143. löggjafarþing — 118. fundur
 16. maí 2014.
Lánasjóður íslenskra námsmanna, frh. 2. umræðu.
frv. SSv o.fl., 148. mál (úthlutunarreglur). — Þskj. 171, nál. m. brtt. 713, brtt. 1165.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[19:18]

[19:18]
Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil við þetta tækifæri bæði þakka hv. allsherjar- og menntamálanefnd og hæstv. mennta- og menningarmálaráðherra fyrir að taka vel í þetta frumvarp og vinna það til enda. Þetta snýst um einfaldan hlut í raun en varðar töluverða réttarbót fyrir þá sem eru á námslánum, vegna þess að það felur í sér áskilnað um það að ráðuneytið hafi upplýsingar um kjör námsmanna á komandi námsári eigi síðar en 1. apríl ár hvert.



Brtt. í nál. 713 samþ. með 54 shlj. atkv.

 1. gr., svo breytt, samþ. með 53 shlj. atkv.

Brtt. 1165 (ný 2. gr.) samþ. með 55 shlj. atkv.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr.