142. löggjafarþing — 27. fundur
 12. september 2013.
afbrigði um dagskrármál.

[18:03]
Katrín Jakobsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég óskaði eftir því í dag við forseta að þessari atkvæðagreiðslu yrði frestað þar til nú í ljósi þess að það frumvarp sem hér var lagt fram var talsvert efnismeira en við höfðum átt von á. En ég mun greiða atkvæði með þeim afbrigðum að málið verði tekið á dagskrá með þeim skilningi að sjálfsögðu að við áskiljum okkur rétt til að skoða málið vandlega í nefnd. Ég veit að hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra hefur skilning á því að þá kunna að verða gerðar einhverjar breytingar á málinu í meðförum þingsins.



[18:04]
Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Þegar undirbúningur var fyrir þá örfáu daga sem eftir eru af þessu þingi bar þetta frumvarp á góma. Í því eru nú nokkuð fleiri greinar en um var rætt og einhverjar þeirra þurfa hugsanlega lengri tíma en það sem eftir lifir þessa þings þannig að ég treysti á að við meðferð nefndarinnar verði tekið tillit til þess.



[18:04]
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Oddný Harðardóttir, starfandi þingflokksformaður okkar samfylkingarmanna, hefur þegar lýst því yfir að við munum styðja afbrigði við þetta mál. Ég verð þó að segja að það veldur mér vonbrigðum að lagt skuli vera fram þetta umfangsmikið frumvarp. Rætt var um það að í sumar að lagt yrði fram frumvarp sem varðaði dagsetningar, en í því frumvarpi sem við erum að samþykkja afbrigði um er fjallað um 36. gr. sem er um fjárfestingar lífeyrissjóða, verið er að fjalla um hvernig megi auka skilyrði fyrir greiðslu örorkulífeyris. Þetta eru stór mál sem fráleitt er að setja inn í þingið til afgreiðslu á þremur dögum og kemur ekki til. En ég sem samfylkingarkona styð afbrigði við málið að því gefnu að hér eigi eingöngu að fjalla um þær greinar sem lúta að dagsetningum en ekki greinina sem varðar fjárfestingar í lífeyriskerfinu.



ATKVÆÐAGREIÐSLA

[18:06]

Of skammt var liðið frá útbýtingu 4. dagskrármáls. — Afbrigði samþ. með 46 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁsmD,  BjG,  BjarnB,  BjÓ,  BP,  BN,  EKG,  ElH,  ELA,  EyH,  FSigurj,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HarB,  HE,  HHG,  HöskÞ,  JMS,  JónG,  JÞÓ,  KG,  KJak,  KLM,  LínS,  OH,  ÓP,  PVB,  PJP,  PHB,  RR,  RM,  SII,  SigrM,  SilG,  SJS,  SSv,  UBK,  VBj,  ValG,  VigH,  VilÁ,  VilB,  WÞÞ,  ÞorS,  ÖS.
1 þm. (BirgJ) greiddi ekki atkv.
16 þm. (ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsF,  BÁ,  GuðbH,  HBK,  HHj,  IllG,  KaJúl,  KÞJ,  LRM,  REÁ,  SDG,  SIJ,  ÞórE,  ÖJ) fjarstaddir.