142. löggjafarþing — 13. fundur
 25. júní 2013.
stjórn fiskveiða o.fl., frh. 3. umræðu.
stjfrv., 4. mál (krókaaflamarksbátar, strandveiðar og gjaldtökuheimildir). — Þskj. 29, nál. 41.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[18:26]

Frv.  samþ. með 35 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁsmD,  BVG,  BjÓ,  BP,  EdH,  EKG,  ElH,  ELA,  EyH,  FSigurj,  GuðbH,  GStein,  HBK,  HarB,  HE,  HHG,  IllG,  JónG,  KÞJ,  LínS,  OH,  PVB,  PJP,  PHB,  REÁ,  RR,  RBB,  SII,  SigrM,  SSv,  VigH,  VilÁ,  ÞorS,  ÞórE,  ÖS.
1 þm. (JÞÓ) greiddi ekki atkv.
27 þm. (ÁPÁ,  ÁsF,  BÁ,  BirgJ,  BjG,  BjarnB,  BN,  GBS,  HHj,  HöskÞ,  JMS,  KG,  KJak,  KaJúl,  KLM,  LRM,  ÓP,  RM,  SDG,  SÁA,  SIJ,  SilG,  UBK,  VBj,  ValG,  VilB,  WÞÞ) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[18:24]
Páll Jóhann Pálsson (F):

Virðulegi forseti. Ég fagna þessu framfaraspori. Þetta mun verða til þess að auka öryggi smábátasjómanna. Þetta mun bæta meðferð á afla og þetta mun að auki tryggja það að krókaaflamarkskerfið verði áfram. Það er markmið nefndarinnar þannig að við erum öll sammála um það. Ég fagna því.



[18:25]
Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Það er ekkert í stefnu Pírata sem stangast á við þetta. Við heyrðum í nefndinni að þetta gæti tryggt öryggi og aðbúnað sjómanna þannig að það eru mörg góð atriði þarna. Sú gagnrýni sem við heyrðum á móti þessu var að menn mundu stækka bátana að einhverju leyti, að vísu á jafnréttisgrundvelli út af því að menn eru að stækka bátana í dag með alls konar brellum. Það að bátarnir stækki þýðir að ákveðin samþjöppun verður í greininni.

Það er ekkert, eins og ég segi, sem stangast á við stefnu Pírata í þessu máli. Aftur á móti erum við hreinlega ekki fær um að koma okkur endanlega og algjörlega inn í alla króka og kima málsins þannig að við setjum okkur alla vega ekki á móti því, en greiðum ekki atkvæði með því.