141. löggjafarþing — 70. fundur
 24. janúar 2013.
verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 106. mál (EES-reglur). — Þskj. 106, nál. m. brtt. 896.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[11:38]

[11:33]
Lilja Mósesdóttir (U) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við erum enn og aftur að fara að samþykkja innleiðingu tilskipunar ESB um fjármálamarkaðinn. Þetta er tilskipun sem meðal annars leyfir erlendum rekstraraðila að stofna og reka verðbréfasjóði hér á landi. Auk þess er verið að bæta lagarammann í kringum samruna annars vegar innlendra verðbréfasjóða og hins vegar innlendra og erlendra verðbréfasjóða.

Virðulegi forseti. Ég óska eftir að frumvarpið fari aftur í nefnd milli 2. og 3. umr. og þar verði skoðað á hvern hátt þessi tilskipun ógnar gjaldeyrishöftunum eða gæti verið leið vogunarsjóða til að stofna verðbréfasjóði hér á landi og koma fjármagni sínu út úr hagkerfinu í gegnum greiðslur þessara verðbréfasjóða. (Forseti hringir.)

Frú forseti. Eftirlitsaðilar telja ekki að vogunarsjóðir séu vandamál á fjármálamarkaði vegna þess að vogunarsjóðir eru ekki til í íslenskum lögum um fjármálamarkaði.



[11:35]
Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég tek undir viðvaranir hv. þm. Lilju Mósesdóttur og legg einnig til að frumvarpinu verði vísað aftur til nefndarinnar. Í umræðu í nefndinni var spurst fyrir um hvort þetta gæti ógnað snjóhengjunni eða þeim vanda sem við glímum við í snjóhengjunni. Við fengum svör við því en ég tel að það þurfi enn ítarlegri svör við því hvort þetta geti ógnað vegna þess að hagsmunirnir eru svo miklir að erlendir aðilar geta ekki stofnað verðabréfasjóð á Íslandi og flutt þannig út gjaldeyri. Þess vegna þarf að fara aftur í gegnum þetta í nefndinni og ég mun sitja hjá við allar greinar málsins vegna þeirrar óvissu.



[11:36]
Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það er rétt að hér er meðal annars verið að innleiða nokkrar gerðir og það eru auðvitað ákveðnir gallar á fyrirkomulaginu með Evrópska efnahagssvæðið sem breskur stjórnmálaleiðtogi hefur kallað að vera stjórnað með faxtæki frá Brussel. Ég er út af fyrir sig sammála fyrri ræðumönnum um að það hefur ákveðna ágalla og væri miklu betra ef við hefðum fulla aðild að bandalaginu.

Það er ekki nema sjálfsagt að taka málið inn til umfjöllunar í nefnd milli 2. og 3. umr. og kanna hvort á því eru einhverjir þeir meinbugir sem ástæða er til að hafa áhyggjur af. Það verður að sjálfsögðu orðið við því eftir að málið hefur verið afgreitt hér í atkvæðagreiðslu við 2. umr.



[11:36]
Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég tek undir orð hv. þm. Lilju Mósesdóttur og Péturs H. Blöndals. Þótt ekki séu margir dagar eftir af tíð þessarar ríkisstjórnar vil ég að gefnu tilefni minna á að það er ekki þannig, og það vita allir þeir sem hafa skoðað það, að við höfum ekkert um það að segja hver málin eru eða hvernig þau eru framsett sem snúa að Íslandi varðandi ESB-tilskipanirnar. Það er mjög alvarlegt ef hæstv. ríkisstjórn hefur ekki notað þau tæki og hefur ekki kannað hvaða hættur geta falist í tilskipununum sem hingað koma. Ég vona að þetta hafi verið glettni hjá hv. þm. Helga Hjörvar, en ef það var alvara hefur hæstv. ríkisstjórn fullkomlega brugðist hlutverki sínu um að gæta hagsmuna okkar Íslendinga.



 1. gr. samþ. með 26 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JRG,  KJak,  KaJúl,  LRM,  LME,  LGeir,  MSch,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  VBj,  ÖJ,  ÖS.
17 þm. (ÁsmD,  BÁ,  BjarnB,  EKG,  GÞÞ,  GBS,  IllG,  LMós,  MPét,  MT,  ÓN,  PHB,  SDG,  SIJ,  SF,  VSk,  VigH) greiddu ekki atkv.
20 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  BirgJ,  BJJ,  EyH,  GStein,  HöskÞ,  JBjarn,  JónG,  KÞJ,  MÁ,  REÁ,  RR,  SSv,  TÞH,  UBK,  ÞKG,  ÞrB,  ÞBack) fjarstaddir.

 2.–5. gr. samþ. með 27 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JRG,  KJak,  KaJúl,  LRM,  LME,  LGeir,  MSch,  MPét,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  VBj,  ÖJ,  ÖS.
17 þm. (ÁsmD,  BÁ,  BjarnB,  EKG,  GÞÞ,  GBS,  IllG,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  SDG,  SIJ,  SF,  UBK,  VSk,  VigH) greiddu ekki atkv.
19 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  BirgJ,  BJJ,  EyH,  GStein,  HöskÞ,  JBjarn,  JónG,  KÞJ,  MÁ,  REÁ,  RR,  SSv,  TÞH,  ÞKG,  ÞrB,  ÞBack) fjarstaddir.

Brtt. í nál. 896,1 samþ. með 27 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JRG,  KJak,  KaJúl,  LRM,  LME,  LGeir,  MSch,  MPét,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  VBj,  ÖJ,  ÖS.
17 þm. (ÁsmD,  BÁ,  BjarnB,  EKG,  GÞÞ,  GBS,  IllG,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  SDG,  SIJ,  SF,  UBK,  VSk,  VigH) greiddu ekki atkv.
19 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  BirgJ,  BJJ,  EyH,  GStein,  HöskÞ,  JBjarn,  JónG,  KÞJ,  MÁ,  REÁ,  RR,  SSv,  TÞH,  ÞKG,  ÞrB,  ÞBack) fjarstaddir.

 6. gr., svo breytt, samþ. með 27 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JRG,  KJak,  KaJúl,  LRM,  LME,  LGeir,  MSch,  MPét,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  VBj,  ÖJ,  ÖS.
17 þm. (ÁsmD,  BÁ,  BjarnB,  EKG,  GÞÞ,  GBS,  IllG,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  SDG,  SIJ,  SF,  UBK,  VSk,  VigH) greiddu ekki atkv.
19 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  BirgJ,  BJJ,  EyH,  GStein,  HöskÞ,  JBjarn,  JónG,  KÞJ,  MÁ,  REÁ,  RR,  SSv,  TÞH,  ÞKG,  ÞrB,  ÞBack) fjarstaddir.

Brtt. í nál. 896,2 (ný grein, verður 7. gr.) samþ. með 27 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JRG,  KJak,  KaJúl,  LRM,  LME,  LGeir,  MSch,  MPét,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  VBj,  ÖJ,  ÖS.
17 þm. (ÁsmD,  BÁ,  BjarnB,  EKG,  GÞÞ,  GBS,  IllG,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  SDG,  SIJ,  SF,  UBK,  VSk,  VigH) greiddu ekki atkv.
19 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  BirgJ,  BJJ,  EyH,  GStein,  HöskÞ,  JBjarn,  JónG,  KÞJ,  MÁ,  REÁ,  RR,  SSv,  TÞH,  ÞKG,  ÞrB,  ÞBack) fjarstaddir.

 7.–9. gr. (verða 8.–10. gr.) samþ. með 27 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JRG,  KJak,  KaJúl,  LRM,  LME,  LGeir,  MSch,  MPét,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  VBj,  ÖJ,  ÖS.
17 þm. (ÁsmD,  BÁ,  BjarnB,  EKG,  GÞÞ,  GBS,  IllG,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  SDG,  SIJ,  SF,  UBK,  VSk,  VigH) greiddu ekki atkv.
19 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  BirgJ,  BJJ,  EyH,  GStein,  HöskÞ,  JBjarn,  JónG,  KÞJ,  MÁ,  REÁ,  RR,  SSv,  TÞH,  ÞKG,  ÞrB,  ÞBack) fjarstaddir.

Brtt. í nál. 896,3 samþ. með 27 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JRG,  KJak,  KaJúl,  LRM,  LME,  LGeir,  MSch,  MPét,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  VBj,  ÖJ,  ÖS.
17 þm. (ÁsmD,  BÁ,  BjarnB,  EKG,  GÞÞ,  GBS,  IllG,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  SDG,  SIJ,  SF,  UBK,  VSk,  VigH) greiddu ekki atkv.
19 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  BirgJ,  BJJ,  EyH,  GStein,  HöskÞ,  JBjarn,  JónG,  KÞJ,  MÁ,  REÁ,  RR,  SSv,  TÞH,  ÞKG,  ÞrB,  ÞBack) fjarstaddir.

 10. gr. (verður 11. gr.), svo breytt, samþ. með 27 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JRG,  KJak,  KaJúl,  LRM,  LME,  LGeir,  MSch,  MPét,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  VBj,  ÖJ,  ÖS.
17 þm. (ÁsmD,  BÁ,  BjarnB,  EKG,  GÞÞ,  GBS,  IllG,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  SDG,  SIJ,  SF,  UBK,  VSk,  VigH) greiddu ekki atkv.
19 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  BirgJ,  BJJ,  EyH,  GStein,  HöskÞ,  JBjarn,  JónG,  KÞJ,  MÁ,  REÁ,  RR,  SSv,  TÞH,  ÞKG,  ÞrB,  ÞBack) fjarstaddir.

 11.–16. gr. (verða 12.–17. gr.) samþ. með 27 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ALE,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁRJ,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  HHj,  JóhS,  JRG,  KJak,  KaJúl,  LRM,  LME,  LGeir,  MSch,  MPét,  OH,  ÓÞ,  RM,  SER,  SII,  SkH,  SJS,  VBj,  ÖJ,  ÖS.
17 þm. (ÁsmD,  BÁ,  BjarnB,  EKG,  GÞÞ,  GBS,  IllG,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  SDG,  SIJ,  SF,  UBK,  VSk,  VigH) greiddu ekki atkv.
19 þm. (AtlG,  ÁJ,  ÁsbÓ,  BirgJ,  BJJ,  EyH,  GStein,  HöskÞ,  JBjarn,  JónG,  KÞJ,  MÁ,  REÁ,  RR,  SSv,  TÞH,  ÞKG,  ÞrB,  ÞBack) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr. 

Frumvarpið gengur (eftir 2. umr.) til efh.- og viðskn.