140. löggjafarþing — 61. fundur
 23. feb. 2012.
náttúruvernd, frh. 2. umræðu.
frv. RM o.fl., 63. mál (refsingar fyrir náttúruspjöll). — Þskj. 63, nál. m. brtt. 800.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[11:23]

[11:17]
Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Með því máli sem við erum að afgreiða er verið að herða viðurlög við náttúruspjöllum vegna utanvegaaksturs sem er víða vaxandi vandamál í viðkvæmri náttúru landsins.

Ég er ein af flutningsmönnum þess frumvarps sem nú kemur til endanlegrar afgreiðslu í þinginu. Ég fagna þeirri niðurstöðu sem stefnir í hér og ég fagna því að hv. umhverfis- og samgöngunefnd skuli hafa tekið afdráttarlausa afstöðu til þessa máls, m.a. hækkað sektarviðmið og tekið þar með afdráttarlausa afstöðu með umhverfinu. Ég tel að hér sé verið að stíga mjög ánægjulegt skref og fagna því heils hugar.



[11:18]
Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Það er rétt að geta þess að í umhverfis- og samgöngunefnd hefur almennt ríkt jákvætt viðhorf gagnvart meginmarkmiðum þessa frumvarps. Allir eru sammála um að akstur utan vega og önnur náttúruspjöll sem unnin eru eru alvarlegt mál sem þarf að bregðast við af fullri alvöru.

Ég treysti mér hins vegar ekki til að styðja þetta frumvarp á þeirri forsendu að mér finnst dálítið óljóst hvort það að hækka lágmarksrefsingu verði til þess að þau vopn sem yfirvöld hafa gagnvart brotum af þessu tagi verði virkari en ella. Það er ekki víst að það muni raunverulega hafa svo mikil áhrif að hækka lágmarksrefsinguna. Það sem er fyrst og fremst vandamál í þessu samhengi eru, held ég, ekki refsingarnar heldur hve erfitt er að hafa eftirlit með brotum af þessu tagi og hve erfitt er að sanna þau. Ég efast því um, þótt (Forseti hringir.) frumvarpið sé flutt af góðum vilja og í góðum ásetningi, að það muni ná tilgangi sínum.



[11:20]
Björgvin G. Sigurðsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það hefur blasað við þeim þúsundum Íslendinga sem hafa ferðast um hálendi Íslands á undanförnum árum að utanvegaakstur er vaxandi vandamál. Alls kyns umferð um viðkvæmt hálendið hefur valdið miklu tjóni. Því er rík ástæða til að bregðast við. Með þessu frumvarpi er það gert. Einnig er verið að senda skilaboð út í samfélagið um að það ástand sem nú ríkir sé óviðunandi, aukinni og vaxandi umferð um viðkvæmt hálendi Íslands fylgi rask sem sé illbætanlegt og taki oft langan tíma að ná utan um.

Það er alveg rétt að það er erfitt að fylgja þessu eftir og það er erfitt að halda úti virku eftirliti á hinu stóra og mikla hálendi, en þetta er samt sem áður skref í rétta átt.

Þetta frumvarp er mjög brýnt innlegg í þessa umræðu og hv. þm. Róbert Marshall á heiður skilinn fyrir að leggja það fram og vekja athygli á því vaxandi vandamáli sem fylgir gífurlegum ferðamannafjölda, þegar þúsundir ferðamanna (Forseti hringir.) innlendra og erlendra sækja okkar glæsilega hálendi heim og skoða víðerni landsins.



[11:21]
Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er ástæða til að fagna þessu frumvarpi rækilega. Hér er verið að senda mjög sterk skilaboð til landsmanna og ferðamanna sem sækja Ísland heim á ári hverju. Fyrir 30 árum komu um það bil 100 þús. erlendir ferðamenn til Íslands. Við sjáum fram á að um milljón erlendir ferðamenn sæki Ísland heim á næstu árum og við erum að bregðast við því. Álagið á vegi, land og helstu náttúruperlur Íslands er að verða of mikið. Þess vegna þurfum við að dreifa ferðamönnum betur yfir árið og betur yfir landið.

Þetta frumvarp tekur á ósið sem verið hefur hér víða um land þegar kemur að utanvegaakstri. Við eigum að láta náttúruna njóta vafans í öllum tilvikum en ekki jeppadekkin, ekki landþrjótana. (Gripið fram í: Heyr, heyr!)



[11:22]
Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Um leið og hægt er að gleðjast yfir áhuga þingmanna á að taka á því hvernig menn umgangast landið, og ég get tekið undir það, er held ég líka rétt að velta því fyrir sér hvort það huglæga mat sem lagt er á stórfelld náttúruspjöll og þau refsimörk sem hér eru sett, bæði í sektarákvæðum og fangelsum, séu í samræmi við annað. Ég held að rétt væri að réttarfarsnefnd eða fulltrúar hennar fjölluðu um það áður en við samþykktum frumvarpið.

Ég gleðst sérstaklega yfir áhuga þingmanna Samfylkingarinnar á því að setja inn sektarákvæði til að framfylgja lögum því að í máli sem hefur ítrekað komið inn í þingið er varðar lögbrot þeirra sem framleiða mjólk umfram kvóta, og þarf að setja refsiákvæði við til að þeim lögum verði framfylgt, hafa þingmenn Samfylkingarinnar einmitt staðið gegn því að setja inn slíkt refsiákvæði til að hægt sé að framfylgja lögunum með nákvæmlega sambærilegum hætti og hér er lagt til. Ég býst því við að þeir leggi fram frumvarp þess efnis fljótlega á næstu dögum. (Gripið fram í.)



Brtt. í nál. 800,1 samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BjörgvS,  GLG,  GStein,  JóhS,  JRG,  KJak,  KLM,  LGeir,  MN,  MSch,  MT,  MÁ,  OH,  ÓÞ,  SER,  SII,  SF,  SkH,  VBj,  ÞSa,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
11 þm. (ÁsmD,  BÁ,  BjarnB,  EKG,  EyH,  GBS,  IllG,  JónG,  SIJ,  TÞH,  VigH) greiddu ekki atkv.
23 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  BJJ,  BVG,  GuðbH,  GÞÞ,  HHj,  HöskÞ,  JBjarn,  KÞJ,  LRM,  LMós,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  RM,  SDG,  SJS,  SSv,  UBK,  ÞKG) fjarstaddir.

 1. gr., svo breytt, samþ. með 28 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BjörgvS,  GLG,  GStein,  JóhS,  JRG,  KJak,  KLM,  LGeir,  MN,  MSch,  MT,  MÁ,  OH,  ÓÞ,  SER,  SII,  SF,  SkH,  VBj,  ÞSa,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ.
10 þm. (ÁsmD,  BÁ,  EKG,  EyH,  GBS,  IllG,  JónG,  SIJ,  TÞH,  VigH) greiddu ekki atkv.
25 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  BJJ,  BjarnB,  BVG,  GuðbH,  GÞÞ,  HHj,  HöskÞ,  JBjarn,  KÞJ,  LRM,  LMós,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  RM,  SDG,  SJS,  SSv,  UBK,  ÞKG,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. í nál. 800,2 (ný 2. gr.) samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BjörgvS,  GLG,  GStein,  JóhS,  JRG,  KJak,  KLM,  LGeir,  MN,  MSch,  MT,  MÁ,  OH,  ÓÞ,  SER,  SII,  SF,  SkH,  VBj,  ÞSa,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
10 þm. (ÁsmD,  BÁ,  EKG,  EyH,  GBS,  IllG,  JónG,  SIJ,  TÞH,  VigH) greiddu ekki atkv.
24 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  BJJ,  BjarnB,  BVG,  GuðbH,  GÞÞ,  HHj,  HöskÞ,  JBjarn,  KÞJ,  LRM,  LMós,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  RM,  SDG,  SJS,  SSv,  UBK,  ÞKG) fjarstaddir.

 3. gr. samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BjörgvS,  GLG,  GStein,  JóhS,  JRG,  KJak,  KLM,  LGeir,  MN,  MSch,  MT,  MÁ,  OH,  ÓÞ,  SER,  SII,  SF,  SkH,  VBj,  ÞSa,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ,  ÖS.
10 þm. (ÁsmD,  BÁ,  EKG,  EyH,  GBS,  IllG,  JónG,  SIJ,  TÞH,  VigH) greiddu ekki atkv.
24 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  BJJ,  BjarnB,  BVG,  GuðbH,  GÞÞ,  HHj,  HöskÞ,  JBjarn,  KÞJ,  LRM,  LMós,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  RM,  SDG,  SJS,  SSv,  UBK,  ÞKG) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr.