143. löggjafarþing — 18. fundur
 7. nóvember 2013.
jöfnun á flutningskostnaði olíuvara, 1. umræða.
stjfrv., 138. mál (umsýslustofnun). — Þskj. 155.

[15:25]
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir 6. dagskrármáli, frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 103/1994, um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara, með síðari breytingum. Þetta snýst um umsýslustofnun.

Í stað orðsins „Neytendastofa“ sem fjallað er um í 2. mgr. 2. gr. og 7. gr. og orðsins „Neytendastofu“ í 3. málslið 6. gr. kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Byggðastofnun.

Lög þessi öðlast gildi strax 1. janúar 2014 ef þinginu sýnist það skynsamlegt eftir meðferð nefndarinnar.

Frumvarp þetta er samið í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Með frumvarpinu er lögð fram ein breyting á lögum nr. 103/1994. Lagt er til að Byggðastofnun taki við hlutverki Neytendastofu samkvæmt lögunum. Vegna þessa er þörf á að breyta, eins og áður var nefnt, 2., 6. og 7. gr. laganna þannig að Byggðastofnun komi í stað Neytendastofu og sinni daglegum rekstri flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara og annist greiðslur vegna flutningsjöfnunar í samræmi við lög.

Virðulegi forseti. Ég legg til að að lokinni umfjöllun um þetta mál við 1. umr. verði málinu vísað til hv. atvinnuveganefndar og 2. umr.



Frumvarpið gengur til 2. umr. 

Frumvarpið gengur til atvinnuvn.