142. löggjafarþing — 10. fundur
 21. júní 2013.
stjórn fiskveiða o.fl., frh. 2. umræðu.
stjfrv., 4. mál (krókaaflamarksbátar, strandveiðar og gjaldtökuheimildir). — Þskj. 4, nál. 21 og 24, brtt. 22.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[11:45]

[11:38]
Kristján L. Möller (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hér kemur til atkvæða 4. mál á þskj. 4 sem er um nokkrar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Veigamesta breytingin sem felst í 1. gr. er gamall kunningi sem oft hefur verið ræddur á Alþingi, þ.e. um stærðarmörk krókaaflamarksbáta. Hér er það fest inn til að setja það í raun og veru í lög til að menn þurfi ekki að vera með alls konar æfingar, ef svo má kalla, við smíði þessara skipa svo sem hafa á þeim svalir, kassa, síðustokka o.s.frv., eins og gert hefur verið, sem ekki koma til mælinga.

Það sem ég vil vekja sérstaklega athygli á í nefndarálitinu sem allir skrifa undir nema einn er, með leyfi forseta:

„Tekið skal þó fram að tillögur meiri hlutans stefna ekki að því að gera handhöfum krókaaflamarks fært að færa sig yfir í aflamarkshluta fiskveiðistjórnarkerfisins heldur grundvallast þær á sjónarmiðum um öryggi sjómanna og gæði sjávarafla.“

Mikilvægasta ástæðan fyrir því að setja þetta hér inn og breyta þessu er atriðið sem ég las upp. Ég er ákaflega ánægður með að svo margir fulltrúar skrifa upp á þetta atriði.



[11:40]
Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Mig langaði bara að vekja athygli á því sem hefur komið fram í nefndinni, að tekist er á um ákveðin sjónarmið. Annars vegar er það sjónarmið að stækka bátana til að tryggja öryggi og aðbúnað sjómanna og hins vegar að leyfa mönnum að stækka bátana. Þó að í þessu frumvarpi sé tekið tillit til þess að ekki eigi að vera hægt að færa bátana upp í stærra kerfi þá er samt sem áður verið að stækka bátana sem gerir það auðveldara síðar meir að færa þá upp í annað kerfi. Þetta eru þau sjónarmið sem tekist er á um. Menn óttast að hægt og rólega sé verið að taka skref í áttina að því að skerða rétt smærra fiskveiðikerfisins.

Ég vildi bara að þetta kæmi fram.



[11:41]
Páll Jóhann Pálsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég tek undir það með hv. þm. Kristjáni Möller að þetta er framfaraspor. Ég vil líka aðeins vekja athygli á því að þetta er ekki svo mikil stækkun á dekkplássi. Þessir bátar eru yfir 13 metrar á lengd og 4,60 á breidd þannig að afkastagetan eykst ekki mikið. Eins og kemur fram í álitinu mun meðferð á afla lagast. Það er því fyrst og fremst það og betri aðbúnaður fyrir mannskapinn.

Þarna er ein ákveðin tegund af bát sem hætta er á að auki pressuna á að þessir bátar fari yfir í hitt kerfið. Þetta er frekar til þess fallið að tryggja að krókaaflamark haldist og ég trúi því að þetta muni verða til að festa það í sessi og deilur um stærðarmörk verði úr sögunni.



[11:42]
Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við lestur þessara frumvarpa og breytingartillagnanna verður maður hugsi. Ég held að þingmenn ættu almennt að vera hugsi, hvert þeir eru komnir með þetta kvótakerfi. Menn eru farnir að ræða um gúmmílista og handrið og ég veit ekki hvað, logaritma, um grunntöluna 10 o.s.frv. og ég held að menn ættu að spyrja sig: Hvert er kvótakerfið eiginlega komið?

Ég er móti byggðastofnunarbyggðakvóta. Ég er yfirleitt á móti öllu sem snertir Byggðastofnun bara svo það sé á hreinu. Ég er þar af leiðandi á móti Byggðastofnun eða byggðakvóta þar sem Byggðastofnun er ætlað að tapa.



[11:43]
Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég gleymdi að segja eitt. Það er annað sjónarmið sem hefur komið upp varðandi það að stækka bátana, þá verður samþjöppun í smábátagreininni. Ég er ekki að taka afstöðu til sjónarmiða, þetta eru þau sjónarmið sem verið var að vega og meta og takast á um í nefndinni.

Mér fannst rétt að það kæmi fram.



Brtt. 22,1 (ný 1. gr.) samþ. með 36:6 atkv. og sögðu

  já:  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjarnB,  BjÓ,  EKG,  EyH,  FSigurj,  GuðbH,  GStein,  GBS,  HE,  HHj,  IllG,  JónG,  KG,  KÞJ,  KLM,  PVB,  PJP,  PHB,  REÁ,  RM,  SDG,  SÁA,  SII,  SigrM,  SilG,  UBK,  ValG,  VigH,  VilÁ,  VilB,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE.
nei:  ÁÞS,  BjG,  LRM,  OH,  SJS,  SSv.
3 þm. (BirgJ,  HHG,  JÞÓ) greiddu ekki atkv.
18 þm. (ÁPÁ,  BP,  BN,  ElH,  ELA,  HBK,  HarB,  HöskÞ,  JMS,  KJak,  KaJúl,  LínS,  ÓP,  RR,  SIJ,  VBj,  ÖJ,  ÖS) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[11:44]
Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Virðulegur forseti. Við greiðum atkvæði um breytingartillögu um að stækkun á bátum á krókaaflamarki fari upp í 15 metra að mestu lengd og minni en 30 brúttótonn. Eins og komið hefur fram eru miklar áhyggjur í greininni hjá Landssambandi smábátaeigenda og félagsmönnum þar um hvað slík stækkun þýði, að verið sé að tefla í tvísýnu framtíð krókaaflamarkskerfisins sem byggist á smábátaútgerð og strandveiðum.

Ég vil taka það skýrt fram að ég er ekki á móti því að menn byggi upp og auki öryggi báta en það er spurning hvar þeir bátar eiga að vera, hvort þeir eiga að vera í stóra kerfinu eða krókaaflamarkskerfinu. Ég greiði atkvæði á móti þessari breytingartillögu vegna þess að ég tel að við þurfum að standa vörð um krókaaflamarkskerfið og þessar breytingar skapi hættu á að mikil samþjöppun verði í greininni og að grundvöllur krókaaflamarkskerfisins falli með því að mikil samþjöppun verði. Ég vil standa með því krókaaflamarkskerfi sem byggst hefur upp.



 2.–5. gr. samþ. með 43 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BirgJ,  BjG,  BjarnB,  BjÓ,  EKG,  EyH,  FSigurj,  GuðbH,  GStein,  GBS,  HE,  HHj,  IllG,  JónG,  KG,  KÞJ,  KLM,  LRM,  LínS,  OH,  PVB,  PJP,  PHB,  REÁ,  RM,  SDG,  SÁA,  SII,  SigrM,  SilG,  SJS,  SSv,  ValG,  VigH,  VilÁ,  VilB,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE.
1 þm. (HHG) greiddi ekki atkv.
19 þm. (ÁPÁ,  BP,  BN,  ElH,  ELA,  HBK,  HarB,  HöskÞ,  JMS,  JÞÓ,  KJak,  KaJúl,  ÓP,  RR,  SIJ,  UBK,  VBj,  ÖJ,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 22,2 samþ. með 43:1 atkv. og sögðu

  já:  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BirgJ,  BjarnB,  BjÓ,  EKG,  EyH,  FSigurj,  GuðbH,  GStein,  GBS,  HE,  HHj,  IllG,  JónG,  KG,  KÞJ,  KLM,  LRM,  LínS,  OH,  PVB,  PJP,  REÁ,  RM,  SDG,  SÁA,  SII,  SigrM,  SIJ,  SilG,  SJS,  SSv,  UBK,  ValG,  VigH,  VilÁ,  VilB,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE.
nei:  PHB.
2 þm. (HHG,  JÞÓ) greiddu ekki atkv.
17 þm. (ÁPÁ,  BjG,  BP,  BN,  ElH,  ELA,  HBK,  HarB,  HöskÞ,  JMS,  KJak,  KaJúl,  ÓP,  RR,  VBj,  ÖJ,  ÖS) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[11:46]
Steingrímur J. Sigfússon (Vg):

Herra forseti. Ég fagna þessari breytingartillögu og því að þessu skuli bætt inn í frumvarpið ef Alþingi fellst á það. Það er á grundvelli þeirrar aðferðafræði sem Byggðastofnun hefur verið að móta, að taka sérstaklega á vandamálum allra lakast settu byggðanna, brothættra byggða. Erindi þar um barst stjórnvöldum í vetur frá Byggðastofnun að hún hefði einhver úrræði af þessu tagi gagnvart þeim byggðum þar sem mikill samdráttur er í aflaheimildum og aðrir erfiðleikar í byggðamálum hafa gert stöðuna mjög brothætta. Ég tel það því fagnaðarefni að Byggðastofnun fái þá úr þessu að moða þótt ekki verði fyrr en á næsta fiskveiðiári og eru tilteknir staðir auðvitað hafðir í huga í þeim efnum eins og ég geri ráð fyrir að hv. þingmönnum sé kunnugt um. Það er í samræmi við nýja aðferðafræði Byggðastofnunar að vinna þessi mál með íbúum viðkomandi staða með íbúafundum og slíkum aðferðum. Ég er sannfærður um að það er vel réttlætanlegt að taka frá veiðiheimildir sem þessu nemur til þess að Byggðastofnun hafi úrræði af þessu tagi þar sem á þarf að halda.



 6. gr., svo breytt, samþ. með 44:1 atkv. og sögðu

  já:  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BjÓ,  BN,  EKG,  EyH,  FSigurj,  GuðbH,  GStein,  GBS,  HE,  HHj,  IllG,  JónG,  KG,  KÞJ,  KLM,  LRM,  LínS,  OH,  PVB,  PJP,  REÁ,  RM,  SDG,  SÁA,  SII,  SigrM,  SIJ,  SilG,  SJS,  SSv,  UBK,  ValG,  VigH,  VilÁ,  VilB,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE.
nei:  PHB.
3 þm. (BirgJ,  HHG,  JÞÓ) greiddu ekki atkv.
15 þm. (ÁPÁ,  BP,  ElH,  ELA,  HBK,  HarB,  HöskÞ,  JMS,  KJak,  KaJúl,  ÓP,  RR,  VBj,  ÖJ,  ÖS) fjarstaddir.

 7.–9. gr. samþ. með 45 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BjÓ,  BN,  EKG,  EyH,  FSigurj,  GuðbH,  GStein,  GBS,  HE,  HHj,  IllG,  JónG,  KG,  KÞJ,  KLM,  LRM,  LínS,  OH,  PVB,  PJP,  PHB,  REÁ,  RM,  SDG,  SÁA,  SII,  SigrM,  SIJ,  SilG,  SJS,  SSv,  UBK,  ValG,  VigH,  VilÁ,  VilB,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE.
3 þm. (BirgJ,  HHG,  JÞÓ) greiddu ekki atkv.
15 þm. (ÁPÁ,  BP,  ElH,  ELA,  HBK,  HarB,  HöskÞ,  JMS,  KJak,  KaJúl,  ÓP,  RR,  VBj,  ÖJ,  ÖS) fjarstaddir.

Brtt. 22,3 (ný fyrirsögn) samþ. með 45 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BjÓ,  BN,  EKG,  EyH,  FSigurj,  GuðbH,  GStein,  GBS,  HE,  HHj,  IllG,  JónG,  KG,  KÞJ,  KLM,  LRM,  LínS,  OH,  PVB,  PJP,  PHB,  REÁ,  RM,  SDG,  SÁA,  SII,  SigrM,  SIJ,  SilG,  SJS,  SSv,  UBK,  ValG,  VigH,  VilÁ,  VilB,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE.
3 þm. (BirgJ,  HHG,  JÞÓ) greiddu ekki atkv.
15 þm. (ÁPÁ,  BP,  ElH,  ELA,  HBK,  HarB,  HöskÞ,  JMS,  KJak,  KaJúl,  ÓP,  RR,  VBj,  ÖJ,  ÖS) fjarstaddir.

Frumvarpið gengur til 3. umr. 

Frumvarpið gengur (eftir 2. umr.) til atvinnuvn.