144. löggjafarþing — 49. fundur
 15. desember 2014.
Seðlabanki Íslands, frh. 3. umræðu.
stjfrv., 390. mál (eiginfjárviðmið og ráðstöfun hagnaðar). — Þskj. 730.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[11:28]

Frv.  samþ. með 34 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjarnB,  BN,  ElH,  ELA,  EyH,  FSigurj,  GÞÞ,  HarB,  HöskÞ,  IllG,  JMS,  JónG,  KG,  KÞJ,  LínS,  PJP,  PHB,  REÁ,  RR,  SDG,  SÁA,  SigrM,  SIJ,  SilG,  UBK,  ValG,  VigH,  VilÁ,  VilB,  WÞÞ,  ÞorS.
23 þm. (BirgJ,  BjG,  BjÓ,  BP,  GuðbH,  GStein,  HHG,  HHj,  JÞÓ,  KJak,  KaJúl,  KLM,  MGM,  OH,  ÓP,  PVB,  RM,  SII,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VBj,  ÖS) greiddu ekki atkv.
6 þm. (EKG,  GBS,  HE,  LRM,  ÞórE,  ÖJ) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[11:27]
Steingrímur J. Sigfússon (Vg):

Herra forseti. Við stöndum ekki að afgreiðslu þessa máls. Það tengist annars vegar ótímabærri, að okkar mati, tekjufærslu ríkisins á þessum innbyrðis samskiptum við Seðlabankann sem eðlilegra hefði verið að kæmi til sögunnar á næsta ári eftir því sem tilefni væru þá til að afloknu því að Seðlabankanum hefðu verið sett ný eiginfjárviðmið, að uppgjör hans á þessu ári hefði legið fyrir og endanleg staða. Ríkið er hér að flýta sér um of að okkar dómi til að koma þessari umdeilanlegu tekjufærslu inn í bækur sínar strax á árinu 2014.

Í öðru lagi er það svo þannig að ýmislegt sem varðar þessi vandasömu samskipti milli ríkissjóðs og Seðlabankans og færslur í þeim efnum hefði gjarnan mátt undirbyggja betur með vandaðri vinnu að okkar dómi þó að aðkoma ríkisreikningsnefndar á síðustu stigum málsins hafi vissulega skýrt það nokkuð. Það er fljótaskrift á þessu af hálfu hæstv. fjármálaráðherra og það vekur auðvitað grunsemdir um að (Forseti hringir.) það hafi haft óþarflega mikið að segja í þessu máli, löngunin til að ná í þessa tekjufærslu strax á árinu 2014.