142. löggjafarþing — 30. fundur
 18. september 2013.
frestun á fundum Alþingis, ein umræða.
stjtill., 53. mál. — Þskj. 123.

[15:39]
fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir tillögu til þingsályktunar um samþykki til frestunar á fundum Alþingis samkvæmt 1. mgr. 23. gr. stjórnarskrárinnar. Tillagan er svohljóðandi:

Alþingi ályktar að veita samþykki til þess að fundum þingsins verði frestað frá 18. september 2013 eða síðar, ef nauðsyn krefur, til 1. október 2013.

Virðulegi forseti. Tillagan skýrir sig sjálf.