145. löggjafarþing — 169. fundur
 12. október 2016.
útlendingar, frh. 2. umræðu.
frv. meiri hl. allsh.- og menntmn., 893. mál (frestun réttaráhrifa). — Þskj. 1767.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[13:09]

[13:05]
Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég vil bara vekja athygli á því að hér er bráðabirgðaákvæði um lið í lögum um útlendinga sem við píratar höfum varað við. Það er skilgreiningin á öruggum löndum. Það var t.d. þannig að það mætti senda útlendinga til öruggra landa þar sem eru dauðarefsingar og mundi það seint vera skilgreint sem öryggi ef þú ert sendur til baka og óttast um líf þitt. Ég held að við þurfum að stíga mjög varlega til jarðar þegar við notum slíkar skilgreiningar í heimi þar sem eru miklar breytingar og sviptingar. Ég vonast til þess að ekki verði gripið til svona bráðabirgðaákvæða þar sem þú hefur ekki rétt til að kæra úrskurð. Ef við fáum inn hópa af flóttamönnum eða hælisleitendum þurfum við að fara mjög varlega. (Forseti hringir.) Ég tel að það þurfi að vera miklu meiri umræða um svona mál hér á þingi en er um þetta tiltekna mál.



[13:06]
Guðmundur Steingrímsson (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Í tilefni þessarar atkvæðagreiðslu finnst mér mikilvægt að lýsa skilningi mínum á málinu. Mér finnst þetta ekki þægilegt frumvarp og að setja svona sérákvæði af einhverju tilefni sem blasir við, það er mikið af umsóknum frá tilteknum löndum um hæli eða vernd hér á landi. Mér finnst mjög mikilvægt að þegar kemur til þess að nýta þetta ákvæði, sem verður væntanlega lögfest núna til bráðabirgða, til að vísa fólki aftur til síns heima, sé það aðeins gert ef það er algerlega augljóst að um tilhæfulausa umsókn um vernd er að ræða. Ef það kann að vera einhver ástæða fyrir því að viðkomandi sé að sækja um vernd sé hann ekki sendur heim. Að þessu spurði ég í nefndarvinnunni og ég fékk staðfestingu á að það væri skilningurinn. Hins vegar er það auðvitað lykilatriði að kæruferlið heldur áfram hér á landi. Það er ekki verið að taka af þessu fólki þann rétt að leita réttar síns þó að það sé sent aftur til síns heima. Ég vildi bara að það væri alveg skýrt.



[13:08]
Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég vil bara taka það fram að við erum ekki að gera breytingar á því ákvæði er fjallar um örugg ríki. Þetta ákvæði gildir einungis til áramóta þegar nýju útlendingalögin taka gildi. Hér er verið að stíga eins lítið skref og í rauninni er hægt. Engu að síður er það mjög mikilvægt og ég þakka fyrir þann skilning sem málið fær hér í þinginu. Við fjölluðum að sjálfsögðu um efnisatriði ákvæðis á þessa lund þegar við fórum með hinn svokallaða útlendingastubb í gegnum þingið fyrr á þessu þingi, í marsmánuði minnir mig þannig að rökin með og á móti hafa verið rædd í allsherjarnefnd og við höfum fengið gesti vegna þess þó að við höfum ekki náð að taka slíka fundi í nefndinni núna í þessum mánuði.



 1. gr. samþ. með 23 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁsF,  BN,  EKG,  ELA,  FSigurj,  GÞÞ,  HarB,  HE,  HöskÞ,  JMS,  JónG,  LínS,  PJP,  REÁ,  RR,  SÁA,  SigrM,  UBK,  ValG,  VilB,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE.
11 þm. (ÁPÁ,  BirgJ,  GStein,  HallM,  HHj,  LRM,  MGM,  ÓÞ,  ÓP,  SII,  SSv) greiddu ekki atkv.
29 þm. (ÁsmD,  ÁstaH,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BjÓ,  BP,  EyH,  GBS,  HBK,  IllG,  KG,  KJak,  KÞJ,  KLM,  OH,  ÓBK,  PVB,  RM,  SDG,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  VBj,  VigH,  VilÁ,  ÖJ,  ÖS) fjarstaddir.

 2. gr. samþ. með 24 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁsF,  BN,  EKG,  ELA,  FSigurj,  GÞÞ,  HarB,  HE,  HöskÞ,  JMS,  JónG,  LínS,  MGM,  PJP,  REÁ,  RR,  SÁA,  SigrM,  UBK,  ValG,  VilB,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE.
10 þm. (ÁPÁ,  BirgJ,  GStein,  HallM,  HHj,  LRM,  ÓÞ,  ÓP,  SII,  SSv) greiddu ekki atkv.
29 þm. (ÁsmD,  ÁstaH,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BjÓ,  BP,  EyH,  GBS,  HBK,  IllG,  KG,  KJak,  KÞJ,  KLM,  OH,  ÓBK,  PVB,  RM,  SDG,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  VBj,  VigH,  VilÁ,  ÖJ,  ÖS) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr.