140. löggjafarþing — 111. fundur
 1. júní 2012.
almenn hegningarlög, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 344. mál (varnir gegn kynferðislegri misnotkun barna). — Þskj. 420, nál. m. brtt. 1339.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[12:32]

[12:30]
Þuríður Backman (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á almennum hegningarlögum í því skyni að innleiða í íslenskan rétt ákvæði samnings Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun.

Hinn 15. mars síðastliðinn samþykkti þingið tillögu til þingsályktunar um fullgildingu samningsins. Þetta er mikilvægt skref sem við erum að stíga núna og helstu atriðin í frumvarpinu eru að fyrningarfrestur brota er lúta að vændi barna og þátttöku barna í nektarsýningum og mansalsbrota gegn börnum hefjist ekki fyrr en við 18 ára aldur, að refsivert verði að mæla sér mót við barn með samskiptum um netið eða annarri upplýsinga- og fjarskiptatækni eða með öðrum hætti, og bætt er við lögin sérstöku ákvæði um barnaklám.

Einnig eru gerðar breytingar á barnaverndarlögum þar sem er komið sérstakt refsiákvæði í almenn hegningarlög varðandi þátttöku barna í nektarsýningum og öðrum sýningum af kynferðislegum toga.



 1. gr. samþ. með 49 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AtlG,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsbÓ,  ÁRJ,  BaldÞ,  BÁ,  BirgJ,  BJJ,  BjörgvS,  BVG,  EKG,  EyH,  GuðbH,  GLG,  GStein,  GBS,  HHj,  HöskÞ,  IllG,  JBjarn,  JRG,  KJak,  KLM,  LRM,  LMós,  LGeir,  MN,  MSch,  MT,  MÁ,  OH,  ÓÞ,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RM,  SDG,  SER,  SII,  SIJ,  SkH,  SJS,  TÞH,  UBK,  VBj,  ÞSa,  ÞBack,  ÖS.
14 þm. (ÁI,  ÁJ,  ÁsmD,  BjarnB,  GÞÞ,  JónG,  KÞJ,  RR,  SF,  SSv,  VigH,  ÞKG,  ÞrB,  ÖJ) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[12:32]
Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég fagna því að nefndin skuli hafa veitt þessu frumvarpi góða vinnu og ég fagna því að frumvarpið kom fram í framhaldi af því að Íslendingar staðfestu Lanzarote-sáttmálann eins og hv. þm. Þuríður Backman rakti hér áðan. Ég tel að við séum að stíga hér mikilvægt skref og stöndum eftir betur að vígi í baráttunni gegn þeirri vá sem um er að ræða.



 2.–3. gr. samþ. með 44 shlj. atkv.

Brtt. í nál. 1339 samþ. með 46 shlj. atkv.

 4. gr., svo breytt, samþ. með 45 shlj. atkv.

 5.–8. gr. samþ. með 46 shlj. atkv.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr.