim vanda sem við blasir? Þetta eru óásættanleg vinnubrögð, frú forseti, í þessu mikilvæga máli sem við alþingismenn þurfum að fara yfir og standa ákveðnir í fætur (Forseti hringir.) vegna þess að það verður að klára umræðuna um fangelsisbyggingu á Íslandi.



[16:46]
Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Ég er líka mjög hugsi yfir því hvað við erum að gera hér og ég vil koma því sérstaklega á framfæri að það er brýnt að drífa í fangelsismálunum. Við getum ekki beðið lengur. Það er búið að vinna í þessu mjög lengi og tillögur liggja fyrir um 56 rýma fangelsi á Hólmsheiði. Það er alveg ljóst að ef við náum að koma því upp á næstunni getum við lagt af þau rými sem núna eru tvísetin en í dag erum við með nokkur tvíbýli. Ég vil nefna það sérstaklega að það er eiginlega niðurlægjandi að Íslendingar hafi komið þessum málum svo fyrir. Ungir karlmenn tvímenna í þessi tvíbýli og þetta eru kynferðislega virkir menn eins og aðrir í þessu samfélagi og það er ekki hægt að bjóða upp á þetta lengur. Það verða allir að vera í einbýli. Þetta er ekki Íslandi til sóma og við verðum að byggja þetta nýja fangelsi sem fyrst. Ég sit hjá.



Brtt. 391,64 samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
25 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
8 þm. (ÁsmD,  BjarnB,  JónG,  KJak,  PHB,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[16:47]
Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Hér er m.a. lagt til að fært sé af lið sem ber heitið Viðhald og snýst um almennt viðhald á þjóðvegum landsins yfir á lið sem heitir Styrkir til almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Ég hef ekkert út á það að setja að settur sé peningur í almenningssamgöngur en ég harma að verið sé að færa af lið sem þarf miklu frekar að styrkja en að skerða. Almennt viðhald á vegum víðs vegar um landið er einfaldlega komið að þolmörkum og vegir landsins eru margir hverjir orðnir hættulegir. Við þetta verður ekki lengur unað þannig að við framsóknarmenn höfum í hyggju að leggja fram tillögu til aukningar á liðnum um almennt viðhald fyrir 3. umr. Við munum líka leggja til að sett verði aukið fé í framkvæmdir, m.a. til að fækka einbreiðum brúm víðs vegar um landið.



Brtt. 391,65–68 samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
25 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  KÞJ,  LMós,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
8 þm. (BJJ,  BjarnB,  JónG,  KJak,  MT,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 391,69 samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
27 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
6 þm. (BjarnB,  JónG,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.
5 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[16:50]
Kristján Þór Júlíusson (S):

Forseti. Sá liður sem hér um ræðir gefur tilefni til að vekja athygli á frumvarpinu eins og það liggur fyrir og þeirri stefnumörkun sem kemur fram í greinargerð með því. Þar er tiltekið að aukaframlagið hafi verið sett inn sérstaklega til að mæta erfiðleikum fjárhagslega veikra sveitarfélaga vegna áhrifa bankahrunsins á fjárhag þeirra. Þetta er algerlega nýr skilningur, algerlega nýr. Jafnframt er boðaður frekari niðurskurður á framlaginu.

Samband sveitarfélaga hefur mótmælt þessu harðlega því aukaframlagið er stór liður í tekjum fámennari sveitarfélaga sérstaklega og fjárhagslega veikra. Það er alveg ljóst að ef þessi stefnumörkun gengur eftir mun á stórum svæðum landsins verða uppi sá veruleiki að sveitarfélögum verður illa fært að halda úti þeirri velferðarþjónustu sem þeim er uppálagt að veita samkvæmt lögum.



[16:51]
Ásmundur Einar Daðason (F):

Frú forseti. Eins og kom fram í máli hv. þm. Kristjáns Þórs Júlíussonar er verið að breyta algerlega um kúrs hvað varðar aukaframlag jöfnunarsjóðs. Það hefur alla jafna verið hugsað í þeim tilgangi að jafna til þeirra sveitarfélaga sem hafa mátt glíma við mikla fólksfækkun á undanförnum árum. Nú er sú breyting gerð að stór hluti af aukaframlaginu á að renna til þess að bjarga sveitarfélögum sem glíma við fjárhagsvandræði vegna bankahrunsins. Eftir sitja þau sveitarfélög sem glíma við fólksfækkun. Þar er um að ræða 25–30 sveitarfélög víðs vegar um landið sem ljóst er að hafa sótt verulega mikið fjármagn til þessa aukaframlags. Það verður mjög erfitt fyrir þau að ná endum saman á næsta ári vegna þessarar breytingar.



[16:52]
Birkir Jón Jónsson (F):

Frú forseti. Það er ansi merkilegt að sjá forgangsröðun hinnar norrænu velferðarstjórnar þegar kemur að sveitarfélögum sem hafa árum saman glímt við fólksfækkun og minnkandi tekjur. Ríkisstjórnin undir forustu hæstv. fjármálaráðherra Steingríms J. Sigfússonar leggur hér til breytingu þar sem vegið er mjög að fámennum sveitarfélögum vítt og breitt um landið sem hafa búið við samdrátt á undangengnum árum. Góðærið kom aldrei til þessara sveitarfélaga. En nú ætlar hin norræna velferðarstjórn að skerða aukaframlagið sem hefur verið alger lykilþáttur í tekjum þessara sveitarfélaga til að standa undir velferð og þjónustu gagnvart íbúum sínum. Nú er komið að því að beita niðurskurðarhnífnum gagnvart þessum smáu samfélögum og það er undir forustu hæstv. fjármálaráðherra Steingríms J. Sigfússonar.



[16:53]
Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Ég vil undirstrika hversu þýðingarmikið þetta viðbótarframlag er fyrir einstök sveitarfélög. Þó nokkur þeirra hafa fengið allt að 5% af tekjum sínum í gegnum viðbótarframlagið. Sú ákvörðun var tekin, eins og hér hefur verið rakið, að breyta útlánareglunum á þessu ári og það hefur auðvitað haft heilmikla tilfærslu í för með sér. Jafnframt var ákveðið af hálfu ríkisstjórnarinnar að helmingi af þeim fjármunum, sem veittir yrðu til viðbótarframlagsins, yrði síðan ráðstafað til eins skuldugs sveitarfélags. Það má því segja að menn hafi verið að velta byrðunum af skuldum eins sveitarfélags yfir á þau næstskuldugustu. Þetta er mjög sérkennileg stefnumótun og ber ekki vitni um mjög mikla réttlætiskennd.

Síðan er haldið áfram og höggvið í sama knérunn með þeirri stefnumótun sem kemur fram í fjárlagafrumvarpinu og er sú að hverfa frá viðbótarframlaginu og svipta þannig þessi litlu veikburða sveitarfélög mjög mikilvægum tekjustofni sem nemur í einstökum tilvikum (Forseti hringir.) allt að 5% af heildartekjum þeirra.



[16:54]
fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Ég vek athygli á því, herra forseti, þrátt fyrir taugaæsinginn í ræðum áðan, að hér er verið að hækka þessi framlög. (BJJ: Ekki nóg.) Í fjáraukalagafrumvarpi var bætt aukalega 100 millj. kr. við fjárlög þessa árs til að koma til móts við sjónarmið sveitarfélaganna. Hér er verið að verja á sextánda milljarð kr. með lögbundnum tekjum og aukaframlögum til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga og sveitarfélögin þar með hafa notið stórkostlega góðs af tekjuöflunaraðgerðum ríkisins og þeim skattahækkunum sem ríkið hefur ráðist í því samkvæmt lögum og reglum þýðir það sjálfkrafa aukningu framlaga inn í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Hér á Alþingi höfum við þurft að taka erfiðar ákvarðanir um skattahækkanir og tekjuöflun [Háreysti í þingsal.] sem sveitarfélögin í landinu hafa notið góðs af. Þannig er það.



Brtt. 399,9 kölluð aftur.

Brtt. 391,70–71 samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
25 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
8 þm. (BjarnB,  IllG,  JónG,  KJak,  SDG,  SIJ,  TÞH,  ÖS) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[16:57]
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Við erum að greiða atkvæði um mál sem tengjast m.a. velferðarráðuneytinu. Ég vil sérstaklega vekja athygli á því sem segir í nefndaráliti frá velferðarnefndinni um að miklar skerðingar á fæðingarorlofsgreiðslum 2009 og 2010 hafi haft mikil áhrif á töku feðra á fæðingarorlofi. Enn og aftur er ekki vakin athygli á þessu mikla jafnréttismáli núna í meirihlutaáliti fjárlaganefndar. Enn og aftur stöndum við frammi fyrir skerðingum á Fæðingarorlofssjóði.

Á landsfundi Samfylkingarinnar talaði formaður Samfylkingarinnar fjálglega um að nú þyrfti að spýta í, nú þyrfti að líta til framtíðar og efla fæðingarorlofið, en þess sér hvergi stað í fjárlagafrumvarpinu. Þetta er í þriðja eða fjórða sinn sem orlofið er skert. Stefnan liggur fyrir. Það er bakslag í jafnréttismálum, bakslag í því hversu mikil réttindi menn geta fengið í gegnum Fæðingarorlofssjóð. Það er miður að sjá þessa stefnumörkun sem vinstri menn hafa staðið fyrir.



Brtt. 391,72 samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  GStein,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
25 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
7 þm. (BjarnB,  JónG,  KJak,  SDG,  SIJ,  TÞH,  ÖS) fjarstaddir.
3 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[16:58]
Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Virðulegi forseti. Ég kem upp til að vekja athygli á þessum lið. Hér er samfélagslega um mjög hagkvæman lið að ræða þar sem gert er ráð fyrir því að foreldrar langveikra og fatlaðra barna geti haft börn sín eins lengi heima hjá sér og hugsast getur. Þarna er líka komið til móts við rétt þessara barna. Hér er verið að hækka framlög til þessa málaflokks og greiði ég að sjálfsögðu atkvæði með því. Þetta er til fyrirmyndar.



[16:59]
Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Við framsóknarmenn fögnum því að sjálfsögðu að verið sé að auka aðeins í í þessum málaflokki. En við viljum líka benda á það að á hinn bóginn er verið að skerða hjá heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum víðs vegar um landið þar sem meðal annars er vegið að þeirri grunnþjónustu sem langveik börn þurfa að njóta úti á landi. Þetta er stórt atriði. Við framsóknarmenn teljum að hér sé einfaldlega ekki nóg að gert og munum íhuga að bæta í fyrir 3. umr.

Mig langar til að gagnrýna þá fundarstjórn sem hefur viðgengist í dag. Reglan hefur verið sú að þingmenn þurfa að biðja um orðið áður en fyrsti ræðumaður kemur upp í atkvæðaskýringu en aðrar reglur virðast eiga við um hæstv. fjármálaráðherra. Ég vil beina því til hæstv. forseta að vera sanngjörn af því að ég veit að hún er það gagnvart öllum þingmönnum.



[17:00]
velferðarráðherra (Guðbjartur Hannesson) (Sf):

Hæstv. forseti. Ég fagna því að fjárlaganefnd hefur tekið inn við 2. umr. hækkun upp á 3,5% á mæðra- og ferðalaun, umönnunargreiðslur, barnalífeyri og frekari uppbætur á bifreiðakostnað. Þó að þess gæti ekki í þeirri umræðu sem hér hefur átt sér stað um fjárlagafrumvarpið þá er það svo að við höfum glímt við það að tapa fimmtu hverri krónu af tekjum ríkisins á undanförnum árum og erum að fylla í þá eyðu. Það hefur víða verið komið við og margt af því er afar sársaukafullt eins og hér hefur verið sagt. Þetta er eitt af því sem átti að frysta milli ára. Hér hefur fjárlaganefnd bætt í og ég fagna því mjög og segi já.



Brtt. 391,73–74 samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
27 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
6 þm. (BjarnB,  JónG,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[17:02]
Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Þar sem við erum að greiða atkvæði um lífeyri úr almannatryggingakerfinu vil ég minna stjórnarliða á það loforð sem þeir gáfu í tengslum við kjarasamninga í vor. Í nefndaráliti meiri hluta velferðarnefndar segir að samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu reyndist ekki unnt að miða við þá lágmarkstölu sem kallað hafði verið eftir. Hækkunin hefði þá numið 6,8% og útgjöld ríkisins orðið langt umfram áætlun. Í vor þegar stjórnarandstaðan kallaði eftir upplýsingum um hvað þessi viljayfirlýsing ætti að kosta lágu þær upplýsingar ekki fyrir. Þarna hafa menn greinilega verið að lofa ansi miklu og hafa síðan, eins og er sýnt hér, svikið þau loforð. Orð skulu standa en enn á ný hefur ríkisstjórnin sýnt að það gildir ekki um hana. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)



Brtt. 408 kölluð aftur.

[17:03]
Lilja Mósesdóttir (U) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Í hamaganginum í gær við að koma fram með þessa tillögu um hækkun bóta atvinnulausra og lífeyrisþega gleymdist að setja nafn hv. þm. Atla Gíslasonar á tillöguna. Ég kem á framfæri stuðningi hans við hana.

Kostnaður sem gert er ráð fyrir að þessi tillaga feli í sér er áætlaður vegna þess að velferðarráðuneytið gat ekki útvegað þær upplýsingar sem þurfti til að reikna hana út. Ég geri ráð fyrir því að kostnaður verði dekkaður með m.a. lækkun á ófyrirséðum útgjöldum fjármálaráðuneytisins og skatti á séreignarsparnaði.



Brtt. 391,75–76 samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
25 þm. (AtlG,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  KÞJ,  LMós,  MT,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
8 þm. (ÁJ,  BjarnB,  JónG,  KJak,  ÓN,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 391,77 samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  GStein,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
26 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
6 þm. (BjarnB,  JónG,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.
3 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[17:05]
Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Skuldamál heimilanna hafa verið mjög til umræðu og ég held að flestir séu sammála um að þau úrræði sem menn hafa komið sér niður á á stjórnarheimilinu hafa reynst þung og svifasein, flókin og dýr. Þessi liður er skólabókardæmi um það.

Á þeim missirum sem þessi stofnun, umboðsmaður skuldara, hefur verið til hefur kostnaður við hana verið 2,5 milljarðar kr. Kostnaður við hvert mál skilst mér að sé um 500 þús. kr. Þetta samsvarar því að 500 fjölskyldur gætu fengið niðurfellingu upp á 5 millj. kr. hver. Í einu dagblaðanna í dag kemur fram að lögfræðistofur græddu 4 milljarða á tveimur árum. Það stafar meðal annars af því að við vinnum þessa hluti svona því mér skilst að lunginn (Forseti hringir.) af þessum kostnaði sé vegna vinnu lögfræðistofa.



[17:06]
Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Forseti. Ég er á svipuðum nótum og fyrri ræðumaður. Ég kem aðallega hingað upp til að vekja athygli á þessari tölu. Ég spurði velferðarráðherra um daginn um fjölda mála frá embættinu og frá því að það var stofnað 1. ágúst 2010 hefur embættið fengið 5.900 mál til afgreiðslu. Þar af eru tæplega þúsund erindi og ábendingar fljótafgreidd þannig að þetta eru innan við 5 þúsund mál. 1 milljarður á næsta ári. Hugsum þetta. Við erum ekki að fara rétt að þessum málum. Það er alveg ljóst.



[17:07]
Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Við framsóknarmenn sitjum hjá í atkvæðagreiðslu þessari. Þetta er afsprengi þess að ríkisstjórnin tók ákvörðun um að fara ekki leið okkar framsóknarmanna um almenna skuldaniðurfellingu til heimila landsins. 1 milljarður árið 2012. Með því að dæla meiru fé í rekstur embættisins er ekki þar með sagt að hann verði skilvirkari. Það er ekkert sem segir okkur það.

Frú forseti. Heimilin brenna eftir sem áður. Ríkissjóður þarf að bera kostnaðinn af því að halda þessu embætti úti. Við framsóknarmenn sitjum hjá en við fögnum því í leiðinni sem kom fram í máli hv. þm. Guðlaugs Þórs Þórðarsonar að sjálfstæðismenn eru orðnir sammála okkur framsóknarmönnum um að almenn skuldaniðurfelling hafi verið eina rétta leiðin. Það er annað en ríkisstjórnarflokkarnir hafa þorað að viðurkenna.



Brtt. 404,1–3 kölluð aftur.

[17:08]
Kristján Þór Júlíusson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Hér liggur fyrir tillaga sem er hluti af þeirri breytingartillögu sem 1. minni hluti fjárlaganefndar og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins flytja. Við erum mjög ósátt við þann niðurskurð sem boðaður er í frumvarpinu og teljum þá tillögu sem meiri hlutinn stendur að vissulega skref í rétta átt en alls ekki ganga nægilega langt.

Við höfum lagt til að menn setji þetta í þann farveg að gefa sér um það bil tvö ár til að koma saman einhverri vitlegri stefnu varðandi samdrátt í fjárveitingum til heilbrigðismála. Við treystum því að á milli 2. og 3. umr. gefi menn sér þann tíma sem þarf til að ræða þetta í þaula og móta heildstæða stefnu til lengri tíma sem felst í því að setja stopp á það sem gert var í fjárlögum ársins 2011. Í trausti þess að það verði gert greiðum við ekki atkvæði gegn tillögunni sem hér liggur fyrir. Við munum sitja hjá við hana en treystum því (Forseti hringir.) að við fáum vitlega og skynsamlega umræðu á milli 2. og 3. umr. um þá tillögu sem hér liggur fyrir. Ég dreg til baka, forseti, breytingartillögur nr. 10–41 á þskj. 399 frá 1. minni hluta fjárlaganefndar til 3. umr.



[17:10]
Árni Johnsen (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti Sú atkvæðagreiðsla sem hér er fram undan en er í raun kölluð til baka er aðeins sýnishorn af því sem um er að ræða í stóru samhengi. Herðingarhnykkir hæstv. ríkisstjórnar á heilbrigðiskerfi landsins ganga mjög harkalega og miðast frekar við að blóðmjólka en mjólka. Til að mynda er gengið sérstaklega hart að fjórum heilbrigðisstofnunum sem allar eru í Suðurkjördæmi: Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja og Heilbrigðisstofnun Suðausturlands. Það verður að finna flöt á þessu því tvær þessara stofnana munu loka ef ekki verður greitt betur úr en ætlað er á blaðinu í dag. Byggðaleg staðsetning þeirra beggja er þannig að það verður að horfa til þess. (Forseti hringir.) Í trausti þess að hæstv. velferðarráðherra geri það er óhætt að lýsa því yfir að við greiðum ekki atkvæði á móti þessu eins og breytingartillögurnar eru en úr því þarf að bæta.



[17:11]
Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Eins og kom fram áðan kölluðum við breytingartillögu okkar framsóknarmanna aftur til 3. umr. Mig langar samt að útskýra hana í stuttu máli. Hún gengur einfaldlega út á það að algerlega verði horfið til baka með þennan niðurskurð, þ.e. við leggjum til að niðurskurðurinn á þessu ári verði flatur sem og niðurskurðurinn á síðasta ári. Allt umfram 4,7% skerðingu á síðasta ári verði bætt þeim stofnunum sem fengu miklu meiri skerðingu en það. Við teljum nefnilega að það sé nú eða aldrei að snúa við af þeirri stefnu sem stjórnvöld hafa í raun ekki boðað en birtist í fjárlögum. Við viljum setja um 1,3 milljarða í þetta og bæta Sjúkrahúsinu á Akureyri, Landspítalanum og heilbrigðisstofnunum út um allt land (Forseti hringir.) þar sem var skorið niður í fyrra umfram 4,7%.



[17:12]
Atli Gíslason (U) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Almennt um heilsugæslu og sjúkrahúsþjónustu. Ég og hv. þm. Lilja Mósesdóttir munum greiða atkvæði með öllum tillögum sem leiða til hækkunar. Engu að síður hefur það gerst að unnið hefur verið varanlegt tjón á heilsugæslu- og sjúkrahúsþjónustu með niðurskurði síðustu ára, varanlegt tjón. Það er óþolandi.

Ég nefni sem dæmi að á Suðurlandi á að leggja af Heilsugæslustöðina á Hellu. Það liggur fyrir vönduð skýrsla um Sjúkrahúsið á Sauðárkróki þar sem kemur fram að niðurskurður mun leiða til búsetuskerðingar. Það er verið að flytja þessa þjónustu á landsbyggðinni annað, inn á Landspítalann og á Sjúkrahúsið á Akureyri. Hvar er sparnaðurinn? Hvar er stefnan? Við áskiljum okkur rétt til að leggja fram ítarlegar breytingartillögur varðandi sjúkrahús og heilsugæslur við 3. umr.



[17:13]
Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Það eru mikil vonbrigði að ekki sé betur tekið á heilbrigðismálum í 2. umr. fjárlaga, þ.e. til að leiðrétta þá villu sem ríkisstjórnarflokkarnir eru hér í. Engin stefnumótun liggur til grundvallar þessum ákvörðunum en fyrir ári síðan var sagt að farið yrði í slíka stefnumótun þannig að við mundum ekki standa hér ári seinna að taka ákvarðanir byggðar á sandi og engri framtíðarsýn. Þess vegna sjáum við núna ákvarðanir eins og þá sem til dæmis var tilkynnt um í dag, að loka ætti heilsugæslustöðinni á Hellu. Þar sjá borgararnir ekki fram á neitt annað en verulega skerðingu á grunnþjónustu. Þetta blasir við. Var grunnþjónustan ekki akkúrat það sem við ætluðum okkur öll að verja? Það hefur heldur ekki verið staðið við það að opna heilsugæslu í Sandgerði þannig að þetta er ekki í fyrsta skipti sem við sjáum ákvarðanir sem þessar. Við erum á rangri braut. Það þarf (Forseti hringir.) skýra stefnumótun í heilbrigðismálum og ekki seinna en strax.



Brtt. 399,10 kölluð aftur.

Brtt. 391,78 samþ. með 28 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  AtlG,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞBack.
24 þm. (ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
11 þm. (ÁJ,  BjarnB,  GStein,  HHj,  KJak,  SDG,  SER,  SIJ,  UBK,  ÞrB,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 399,11 kölluð aftur.

Brtt. 391,79 samþ. með 32 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  AtlG,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  LMós,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
26 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
5 þm. (BjarnB,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.
6 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[17:16]
Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Ég fagna breytingartillögum meiri hluta fjárlaganefndar sem þýða 770 millj. kr. minni niðurskurð til heilbrigðisþjónustunnar en upphaflegt fjárlagafrumvarp gerði ráð fyrir. Í gær lýsti forstjóri Landspítalans því yfir að 140 millj. kr. viðbótarframlag til spítalans geri mögulegt að opna nýja öldrunardeild á Landakoti sem þýðir bæði ódýrari rúm og betri þjónustu við gamla fólkið. Ég hvet hv. fjárlaganefnd til að líta til fyrirhugaðrar lokunar líknardeildar á Landakoti í þessu sambandi vegna þess að opnun öldrunardeildar á Landakoti rennir styrkari stoðum undir starfsemina á Landakoti almennt og breytir forsendum fyrir rekstri líknardeildarinnar og gerir lokun hennar ómögulega að mínu mati. Ég hvet hv. fjárlaganefnd til að skoða þetta vandlega á milli umræðna.



[17:17]
Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Hér er verið að „draga til baka“ ákvörðun um niðurskurðarkröfu á Landspítalann. Þessir fjármunir verða nýttir í biðdeild eða öldrunardeild á Landakoti. Það breytir því hins vegar ekki að Landspítalinn mun standa frammi fyrir umtalsverðum niðurskurði sem við vitum að verður ekki hægt að fara í nema með því að skerða þjónustu og fækka starfsfólki. Enn er fyrirhugað að loka St. Jósefsspítala og líknardeildinni á Landakoti, Sogni verður lokað og réttargeðdeildin færð yfir á Klepp, það verður engin endurnýjun á tækjum eða búnaði eins og mikið hefur verið kallað eftir og starfsfólkið þarf enn að taka á sig miklar persónulegar fórnir til að geta haldið uppi þjónustustiginu eins og það vill að það sé.

Klukkan hálfsex í morgun fór ég einmitt í gegnum stöðuna hjá heilbrigðisstofnununum. Það var að vísu fámennt í salnum. Hv. þm. Björn Valur Gíslason og forseti sátu undir þeirri ræðu og að sjálfsögðu félagar mínir hér til hliðar, (Forseti hringir.) þar sem ég fór nákvæmlega í gegnum það hvernig staðið er að niðurskurðinum í heilbrigðiskerfinu.



[17:18]
Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Ég hef vaxandi áhyggjur af stöðu Landspítalans. Eftir hrun er búið að skera niður á Landspítalanum um 20%. Að vísu var hægt að fara í ákveðna hagræðingu þar af því að búið var að spýta talsvert inn í það kerfi fyrir hrun en nú er búið að hagræða svo mikið að komið er að ákveðnum krossgötum. Ég tel mjög varasamt að skera meira niður á Landspítalanum. Ég tel reyndar líka að skerpa þurfi mjög áherslurnar varðandi nýbyggingu Landspítalans. Það felst mjög mikið hagræðingartækifæri í því að byggja nýjan Landspítala og ég tel að við eigum að halda áfram á þeirri braut.

Við þurfum að gera skipulagsbreytingar á heilbrigðisþjónustunni og taka upp valfrjálst tilvísanakerfi svo að eðlilegt streymi verði á milli heilsugæslu og sérfræðiþjónustu. Þannig á að nást sparnaður sem hægt er að nýta í það sem nauðsynlegt er að gera; að verja þá grunnþjónustu sem við viljum veita í heilbrigðiskerfinu.

Ég sit hjá í þessari atkvæðagreiðslu.



[17:19]
Kristján Þór Júlíusson (S):

Forseti. Þann 12. ágúst síðastliðinn sagði forstjóri Landspítalans svo í fjölmiðlum, með leyfi forseta:

„Landspítalinn þolir ekki áframhaldandi niðurskurð án þess að eitthvað láti undan í þjónustunni. […] Það er komið nóg.“

1. október var þessi stofnun skorin niður í tillögum í fjárlagafrumvarpinu um 630 millj. kr. Nú tala sumir hér um að þetta sé komið aftur á réttan kjöl með 140 millj. kr. leiðréttingu. En eftir standa 500 millj. kr. sem við sjálfstæðismenn viljum færa aftur inn í þennan rekstur. Þetta er flaggskip íslenskrar heilbrigðisþjónustu og það er ekki ofverk okkar að fjármagna það sem upp á vantar og gefa okkur þann tíma sem þarf til að vanda til verka við hagræðingu í þessum viðkvæma málaflokki. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)



[17:21]
Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Forseti. Ég vil skora á þingið að vinna saman að því að finna lausn á yfirstandandi vanda heilbrigðiskerfis landsins. Ég skora á okkur öll að vinna saman að því að ekki þurfi að skera niður um krónu í heilbrigðiskerfinu. Ég vil taka undir með hv. þm. Siv Friðleifsdóttur um að það er hægt að finna lausnir. Finnum þær saman. Ég skora á okkur að gera það.



[17:21]
Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég tel að stjórnendur Landspítalans hafi unnið kraftaverk í því hvernig þeim hefur tekist að hagræða á þeirri góðu og miklu stofnun en ég legg líka til, virðulegir þingmenn, að við leyfum þeim að halda áfram að stjórna þeirri stofnun og ákveða hvað þeir telja best að gera ef þeir fá ekki alla þá peninga sem þeir vildu fá (Gripið fram í.) og að við skiptum okkur ekki af því.



Brtt. 399,12 kölluð aftur.

Brtt. 391,80–81 samþ. með 25 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁÞS,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
27 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  GÞÞ,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SER,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
11 þm. (ÁPÁ,  ÁRJ,  BjarnB,  EyH,  GLG,  GStein,  JBjarn,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 399,13–15 kölluð aftur.

Brtt. 391,82 samþ. með 32 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  AtlG,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  LMós,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RR,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
24 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
7 þm. (BjarnB,  GLG,  JónG,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 399,16–22 kölluð aftur.

Brtt. 391,83 samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  AtlG,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  LMós,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
26 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
6 þm. (BjarnB,  GLG,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.
4 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[17:24]
Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Hér birtist okkur í hnotskurn það stefnuleysi og það ráðleysi sem ræður ríkjum í þessum málaflokki. Lagt er af stað með niðurskurðarhugmyndir eins og við kynntumst í fyrra sem hvorki standast né njóta stuðnings meiri hluta Alþingis. Enn er lagt af stað á þessu ári og lagðar fram tillögur sem hleypa öllu í uppnám. Síðan er reynt að bakka, eins og við sjáum á þessum breytingartillögum, en þó ekki að fullu. Allt er þetta mjög handahófskennt.

Ég ætla að nefna dæmi um Heilbrigðisstofnunina Sauðárkróki. Gert var ráð fyrir því að sú stofnun skæri niður um 63 millj. kr. Þegar velferðarráðuneytið fór að skoða þetta komst það að því að mögulega væri hægt að skera niður um 21 millj. kr. Engu að síður er niðurstaðan sú sem kemur fram í áliti meiri hluta fjárlaganefndar að skera eigi niður um 40 millj. kr. Með öðrum orðum, verið er að leggja til og segja þessari stofnun að ganga til verka í niðurskurði sem ýmist er talinn hæpinn eða ófær. Þetta eru skilaboðin, þetta eru vinnubrögðin. Þetta er auðvitað gersamlega ólíðandi.



[17:25]
Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Í áliti sínu til fjárlaganefndar gagnrýnir meiri hluti velferðarnefndar að farið sé í þessa vegferð án fyrirliggjandi stefnu. Meiri hlutinn sjálfur gagnrýnir að engin stefna sé í þessum niðurskurði. Nú hefur ríkisstjórnin haft um það bil eitt ár til að gera þá byggðaúttekt sem nauðsynleg var og fara yfir þessi mál.

Hér tala stjórnarþingmenn um að gera þurfi þessar úttektir núna fyrir árið 2013. Í mínum huga þýðir það bara eitt: Það er enginn áhugi hjá meiri hluta Alþingis og ríkisstjórninni fyrir því að breyta af þeirri vegferð sem hún hóf fyrir um ári síðan. Það er verið að gerbylta heilbrigðiskerfi landsmanna. Það er vegið að því öryggi sem íbúar landsins búa að (Forseti hringir.) án þess að stefna liggi fyrir. Við framsóknarmenn munum sitja hjá við (Forseti hringir.) þessa atkvæðagreiðslu og leggjum fram breytingartillögu okkar við 3. umr.



[17:27]
Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Virðulegi forseti. Það er að sönnu hjákátlegt þegar þingmenn stjórnarandstöðunnar koma upp og gagnrýna að þingið sé að vinna með fjárlagafrumvarpið. Auðvitað er það starf þingsins að fjalla um það, endurgera það og betrumbæta. Það er það sem við erum að gera. Sú tíð er liðin að framkvæmdarvaldið geti sent á færibandi allt í gegnum þingið, sú tíð er liðin. (Gripið fram í: Engan niðurskurð í heilbrigðiskerfinu.)



[17:27]
Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég vil segja það að eftir ræðu síðasta hv. þingmanns er ég fullur bjartsýni á að við náum að snúa við og laga enn frekar þau fjárlög sem við ræðum, ekki síst þann hluta sem við greiðum atkvæði um núna.

Virðulegi forseti. Það er algerlega óásættanlegt að við séum í gegnum fjárlagavinnuna að gera í raun grundvallarbreytingar á heilbrigðisþjónustunni hringinn í kringum landið án þess að fyrir liggi einhvers konar stefnumörkun eða stefna. Það gengur ekki. Við erum að tala um byggðir sem hafa staðið saman, jafnvel farið á hnjánum ferð eftir ferð til Alþingis til að biðja um eitt opinbert starf eða kannski eitt aukastarf líka. Með niðurskurðinum nú er verið að taka störf frá þessum byggðarlögum og væntanlega munu líða áratugir þangað til hægt verður að bæta þar úr.



Brtt. 399,23 kölluð aftur.

Brtt. 391,84 samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  AtlG,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  LMós,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞBack.
24 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
9 þm. (ÁsmD,  BjarnB,  GBS,  HHj,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÞrB,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 399,24 kölluð aftur.

Brtt. 391,85 samþ. með 32 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  AtlG,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  LMós,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
26 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
5 þm. (BjarnB,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[17:30]
velferðarráðherra (Guðbjartur Hannesson) (Sf):

Hæstv. forseti. Ég sé mig knúinn til að koma hingað upp af því að menn hafa farið mikinn um litla stefnumörkun og hversu tilviljanakennt hafi verið staðið að verki við niðurskurð í heilbrigðismálum.

Það er rétt sem margoft hefur komið fram að útgangspunkturinn er sá að fimmtungur af fjárlögum fer til heilbrigðisstofnana. Þegar skerðing verður eins og við höfum séð á undanförnum árum, af ástæðum sem öllum eru kunnar, skerðing á fjárlögum, þ.e. 20% af tekjunum, er óhjákvæmilegt að það komi víða við. Því miður hefur það komið við heilbrigðiskerfið og ber að harma það en ég held að menn hafi unnið það eins vel og hægt er. Ég ætla að vekja athygli á því að allan tímann hefur verið unnið út frá lögum nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu, það hefur margoft komið fram. Unnið hefur verið samkvæmt því á öllum svæðum. Það eru til greiningar, það er til skýrsla upp á tugi blaðsíðna þar sem farið er yfir hvernig þetta er gert. Þetta er ekki sársaukalaust, þetta er mjög erfitt.

Það er mjög forvitnilegt (Forseti hringir.) við þessar síðustu tvær tillögur um Heilbrigðisstofnunina Patreksfirði frá minni hluta og meiri hluta fjárlaganefndar, að á milli þeirra ber 200 þús. kr. (Forseti hringir.) Það er ástæða til að halda þeim ágreiningi til haga.



Brtt. 399,25 kölluð aftur.

Brtt. 391,86 samþ. með 32 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  AtlG,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  LMós,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
26 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
5 þm. (BjarnB,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 399,26 kölluð aftur.

Brtt. 391,87 samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  AtlG,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  LMós,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  ÞrB,  ÞBack.
26 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
6 þm. (BjarnB,  KJak,  SDG,  SIJ,  VBj,  ÖS) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[17:32]
velferðarráðherra (Guðbjartur Hannesson) (Sf):

Hæstv. forseti. Það enduspeglast dálítið í atkvæðagreiðslunni núna í hvaða leik við erum. Hér er tillaga frá minni hluta fjárlaganefndar um að setja 13 millj. kr. til Heilbrigðisstofnunar Blönduóss, en hún er kölluð aftur til 3. umr. Í næstu tillögu er lagt til að hækka framlagið um 13,9 millj. kr. en þeir sömu aðilar og fluttu tillögu um að það yrði 13 millj. kr. sitja hjá við hana. Þetta lýsir auðvitað því hvernig þetta er, því miður.

Auðvitað þarf að vinna þetta verk og ég tek undir það sem komið hefur fram að við hefðum þurft að geta gert það í eins mikilli sátt og hægt var. En það birtist ekki hér þar sem ótal tillögur eru fluttar um aukningar sem eru algerlega úr takti við þann veruleika sem við búum við vegna tekjuskerðingar. Heilbrigðismálin halda sem betur fer sínum hluta af tekjum, sínum hluta af vergri landsframleiðslu. Þegar við tökum inn tryggingarnar sem bættust við, bæði á árinu í ár og á næsta ári, er aukning í heildina. Þetta er erfitt, þetta er ekki auðvelt en (Forseti hringir.) það er ómaklegt að segja að það sé tilviljanakennt og ómaklegt að tala um einhvern hrylling.



[17:34]
Kristján Þór Júlíusson (S):

Forseti. Ef hæstv. velferðarráðherra kallar umræðuna í þjóðfélaginu hryllingsumræðu þá hvet ég hann til að fara örlítið öðruvísi til fundar við almenning í landinu en þessi orð bera vitni um. Ég hefði átt von á því að ráðherra hefði frekar lagt áherslu á þessa samanburðarfræði sína þegar við ræddum tillögu meiri hlutans um Landspítala – háskólasjúkrahúss. Þar munaði þó hálfum milljarði á tillögu meiri hlutans og minni hlutans sem menn gátu rætt. Hér fjasar hæstv. ráðherra um 200 þús. kr. eins og það skipti máli í heildarsamhenginu. (Gripið fram í.) Munurinn á tillögu 1. minni hluta fjárlaganefndar og þess klórs sem hér er á ferðinni er sá að við gerum tillögu um það og óskum eftir því við þingið að við vinnum að hagræðingu í heilbrigðisþjónustunni með heildstæðum hætti. Því er greinilega ekki vel tekið af hæstv. velferðarráðherra og það þykir mér mjög miður.



Brtt. 399,27 kölluð aftur.

Brtt. 391,88 samþ. með 32 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  AtlG,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  LMós,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
26 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
5 þm. (BjarnB,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.
3 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[17:35]
Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég er eins ósammála hæstv. velferðarráðherra og hugsast getur um að í lögum nr. 40/2007 standi eitthvað um að fara í þá vegferð sem ríkisstjórnin fer í niðurskurði í heilbrigðismálum. Það stenst engin rök. Ég spyr líka: Er álit meiri hluta velferðarnefndar sem í sitja samflokksmenn hæstv. velferðarráðherra dautt og ómerkt? Þar er ítrekað gagnrýnt að farið sé í niðurskurð án undangenginnar umræðu og stefnu.

Það er alvarlegt að hafa þessi mál í flimtingum. Þetta er grafalvarlegt. Fólkið úti á landi er ósátt og það er ekki ósátt „af því bara“. Það hefur ástæðu til að vera ósátt. Mig langar til að spyrja hv. þm. Sigmund Erni Rúnarsson og hæstv. velferðarráðherra: Hver ber ábyrgð á þessum niðurskurði?

(Forseti (RR): Hér gera menn grein fyrir atkvæði sínu en spyrja ekki aðra hv. þingmenn í atkvæðaskýringu.)



[17:37]
Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Mig langar sakir vináttu minnar við hæstv. velferðarráðherra að spara honum ferðina upp í ræðustól til að bera saman sparnaðartillögur, þær tillögur sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd og fulltrúar meiri hlutans í fjárlaganefnd hafa lagt fram varðandi þessa tilteknu heilbrigðisstofnun.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að þessi niðurskurðarkrafa gangi til baka að fullu en eins og ég nefndi áðan er í tillögum meiri hlutans einungis gert ráð fyrir því að þessi niðurskurðarkrafa gangi til baka að einum þriðja. Það þýðir, á grundvelli þeirrar stefnumótunar sem hæstv. velferðarráðherra vísaði til áðan, að fara verður í sparnaðaraðgerðir sem eru ýmist taldar hæpnar eða ófærar af hálfu velferðarráðuneytisins sjálfs. Þetta er sú stefnumörkun sem þar er unnin. Hún birtist okkur þannig í hnotskurn.



[17:38]
Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Það var ekki ætlun mín að taka til máls undir þessum lið en ég verð að gera það þegar hæstv. ráðherra kemur upp og skammar þingmenn og lætur í veðri vaka að við förum með fleipur og segir að þær hækkanir sem þingmenn ræða um séu úr takti. Úr takti við hvað? Það gengur ekki að koma hingað upp í hvert einasta skipti þegar ríkisstjórnin og ráðherrar þurfa að færa rök fyrir máli sínu og segja: Hér varð hrun, og yppa svo öxlum. Það er ekki marktækt lengur. [Háreysti í þingsal.] Það er vegið að grunnþjónustu í heilbrigðiskerfinu (Forseti hringir.) hringinn í kringum landið og á því ber þessi stjórnarmeirihluti ábyrgð. Ef hann treystir sér ekki til að reka þetta samfélag á þeim nótum, vitandi að hér varð hrun,

(Forseti (RR): Forseti biður um hljóð.)

ef hann treystir sér ekki til að bregðast við því, á hann að fara frá völdum nú þegar og eftirláta þeim sem treysta sér til að reka samfélagið, (Forseti hringir.) og skera minna niður í heilbrigðisþjónustunni, að sinna því verkefni. (Gripið fram í.) Það hafa verið unnar skýrslur sem staðfesta það, hæstv. ráðherra.



[17:39]
Forseti (Ragnheiður Ríkharðsdóttir):

Forseti biður hv. þingmenn, þótt þeim sé heitt í hamsi, að gefa þingmönnum tækifæri til að gera grein fyrir atkvæði sínu.



Brtt. 399,28 kölluð aftur.

Brtt. 399,29 kölluð aftur.

Brtt. 391,89 samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  AtlG,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  LMós,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
25 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
7 þm. (ÁRJ,  BjarnB,  KJak,  PHB,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 399,30 kölluð aftur.

Brtt. 391,90 samþ. með 32 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  AtlG,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  LMós,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
23 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG) greiddu ekki atkv.
8 þm. (ÁsmD,  BJJ,  BjarnB,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÞSa,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 399,31–33 kölluð aftur.

Brtt. 391,91 samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  AtlG,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  LMós,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞBack.
27 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
6 þm. (ÁÞS,  BjarnB,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 399,34 kölluð aftur.

Brtt. 391,92 samþ. með 32 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  AtlG,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  LMós,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
26 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
5 þm. (BjarnB,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[17:42]
Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Nú höfum við klárað að greiða atkvæði um heilbrigðisstofnanir víðs vegar um landið. Hæstv. velferðarráðherra kom hingað upp og sagði að litlu munaði á tillögum meiri hlutans og tillögum Sjálfstæðisflokksins.

Mig langar til að taka það sérstaklega fram að við í Framsóknarflokknum viljum stíga skrefi lengra og leiðrétta þann niðurskurð sem var umfram 4,7% á síðasta ári. Fjölmargar stofnanir þurftu að þola allt að 12% niðurskurð. Það er eina leiðin til að snúa við af þeirri braut sem ríkisstjórnin hefur lagt af stað á. Ég vona að hún taki á sig þá ábyrgð í staðinn fyrir að reyna að kasta henni í sífellu frá sér.



Brtt. 391,93 samþ. með 34 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  GStein,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  PHB,  REÁ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  UBK,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
24 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  RR,  SF,  TÞH,  VigH,  ÞKG*,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
5 þm. (BjarnB,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.

[*Þm. óskar að geta þess að hann studdi á rangan hnapp í atkvgr.; ætlaði að segja já.]

Brtt. 391,94 samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  GStein,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  ÞrB,  ÞBack.
26 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
7 þm. (BjarnB,  JónG,  KJak,  SDG,  SIJ,  VBj,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 391,95 samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞBack.
28 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
6 þm. (BjarnB,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÞrB,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 399,35 kölluð aftur.

[17:45]
Lilja Mósesdóttir (U) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við hv. þm. Atli Gíslason höfum samþykkt tillögur meiri hlutans um hækkun á útgjöldum til heilbrigðisstofnana. Þessi samþykkt okkar þýðir samt ekki að við viljum láta staðar numið. Við áskiljum okkur rétt til að koma með tillögur við 3. umr. um enn frekari hækkanir. Við munum héðan í frá sitja hjá við allar útgjaldatillögur meiri hlutans sem eftir eru nema þær sem eru samkvæmt kjarasamningum. Þær munum við samþykkja. Hjásetan skýrist fyrst og fremst af því að við sem þingmenn utan þingflokka eigum ekki seturétt á fundum fjárlaganefndar og getum þar af leiðandi ekki metið þessar tillögur.



Brtt. 391,96 samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
28 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
5 þm. (BjarnB,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 399,36 kölluð aftur.

Brtt. 391,97 samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
28 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
5 þm. (BjarnB,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 399,37 kölluð aftur.

Brtt. 391,98 samþ. með 27 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
28 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
8 þm. (ÁRJ,  BjarnB,  GLG,  KJak,  KaJúl,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 399,38 kölluð aftur.

Brtt. 391,99 samþ. með 26 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
21 þm. (AtlG,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  GÞÞ,  GStein,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  LMós,  MT,  REÁ,  RR,  SF,  UBK,  ÞKG,  ÞSa) greiddi ekki atkv.
16 þm. (ÁJ,  BjarnB,  EyH,  GLG,  GBS,  JóhS,  KJak,  MSch,  ÓN,  PHB,  SDG,  SER,  SIJ,  TÞH,  VigH,  ÖS) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[17:47]
Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Ég óska einfaldlega eftir því að meiri hluti fjárlaganefndar deili með okkur þeirri spádómsgáfu sinni að geta lækkað útgjöld um 411 millj. kr. til einhvers sem heitir Ófyrirséð útgjöld. Hvernig er farið að því?



[17:48]
Lilja Mósesdóttir (U) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég kalla þessa tillögu okkar hv. þm. Þórs Saaris til 3. umr., með þeim skilaboðum til fjárlaganefndar að hún skoði hvort ekki sé ástæða til að lækka ríkisframlag til núverandi stjórnmálaflokka og líka hvort ekki sé ástæða til að greiða núverandi stjórnmálaflokkum og þeim flokkum sem bjóða fram í næstu kosningum sömu upphæð þannig að tryggt verði að næstu kosningar verði lýðræðislegar.



[17:49]
Þór Saari (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Hér er um ófremdarlið að ræða þar sem verið er að úthluta fjármunum til stjórnmálaflokka eftir mjög einkennilegum reglum. Ég leyfi mér líka að benda á að samkvæmt lögum eiga stjórnmálaflokkar að vera búnir að skila áritaðri endurskoðaðri ársskýrslu 1. október hvert ár. Annað árið í röð hafa tveir stjórnmálaflokkar ekki skilað slíkri skýrslu og þar með brotið lög. Þetta eru Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur. Ég skora á fjárlaganefnd að hleypa þessum lið ekki lengra í fjárlögum við 3. umr. fyrr en það er alveg á hreinu að þessir flokkar hafi skilað áritaðri endurskoðaðri skýrslu og þeir taki á því af alvöru að halda sig við lögin sem þeir samþykktu sjálfir í fyrra í þessum málum.



Brtt. 402 kölluð aftur.

Brtt. 391,100 samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  ÞrB,  ÞBack.
27 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
7 þm. (BjarnB,  GStein,  KJak,  SDG,  SIJ,  VBj,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 399,39 kölluð aftur.

Brtt. 391,101 samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  GStein,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  VigH,  ÞrB,  ÞBack.
26 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
6 þm. (BjarnB,  HHj,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 391,102 samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞBack.
28 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
6 þm. (BjarnB,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÞrB,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 399,40 kölluð aftur.

Brtt. 391,103–105 samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
28 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
5 þm. (BjarnB,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 399,41 kölluð aftur.

Brtt. 391,106–111 samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞBack.
27 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
7 þm. (ÁsmD,  BjarnB,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÞrB,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 391,112 samþ. með 37 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BJJ,  BjörgvS,  BVG,  EyH,  GuðbH,  GLG,  GBS,  HHj,  HöskÞ,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SF,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  VigH,  ÞrB,  ÞBack.
21 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  EKG,  GÞÞ,  GStein,  IllG,  JónG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  TÞH,  UBK,  ÞKG,  ÞSa) greiddi ekki atkv.
5 þm. (BjarnB,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 391,113 samþ. með 28 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞBack.
24 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
11 þm. (BÁ,  BjarnB,  JónG,  KJak,  LMós,  SDG,  SII,  SIJ,  VigH,  ÞrB,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 391,114 samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞBack.
26 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
8 þm. (BJJ,  BjarnB,  GBS,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÞrB,  ÖS) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[17:54]
Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég ætla rétt að benda á að vaxtagjöld ríkissjóðs á næsta ári samkvæmt frumvarpi þessu eru tæpir 78 milljarðar. Ég segi nú ekki annað en það: Hvað væri þessi upphæð há hefði fjármálaráðherra tekist, sem hann reyndi í tvígang, að koma Icesave-skuldaklafanum yfir á þjóðina? [Frammíköll í þingsal.] Þá væru þetta líklega rúmlega 100 milljarðar. Það er ekki nema von að þingmenn æsist. Ég er bara að halda sögunni til haga, virðulegi forseti. Við værum að tala um rúmlega 100 milljarða. (Gripið fram í.)



[17:55]
Magnús Orri Schram (Sf):

Virðulegi forseti.

(Forseti (RR): Forseti biður um hljóð í salinn.)

Virðulegi forseti. Eitt helsta verkefni þessarar ríkisstjórnar hefur verið að ná jöfnuði í ríkisfjármálum. Tæplega fimmta hver króna sem við öflum fer í vexti. Við höfum verið að reyna að ná niður hallarekstri. Við fengum kreppuna í arf frá fyrri valdhöfum en höfum reynt að taka á vandamálinu með erfiðum aðgerðum … [Frammíköll í þingsal.]

(Forseti (RR): Forseti biður alla hv. þingmenn um að gefa ræðumönnum sem gera grein fyrir atkvæði sínu tækifæri til að tala án frammíkalla.)

Virðulegi forseti. Ég geri ráð fyrir að ég eigi einhverjar sekúndur eftir.

(Forseti (RR): Nei, virðulegur þingmaður.)

[Hlátur í þingsal.] Eitt má þó segja og það er að þingmenn stjórnarliðsins eru á réttri leið. Við erum að ná niður hallanum sem við fengum í arf. Við skulum halda áfram því verkefni og breyta vöxtum í velferð. Við erum á réttri leið.

Virðulegi forseti. Ég vildi gjarnan fá að tala lengur en ég ætla að víkja úr ræðustóli hér og nú.



Brtt. 391 samþ. með 32 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  AtlG,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  GStein,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  LMós,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
24 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  IllG,  JónG,  KÞJ,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
7 þm. (BjarnB,  HHj,  HöskÞ,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.

 Sundurliðun 2, svo breytt, samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
28 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
6 þm. (BjarnB,  GLG,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[17:58]
Ásbjörn Óttarsson (S):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með hv. þingmönnum um að við þurfum að hafa áhyggjur af vaxtagjöldum ríkissjóðs. Hv. þm. Magnús Orri Schram sagði áðan: Nú erum við á réttri leið, þegar verið var að greiða atkvæði um tillögu að lækka vaxtagjöldin um 591 millj. kr. Það eina sem gerist við það að lækka vaxtagjöldin með þeirri tillögu sem samþykkt var áðan er að nú eru verðbætur færðar á höfuðstól í staðinn fyrir að vextir séu borgaðir beint. Það er trikkið við að ná niður hallanum á vöxtunum. En þetta bítur okkur náttúrlega í hinn endann þannig að þetta er ekki árangur til að stæra sig mikið af. (Gripið fram í: Á ekki að bókfæra þetta rétt?)



[17:59]
Magnús Orri Schram (Sf):

Virðulegi forseti. Ég ætla að byrja á því að fá að gera athugasemd við fundarstjórn því að háreysti þingmanna getur valdið því að ég get ekki nýtt mér mína mínútu í ræðustól. Mér þykir það einkennilegt.

Helsta verkefni ríkisstjórnarinnar hefur verið að ná jöfnuði í ríkisfjármálum. Við eyðum allt of miklum fjármunum í vexti en við erum á réttri leið vegna þess að hallinn á ríkissjóði var 140 milljarðar þegar ríkisstjórn vinstri manna og miðjumanna tók við. [Kliður í þingsal.] Hagnaður af rekstri ríkissjóðs væri 40 milljarðar ef ekki væri fyrir vaxtagjöldin. Þess vegna erum við á réttri leið með að taka á þeim vanda sem við fengum í arf, hv. þingmenn. Ég, ásamt þeim þingmönnum sem styðja þessa ríkisstjórn, er að berjast fyrir því að breyta vöxtum og vaxtakostnaði í velferð í anda jafnaðarmanna. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)



 1. gr., svo breytt, samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
27 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
6 þm. (ÁsmD,  BjarnB,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.

 2.–4. gr. samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
28 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
5 þm. (BjarnB,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 393,1 samþ. með 36:4 atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BJJ,  BjörgvS,  BVG,  EyH,  GuðbH,  HHj,  HöskÞ,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KÞJ,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SF,  SkH,  SJS,  SSv,  TÞH,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
nei:  BirgJ,  MT,  PHB,  ÞSa.
18 þm. (AtlG,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  EKG,  GLG,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  IllG,  JónG,  LMós,  ÓN,  REÁ,  RR,  UBK,  VigH,  ÞKG) greiddu ekki atkv.
5 þm. (BjarnB,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.
3 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[18:03]
Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Í b-lið, sem a-liður byggir á, stendur að ábyrgjast eigi lán til Vaðlaheiðarganga hf., allt að 2.000 millj. kr. Hér er verið að fara af stað með ákveðið verkefni sem ekki er á fjárlögum og þetta er það eina sem við vitum um það. Það verður miklu dýrara en þetta. Hér er um að ræða ríkisábyrgð þar sem ríkið er að fara út í eitthvert verkefni sem mun koma til með að kosta miklu meira en þetta. Ég segi nei við þessu ævintýri.



[18:03]
Birkir Jón Jónsson (F):

Frú forseti. Hér greiðum við atkvæði í b-lið um framgang mikilvægs verkefnis sem eru Vaðlaheiðargöng. Ég hef setið hjá í velflestum atkvæðagreiðslum í dag, stutt þó ýmis góð mál. Mér er sönn ánægja að því að styðja þetta mál sem hefur verið okkur framsóknarmönnum í Norðausturkjördæmi mikið hjartans mál í gegnum tíðina og þess vegna segi ég já.



[18:04]
Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég ætla ekki að vera viðskila við stjórnarmeirihlutann í þessari afgreiðslu fjárlaga við 2. umr. en veit vel af því, eins og allur þingheimur, að þetta mál er í tvöfaldri rannsókn, annars vegar hjá hæstv. fjármálaráðherra og hins vegar á vegum umhverfis- og samgöngunefndar. Við skulum bíða niðurstöðu úr því áður en menn byrja að sprengja og bora. (Gripið fram í: Samþykkirðu áður en þú færð niðurstöðu?)



Brtt. 393,2 samþ. með 43 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁÞS,  ÁsbÓ,  ÁRJ,  BÁ,  BjörgvS,  BVG,  EKG,  GuðbH,  GÞÞ,  HHj,  IllG,  JóhS,  JBjarn,  JónG,  JRG,  KaJúl,  KÞJ,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  ÓN,  REÁ,  RR,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  TÞH,  UBK,  VBj,  ÞKG,  ÞrB,  ÞBack.
13 þm. (AtlG,  ÁsmD,  BirgJ,  EyH,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  LMós,  MT,  PHB,  SF,  VigH,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
7 þm. (BJJ,  BjarnB,  GLG,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[18:05]
Kristján Þór Júlíusson (S):

Forseti. Ég vil vekja athygli þingmanna á því að hér undir er lánsfjárgreinin í fjárlagafrumvarpinu sjálfu. Í 3. lið 5. gr. er inni heimild til handa Íbúðalánasjóði. Þetta tengist sömuleiðis fjárlagafrumvarpinu í A-hluta sem lýtur að Framkvæmdasjóði aldraðra og er að finna á lykli nr. 08-402. Þar er gert ráð fyrir tæplega 10% hækkun á gjaldi til Framkvæmdasjóðs aldraðra sem er töluvert umfram aðrar hækkanir. Það sem vekur sérstaka athygli er að þarna er verið að búa til svokallaða fléttu og aflandsfélög til að fjármagna byggingu hjúkrunarheimila sem verið er að reisa um allt land. Skuldbindingin sem vakin hefur verið athygli á, m.a. af Ríkisendurskoðun, vegna framtíðarrekstrarkostnaðar af þessu er hvergi færð í bækur ríkissjóðs.



[18:06]
Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Það er svo sem ekki miklu við það að bæta sem kom fram hjá hv. þm. Kristjáni Þór Júlíussyni. Við höfum verið samtaka um að færa inn alla liði sem fyrir liggja í bókhaldi ríkisins. Okkur hefur fundist og mér sérstaklega að ríkisstjórnin sé með einum eða öðrum hætti að reyna að fegra ástandið. Ég hef gagnrýnt sérstaklega þá áherslu að ítrekað sé bent á frumjöfnuð í staðinn fyrir heildarjöfnuð. Ríkisendurskoðun hefur sjálf gagnrýnt þá framsetningu. Ástæðan fyrir því að nota þá framsetningu er einfaldlega sú að þá lítur dæmið miklu betur út.

Ég vil líka af þessu tilefni fagna því að hér sé verið að stíga enn eitt skref í átt til þess að Vaðlaheiðargöng verði að veruleika. Þetta er framkvæmd sem skiptir íbúa á norðaustursvæði landsins gríðarlega miklu. (Forseti hringir.) Ég ætla líka að vekja athygli á því, frú forseti, að búið er að kasta öllum öðrum verkefnum þessarar ríkisstjórnar sem áttu að (Forseti hringir.) leiða til atvinnuuppbyggingar út af borðinu.



 5. gr., svo breytt, samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  TÞH,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
27 þm. (AtlG,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GLG,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
6 þm. (ÁJ,  BjarnB,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 401 kölluð aftur.

[18:08]
Kristján Þór Júlíusson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Hér leggur 1. minni hluti sjálfstæðismanna í fjárlaganefnd fram tillögu sem gerir ráð fyrir því að áður en fjármálaráðherra fær heimild til að nýta þær heimildir sem kveðið er á um í 6. gr., þurfi að berast erindi þar að lútandi til fjárlaganefndar. Þessi tillaga er borin fram í ljósi þess að fjárlaganefnd náði samstöðu um það, þegar hún var að greina skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga og með ríkisreikningi 2009, að vinna að framgangi þessa máls, þ.e. hafa betra tak á því hvernig fjárskuldbindingar yrðu til í höndum fjármálaráðherra.

Um þetta var mjög mikil samstaða í fjárlaganefnd. Það liggur fyrir að meiri hluti fjárlaganefndar tekur undir meginsjónarmiðin í þeirri tillögu sem hér er lögð fram. Í trausti þess að við munum ná saman á milli 2. og 3. umr. um orðalag í þessari tillögu er hún dregin til baka til 3. umr.



[18:10]
fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég tel að sú hugsun sem felst í þessari breytingartillögu sé eðlileg og réttmæt. Ég er sammála því að þegar um meiri háttar heimildarákvæði er að ræða sem varða umtalsverða fjárhagslega hagsmuni sé eðlilegt að viðhafa verklag af þessu tagi. Ég lýsi mig fyrir mitt leyti algerlega sammála því að fjárlaganefnd glími við að útfæra svona ákvæði.

Ég hvet hv. fjárlaganefnd engu að síður til að íhuga hvort ekki eigi að aðgreina þarna minni háttar ráðstafanir eigna, til að mynda þegar heimildir eru veittar fyrir sölu á einstöku húsi eða einum bústað til að verja til kaupa á öðrum. Þá er í raun og veru ekki um að ræða fjárhagslegar breytingar heldur er verið að færa til fjármuni en til þess þarf heimildir engu að síður samkvæmt fjárlögum. Þarna verði dregin einhver mörk vegna þess að ég held að það sé fjárlaganefnd sjálfri til nokkurs verksparnaðar að ekki þurfi að bera undir hana minni háttar mál af því tagi sem í raun og veru fela ekki í sér neinar eiginlegar eignabreytingar eða breytingar á skuldbindingum heldur eingöngu tilfærslu. Þannig að þegar er til dæmis verið að selja íbúðarhúsnæði, opinbera bústaði (Forseti hringir.) og leysa húsnæðismálin með öðrum hætti verði slíkt undanþegið.



Brtt. 394,1–2 samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  GÞÞ,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
26 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
6 þm. (BjarnB,  KJak,  SDG,  SIJ,  TÞH,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 394,3 samþ. með 28:21 atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB.
nei:  AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  ÓN,  REÁ,  RR,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG.
7 þm. (GÞÞ,  GStein,  LMós,  MT,  PHB,  SF,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
7 þm. (BjarnB,  BjörgvS,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÞBack,  ÖS) fjarstaddir.
4 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[18:12]
Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Verið er að greiða atkvæði um heimildargrein sem orðast þannig, með leyfi forseta:

„Að selja fasteignir ríkisins að Sogni í Ölfusi og ráðstafa andvirðinu að hluta til uppbyggingar nýrrar réttargeðdeildar á Kleppi.“

Þetta þykir mér ansi óvanaleg grein, sérstaklega í ljós þess að ekki er búið að samþykkja fjárlögin. Samt er búið að ákveða hvernig þjónustunni verður fyrir komið. Eins og við vitum er ekki sátt um þá ákvörðun.

Ég vil vekja athygli á því að við erum 11 þingmenn sem leggjum fram tillögu til þingsályktunar þar sem við leggjum til að þessari ákvörðun verði frestað þar til fagleg úttekt á rekstrinum liggur fyrir. Ég trúi ekki öðru, virðulegur forseti, en að þetta séu einhver mistök vegna þess að 1. flutningsmaður þeirrar tillögu er einnig flutningsmaður að þessari breytingartillögu. Ég trúi ekki öðru en að þingheimur muni fella þessa tillögu, (Forseti hringir.) þó ekki væri nema vegna þess að þetta hljóta að vera mistök.



[18:13]
Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Það undirstrikast nú sem lá ljóst fyrir að ákvörðunin um Sogn tók sig sjálf. Enginn hefur viljað bera ábyrgð á því að sú ákvörðun var tekin. Þrír stjórnarþingmenn hafa frumkvæði að því að bera fram tillögu um að fresta þessu máli og láta gera eðlilega úttekt á því og þó ekki væri nema vegna þess hljóta menn að þurfa að taka tillit til þess. Þrír stjórnarþingmenn skipta miklu í að koma málum fram þegar á reynir á Alþingi.

Þetta er valdboð sem gengur ekki. Það gengur ekki að ákveða á þessu stigi að selja Sogn þegar ekki er búið að afgreiða fjárlög. Alveg sama þó að það sé heimilt. Þetta er dónaskapur við þá starfsemi, þjónustu og þá reynslu sem hefur safnast þar og þar sem 50 menn hafa verið vistmenn, 44 útskrifaðir (Forseti hringir.) heilir og enginn komið aftur.



[18:15]
Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Öll ákvörðunartaka og umræða um að færa réttargeðdeildina sem hingað til hefur verið á Sogni í Ölfusi á Klepp hefur verið mjög undarleg og ekki verður hún skýrari í dag þegar við sjáum að þingmenn sem hafa lagt til að ákvörðuninni verði frestað ætla sér að samþykkja þá tillögu að veitt verði heimild til að selja þessar fasteignir. Ég veit ekki betur en að allir þingmenn kjördæmisins, að einum undanskildum, hafi sammælst um að reyna að fá því framgengt að ákvörðuninni yrði frestað og hafi átt fund með starfsmönnum stofnunarinnar til að reyna að leita annarra leiða til þess að fresta þessari ákvörðun í fyrsta lagi eða finna einhverja aðra starfsemi sem gæti átt þarna heima.

Enn á ný sjáum við, frú forseti, að öll ákvarðanataka varðandi þetta mál er mjög furðuleg og er vert að minna jafnframt á það að hæstv. velferðarráðherra gat ekki sjálfur (Forseti hringir.) leitt þessa ákvörðun og leyst málið.



[18:16]
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Ég vil vekja athygli á beiðni þingmanna Suðurkjördæmis um úttekt á starfseminni á Sogni. Ég vil líka vekja athygli þingheims á því að meiri hluti fjárlaganefndar hefur núna tekið út hönnunina á gæsluvarðhaldsfangelsinu. Það þýðir að mínu mati, líka eftir fund okkar í allsherjarnefnd, að við verðum að halda öllum möguleikum opnum í fangelsismálum og meðal annars líta til Sogns sem hugsanlegs staðar fyrir kvennafangelsi eða aðra þætti fangelsisstarfseminnar. Það er því algerlega út úr kortinu að mínu mati að samþykkja að selja Sogn að svo komnu máli.



Brtt. 394,4 (liður 3.11) samþ. með 30:23 atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
nei:  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG.
5 þm. (AtlG,  GStein,  LMós,  MT,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
5 þm. (BjarnB,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[18:18]
Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Hér er ríkisstjórnarmeirihlutinn að samþykkja að selja eignarhlut ríkisins í fasteignum St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Ég vek athygli á því, virðulegi forseti, að það er verið að selja spítalann.

Ég spyr: Hvað um öll ummælin sem hv. þingmenn stjórnarmeirihlutans viðhöfðu fyrir síðustu kosningar? Þeir fóru mikinn þegar við höfðum uppi hugmyndir um að færa aðra heilbrigðisstarfsemi þar inn. Það stóð aldrei til að loka St. Jósefsspítala. Ég hvet fjölmiðla þessa lands að fletta upp þeim ummælum sem voru ekki hógvær. Þau voru ekki lítillát og ekki var lofað litlu þó svo að nú fari lítið fyrir því (Forseti hringir.) og hv. þingmenn og hæstv. fyrrverandi heilbrigðisráðherrar sem jafnvel eru enn í ríkisstjórn eru núna að samþykkja að selja spítalann og loka honum og læsa. (Forseti hringir.) Það stóð aldrei til að hætta með heilbrigðisstarfsemi á St. Jósefsspítala, aldrei.



[18:19]
Forseti (Ragnheiður Ríkharðsdóttir):

Forseti áminnir hv. þingmenn um að virða þann ræðutíma sem þeir hafa.



[18:19]
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Það er sorglegt að sjá þessa grein í fjárlagafrumvarpinu en hún er um leið birtingarmynd stefnuleysis ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum. Enn og aftur undirstrikar þessi grein frá ríkisstjórninni og meiri hluta fjárlaganefndar það stefnuleysi sem birtist í fjárlagafrumvarpinu.

Það liggur ljóst fyrir að á sínum tíma lágu fyrir tillögur um að breyta St. Jósefsspítala í miðstöð öldrunarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu á suðvesturhorninu. Þeim fyrirætlunum var ýtt út af borðinu. Heima í héraði liggur ekkert fyrir um að samráð hafi verið haft um að selja St. Jósefsspítala. Ég spyr enn og aftur: Á ekki að tala við Hafnfirðinga um þetta mál? (Gripið fram í: Allt svikið.)



Brtt. 394,4 (liður 3.12)–7 (liður 7.18) samþ. með 27 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BVG,  GuðbH,  GLG,  GÞÞ,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  ÞrB,  ÞBack.
23 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  EKG,  EyH,  GStein,  GBS,  IllG,  JónG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
13 þm. (ÁsmD,  BJJ,  BjarnB,  BjörgvS,  HHj,  HöskÞ,  KJak,  SDG,  SIJ,  SSv,  UBK,  VBj,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 394,7 (liður 7.19) samþ. með 29:15 atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
nei:  AtlG,  ÁsmD,  BirgJ,  BJJ,  EyH,  GBS,  HöskÞ,  JónG,  LMós,  MT,  PHB,  SF,  TÞH,  VigH,  ÞSa.
13 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  BÁ,  EKG,  GÞÞ,  GStein,  IllG,  KÞJ,  ÓN,  REÁ,  RR,  UBK,  ÞKG) greiddu ekki atkv.
6 þm. (BjarnB,  KJak,  ÓÞ,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.
6 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[18:21]
fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Frú forseti. Hér er leitað heimilda með sama hætti og gert var í fjáraukalögum þessa árs til að ljúka uppgjöri við Landsbankann vegna sameiningar Sparisjóðs Keflavíkur, eða SpKef, og Landsbankans. Það er ljóst að á ríkið mun falla kostnaður vegna þeirrar yfirlýsingar sem bæði fyrri ríkisstjórn og núverandi ríkisstjórn gaf um að allar innstæður í íslenskum bönkum og sparisjóðum yrðu tryggðar og enginn mundi tapa þeim þó að bankar kæmust í þrot.

Ekki hefur náðst samkomulag um verðmat á því lélega og laskaða eignasafni sem þarna liggur á bak við og er orðið minna virði en innstæðurnar sjálfar. Það er engum til að dreifa til að bæta þann mismun en ríkinu sjálfu sem gaf út þessa yfirlýsingu. Þetta er kostnaðurinn við að verja innstæður og sparifé Suðurnesjamanna, Vestfirðinga og Húnvetninga sem áttu í þessum sjóði. Enginn hefur mælt því bót að þetta fólk fái aðra meðhöndlun en aðrir sem átt hafa viðskipti við banka sem komist hafa í þrot. Þennan kostnað verðum við að taka á okkur hver sem hann verður en talan liggur ekki fyrir. (Forseti hringir.) Þar af leiðandi er eina leiðin að ganga frá þessu með heimild þannig að unnt sé að fullnusta málið þegar niðurstaða liggur fyrir um verðmæti.



[18:23]
Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Hæstv. fjármálaráðherra er væntanlega orðinn gleyminn því hann gleymdi að nefna kostnaðinn við sín eigin vinnubrögð. Um þau hefur mikið verið fjallað og núna er verið að skoða þau í hv. stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Við náum ekki að fara yfir það í þessari stuttu atkvæðaskýringu.

Ég vil hins vegar vekja athygli á því, af því að hér hafa menn barið sér á brjóst yfir því hversu vel sé staðið að málum, að Ríkisendurskoðun, eftirlitsstofnun okkar hefur gert það að sérstöku umtalsefni að hér er um algerlega opna heimild að ræða. Hér er ekki einu sinni gerð tilraun til þess, þrátt fyrir að hæstv. fjármálaráðherra hafi haft þetta mál hjá sér í nærri þrjú ár núna, að meta kostnað ríkissjóðs. Hverju gæti munað að mati Ríkisendurskoðunar? Það gæti munað því, í þessu máli og öðrum sambærilegum, að hallinn færi úr 22 milljörðum í 67 milljarða, virðulegi forseti. (Forseti hringir.) Ég bið hv. þingmenn stjórnarliðsins í það minnsta að vera ekki að guma af þessu.



[18:24]
Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Hér er framhald á þeim ótrúlegu heimildum sem hæstv. fjármálaráðherra voru veittar í fjáraukalögunum meðal annars og voru umdeildar. Þetta sparisjóðamál í heildina er orðið að risavöxnu klúðri í meðferð fjármálaráðuneytisins og það hefur algerlega mistekist að gera eitthvað af viti úr leifunum af sparisjóðakerfinu. Leifarnar af því fljóta um í mjög gruggugu vatni og skoða verður það vatn mjög rækilega og fara rækilega ofan í allar embættisfærslur sem tengjast sparisjóðamálinu. Sem betur fer er rannsóknarnefnd að störfum í því máli og þingið verður að hvetja hana til að velta við hverjum einasta steini. Því miður er ég hræddur um að spádómsgáfan um lækkuðu ófyrirséðu útgjöldin áðan hafi verið í ranga átt og ófyrirséðu útgjöldin í þessu máli muni skipta tugum milljarða.



[18:25]
Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Fyrir nokkrum árum, við getum orðið sagt það, kom þáverandi viðskiptaráðherra í þennan stól og sagði að við mundum bera sáralítinn kostnað af SpKef. Í skjóli þeirrar yfirlýsingar og skjóli þess að ekki væri um mikla áhættu að ræða hóf sparisjóðurinn mikla söfnun innlána. Síðan kom í ljós að eitthvað var gruggugt í þessu öllu saman en innlánin héldu áfram að vaxa. Að lokum var komið gat og nú er verið að reyna að meta það. Metið er að það sé á bilinu 11,2–30 milljarðar. Þetta gat stafar eingöngu af því hvernig ríkisstjórnin fór að málinu. Kostnaðurinn hlóðst upp og við endum í margra milljarða gati, bara vegna einhverra (Forseti hringir.) kjánalegra yfirlýsinga og þess að ekki var staðið rétt að málinu.



[18:26]
Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ekki var upplitið á hæstv. fjármálaráðherra björgulegt þegar hann fór að tala um þetta áðan. Hæstv. fjármálaráðherra veit upp á sig sökina. Alveg sambærileg heimild var sett í fjáraukalögin sem við afgreiddum fyrir örfáum dögum. Í þessi fjárlög er verið að setja sömu grein, orðrétta, og er hér um tvítalningu að ræða. Ég spyr: Er verið að sækja sér tvær heimildir, hvora í sín fjárlögin? Hér er gat upp á 11,2–30 milljarða, allt eftir því að hvaða niðurstöðu úrskurðarnefndin kemst sem metur eignasafn SpKef. Hæstv. fjármálaráðherra hefur ekki tíma til að bíða eftir því. Hér er komin ný, önnur opin heimild á ríkissjóð eins og sú sem ríkisendurskoðandi gagnrýndi að væri í fjáraukalögunum.

Frú forseti. Þetta er hneyksli og það mætti segja mér að þessi embættisfærsla hæstv. fjármálaráðherra ætti eftir að enda hjá ESA (Forseti hringir.) eins og allar hans embættisfærslur í fjármálakerfinu (Forseti hringir.) og því sem hann kemur nálægt. Þetta er hneyksli.



[18:28]
Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Við erum að samþykkja opna heimild og engin tala er tengd við hana. Þó vita menn að þetta er einhvers staðar á bilinu 11,2 milljarðar að lágmarki og að hámarki 30 milljarðar. Þetta gerist á vakt hæstv. fjármálaráðherra, svo ég noti það orðalag, og undir hans stjórn. Það var löngu vitað að þetta væri að gerast. Þetta datt ekki af himnum ofan. Það var löngu vitað, strax þegar þessi ríkisstjórn tók við, að þetta væri að stefna í óefni. En ekki var tekið á málum og innlánin og skuldbindingarnar hlóðust upp og við erum að bíta í það súra núna. Ég greiði atkvæði gegn þessari tillögu.



 6. gr. (liður 5.3) samþ. með 30:7 atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
nei:  BirgJ,  EyH,  MT,  PHB,  UBK,  VigH,  ÞSa.
20 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BJJ,  EKG,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  KÞJ,  LMós,  ÓN,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  ÞKG) greiddu ekki atkv.
6 þm. (BjarnB,  JónG,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[18:30]
Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér stendur í 6. gr., lið 5.3, að kaupa eða selja. Þetta er galopið. Það virðist mega kaupa fyrir hvaða verð sem er, á hvaða verði sem er og hvaða upphæð. Ég er á móti svona opnum heimildum til ráðherra og tel að það samrýmist ekki stjórnarskránni, sem segir að ekkert megi greiða út úr ríkissjóði nema það sé ákveðið í fjárlögum eða fjáraukalögum, og þá hlýtur það að vera einhver upphæð. Ég greiði atkvæði gegn þessum lið.



[18:31]
Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég hafna þessu heimildarákvæði sem kemur fram í fjárlögunum. Ég tel að það skorti enn stefnu hjá ríkisstjórninni. Ég hef margítrekað kallað eftir því að einhver stefna lægi fyrir um fjármálamarkaðinn hér á landi þannig að við förum ekki í einkavæðingu á ríkisfyrirtækjum eða eignarhlut ríkisins í fyrirtækjum án þess að fyrir liggi fyrir formleg stefnumörkun. Það skortir algjörlega. Ég mun segja nei við þessa atkvæðagreiðslu.



 6. gr., svo breytt, samþ. með 30:4 atkv. og sögðu

  já:  AT,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KaJúl,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÞBack.
nei:  BirgJ,  EyH,  PHB,  VigH.
24 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BJJ,  EKG,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  LMós,  MT,  ÓN,  REÁ,  RR,  SF,  TÞH,  UBK,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
5 þm. (BjarnB,  KJak,  SDG,  SIJ,  ÖS) fjarstaddir.
3 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[18:33]
Illugi Gunnarsson (S):

Frú forseti. Ég bendi á að sú tillaga sem við hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd höfum lagt fram, reyndar kallað til 3. umr., snýr einmitt að þessum þáttum málsins, þ.e. að ekki séu skildar eftir galopnar heimildir fyrir hæstv. fjármálaráðherra. Ég vildi taka þetta fram af því að ég skil mjög vel þau sjónarmið, og hef virkilega samúð með þeim, sem meðal annars hafa komið fram hjá hv. þm. Pétri Blöndal og fleirum um að það fyrirkomulag sem hér birtist, m.a. í SpKef-málinu, er auðvitað óþolandi fyrir þingið, að ganga frá fjárlögum með svona opnar víðtækar heimildir. Því mun ég sitja hjá við afgreiðslu 6. gr.



[18:34]
Pétur H. Blöndal (S):

Hér eru heimildir um að kaupa og leigja húsnæði út um allt. Allt galopið, engar upphæðir, bara heimildir. Síðan er heimild til að leggja bönkum og sparisjóðum að hluta eða fullu í eigu ríkisins til aukið eigið fé. Hvað þýðir þetta eiginlega? Hversu margir milljarðar eru þetta? (Gripið fram í: Margir.) Og veita nýja Landspítalanum ohf. skammtímalán vegna undirbúnings hönnunar nýs Landspítala. Hvað þýðir þetta? Þetta er galopið, frú forseti.

Ég er eindregið á móti þessu. Þetta er andstætt stjórnarskránni þar sem stendur að ekki megi greiða úr ríkissjóði neina peninga nema heimild sé fyrir því í fjárlögum eða fjáraukalögum. Sú heimild hlýtur að vera bundin við einhverja upphæð. Það getur ekki verið galopið. Ég greiði atkvæði gegn þessu og skora á alla hv. þingmenn að greiða atkvæði gegn svona opnum heimildum.



[18:35]
Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Myrkast verður jafnan rétt fyrir dögun. Afgreiðsla fjárlaga hér við 2. umr. í dag sýnir okkur að eftir hrikalegt efnahagshrun er vöxtur efnahagslífsins orðinn veruleiki á ný og það eru gleðileg umskipti fyrir okkur öll. Fjárfesting vex, atvinnuleysi minnkar, afkoma batnar, því að grettistaki hefur verið lyft í ríkisfjármálum. (Gripið fram í.) Það grettistak verður grundvöllur nýrrar lífskjarasóknar en til þess að halda því grettistaki er gríðarlega mikilvægt að ekki verði dregið úr aðhaldi milli 2. og 3. umr., að ekki verði fallið frá erfiðum ákvörðunum, að ekki verði guggnað á þeim niðurskurði sem þegar hefur verið ákveðinn (Gripið fram í: Hvernig gengur …?) svo við getum haldið áfram að snúa efnahagslífinu hér í þann vöxt sem við nú sjáum. [Frammíköll í þingsal.]

(Forseti (RR): Forseti biður hv. þingmenn um að gæta sín í þingsal.)



 Séryfirlit 1–6, svo breytt, samþ. án atkvgr.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frv. vísað til 3. umr.  án atkvgr.

Frv. vísað (eftir 2. umr.) til fjárln.  án atkvgr.