144. löggjafarþing — 35. fundur
 19. nóvember 2014.
veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald, frh. 3. umræðu.
stjfrv., 158. mál (hæfi dyravarða). — Þskj. 552.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[15:44]

Frv.  samþ. með 34 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁPÁ,  BjG,  BjarnB,  BjÓ,  BP,  BN,  ELA,  EIS,  FSigurj,  GuðbH,  GBS,  HarB,  HE,  HHj,  HöskÞ,  JMS,  KÞJ,  KLM,  LRM,  LínS,  ÓP,  PVB,  PHB,  RM,  SII,  SigrM,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VBj,  ValG,  VigH,  ÞorS,  ÞórE.
3 þm. (BirgJ,  HHG,  JÞÓ) greiddu ekki atkv.
26 þm. (ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  ElH,  EyH,  GÞÞ,  GStein,  HBK,  IllG,  JónG,  KG,  KJak,  KaJúl,  OH,  PJP,  REÁ,  RR,  SDG,  SIJ,  SilG,  UBK,  VilÁ,  VilB,  WÞÞ,  ÖJ,  ÖS) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[15:43]
Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Það er eitt í þessu frumvarpi sem stingur okkur pírata pínulítið í augun og það er að dyraverðir megi ekki hafa verið teknir fyrir fíkniefnabrot á síðastliðnum fimm árum. Við hefðum getað lagt fram breytingartillögu um þetta efni en við teljum að þetta sé liður í stærra samhengi, í stærra verkefni sem er í gangi sem fjallar um að endurskoða fíkniefnalöggjöfina með hliðsjón af því að bæta réttindastöðu neytenda og það er samkvæmt þingsályktunartillögu sem var samþykkt á seinasta þingi, samhljóma ef ég man rétt. Því sitjum við hjá við afgreiðslu þessa máls.