141. löggjafarþing — 31. fundur
 7. nóvember 2012.
tilkynning um skriflegt svar.

[15:01]
Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill tilkynna að borist hefur bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um frestun á því að skriflegt svar berist við fyrirspurn á þskj. 339, um stuðning við frumkvöðla- og nýsköpunarstörf, frá Arnbjörgu Sveinsdóttur. Ástæður tafar eru þær að úrvinnsla gagna er tímafrekari en reiknað var með í upphafi. Því er þess farið á leit við forseta Alþingis að ráðherra verði veittur frestur til 29. nóvember til að svara fyrirspurninni.