141. löggjafarþing — 108. fundur
 21. mars 2013.
áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013–2016, frh. síðari umræðu.
stjtill., 582. mál. — Þskj. 995, nál. 1184, brtt. 1185 og 1232.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[10:57]

[10:54]
Árni Þór Sigurðsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við göngum til atkvæðagreiðslu við síðari umræðu um þingsályktunartillögu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013–2016. Er um að ræða aðra þingsályktunartillöguna á þessu sviði en hin fyrsta var samþykkt fyrir tveimur árum á grundvelli laga frá árinu 2008.

Markmiðið með alþjóðlegri þróunarsamvinnu, eins og það er skilgreint í þessari tillögu, er að Ísland leggi sitt lóð á vogarskálarnar fyrir bættum lífskjörum í fátækustu hlutum heims, baráttunni gegn fátækt, félagslegu ranglæti, misskiptingu lífskjara og hungri í heiminum.

Ég álít að þrátt fyrir efnahagshremmingar sem við Íslendingar höfum lent í getum við verið stolt af starfi okkar í þróunarsamvinnu, bæði tvíhliða og marghliða. Ég fagna því að það er almennt góð, breið og pólitísk samstaða í þessum málaflokki. Enda þótt fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undirriti nefndarálit hér að lútandi með fyrirvara held ég að ég geti fullyrt að almennt séð sé góð samstaða um þetta mál. Ég vænti þess að það verði samþykkt sem og þær breytingartillögur sem meiri hluti utanríkismálanefndar leggur til í málinu.



Brtt. 1232 felld með 29:8 atkv. og sögðu

  já:  ÁsbÓ,  BJJ,  BjarnB,  IllG,  RR,  SF,  UBK,  VigH.
nei:  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BjG,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GStein,  HHj,  JóhS,  JRG,  KaJúl,  LRM,  LGeir,  MSch,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  RM,  SII,  SkH,  SJS,  SSv,  VBj,  ÞSa,  ÖJ.
2 þm. (AtlG,  HöskÞ) greiddu ekki atkv.
24 þm. (ÁJ,  ÁsmD,  BÁ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  JBjarn,  JónG,  KJak,  KÞJ,  KLM,  LMós,  MT,  ÓN,  PHB,  REÁ,  SDG,  SER,  SIJ,  TÞH,  ÞKG,  ÞrB,  ÖS) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[10:56]
Illugi Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Þessi breytingartillaga við breytingartillögu meiri hlutans gengur út á það að í stað ártalsins 2013 í d-lið 1. töluliðar komi ártalið 2011. Með yðar leyfi, virðulegi forseti, gríp ég niður í greinargerðina:

„Lagt er til að áfram verði, líkt og í gildandi áætlun, miðað við að framlög til þróunarsamvinnu verði ekki lægri að raungildi en árið 2011 í stað ársins 2013 eins og lagt er til í breytingartillögu nefndarinnar á þingskjali 1185 og gerir flutningsmaður fyrirvara við þetta atriði í tillögu nefndarinnar. Vísað er til almenns fyrirvara sem lýtur að getu ríkissjóðs til að standa við skuldbindingar sínar í þessum málaflokki á næstu árum, sérstaklega í ljósi annarra skuldbindinga sem um þessar mundir eru að koma í ljós og skýrast.“

Virðulegi forseti. Ég greiði atkvæði með þessari breytingartillögu, ég tel rétt að við sníðum okkur stakk eftir vexti.



Brtt. 1185 samþ. með 39 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AtlG,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BJJ,  BjG,  BjarnB,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GStein,  HHj,  HöskÞ,  IllG,  JóhS,  JRG,  KaJúl,  LRM,  LMós,  LGeir,  MSch,  MT,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  PHB,  RR,  RM,  SII,  SF,  SkH,  SJS,  SSv,  UBK,  ÞSa,  ÖJ.
1 þm. (VigH) greiddi ekki atkv.
23 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  JBjarn,  JónG,  KJak,  KÞJ,  KLM,  ÓN,  REÁ,  SDG,  SER,  SIJ,  TÞH,  VBj,  ÞKG,  ÞrB,  ÖS) fjarstaddir.

[10:57]
Illugi Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Ég styð þessa þróunarsamvinnuáætlun og geri það með þeim fyrirvara sem kom fram í breytingartillögu við breytingartillögu meiri hlutans er snýr að fjárhagslegri getu ríkissjóðs til að standa undir þeim áætlunum sem þar eru birtar. Þess vegna var lagt til að miðað yrði við viðmiðunarárið 2011, til þess að það væru auknar líkur á því að ríkissjóður gæti staðið undir þeim útgjöldum sem ætluð eru í þessari áætlun.



Tillgr., svo breytt, samþ. með 39:1 atkv. og sögðu

  já:  AtlG,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BJJ,  BjG,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GStein,  HHj,  HöskÞ,  IllG,  JóhS,  JRG,  KaJúl,  LRM,  LMós,  LGeir,  MSch,  MT,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  PHB,  RR,  RM,  SII,  SF,  SkH,  SJS,  SSv,  UBK,  VBj,  ÞSa,  ÖJ.
nei:  VigH.
23 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BjarnB,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  JBjarn,  JónG,  KJak,  KÞJ,  KLM,  ÓN,  REÁ,  SDG,  SER,  SIJ,  TÞH,  ÞKG,  ÞrB,  ÖS) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Till., svo breytt, samþ. með 39:1 atkv. og sögðu

  já:  AtlG,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁRJ,  BirgJ,  BJJ,  BjG,  BjörgvS,  BVG,  GuðbH,  GStein,  HHj,  HöskÞ,  IllG,  JóhS,  JRG,  KaJúl,  LRM,  LMós,  LGeir,  MSch,  MT,  MÁ,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  PHB,  RR,  RM,  SII,  SF,  SkH,  SJS,  SSv,  UBK,  VBj,  ÞSa,  ÖJ.
nei:  VigH.
23 þm. (ÁJ,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  BÁ,  BjarnB,  EKG,  EyH,  GÞÞ,  GBS,  JBjarn,  JónG,  KJak,  KÞJ,  KLM,  ÓN,  REÁ,  SDG,  SER,  SIJ,  TÞH,  ÞKG,  ÞrB,  ÖS) fjarstaddir.