146. löggjafarþing — 56. fundur
 6. apríl 2017.
fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Georgíu, frh. síðari umræðu.
stjtill., 177. mál. — Þskj. 248, nál. 400.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[11:48]

[11:47]
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þingflokkur VG styður fullgildingu þessa fríverslunarsamnings. Ég vil minna á og halda til haga sjónarmiðum VG í umræðum um samninginn hér í þingsal því að í fylgiskjali með samningnum er tekið fram að EFTA-ríkin árétti þá skuldbindingu sína að styðja við lýðræði, réttarreglur og mannfrelsi, en á sama tíma eru mannréttindi borgara í Georgíu fótum troðin. Einnig létum við þingmenn VG í ljós áhyggjur okkar af því að ekki nægilega skýrt væri uppfyllt í samningnum alþjóðlegt samkomulag á borð við Parísar-samkomulagið er lýtur að loftslagsmálum. Ég vil því hvetja utanríkisráðherra, sem er mikill áhugamaður um fríverslunarsamninga, til að beita sér fyrir því af alvöru að skuldbindingar EFTA-ríkjanna, um að styðja við sjálfbærni, loftslagsskuldbindingar og ekki síst við lýðræði, mannfrelsi og réttarfrelsi, séu virtar.



Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Till.  samþ. með 53 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AlbG,  AIJ,  ATG,  ÁsF,  ÁstaH,  BenJ,  BessíJ,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BLG,  BjÓ,  BHar,  EB,  ELA,  EyH,  GBr,  GIG,  GHJ,  HKF,  HarB,  HildS,  JStef,  JónG,  JRR,  JSV,  JSE,  KÞ,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LE,  NicM,  NF,  ÓBK,  ÓP,  PawB,  RBB,  SIJ,  SilG,  SMc,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  TBE,  ThÞ,  UBK,  ValG,  VilB,  ÞorstV,  ÞÆ.
2 þm. (HallM,  JÞÓ) greiddu ekki atkv.
8 þm. (GBS,  OH,  PállM,  SDG,  VilÁ,  ÞKG,  ÞórdG,  ÞórE) fjarstaddir.