141. löggjafarþing — 60. fundur
 21. desember 2012.
rannsóknarnefndir, frh. 2. umræðu.
frv. forsætisn., 416. mál (skipun nefndar, kostnaður við gagnaöflun og skaðleysi nefndarmanna). — Þskj. 516, nál. m. brtt. 734, frhnál. 771.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[11:12]

Brtt. í nál. 734 samþ. með 38 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AtlG,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BJJ,  BVG,  EyH,  GuðbH,  GLG,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KJak,  KaJúl,  KLM,  LGeir,  MSch,  MT,  MÁ,  OH,  RM,  SER,  SII,  SIJ,  SF,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSa,  ÞrB,  ÖJ,  ÖS.
12 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  BjarnB,  GÞÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  PHB,  REÁ,  SÁA,  UBK,  ÞKG) greiddu ekki atkv.
13 þm. (ÁJ,  ÁsmD,  BjörgvS,  EKG,  HHj,  LRM,  LMós,  ÓÞ,  RR,  SDG,  TÞH,  VigH,  ÞBack) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[11:10]
Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Lögin um rannsóknarnefndir Alþingis hafa reynst vel. Hér ræðum við frumvarp um að bæta þau enn frekar. Meiri hluti nefndarinnar hefur auk þess lagt til að þau verði tekin til endurskoðunar strax í upphafi næsta árs.

Í þessu frumvarpi er að meginstefnu til fjallað um þrjú ákvæði sem eru að tryggja nefndarmönnum gott starfsumhverfi og forseta að skipa nýjan mann í rannsóknarnefndir við forföll, hvernig greiða skuli kostnað við öflun og afhendingu gagna og loks eru allítarleg ákvæði um skaðleysi nefndarmanna í ætt við það sem var í lagaákvæðum um rannsóknarnefnd Alþingis.

Nefndin hefur við umfjöllun á nokkrum fundum þrengt verulega ákvæðin eins og þau voru í frumvarpinu upphaflega og hyggst enn fjalla nánar um það atriði á milli 2. og 3. umr.

Ég segi já.



[11:11]
Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Í meðförum málsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hef ég fyrst og fremst haft áhyggjur af skaðleysisákvæðinu sem er töluvert víðtækara en gengur og gerist, skulum við segja. Við höfum verið að fara yfir þetta ákvæði fram að þessu og lagðar hafa verið til ákveðnar breytingar sem fela vissulega í sér þrengingu en enn stendur þó eftir ákveðin meginspurning um það hvort nefndarmenn í rannsóknarnefndum af þessu tagi eigi að njóta jafnvíðtæks skaðleysis og enn er gert ráð fyrir.

Við munum fjalla um málið aftur milli 2. og 3. umr. Í ljósi þess sit ég hjá við þessa atkvæðagreiðslu.



 1. gr., svo breytt, samþ. með 39 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AtlG,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BJJ,  BVG,  EyH,  GuðbH,  GLG,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KJak,  KaJúl,  KLM,  LMós,  LGeir,  MSch,  MT,  MÁ,  OH,  RM,  SER,  SII,  SIJ,  SF,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSa,  ÞrB,  ÖJ,  ÖS.
12 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  BjarnB,  EKG,  GÞÞ,  JónG,  KÞJ,  PHB,  REÁ,  SÁA,  UBK,  ÞKG) greiddu ekki atkv.
12 þm. (ÁJ,  ÁsmD,  BjörgvS,  HHj,  IllG,  LRM,  ÓÞ,  RR,  SDG,  TÞH,  VigH,  ÞBack) fjarstaddir.

 2. gr. samþ. með 39 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AtlG,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BJJ,  BVG,  EyH,  GuðbH,  GLG,  GStein,  GBS,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KJak,  KaJúl,  KÞJ*,  KLM,  LMós,  LGeir,  MSch,  MT,  MÁ,  OH,  RM,  SER,  SII,  SIJ,  SF,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSa,  ÞrB,  ÖJ,  ÖS.
11 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  EKG,  GÞÞ,  IllG,  JónG,  PHB,  REÁ,  SÁA,  UBK,  ÞKG) greiddu ekki atkv.
13 þm. (ÁJ,  ÁsmD,  BjarnB,  BjörgvS,  HHj,  HöskÞ,  LRM,  ÓÞ,  RR,  SDG,  TÞH,  VigH,  ÞBack) fjarstaddir.

[*Þm. óskar að geta þess að hann studdi á rangan hnapp í atkvgr.; ætlaði ekki að greiða atkvæði.]

Brtt. í nál. 771,1 samþ. með 38 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AtlG,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BJJ,  BVG,  EyH,  GuðbH,  GLG,  GBS,  HHj,  HöskÞ,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KJak,  KaJúl,  KLM,  LMós,  LGeir,  MSch,  MT,  MÁ,  OH,  SER,  SII,  SIJ,  SF,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSa,  ÞrB,  ÖJ,  ÖS.
14 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  BjarnB,  EKG,  GÞÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  PHB,  REÁ,  RM,  SÁA,  UBK,  ÞKG) greiddu ekki atkv.
11 þm. (ÁJ,  ÁsmD,  BjörgvS,  GStein,  LRM,  ÓÞ,  RR,  SDG,  TÞH,  VigH,  ÞBack) fjarstaddir.

 3. gr., svo breytt, samþ. með 37 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AtlG,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BJJ,  BVG,  EyH,  GuðbH,  GLG,  GBS,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KJak,  KaJúl,  KLM,  LMós,  LGeir,  MSch,  MT,  MÁ,  OH,  SER,  SII,  SIJ,  SF,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSa,  ÞrB,  ÖJ,  ÖS.
14 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  BjarnB,  GÞÞ,  GStein,  HöskÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  REÁ,  RM,  SÁA,  UBK,  ÞKG) greiddu ekki atkv.
12 þm. (ÁJ,  ÁsmD,  BjörgvS,  EKG,  LRM,  ÓÞ,  PHB,  RR,  SDG,  TÞH,  VigH,  ÞBack) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[11:13]
Róbert Marshall (U):

Virðulegur forseti. Í þessari grein er fjallað um skaðleysi nefndarmanna. Þetta er sú grein sem ég set ákveðinn fyrirvara við vegna þess að mér þykir hún ganga nokkuð langt. Hér er verið að tryggja það að nefndarmenn í rannsóknarnefndum geti sett fram álitaefni eða skýrslur án þess að eiga það á hættu að verða sóttir til saka eða stefnt fyrir í einkamáli og þar fram eftir götunum. Auðvitað þurfa menn að virða það, en það má hins vegar ekki setja þetta þannig fram að um eins konar dómstól verði að ræða í þessum rannsóknarnefndum. Það verður að gefa viðfangsefnum rannsókna tækifæri til þess að fá ummæli dæmd ómerk, að þau verði látin niður falla o.s.frv., þannig að þetta verði ekki endanleg niðurstaða. Að því er unnið innan stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og ég treysti því að milli 2. og 3. umr. munum við ná lendingu í því, en þangað til greiði ég ekki atkvæði við þessa grein.



Brtt. í nál. 771,2 samþ. með 39 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AtlG,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BVG,  EyH,  GuðbH,  GLG,  GStein,  GBS,  HHj,  HöskÞ,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KJak,  KaJúl,  KLM,  LMós,  LGeir,  MSch,  MT,  MÁ,  OH,  RM,  SER,  SII,  SIJ,  SF,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSa,  ÞrB,  ÖJ,  ÖS.
13 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  BjarnB,  EKG,  GÞÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  PHB,  REÁ,  SÁA,  UBK,  ÞKG) greiddu ekki atkv.
11 þm. (ÁJ,  ÁsmD,  BJJ,  BjörgvS,  LRM,  ÓÞ,  RR,  SDG,  TÞH,  VigH,  ÞBack) fjarstaddir.

 4. gr., svo breytt samþ. með 39 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AtlG,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BJJ,  BVG,  EyH,  GuðbH,  GLG,  GStein,  GBS,  HHj,  JóhS,  JBjarn,  JRG,  KJak,  KaJúl,  KLM,  LMós,  LGeir,  MSch,  MT,  MÁ,  OH,  RM,  SER,  SII,  SIJ,  SF,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSa,  ÞrB,  ÖJ,  ÖS.
13 þm. (ÁsbÓ,  BÁ,  BjarnB,  EKG,  GÞÞ,  IllG,  JónG,  KÞJ,  PHB,  REÁ,  SÁA,  UBK,  ÞKG) greiddu ekki atkv.
11 þm. (ÁJ,  ÁsmD,  BjörgvS,  HöskÞ,  LRM,  ÓÞ,  RR,  SDG,  TÞH,  VigH,  ÞBack) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr. 

Frumvarpið gengur (eftir 2. umr.) til stjórnsk.- og eftirln.