144. löggjafarþing — 114. fundur
 28. maí 2015.
slysatryggingar almannatrygginga, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 402. mál (heildarlög, EES-reglur). — Þskj. 578, nál. 1272, brtt. 1273.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[11:20]

[11:14]
Elsa Lára Arnardóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Það frumvarp sem við greiðum atkvæði um hér og nú er liður í heildarendurskoðun laga um almannatryggingar, nr. 100/2007. Frumvarpinu er ætlað að færa gildandi ákvæði laga um slysatryggingar í sérlög án þess að gera efnisbreytingar á þeim til að gera löggjöfina aðgengilegri. Jafnframt er því ætlað að auðvelda efnislega endurskoðun laganna.

Eins og fram kom í umræðum í gær eru allir nefndarmenn velferðarnefndar á þessu áliti og öllum breytingartillögunum á frumvarpinu. Í umræðunni í gær kom jafnframt fram að frumvarp þetta er nátengt öðrum frumvörpum en þau eru ekki til afgreiðslu hér. Mikil vinna átti sér stað í nefndinni og margar efnislegar umsagnir bárust um málið. Það var mikill samhljómur nefndarmanna UM að vísa þeim til endurskoðunar laganna.

Ég legg til að frumvarpið verði samþykkt til að gera lögin aðgengilegri fyrir þá sem þess þurfa.



[11:15]
Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta frumvarp er örugglega til bóta en það er áfram bútasaumur við það heildarvelferðarkerfi sem við höfum sem er alltaf verið að bæta við en er í grunninn, eins og kom fram í umræðunni um þetta mál í gær, vegna þess að það voru bara takmarkaðir peningar til að spila úr og eru enn þannig að menn hafa alltaf þurft að vera með bútasaum, bæta við, passa upp á að peningarnir lendi þar sem þeir skipta mestu máli. En ég hvet þingmenn og landsmenn til að skoða umræðuna frá því í gær því að þetta er nokkuð sem við stöndum frammi fyrir núna. Péturs Blöndals-nefndin er að taka saman allan þennan bútasaum og athuga hvort við séum ekki komin á þann stað að við getum verið með heildstæðari nálgun á þetta. Það er stefnan sem virðist vera, það er stefnan sem verður í framtíðinni um velferðarkerfið, um aukinn þrýsting í kjölfarið, sjálfvirkni starfa, vöxt án mikils starfa og svo náttúrlega eldri kynslóða þannig að þetta er örugglega til bóta.

Ég mun sjálfur ekki greiða atkvæði með því þar sem ég get ekki séð það í framkvæmd en vísa aftur til þess að (Forseti hringir.) við erum að færa okkur í rétta átt varðandi heildarendurskoðun á þessum lögum.



[11:16]
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við í Samfylkingunni styðjum þetta mál. Í því felst eingöngu að verið er að flytja lög um slysatryggingar úr lögum um almannatryggingar yfir í sérstakan lagabálk. Við styðjum málið á grundvelli þess að það er bráðabirgðaákvæði í frumvarpinu um endurskoðun slysatrygginga innan tveggja ára og við munum fylgjast með því að ráðherra fari í þessa endurskoðun, sérstaklega þegar kemur að skilgreiningu vinnuslysa, bótaskyldu vegna atvinnusjúkdóma og almennri hækkun bótanna til samræmis við hækkun annarra bóta síðustu tvo áratugina.

Með þessu fororði styður Samfylkingin málið.



[11:17]
Guðbjartur Hannesson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Eins og fram hefur komið styður Samfylkingin þetta mál. Ég tók þátt í afgreiðslu málsins í velferðarnefnd en ítreka að forsendurnar fyrir slíkri samþykkt eru að heildarendurskoðunin á almannatryggingalögunum og þar með þessum sérlögum um slysatryggingar eigi sér stað fljótt og verði sem allra fyrst. Mikilvægar breytingar þurfa að eiga sér stað sem ekki eru hér inni, m.a. að námsmenn fái slysatryggingu til jafns við til dæmis íþróttamenn sem eru í þessum lögum. Það eru reglur um hvernig greiðslur hækka. Hér er því breytt vegna þess að frumvarpið kom fyrst fram fyrir áramót. Síðan er þetta lagfært með tölum í frumvarpinu. Ef maður skoðar þessar hækkanir yfir lengri tíma eru þær langt undir því sem þær þurfa að vera til að standa undir því að vera slysatryggingar ef menn ætla í alvöru að hafa almennar tryggingar en ekki treysta á einkageirann í sambandi við sjúkdóma og slysatryggingar.

Ég styð þetta sem sagt sem fyrsta skref en treysti á að endurskoðunin fari hratt og vel fram.



[11:19]
Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við vinstri græn styðjum þetta mál. Hér er einungis verið að færa slysatryggingarnar yfir í sérlög. Það er ágætt sem fyrsta skref en við bindum hins vegar vonir við það og treystum því að það verði farið í nauðsynlega endurskoðun á þessum lögum þar sem gerðar verði nauðsynlegar efnisbreytingar, m.a. í samræmi við þær efnislegu breytingar sem nefndinni bárust við vinnslu þessa máls. Á þessu stigi málsins styðjum við þetta og höldum svo áfram með þetta góða mál í framtíðinni.



 1. gr. samþ. með 47 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AME,  ÁPÁ,  ÁsF,  BÁ,  BirgJ,  BjG,  BP,  EKG,  ELA,  EyH,  FG,  FSigurj,  GuðbH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HBK,  HarB,  HE,  HHG,  HHj,  JMS,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  LRM,  LínS,  OH,  ÓP,  PVB,  PJP,  RM,  SDG,  SÁA,  SII,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  UBK,  VBj,  VigH,  VilÁ,  VilB,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE,  ÖS.
1 þm. (JÞÓ) greiddi ekki atkv.
15 þm. (BjarnB,  BN,  EldÁ,  ElH,  HöskÞ,  IllG,  KG,  KJak,  KLM,  REÁ,  RR,  SIJ,  SilG,  ValG,  ÖJ) fjarstaddir.

 2. gr. samþ. með 47 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AME,  ÁPÁ,  ÁsF,  BÁ,  BirgJ,  BjG,  BP,  EKG,  ELA,  EyH,  FG,  FSigurj,  GuðbH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HBK,  HarB,  HE,  HHG,  HHj,  JMS,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  LRM,  LínS,  OH,  ÓP,  PVB,  PJP,  RM,  SDG,  SÁA,  SII,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  UBK,  VBj,  VigH,  VilÁ,  VilB,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE,  ÖS.
1 þm. (JÞÓ) greiddi ekki atkv.
15 þm. (BjarnB,  BN,  EldÁ,  ElH,  HöskÞ,  IllG,  KG,  KJak,  KLM,  REÁ,  RR,  SIJ,  SilG,  ValG,  ÖJ) fjarstaddir.

Brtt. 1273,1 samþ. með 50 shlj. atkv.

 3. gr., svo breytt, samþ. með 48 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AME,  ÁPÁ,  ÁsF,  BÁ,  BirgJ,  BjG,  BP,  EKG,  ELA,  EyH,  FG,  FSigurj,  GuðbH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HBK,  HarB,  HE,  HHG,  HHj,  HöskÞ,  JMS,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  KLM,  LRM,  LínS,  OH,  ÓP,  PVB,  PJP,  RM,  SDG,  SÁA,  SII,  SJS,  SÞÁ,  UBK,  VBj,  VigH,  VilÁ,  VilB,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE,  ÖS.
1 þm. (JÞÓ) greiddi ekki atkv.
14 þm. (BjarnB,  BN,  EldÁ,  ElH,  IllG,  KG,  KJak,  REÁ,  RR,  SIJ,  SilG,  SSv,  ValG,  ÖJ) fjarstaddir.

 4.–10. gr. samþ. með 46 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AME,  ÁPÁ,  ÁsF,  BÁ,  BirgJ,  BjG,  BP,  EKG,  ELA,  EyH,  FG,  GuðbH,  GÞÞ,  GBS,  HBK,  HarB,  HE,  HHG,  HHj,  HöskÞ,  JMS,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  KLM,  LRM,  LínS,  OH,  ÓP,  PVB,  PJP,  RM,  SDG,  SÁA,  SII,  SJS,  SÞÁ,  UBK,  VBj,  VigH,  VilÁ,  VilB,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE,  ÖS.
1 þm. (JÞÓ) greiddi ekki atkv.
16 þm. (BjarnB,  BN,  EldÁ,  ElH,  FSigurj,  GStein,  IllG,  KG,  KJak,  REÁ,  RR,  SIJ,  SilG,  SSv,  ValG,  ÖJ) fjarstaddir.

Brtt. 1273,2 samþ. með 48 shlj. atkv.

 11. gr., svo breytt, samþ. með 48 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AME,  ÁPÁ,  ÁsF,  BÁ,  BirgJ,  BjG,  BP,  EKG,  ELA,  EyH,  FG,  FSigurj,  GuðbH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HBK,  HarB,  HE,  HHG,  HHj,  HöskÞ,  JMS,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  KLM,  LRM,  LínS,  OH,  ÓP,  PVB,  PJP,  RM,  SDG,  SÁA,  SII,  SJS,  SÞÁ,  UBK,  VBj,  VigH,  VilÁ,  VilB,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE,  ÖS.
1 þm. (JÞÓ) greiddi ekki atkv.
14 þm. (BjarnB,  BN,  EldÁ,  ElH,  IllG,  KG,  KJak,  REÁ,  RR,  SIJ,  SilG,  SSv,  ValG,  ÖJ) fjarstaddir.

 12. gr. samþ. með 47 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AME,  ÁPÁ,  ÁsF,  BÁ,  BirgJ,  BjG,  BP,  EKG,  ELA,  EyH,  FG,  FSigurj,  GuðbH,  GÞÞ,  GBS,  HBK,  HarB,  HE,  HHG,  HHj,  HöskÞ,  JMS,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  KLM,  LRM,  LínS,  OH,  ÓP,  PVB,  PJP,  RM,  SDG,  SÁA,  SII,  SJS,  SÞÁ,  UBK,  VBj,  VigH,  VilÁ,  VilB,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE,  ÖS.
1 þm. (JÞÓ) greiddi ekki atkv.
15 þm. (BjarnB,  BN,  EldÁ,  ElH,  GStein,  IllG,  KG,  KJak,  REÁ,  RR,  SIJ,  SilG,  SSv,  ValG,  ÖJ) fjarstaddir.

Brtt. 1273,3 samþ. með 48 shlj. atkv.

 13. gr., svo breytt, samþ. með 48 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AME,  ÁPÁ,  ÁsF,  BÁ,  BirgJ,  BjG,  BP,  EKG,  ELA,  EyH,  FG,  FSigurj,  GuðbH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HBK,  HarB,  HE,  HHG,  HHj,  HöskÞ,  JMS,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  KLM,  LRM,  LínS,  OH,  ÓP,  PVB,  PJP,  RM,  SDG,  SÁA,  SII,  SJS,  SÞÁ,  UBK,  VBj,  VigH,  VilÁ,  VilB,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE,  ÖS.
1 þm. (JÞÓ) greiddi ekki atkv.
14 þm. (BjarnB,  BN,  EldÁ,  ElH,  IllG,  KG,  KJak,  REÁ,  RR,  SIJ,  SilG,  SSv,  ValG,  ÖJ) fjarstaddir.

Brtt. 1273,4 (tvær nýjar greinar, verða 14.–15. gr.) samþ. með 49 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AME,  ÁPÁ,  ÁsF,  BÁ,  BirgJ,  BjG,  BP,  EKG,  ELA,  EyH,  FG,  FSigurj,  GuðbH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HBK,  HarB,  HE,  HHG,  HHj,  HöskÞ,  JMS,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  KLM,  LRM,  LínS,  OH,  ÓP,  PVB,  PJP,  RM,  SDG,  SÁA,  SII,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  UBK,  VBj,  VigH,  VilÁ,  VilB,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE,  ÖS.
1 þm. (JÞÓ) greiddi ekki atkv.
13 þm. (BjarnB,  BN,  EldÁ,  ElH,  IllG,  KG,  KJak,  REÁ,  RR,  SIJ,  SilG,  ValG,  ÖJ) fjarstaddir.

 14.–19. gr. (verða 16.–21. gr.) samþ. með 48 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AME,  ÁPÁ,  ÁsF,  BÁ,  BirgJ,  BjG,  BP,  EKG,  ELA,  EyH,  FG,  FSigurj,  GuðbH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HBK,  HarB,  HE,  HHG,  HHj,  HöskÞ,  JMS,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  KLM,  LRM,  LínS,  OH,  ÓP,  PVB,  PJP,  RM,  SDG,  SÁA,  SII,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  UBK,  VBj,  VilÁ,  VilB,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE,  ÖS.
1 þm. (JÞÓ) greiddi ekki atkv.
14 þm. (BjarnB,  BN,  EldÁ,  ElH,  IllG,  KG,  KJak,  REÁ,  RR,  SIJ,  SilG,  ValG,  VigH,  ÖJ) fjarstaddir.

Brtt. 1273,5–6 samþ. með 49 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AME,  ÁPÁ,  ÁsF,  BÁ,  BirgJ,  BjG,  BP,  EKG,  ELA,  EyH,  FG,  FSigurj,  GuðbH,  GÞÞ,  GStein,  GBS,  HBK,  HarB,  HE,  HHG,  HHj,  HöskÞ,  JMS,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  KLM,  LRM,  LínS,  OH,  ÓP,  PVB,  PJP,  RM,  SDG,  SÁA,  SII,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  UBK,  VBj,  VigH,  VilÁ,  VilB,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE,  ÖS.
1 þm. (JÞÓ) greiddi ekki atkv.
13 þm. (BjarnB,  BN,  EldÁ,  ElH,  IllG,  KG,  KJak,  REÁ,  RR,  SIJ,  SilG,  ValG,  ÖJ) fjarstaddir.

 20.–24. gr. (verðar 22.–26. gr.), svo breyttar, og ákv. til brb. samþ. með 48 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AME,  ÁPÁ,  ÁsF,  BÁ,  BirgJ,  BjG,  BP,  EKG,  ELA,  EyH,  FG,  FSigurj,  GuðbH,  GÞÞ,  GBS,  HBK,  HarB,  HE,  HHG,  HHj,  HöskÞ,  JMS,  JónG,  KaJúl,  KÞJ,  KLM,  LRM,  LínS,  OH,  ÓP,  PVB,  PJP,  RM,  SDG,  SÁA,  SII,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  UBK,  VBj,  VigH,  VilÁ,  VilB,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE,  ÖS.
1 þm. (JÞÓ) greiddi ekki atkv.
14 þm. (BjarnB,  BN,  EldÁ,  ElH,  GStein,  IllG,  KG,  KJak,  REÁ,  RR,  SIJ,  SilG,  ValG,  ÖJ) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr.