143. löggjafarþing — 101. fundur
 30. apríl 2014.
tilkynning um skrifleg svör.

[15:03]
Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Borist hefur bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 919, um greiðslur erfingja ábyrgðarmanna af námslánum, frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur.

Jafnframt hefur forseta borist bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 772, um aðlögun að Evrópusambandinu, frá Guðbjarti Hannessyni.