143. löggjafarþing — 118. fundur
 16. maí 2014.
menntun og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, 2. umræða.
frv. allsh.- og menntmn., 561. mál (skip- og vélstjórnarréttindi). — Þskj. 972, nál. 1182.

[18:04]
Frsm. allsh.- og menntmn. (Unnur Brá Konráðsdóttir) (S):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti allsherjarnefndar sem stendur öll að þessu máli enda flytur hún það sjálf. Við fjölluðum um málið í nefndinni og breytingin felur það í sér að unnt verður að veita þeim kennsluréttindi sem hafa lokið námi til fullra réttinda í skipstjórn og vélstjórn auk 60 eininga náms í uppeldis- og kennslufræði fyrir framhaldsskóla. Við teljum mikla bót að því að samþykkja þetta mál og leggjum til að það verði samþykkt óbreytt.

Undir þetta skrifa sú sem hér stendur, Líneik Anna Sævarsdóttir, Elsa Lára Arnardóttir, Guðbjartur Hannesson, Jóhanna María Sigmundsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson og Vilhjálmur Árnason.