143. löggjafarþing — 42. fundur
 19. desember 2013.
Orkuveita Reykjavíkur, frh. 3. umræðu.
stjfrv., 178. mál (heildarlög). — Þskj. 218, nál. 384, brtt. 385 og 409.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[12:31]

Brtt. 385,1–4 samþ. með 48 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁPÁ,  BÁ,  BjarnB,  BjÓ,  BP,  BN,  EKG,  ELA,  EyH,  FSigurj,  GuðbH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HBK,  HarB,  HE,  HHj,  HöskÞ,  IllG,  JMS,  JónG,  KG,  KÞJ,  KLM,  LínS,  OH,  ÓP,  PVB,  PJP,  PHB,  REÁ,  RR,  RM,  SDG,  SII,  SigrM,  SIJ,  SPJ,  SilG,  UBK,  VBj,  ValG,  VigH,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE.
9 þm. (ÁÞS,  BirgJ,  BjG,  HHG,  JÞÓ,  KJak,  LRM,  SJS,  ÖS) greiddu ekki atkv.
6 þm. (ÁsF,  ElH,  KaJúl,  ÓGunn,  SSv,  VilB) fjarstaddir.

Brtt. 409,1–2 felld með 49:5 atkv. og sögðu

  já:  ÁÞS,  BjG,  KJak,  LRM,  SJS.
nei:  ÁPÁ,  BÁ,  BjarnB,  BjÓ,  BP,  BN,  EKG,  ELA,  EyH,  FSigurj,  GuðbH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HBK,  HarB,  HE,  HHj,  HöskÞ,  IllG,  JMS,  JónG,  KG,  KÞJ,  KLM,  LínS,  OH,  ÓP,  PVB,  PJP,  PHB,  REÁ,  RR,  RM,  SDG,  SII,  SigrM,  SIJ,  SPJ,  SilG,  UBK,  VBj,  ValG,  VigH,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE,  ÖS.
3 þm. (BirgJ,  HHG,  JÞÓ) greiddu ekki atkv.
6 þm. (ÁsF,  ElH,  KaJúl,  ÓGunn,  SSv,  VilB) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[12:32]
Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Hér er lagt til að frestað verði uppskiptingu Orkuveitu Reykjavíkur í tvö ár. Vegna innleiðingar á raforkutilskipun hefur þetta lengi legið fyrir. Við teljum að nota eigi þann tíma sem við leggjum hér til til að skoða möguleika á að endurskoða innleiðingu á raforkutilskipuninni. Við teljum ekki raunverulegan samkeppnismarkað hér á landi. Þó að önnur orkufyrirtæki hafi innleitt þessa uppskiptingu teljum við að það eigi að gefa því lengri tíma og skoða hvort með einhverjum hætti sé hægt að endurskoða þá innleiðingu sem ég held að flestir sjái í dag að hafi ekki verið rétt skref að stíga. Reynslan hefur sýnt það.



Frv., svo breytt, samþ. með 51 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁPÁ,  BÁ,  BirgJ,  BjarnB,  BjÓ,  BP,  BN,  EKG,  ELA,  EyH,  FSigurj,  GuðbH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HBK,  HarB,  HE,  HHG,  HHj,  HöskÞ,  IllG,  JMS,  JónG,  KG,  KÞJ,  KLM,  LínS,  OH,  ÓP,  PVB,  PJP,  PHB,  REÁ,  RR,  RM,  SDG,  SII,  SigrM,  SIJ,  SPJ,  SilG,  UBK,  VBj,  ValG,  VigH,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE,  ÖS.
6 þm. (ÁÞS,  BjG,  JÞÓ,  KJak,  LRM,  SJS) greiddu ekki atkv.
6 þm. (ÁsF,  ElH,  KaJúl,  ÓGunn,  SSv,  VilB) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[12:34]
iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér atkvæði um frumvarp til laga um Orkuveitu Reykjavíkur. Núna þegar stefnir í að þessi uppskipting Orkuveitunnar verði lögfest vildi ég rétt koma í atkvæðaskýringu og þakka hv. atvinnuveganefnd fyrir góða vinnu að þessu máli.

Menn þekkja forsöguna, þessu hefur áður verið frestað í fjórgang en nú hefur þessi skipting verið lögfest og er þá jafnræði meðal allra orkufyrirtækja sem starfa hér á markaði. Þetta frumvarp hefur verið unnið í góðu samstarfi og góðri samvinnu við fyrirtækið. Ég get fullvissað menn um að stjórnendur fyrirtækisins eru í góðri sátt við þetta og þetta mun ekki hafa neikvæð áhrif á fjárhagsstöðuna.

Ég ítreka þakkir mínar til nefndarinnar fyrir góða vinnu að þessu máli.



[12:35]
Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég vil nota tækifærið og þakka sömuleiðis hv. atvinnuveganefnd fyrir góð störf. Í meðförum þingsins hefur málið tekið góðum breytingum. Núna ætti að vera tryggt að Orkuveita Reykjavíkur einbeitir sér að því sem Orkuveita Reykjavíkur er góð í, kjarnastarfseminni. Á þinginu varð slys á sínum tíma við lagasetningu um þetta ágæta fyrirtæki þegar Orkuveitan fór í ýmislegt annað sem kostaði landsmenn alla, í það minnsta alla þá sem njóta þjónustu hennar og eigendur hennar, mikla fjármuni. Ég tók það upp í umræðum og hv. atvinnuveganefnd tók mið af því.

Ég fagna þessum breytingum og þessari niðurstöðu.