146. löggjafarþing — 63. fundur
 4. maí 2017.
fjármálafyrirtæki og opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 126. mál (tilkynningar um brot á fjármálamarkaði). — Þskj. 185, nál. m. brtt. 514, nál. 586.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[12:07]

[12:03]
Eygló Harðardóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég kem hingað sérstaklega til að hvetja hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra til að huga enn frekar að því hvernig einstaklingar sem telja að fjármálafyrirtæki hafi brotið á sér geti fengið aukinn stuðning við að leita réttar síns. Það kom ítrekað upp í framhaldi af hruninu í hversu veikri stöðu einstaklingar voru gagnvart fjármálafyrirtækjunum. Það leiddi jafnvel til þess að fólk missti eigur sínar og þurfti að standa í margra ára lagaferli til að fá leiðréttingu sinna mála. Ég hef í ræðum bent á ákveðnar fyrirmyndir, t.d. frá Bandaríkjunum, um sérstaka fjármálaneytendastofu sem hefði eftirlit með þessum stærstu ákvörðunum sem einstaklingar taka þegar kemur að því að taka lán og geta haft gífurlegar afleiðingar. (Forseti hringir.) Hingað til hefur þetta lagaumhverfi verið óljóst og það er mjög brýnt að tekið verði á því.



[12:04]
Smári McCarthy (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Hér er um að ræða mjög gott mál sem styrkir stöðu þeirra sem eru að reyna að koma á framfæri upplýsingum um ætluð brot innan fjármálageirans eða þess háttar. Þó eru frá meiri hluta hv. efnahags- og viðskiptanefndar breytingartillögur sem ganga hreinlega gegn tilgangi þessa frumvarps vegna þess að frumvarpið byggir á Evróputilskipun sem gengur út á að verja nafnleynd og öryggi þeirra sem reyna að koma upplýsingum á framfæri. Því eru óheppilegar og jafnvel rangar breytingartillögurnar sem ganga út á að það sé ekki nauðsynlegt að mögulegt sé að koma upplýsingum nafnlaust á framfæri. Við Píratar munum greiða atkvæði gegn breytingartillögunum en fagna þessu góða frumvarpi að öðru leyti og ég hvet aðra til að gera hið sama.



[12:05]
Katrín Jakobsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði styðjum þetta frumvarp og markmið þess sem eru mjög mikilvæg, að tryggja uppljóstrurum innan fjármálafyrirtækja viðeigandi vernd komi þeir upplýsingum á framfæri og viðeigandi málsmeðferð í slíkum málum. Ég skrifaði undir nefndarálitið með fyrirvara og gerði grein fyrir honum í umræðum. Hann er sá að við munum sitja hjá við atkvæðagreiðslu um breytingartillögu nefndarmanna meiri hlutans sem miðar að því að ekki verði sérstaklega hvatt til nafnlausra ábendinga. Ég vil þó að það komi mjög skýrt fram í þessum umræðum, eins og kom fram í 2. umr. við málið, að þar með er ekki verið að segja að óheimilt sé að senda inn nafnlausar ábendingar.

Sú lögskýring er algjörlega skýr. Það er ekki óheimilt að senda inn nafnlausar ábendingar en þessi breyting er gerð eftir umsögn Persónuverndar um málið sem (Forseti hringir.) lagði til að ekki væri beinlínis hvatt til þess í lagatexta. Að öðru leyti styðjum við málið en sitjum hjá í atkvæðagreiðslu um breytingartillögurnar.



Brtt. í nál. 514,1 samþ. með 30:10 atkv. og sögðu

  já:  ÁslS,  ÁsF,  BenJ,  BÁ,  BjarnB,  BHar,  BN,  ELA,  EyH,  GÞÞ,  HKF,  HarB,  HildS,  JSV,  JSE,  NicM,  NF,  ÓBK,  ÓP,  PawB,  SIJ,  TBE,  ThÞ,  UBK,  ValG,  VilÁ,  VilB,  ÞorstV,  ÞórdG,  ÞórE.
nei:  ÁstaH,  BirgJ,  BLG,  EB,  GIG,  GHJ,  HallM,  JÞÓ,  SMc,  ÞÆ.
12 þm. (AIJ,  ATG,  BjG,  GBr,  KJak,  LRM,  LE,  OH,  RBB,  SJS,  SÞÁ,  SSv) greiddu ekki atkv.
11 þm. (BjÓ,  GBS,  JónG,  KÓP,  KÞJ,  LA,  PállM,  SDG,  SÁA,  SilG,  ÞKG) fjarstaddir.

 1. gr., a-liður, svo breytt, samþ. með 44 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  ÁslS,  ÁsF,  BenJ,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  ELA,  EyH,  GBr,  GÞÞ,  HKF,  HarB,  HildS,  JSV,  JSE,  KJak,  LA,  LRM,  LE,  NicM,  NF,  OH,  ÓBK,  ÓP,  PawB,  PállM,  RBB,  SIJ,  SilG,  SÞÁ,  SSv,  TBE,  ThÞ,  UBK,  ValG,  VilÁ,  VilB,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞórdG,  ÞórE.
10 þm. (ÁstaH,  BirgJ,  BLG,  EB,  GIG,  GHJ,  HallM,  JÞÓ,  SMc,  ÞÆ) greiddu ekki atkv.
9 þm. (ATG,  BjÓ,  GBS,  JónG,  KÓP,  KÞJ,  SDG,  SÁA,  SJS) fjarstaddir.

 1. gr., b-liður, samþ. með 55 shlj. atkv.

 2. gr. samþ. með 56 shlj. atkv.

Brtt. í nál. 514,2 samþ. með 33:11 atkv. og sögðu

  já:  ÁslS,  ÁsF,  BenJ,  BÁ,  BjarnB,  BHar,  BN,  ELA,  GÞÞ,  HKF,  HarB,  HildS,  JSV,  JSE,  LA,  NicM,  NF,  ÓBK,  ÓP,  PawB,  PállM,  SIJ,  SilG,  TBE,  ThÞ,  UBK,  ValG,  VilÁ,  VilB,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞórdG,  ÞórE.
nei:  ÁstaH,  BirgJ,  BLG,  EB,  EyH,  GIG,  GHJ,  HallM,  JÞÓ,  SMc,  ÞÆ.
12 þm. (AIJ,  ATG,  BjG,  GBr,  KJak,  LRM,  LE,  OH,  RBB,  SJS,  SÞÁ,  SSv) greiddu ekki atkv.
7 þm. (BjÓ,  GBS,  JónG,  KÓP,  KÞJ,  SDG,  SÁA) fjarstaddir.

 3. gr., svo breytt, samþ. með 44 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  ATG,  ÁslS,  ÁsF,  BenJ,  BÁ,  BjarnB,  BHar,  BN,  ELA,  EyH,  GBr,  GÞÞ,  HKF,  HarB,  HildS,  JSV,  JSE,  KJak,  LA,  LRM,  LE,  NicM,  NF,  OH,  ÓBK,  ÓP,  PawB,  PállM,  RBB,  SIJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  TBE,  ThÞ,  UBK,  ValG,  VilÁ,  VilB,  ÞorstV,  ÞórdG,  ÞórE.
11 þm. (ÁstaH,  BirgJ,  BjG,  BLG,  EB,  GIG,  GHJ,  HallM,  JÞÓ,  SMc,  ÞÆ) greiddu ekki atkv.
8 þm. (BjÓ,  GBS,  JónG,  KÓP,  KÞJ,  SDG,  SÁA,  ÞKG) fjarstaddir.

 4.–5. gr. samþ. með 56 shlj. atkv.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr.