146. löggjafarþing — 25. fundur
 6. feb. 2017.
varamenn taka þingsæti.

[15:01]
Forseti (Unnur Brá Konráðsdóttir):

Borist hefur bréf frá 2. þm. Norðvest., Gunnari Braga Sveinssyni, um að hann geti ekki sinnt þingmennsku á næstunni. Í dag tekur því sæti á Alþingi 2. varamaður á lista Framsóknarflokksins í kjördæminu, Lilja Sigurðardóttir. 1. varamaður á lista í kjördæminu, Sigurður Páll Jónsson, hefur boðað forföll.

Kjörbréf Lilju hefur þegar verið rannsakað og samþykkt en hún hefur ekki tekið áður sæti á Alþingi og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni.

 

[Lilja Sigurðardóttir, 2. þm. Norðvest., undirritaði drengskaparheit að stjórnarskránni.]



[15:02]
Forseti (Unnur Brá Konráðsdóttir):

Lilja Sigurðardóttir hefur undirskrifað drengskaparheit að stjórnarskránni og er boðin velkomin til starfa á Alþingi.