145. löggjafarþing — 171. fundur
 13. október 2016.
aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu, frh. síðari umræðu.
þáltill. HHG o.fl., 804. mál. — Þskj. 1419, nál. m. brtt. 1810.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[12:25]

[12:23]
Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér erum við að samþykkja eitt af hinum klikkuðu þingmálum sem hv. þm. Helgi Hrafn Gunnarsson hefur lagt fram á sínum ferli, um að Ísland skuli gerast aðili að Geimvísindastofnun Evrópu, sem er frábært mál. Forsaga þess er sú að það var mál sem samþykkt var í kosningakerfi Pírata og Helgi tók það bara alla leið. Hér erum við að fara að samþykkja að kanna þetta mál, sem mun verða til þess að við munum efla vísindastarf á Íslandi þegar kemur að veðurathugunum, þegar kemur að radarathugunum og þar fram eftir götunum. Þetta er frábært mál. Það er alveg frábært hvernig það var unnið, frá kosningakerfi Pírata, inn á þing, og kannski förum við bara til stjarnanna. „Per aspera ad astra.“



[12:24]
Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Mig langaði bara að þakka utanríkismálanefnd og framsögumanni málsins fyrir að taka þetta mál þannig að við getum afgreitt það á Alþingi í dag. Mig langar að vitna í stutta grein eftir Kára Helgason og Sævar Helga Bragason um þetta mál, með leyfi forseta:

„Hver einasta króna sem Ísland legði til í ESA myndi skila sér til baka til atvinnulífsins í formi úthlutaðra verkefna. Þá eru ekki meðtalin þau óbeinu áhrif á hagkerfið sem tengd nýsköpunarstarfsemi hefði í för með sér. Í ítarlegum úttektum sem gerðar voru á þátttöku hinna Norðurlandanna í ESA var komist að þeirri niðurstöðu, að fyrir hverja milljón króna sem varið var í samstarf við ESA urðu til 4 til 5 milljónir í veltu fyrir þarlend fyrirtæki.“

Það sem skiptir öllu máli er að í leiðinni verður hægt að segja íslenskum skólabörnum í fyrsta skipti: Hey, krakkar, þið getið orðið geimfarar!



Brtt. í nál. 1810 samþ. með 56 shlj. atkv.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Till., svo breytt, samþ. með 56 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁPÁ,  ÁsF,  ÁstaH,  BÁ,  BirgJ,  BjG,  BjarnB,  BjÓ,  BP,  BN,  EKG,  ELA,  EyH,  FSigurj,  GÞÞ,  GStein,  HallM,  HarB,  HE,  HHj,  HöskÞ,  IllG,  JMS,  JónG,  KG,  KJak,  KÞJ,  LRM,  LínS,  MGM,  OH,  ÓBK,  ÓÞ,  ÓP,  PVB,  PJP,  REÁ,  RR,  RM,  SÁA,  SII,  SigrM,  SIJ,  SilG,  SÞÁ,  SSv,  UBK,  VBj,  ValG,  VigH,  VilÁ,  VilB,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórE,  ÖS.
7 þm. (ÁsmD,  GBS,  HBK,  KLM,  SDG,  SJS,  ÖJ) fjarstaddir.