146. löggjafarþing — 13. fundur
 22. desember 2016.
fjárlög 2017, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 1. mál. — Þskj. 1, nál. 48, 55, 56, 57 og 60, brtt. 49, 50, 51, 52, 53 og 54.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[20:21]

[20:11]
Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Eins og fram hefur komið í umræðum í dag hefur sú sem hér stendur og Samfylkingin ýmislegt við fjárlagafrumvarp fyrir árið 2017 að athuga. Hins vegar voru gerðar breytingartillögur sem fjárlaganefnd kom sér saman um og þingið allt hefur komið sér saman um að afgreiða fjárlagafrumvarpið. Mér finnst það sögulegt og held að við getum bara verið svolítið glöð yfir því þó að enginn flokkur hafi fengið nákvæmlega það sem hann vildi. Kannski er gildið í þessu öllu saman að öll förum við svolítið óánægð frá borði þegar við erum búin að ganga frá fjárlagafrumvarpinu en glöð inn í jólin.

Ég þakka samstarfið og sérstaklega formanni nefndarinnar og starfsmönnum fjárlaganefndar og nefndasviðs fyrir að græja þetta á svona stuttum tíma.



[20:12]
Haraldur Benediktsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég tek heils hugar undir orð hv. þm. Oddnýjar Harðardóttur, varaformanns fjárlaganefndar, um að það er nokkuð merk stund að við skulum vera komin á þennan stað. Ég get líka verið henni innilega sammála um að við séum öll hæfilega óánægð. Þannig nást góðir samningar, allir ganga nokkuð óánægðir frá borði en ánægðir yfir því að ná niðurstöðu og að þingið hafi staðist það próf að takast á við það að setja íslenska ríkinu fjárlög við þessar aðstæður.

Ég tek undir þakkir til starfsmanna nefndarinnar og starfsmanna ráðuneyta sem voru boðin og búin að koma og aðstoða við vinnu fjárlaganefndar og til samstarfsfólks míns í fjárlaganefnd. Kærar þakkir.



[20:13]
Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég þakka þetta stutta, snarpa og árangursríka samstarf. Starfsmenn þingsins voru hérna til kl. 6 í morgun að græja öll skjöl og redda öllu og þau voru komin hingað samt strax kl. 9 aftur til að hjálpa okkur við nefndarálit og hvaðeina. Ég kann þeim miklar þakkir á fyrstu metrum mínum og fyrsta fjárlagafrumvarpi sem ég tek þátt í að vinna. Ég þakka ykkur í nefndinni aftur kærlega fyrir samstarfið. Þetta var mjög lærdómsríkt og skemmtilegt, og mjög gaman að sjá svona mismunandi fólk geta unnið vel saman þegar aðstæður eru eins og þær eru. Ég hlakka til áframhaldandi samstarfs.



[20:14]
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við erum að takast á við fyrsta frumvarp sem sett er fram samkvæmt nýjum lögum um opinber fjármál. Þetta eru allsérstakar aðstæður, það verður að segjast eins og er. Eðli málsins samkvæmt, þar sem staðan er eins og hún er og við þekkjum öll mætavel, verðum við að halda því til haga að enginn fær hér sitt fram eins og hann vildi, eins og hefur verið rakið af öðrum þingmönnum.

Ég vil þó segja að við höfum haft áhrif á frumvarpið til hins betra. Á því eru gerðar góðar breytingartillögur sem við munum samþykkja en við munum sitja hjá við frumvarpið í heild sinni vegna þess að það byggir á ríkisfjármálastefnu þeirra sem eru að fara frá völdum eða eru alltént ekki með meirihlutaumboð sem stendur.

Ég vil eins og aðrir þakka aftur fyrir samstarfið í nefndinni og formanninum sérstaklega. Það var ekki alltaf auðvelt að halda utan um mannskapinn. Þetta var mjög viðkvæmt og brothætt stundum en þetta er að hafast og mér finnst frábært hjá þinginu og okkur alþingismönnum að það skuli vera þannig.



[20:16]
Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er mjög áhugavert að sjá hvernig afgreiðslu þessa frumvarps hefur undið fram. Hv. fjárlaganefnd hafði einstaklega lítinn tíma til að sinna störfum sínum. Ég kom inn sem varamaður í nokkur skipti og sá hvernig allir nefndarmenn í hv. fjárlaganefnd lögðu sitt allra besta fram til að komast að samkomulagi. Þetta var mjög erfitt á köflum, ég fann það, en ég held að við höfum náð ágætri lausn.

Hins vegar, rétt eins og aðrir hv. þingmenn hafa bent á, eru þetta að miklu leyti fjárlög Sjálfstæðisflokksins. Því munum við Píratar greiða atkvæði með ákveðnum sameiginlegum breytingartillögum en sitja hjá við afgreiðslu málsins í heild. Mig langar að þakka hv. nefndasviði — ég held að það eigi alveg skilið að vera kallað háttvirt að sinni — fyrir óþrjótandi störf í þágu þingsins og þjóðarinnar. Þau eiga meira en gott hrós skilið.



[20:17]
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Mig langar til að segja nokkur orð um starfið í hv. fjárlaganefnd. Það var hálfgerð nýsköpun í upphafi að komast að því hvernig ætti að leysa þetta verkefni. Þar sem ég kem úr mínu baklandi í Kópavogi fannst mér mjög eðlilegt að leggja upp með að ein niðurstaða kæmi úr öllum flokkum. Það er markmið sem við settum okkur og það náðist. Ég er verulega sátt og stolt af því að það skyldi nást sem er kannski bara eðlileg niðurstaða í ljósi ástandsins, má eiginlega segja. Að sama skapi langar mig líka til að þakka fyrir vel unnin störf af hálfu hv. formanns nefndarinnar. Hann vann þetta vel og örugglega og það skapaðist gott traust og gott samstarf í þessari nefnd og er ég verulega sátt með það.



[20:18]
Silja Dögg Gunnarsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég tek undir með félögum mínum í hv. fjárlaganefnd og þakka fyrir sérstaklega gott samstarf. Ég tel að við getum lært miklu meira af þessu en við áttum okkur á núna. Það sem gerðist í nefndinni eftir nokkurra daga vinnu, eins og ég upplifi þetta og ég held að það sé nokkuð til í því, er að það myndaðist traust manna á millum og vegna þess að við treystum hvert öðru náðum við að tala saman og komast að sameiginlegri niðurstöðu.

Ég tel að þetta muni hafa áhrif langt út fyrir þingið. Við höfum oft talað um að það skorti traust til þingsins en ég tel að með þessari afgreiðslu munum við þingmenn byggja undir traust til þess. Með því að treysta hvert öðru getum við fengið almenning til að treysta okkur. Þetta er góð byrjun. Höldum svona áfram.

Ég sagði í ræðu fyrr í dag að ég vildi þakka samstarfsmönnum mínum í nefndinni og sérstaklega formanni nefndarinnar. Hann á hrós skilið. Ég er sannfærð um, og endurtek það hér, að hann muni ekki ofmetnast við slíkt hrós. Ég er nokkuð viss. Takk (Forseti hringir.) fyrir öllsömul og gleðileg jól.



[20:19]
Þorsteinn Víglundsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég tek undir orð félaga minna í fjárlaganefnd og þakka það góða starf sem þar hefur verið unnið. Við hjá Viðreisn munum greiða atkvæði með þeim ágætu breytingartillögum sem náðust í gegn en sitja hjá að öðru leyti, líkt og aðrir flokkar utan starfsstjórnar. Ég vil hins vegar, líkt og aðrir, þakka sérstaklega formanni og félögum mínum í nefndinni fyrir einstaklega gott samstarf. Ég vona að þau vinnubrögð sem við sáum í fjárlaganefnd í tengslum við þessa fjárlagaumræðu verði okkur leiðarvísir inn í þetta kjörtímabil. Það náðist einstaklega góður andi í nefndinni, gott traust manna á milli og ég held að við höfum unnið saman að mjög góðum breytingartillögum á þessum fjárlögum og gert þau betri fyrir vikið.



Brtt. 51(ný sundurliðun 1) samþ. með 29 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁslS,  ÁsF,  BÁ,  BjarnB,  BHar,  BN,  ELA,  EyH,  GBS,  HafG,  HarB,  HildS,  JónG,  LA,  NicM,  NF,  ÓBK,  PawB,  PállM,  SÁA,  SIJ,  SilG,  TBE,  ThÞ,  UBK,  ValG,  VilÁ,  VilB,  ÞórE.
30 þm. (AIJ,  ATG,  ÁstaH,  BenJ,  BirgJ,  BjG,  BLG,  BjÓ,  EB,  GBr,  GIG,  HallM,  HKF,  JÞÓ,  JSV,  JSE,  KJak,  KÓP,  LE,  OH,  ÓP,  RBB,  SMc,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VOV,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞÆ) greiddu ekki atkv.
4 þm. (GÞÞ,  KÞJ,  LRM,  SDG) fjarstaddir.

Brtt. 49,1–19 samþ. með 59 shlj. atkv.

Brtt. 50,1–12 samþ. með 35 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  ATG,  ÁslS,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  ELA,  EyH,  GBS,  HafG,  HarB,  HildS,  JónG,  KJak,  KÓP,  LA,  NF,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  TBE,  UBK,  ValG,  VilÁ,  VilB,  ÞórE.
24 þm. (ÁstaH,  BenJ,  BirgJ,  BLG,  BjÓ,  EB,  GBr,  GIG,  HallM,  HKF,  JÞÓ,  JSV,  JSE,  LE,  NicM,  OH,  ÓP,  PawB,  SMc,  ThÞ,  VOV,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞÆ) greiddu ekki atkv.
4 þm. (GÞÞ,  KÞJ,  LRM,  SDG) fjarstaddir.

Brtt. 54 samþ. með 58 shlj. atkv.

 Sundurliðun 2, svo breytt, samþ. með 31 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁslS,  ÁsF,  BenJ,  BÁ,  BjarnB,  BjÓ,  BHar,  BN,  ELA,  EyH,  HafG,  HKF,  HarB,  HildS,  JónG,  JSV,  LA,  NF,  ÓBK,  PawB,  PállM,  SÁA,  SIJ,  SilG,  TBE,  UBK,  ValG,  VilÁ,  VilB,  ÞKG,  ÞórE.
27 þm. (AIJ,  ATG,  ÁstaH,  BirgJ,  BjG,  BLG,  EB,  GBr,  GIG,  HallM,  JÞÓ,  JSE,  KJak,  KÓP,  LE,  NicM,  OH,  ÓP,  RBB,  SMc,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  ThÞ,  VOV,  ÞorstV,  ÞÆ) greiddu ekki atkv.
5 þm. (GÞÞ,  GBS,  KÞJ,  LRM,  SDG) fjarstaddir.

 1.a gr. samþ. með 27 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁslS,  ÁsF,  BÁ,  BjarnB,  BHar,  BN,  ELA,  EyH,  GBS,  HafG,  HarB,  HildS,  JónG,  LA,  NF,  ÓBK,  PawB,  PállM,  SÁA,  SIJ,  SilG,  TBE,  UBK,  ValG,  VilÁ,  VilB,  ÞórE.
32 þm. (AIJ,  ATG,  ÁstaH,  BenJ,  BirgJ,  BjG,  BLG,  BjÓ,  EB,  GBr,  GIG,  HallM,  HKF,  JÞÓ,  JSV,  JSE,  KJak,  KÓP,  LE,  NicM,  OH,  ÓP,  RBB,  SMc,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  ThÞ,  VOV,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞÆ) greiddu ekki atkv.
4 þm. (GÞÞ,  KÞJ,  LRM,  SDG) fjarstaddir.

 1.b gr. samþ. með 26 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁslS,  ÁsF,  BÁ,  BjarnB,  BHar,  BN,  ELA,  EyH,  GBS,  HafG,  HarB,  HildS,  JónG,  LA,  NF,  ÓBK,  PállM,  SÁA,  SIJ,  SilG,  TBE,  UBK,  ValG,  VilÁ,  VilB,  ÞórE.
33 þm. (AIJ,  ATG,  ÁstaH,  BenJ,  BirgJ,  BjG,  BLG,  BjÓ,  EB,  GBr,  GIG,  HallM,  HKF,  JÞÓ,  JSV,  JSE,  KJak,  KÓP,  LE,  NicM,  OH,  ÓP,  PawB,  RBB,  SMc,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  ThÞ,  VOV,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞÆ) greiddu ekki atkv.
4 þm. (GÞÞ,  KÞJ,  LRM,  SDG) fjarstaddir.

 2. gr., svo breytt, samþ. með 26 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁslS,  ÁsF,  BÁ,  BjarnB,  BHar,  BN,  ELA,  EyH,  GBS,  HafG,  HarB,  HildS,  JónG,  LA,  NF,  ÓBK,  PállM,  SÁA,  SIJ,  SilG,  TBE,  UBK,  ValG,  VilÁ,  VilB,  ÞórE.
33 þm. (AIJ,  ATG,  ÁstaH,  BenJ,  BirgJ,  BjG,  BLG,  BjÓ,  EB,  GBr,  GIG,  HallM,  HKF,  JÞÓ,  JSV,  JSE,  KJak,  KÓP,  LE,  NicM,  OH,  ÓP,  PawB,  RBB,  SMc,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  ThÞ,  VOV,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞÆ) greiddu ekki atkv.
4 þm. (GÞÞ,  KÞJ,  LRM,  SDG) fjarstaddir.

 3. gr., svo breytt, samþ. með 26 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁslS,  ÁsF,  BÁ,  BjarnB,  BHar,  BN,  ELA,  EyH,  GBS,  HafG,  HarB,  HildS,  JónG,  LA,  NF,  ÓBK,  PállM,  SÁA,  SIJ,  SilG,  TBE,  UBK,  ValG,  VilÁ,  VilB,  ÞórE.
33 þm. (AIJ,  ATG,  ÁstaH,  BenJ,  BirgJ,  BjG,  BLG,  BjÓ,  EB,  GBr,  GIG,  HallM,  HKF,  JÞÓ,  JSV,  JSE,  KJak,  KÓP,  LE,  NicM,  OH,  ÓP,  PawB,  RBB,  SMc,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  ThÞ,  VOV,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞÆ) greiddu ekki atkv.
4 þm. (GÞÞ,  KÞJ,  LRM,  SDG) fjarstaddir.

 4. gr. samþ. með 26 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ÁslS,  ÁsF,  BÁ,  BjarnB,  BHar,  BN,  ELA,  EyH,  GBS,  HafG,  HarB,  HildS,  JónG,  LA,  NF,  ÓBK,  PállM,  SÁA,  SIJ,  SilG,  TBE,  UBK,  ValG,  VilÁ,  VilB,  ÞórE.
32 þm. (AIJ,  ATG,  ÁstaH,  BenJ,  BirgJ,  BjG,  BLG,  BjÓ,  EB,  GBr,  GIG,  HallM,  HKF,  JÞÓ,  JSV,  JSE,  KJak,  KÓP,  LE,  NicM,  OH,  ÓP,  PawB,  SMc,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  ThÞ,  VOV,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞÆ) greiddu ekki atkv.
5 þm. (GÞÞ,  KÞJ,  LRM,  RBB,  SDG) fjarstaddir.

Brtt. 52,1–4 samþ. með 35 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  ATG,  ÁslS,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  ELA,  EyH,  GBS,  HafG,  HarB,  HildS,  JónG,  KJak,  KÓP,  LA,  NF,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  TBE,  UBK,  ValG,  VilÁ,  VilB,  ÞórE.
24 þm. (ÁstaH,  BenJ,  BirgJ,  BLG,  BjÓ,  EB,  GBr,  GIG,  HallM,  HKF,  JÞÓ,  JSV,  JSE,  LE,  NicM,  OH,  ÓP,  PawB,  SMc,  ThÞ,  VOV,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞÆ) greiddu ekki atkv.
4 þm. (GÞÞ,  KÞJ,  LRM,  SDG) fjarstaddir.

 5. gr., svo breytt, samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ATG,  ÁslS,  ÁsF,  BÁ,  BjarnB,  BHar,  BN,  ELA,  EyH,  GBS,  HafG,  HarB,  HildS,  JónG,  KÓP,  LA,  NF,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SÞÁ,  TBE,  UBK,  ValG,  VilÁ,  VilB,  ÞórE.
29 þm. (AIJ,  ÁstaH,  BenJ,  BirgJ,  BjG,  BLG,  BjÓ,  EB,  GBr,  GIG,  HallM,  HKF,  JÞÓ,  JSV,  JSE,  KJak,  LE,  NicM,  OH,  ÓP,  PawB,  SMc,  SJS,  SSv,  ThÞ,  VOV,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞÆ) greiddu ekki atkv.
4 þm. (GÞÞ,  KÞJ,  LRM,  SDG) fjarstaddir.

Brtt. 53(breytt greinanúmer) samþ. með 58 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  ATG,  ÁslS,  ÁsF,  ÁstaH,  BenJ,  BÁ,  BirgJ,  BjG,  BjarnB,  BLG,  BjÓ,  BHar,  BN,  EB,  ELA,  EyH,  GBr,  GIG,  GBS,  HafG,  HallM,  HKF,  HarB,  HildS,  JónG,  JÞÓ,  JSV,  JSE,  KJak,  LA,  LE,  NicM,  NF,  OH,  ÓBK,  ÓP,  PawB,  PállM,  RBB,  SÁA,  SIJ,  SilG,  SMc,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  TBE,  ThÞ,  UBK,  ValG,  VOV,  VilÁ,  VilB,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞÆ,  ÞórE.
1 þm. (KÓP) greiddi ekki atkv.
4 þm. (GÞÞ,  KÞJ,  LRM,  SDG) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr. 

Frumvarpið gengur (eftir 2. umr.) til fjárln.