140. löggjafarþing — 99. fundur
 15. maí 2012.
lokafjárlög 2010, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 188. mál. — Þskj. 192, nál. 1222 og 1281.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[14:10]

[14:08]
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við greiðum hér atkvæði um lokafjárlög þar sem niðurstaðan er tæpir 23 milljarðar umfram heimildir í halla. Það kemur til af því að þingið veitti heimildir á grundvelli þess að leggja þyrfti Íbúðalánasjóði til eigið fé. Í ljós kom að staða sjóðsins var verri en áætlað var þannig að þessi færsla hefur verið gjaldfærð. Að öðrum kosti hefði árslokastaða verið jákvæð um 10 milljarða miðað við heimildir ef ekki hefði komið til viðbótarkostnaður vegna hruns íslenska fjármálakerfisins og gjaldmiðilsins.



[14:09]
Kristján Þór Júlíusson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ástæða er til að geta þess að í fjárlögum fyrir árið 2010 var gert ráð fyrir því að tekjujöfnuður yrði neikvæður um 98 milljarða en hann reyndist neikvæður um 123 milljarða. Árangurinn við stjórn ríkisfjármála er því tæplega helmingi verri en að var stefnt það árið.

Ástæða er til að nefna það hér varðandi færsluna á Íbúðalánasjóði að Ríkisendurskoðun hefur vakið athygli á því að ekki er farið með framlög til Byggðastofnunar og Íbúðalánasjóðs með sambærilegum hætti og Fjársýslan hefur einnig staðfest að það hefði betur verið gert. Það er því ýmislegt í færslu þessara laga sem er þess virði að fara betur yfir.

Það er líka ástæða til að nefna það hér að svigrúm Alþingis til að hafa áhrif á lokafjárlögin er ákaflega takmarkað því að fjármálaráðherrann staðfestir reikninginn í júní og frumvarpið kemur fram í október. Þá er svigrúm Alþingis til að breyta ríkisreikningi farið og við þurfum, hvernig sem við förum að því, að endurskoða þetta verklag.



 Sundurliðun 1 og 2 samþ. með 24 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JBjarn,  JRG,  KJak,  KLM,  LRM,  LGeir,  MSch,  MÁ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  VBj,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ.
23 þm. (AtlG,  ÁsbÓ,  BÁ,  BirgJ,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  IllG,  JónG,  KÞJ,  LMós,  MT,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
16 þm. (ÁPÁ,  ÁJ,  ÁsmD,  BJJ,  BjarnB,  EKG,  GLG,  HöskÞ,  JóhS,  MN,  OH,  ÓÞ,  ÓN,  SF,  SSv,  ÖS) fjarstaddir.

 1.–3. gr. samþ. með 24 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁÞS,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JBjarn,  JRG,  KJak,  KLM,  LRM,  LGeir,  MSch,  MÁ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  VBj,  ÞrB,  ÞBack,  ÖJ.
24 þm. (AtlG,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BirgJ,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  IllG,  JónG,  KÞJ,  LMós,  MT,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  TÞH,  UBK,  VigH,  ÞKG,  ÞSa) greiddu ekki atkv.
15 þm. (ÁPÁ,  ÁJ,  BJJ,  BjarnB,  EKG,  GLG,  HöskÞ,  JóhS,  MN,  OH,  ÓÞ,  ÓN,  SF,  SSv,  ÖS) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr.