141. löggjafarþing — 31. fundur
 7. nóvember 2012.
kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna, frh. 2. umræðu.
frv. ÁÞS o.fl., 7. mál (áheyrnarfulltrúi í landskjörstjórn og yfirkjörstjórn). — Þskj. 7, nál. 300.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[16:52]

 1. gr. samþ. með 33 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BÁ,  BjarnB,  BVG,  EyH,  GBS,  HHj,  IllG,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KJak,  LRM,  LMós,  MSch,  MT,  OH,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SER,  SIJ,  SkH,  SJS,  VBj,  VigH,  ÞSa,  ÞBack.
30 þm. (AtlG,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BirgJ,  BJJ,  BjörgvS,  EKG,  GuðbH,  GLG,  GÞÞ,  GStein,  HöskÞ,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  KLM,  LGeir,  MÁ,  ÓÞ,  RM,  SÁA,  SII,  SF,  SSv,  TÞH,  UBK,  ÞKG,  ÞrB,  ÖJ,  ÖS) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[16:51]
Árni Þór Sigurðsson (Vg):

Herra forseti. Ég vil fagna því að þetta mál er komið til atkvæðagreiðslu. Hér er um að ræða lítið frumvarp sem ég er 1. flutningsmaður að og hef flutt ítrekað allt frá 135. löggjafarþingi, ef ég man rétt. Nú er það loksins að koma til atkvæðagreiðslu við 2. umr. Það felur í sér að tryggja jafnrétti stjórnmálasamtaka gagnvart starfi kjörstjórna, þ.e. yfirkjörstjórna og landskjörstjórnar. Ég fagna þeirri samstöðu sem náðist um málið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og þakka henni fyrir vel unnin störf og vænti þess að frumvarpið nái nú loks fram að ganga.



 2.–5. gr. samþ. með 33 shlj. atkv.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr.