140. löggjafarþing — 76. fundur
 21. mars 2012.
Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 272. mál (heildarlög). — Þskj. 300, nál. 920 og 1018, brtt. 921.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[15:50]

[15:45]
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Nú er lokið 2. umr. um tvo mikla lagabálka sem taka til stjórnsýslu samgöngumála og eiga sér langan aðdraganda. Samgöngugeirinn verður settur undir eitt sameiginlegt þak, annars vegar stjórnsýsluna í Farsýslunni og hins vegar rannsóknir og framkvæmdir við eina samgöngustofnun, Vegagerðina.

Fram hefur komið að fullyrðingar um fjárhagslegan ávinning og hagræðingu af þessum breytingum kunni að byggja á ofmati og ég tek undir það. Hitt tel ég hins vegar að sé meira um vert, að samhæfing og samlegðaráhrif innan málaflokksins í heild sinni verði til góðs þegar fram líða stundir.

Varðandi ábendingar um að einstakir þættir eða verksvið kunni að eiga betur heima í öðrum stofnunum hefur komið fram að slíkt verði kannað nánar í framhaldinu. Með ramma þessara frumvarpa er dyrum haldið opnum en ekki lokuðum fyrir frekari hugsanlegum breytingum.

Það er sjálfsagt og eðlilegt að taka málið aftur til nefndar milli 2. og 3. umr. og fara yfir þessa þætti nánar en einu vil ég halda til haga sem er mikilvægt fyrir þingmenn og þingheim allan (Forseti hringir.) að vita: Ef við afgreiðum þessi mál ekki núna erum við í reynd og í praxís að dæma þau til óbreyttrar stöðu (Forseti hringir.) til fyrirsjáanlegrar framtíðar.



[15:46]
Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég skildi ekki alveg síðustu setninguna í ræðu hv. formanns umhverfis- og samgöngunefndar.

Ég lít svo á að við séum að vinna hér að ákveðnu verkefni, breytingum og hagræðingu á þessu sviði. Við fulltrúar minni hlutans í umhverfis- og samgöngunefnd lögðumst gegn frumvarpinu í 2. umr., bæði þessu og frumvarpinu um Vegagerðina sem er hér líka á dagskrá, á þeirri forsendu að við töldum að hugmyndir um hagræðingu og sparnað sem frumvörpin byggja á væru ekki nægilega rökstuddar og traustar.

Ég fagna því að við fáum tækifæri til að fjalla aftur um málin tvö sem fylgjast að í nefnd milli umræðna. Í ljósi þess að við treystum því að við fáum frekari upplýsingar og jafnvel að einhverjar breytingar verði á málunum á því stigi mun ég og að ég hygg flokksfélagar mínir sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu. Við drögum jafnframt til baka (Forseti hringir.) frávísunartillögu okkar til 3. umr.



[15:48]
Árni Þór Sigurðsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég er sammála þeirri meginhugsun og meginmarkmiðum um hagræðingu og sameiningu stofnana sem felst í þeim frumvörpum sem hér liggja fyrir en er þó ekki sannfærður um þá leið sem valin var. Einkum tel ég óheppilegt að ekki hafi verið unnið að málinu í samræmi við tillögu nefndar samgönguráðherra sem gerði ráð fyrir umfangsmeiri breytingum með sérstakri stofnun hafs og stranda en í því felst að Siglingastofnun, Landhelgisgæsla og Fiskistofa verði sameinaðar ásamt verkefnum Umhverfisstofnunar varðandi mengun hafs og stranda, ferjurekstri Vegagerðar, skiparekstri Hafrannsóknastofnunar og rekstri Vaktstöðvar siglinga. Þar með væri horft til hafsins alls frá sjónarhorni umhverfis- og náttúruverndar, lífríkis, siglingaöryggis o.s.frv.

Í ljósi yfirlýsinga formanns umhverfis- og samgöngunefndar um að málið verði skoðað milli umræðna kýs ég að sitja hjá við afgreiðslu þessara mála að sinni og bíð niðurstöðu nefndarinnar milli umræðna.



[15:49]
Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég stend vörð um Siglingastofnun vegna þess að við búum á eyju þar sem siglingar og flug eru helstu samgöngur við umheiminn. Vegakerfið er tenging innan lands þar sem við erum rétt rúmlega 300 þúsund íbúar, allt annað umhverfi okkar í flutningum er háð siglingum og flugi.

Næstu verkefni verða norðurslóðasiglingar. Það er mjög stór málaflokkur sem huga verður að. Ég tel að þessir málaflokkar séu ekki á réttum stað hjá Vegagerðinni þar sem Vegagerðin fæst nánast eingöngu við vega- og gangagerð. Lagt er til að því verði breytt í þessum frumvörpum.

Ég bað um að bæði þessi mál sem eru til afgreiðslu hér í dag færu í umhverfis- og samgöngunefnd á milli umræðna. Ég ætlaði að vera á móti frumvörpunum en vegna þess að orðið var við þeirri ósk að nefndin tæki þau aftur til umræðu og fengi til sín gesti (Forseti hringir.) ætla ég að sitja hjá að sinni en lofa engu með framhaldið.



Till. í nál. 1018 um að vísa málinu til ríkisstjórnarinnar kölluð aftur.

 1. gr. samþ. með 22 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁPÁ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JRG,  KLM,  LRM,  MN,  MSch,  MÁ,  OH,  RM,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÖJ.
25 þm. (ÁI,  ÁJ,  ÁÞS,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BjarnB,  EKG,  GStein,  GBS,  IllG,  JónG,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
16 þm. (AtlG,  ÁRJ,  BJJ,  EyH,  GÞÞ,  HöskÞ,  JBjarn,  KJak,  KÞJ,  LGeir,  ÓÞ,  SER,  SF,  ÞKG,  ÞBack,  ÖS) fjarstaddir.

 2.–3. gr. samþ. með 22 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁPÁ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JRG,  KLM,  LRM,  MN,  MSch,  MÁ,  OH,  RM,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÖJ.
25 þm. (ÁI,  ÁJ,  ÁÞS,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BjarnB,  EKG,  GStein,  GBS,  IllG,  JónG,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
16 þm. (AtlG,  ÁRJ,  BJJ,  EyH,  GÞÞ,  HöskÞ,  JBjarn,  KJak,  KÞJ,  LGeir,  ÓÞ,  SER,  SF,  ÞKG,  ÞBack,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 921,1 samþ. með 21 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁPÁ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JRG,  KLM,  LRM,  MN,  MSch,  MÁ,  OH,  RM,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÖJ.
25 þm. (ÁI,  ÁJ,  ÁÞS,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BjarnB,  EKG,  GStein,  GBS,  IllG,  JónG,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
17 þm. (AtlG,  ÁRJ,  BJJ,  EyH,  GÞÞ,  HöskÞ,  JBjarn,  KJak,  KÞJ,  LGeir,  ÓÞ,  SER,  SF,  ÞKG,  ÞrB,  ÞBack,  ÖS) fjarstaddir.

 4. gr., svo breytt, samþ. með 21 shlj. atkv. og sögðu

  já:  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JRG,  KLM,  LRM,  MN,  MSch,  MÁ,  OH,  RM,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÖJ.
25 þm. (ÁI,  ÁJ,  ÁÞS,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BjarnB,  EKG,  GStein,  GBS,  IllG,  JónG,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
17 þm. (AtlG,  ÁPÁ,  ÁRJ,  BJJ,  EyH,  GÞÞ,  HöskÞ,  JBjarn,  KJak,  KÞJ,  LGeir,  ÓÞ,  SER,  SF,  ÞKG,  ÞBack,  ÖS) fjarstaddir.

 5.–19. gr. samþ. með 22 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁPÁ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JRG,  KLM,  LRM,  MN,  MSch,  MÁ,  OH,  RM,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÖJ.
25 þm. (ÁI,  ÁJ,  ÁÞS,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BjarnB,  EKG,  GStein,  GBS,  IllG,  JónG,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
16 þm. (AtlG,  ÁRJ,  BJJ,  EyH,  GÞÞ,  HöskÞ,  JBjarn,  KJak,  KÞJ,  LGeir,  ÓÞ,  SER,  SF,  ÞKG,  ÞBack,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 921,2 samþ. með 22 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁPÁ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JRG,  KLM,  LRM,  MN,  MSch,  MÁ,  OH,  RM,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÖJ.
25 þm. (ÁI,  ÁJ,  ÁÞS,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BjarnB,  EKG,  GStein,  GBS,  IllG,  JónG,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
16 þm. (AtlG,  ÁRJ,  BJJ,  EyH,  GÞÞ,  HöskÞ,  JBjarn,  KJak,  KÞJ,  LGeir,  ÓÞ,  SER,  SF,  ÞKG,  ÞBack,  ÖS) fjarstaddir.

 20. gr., svo breytt, samþ. með 22 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁPÁ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JRG,  KLM,  LRM,  MN,  MSch,  MÁ,  OH,  RM,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÖJ.
25 þm. (ÁI,  ÁJ,  ÁÞS,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  BjarnB,  EKG,  GStein,  GBS,  IllG,  JónG,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
16 þm. (AtlG,  ÁRJ,  BJJ,  EyH,  GÞÞ,  HöskÞ,  JBjarn,  KJak,  KÞJ,  LGeir,  ÓÞ,  SER,  SF,  ÞKG,  ÞBack,  ÖS) fjarstaddir.

Ákvæði til brb.  samþ. með 22 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁPÁ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GLG,  HHj,  JóhS,  JRG,  KLM,  LRM,  MN,  MSch,  MÁ,  OH,  RM,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞrB,  ÖJ.
23 þm. (ÁI,  ÁJ,  ÁÞS,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BirgJ,  BjarnB,  EKG,  GStein,  GBS,  IllG,  JónG,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
18 þm. (AtlG,  ÁRJ,  BÁ,  BJJ,  EyH,  GÞÞ,  HöskÞ,  JBjarn,  KJak,  KÞJ,  LGeir,  ÓÞ,  RR,  SER,  SF,  ÞKG,  ÞBack,  ÖS) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr. 

Frumvarpið gengur (eftir 2. umr.) til um.- og samgn.