146. löggjafarþing — 77. fundur
 31. maí 2017.
stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð o.fl., frh. 2. umræðu.
frv. ÓBK o.fl., 553. mál (framkvæmd og dagsetningar). — Þskj. 829, nál. 920 og 949.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[21:50]

[21:47]
Katrín Jakobsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þetta frumvarp er flutt af hv. formanni efnahags- og viðskiptanefndar eftir að það kom inn sem tillaga frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, um að það kæmi inn sem breytingartillaga við annað frumvarp. Því var andmælt af minni hlutanum enda um allsendis óskyld mál að ræða. Því var það svo að minni hlutinn sagði að það ætti að greiða fyrir því að hæstv. formaður efnahags- og viðskiptanefndar flytti þetta mál hér sem varðar ákveðnar ívilnandi lagfæringar og breytingar á lögum um kaup á fyrstu fasteign.

Við þingmenn Vinstri grænna munum sitja hjá við afgreiðslu málsins fyrst og fremst vegna þess að við lögðumst gegn þessum lögum upphaflega þegar þau voru samþykkt hér á þingi og teljum þau mismuna mjög fólki eftir tekjustöðu hvað varðar stuðning hins opinbera við kaup á fyrstu fasteign. Við lögðumst því gegn þessum lögum og teljum þau vera mismununartæki, en munum sitja hjá hér því að hér er um að ræða almennar tiltölulega ílvilnandi lagfæringar á þeim lögum.



[21:48]
Elsa Lára Arnardóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við hv. þingmenn Framsóknarflokksins styðjum þetta frumvarp. Við hefðum þó viljað ganga lengra við vinnslu frumvarpsins núna og koma á móts við þá einstaklinga sem misstu eignir sínar við efnahagshrunið og hafa verið fastir á leigumarkaði síðan þá. Við styðjum það hins vegar og fögnum þeim skrefum sem stigin eru að því sé vísað til hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra að vinna að lausn fyrir þennan hóp. Við viljum hvetja hann til að bretta upp ermar og koma með frumvarp þessa efnis nú á haustdögum svo við getum séð aðgerðir í þágu hópsins strax á haustþingi. Við hv. þingmenn Framsóknarflokksins styðjum þetta frumvarp.



[21:49]
Smári McCarthy (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég er á nefndaráliti minni hlutans í þessu máli og er þeirrar skoðunar að þetta frumvarp sé ekki til þess fallið að laga vandamálið sem er til staðar. Ég sagði það í ræðu minni um þetta mál síðast þegar það var rætt. Það þarf raunverulegar aðgerðir í húsnæðismálum fyrir ungt fólk á Íslandi. Það frumvarp sem samþykkt var hér síðast varð ekki til þess að leysa það vandamál. Þessi redding mun ekki heldur laga það þannig að ég mun sitja hjá í þessu máli og býst við að fleiri muni gera það.



 1. gr. samþ. með 42 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AlbG,  ArnbS,  ÁslS,  ÁsF,  BenJ,  BÁ,  BjarnB,  BHJ,  BLG,  BjÓ,  BN,  ELA,  GuðÞ,  GBS,  HKF,  HildS,  JónG,  JSE,  JEA,  KEH,  LA,  NicM,  NF,  ÓBK,  ÓP,  PawB,  PállM,  SDG,  SÁA,  SGísl,  SIJ,  SilG,  TBE,  ThÞ,  UBK,  ValG,  VilÁ,  VilB,  WÞÞ,  ÞorstV,  ÞórdG,  ÞórE.
21 þm. (AIJ,  ATG,  ÁstaH,  BirgJ,  BjG,  GBr,  GIG,  GHJ,  HallM,  JÞÓ,  KJak,  KÓP,  LRM,  LE,  OH,  ÓHall,  RBB,  SMc,  SÞÁ,  SSv,  ÞÆ) greiddi ekki atkv.

 2.–7. gr. samþ. með 40 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AlbG,  ArnbS,  ÁslS,  BenJ,  BÁ,  BjarnB,  BHJ,  BjÓ,  BN,  ELA,  GuðÞ,  GBS,  HKF,  HildS,  JónG,  JSE,  JEA,  KEH,  LA,  NicM,  NF,  ÓBK,  ÓP,  PawB,  PállM,  SDG,  SÁA,  SGísl,  SIJ,  SilG,  TBE,  ThÞ,  UBK,  ValG,  VilÁ,  VilB,  WÞÞ,  ÞorstV,  ÞórdG,  ÞórE.
22 þm. (AIJ,  ATG,  ÁstaH,  BirgJ,  BjG,  BLG,  GBr,  GIG,  GHJ,  HallM,  JÞÓ,  KJak,  KÓP,  LRM,  LE,  OH,  ÓHall,  RBB,  SMc,  SÞÁ,  SSv,  ÞÆ) greiddu ekki atkv.
1 þm. (ÁsF) fjarstaddur.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr.