149. löggjafarþing — 19. fundur
 15. október 2018.
varamenn taka þingsæti.

[15:02]
Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa bréf frá Ágústi Ólafi Ágústssyni, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, Brynjari Níelssyni, Loga Einarssyni, Líneik Önnu Sævarsdóttur og Njáli Trausta Friðbertssyni um að þau geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni.

Í dag, mánudaginn 15. október, taka því sæti á Alþingi sem varamenn fyrir þau 1. varamaður á lista Samfylkingarinnar í Reykv. s., Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, 1. varamaður á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðaust., Ingibjörg Þórðardóttir, 1. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykv. s., Hildur Sverrisdóttir, 1. varamaður á lista Samfylkingarinnar í Norðaust., María Hjálmarsdóttir, 1. varamaður á lista Framsóknarflokksins í Norðaust., Þórarinn Ingi Pétursson, og 1. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðaust., Valgerður Gunnarsdóttir.

Þau hafa öll, að undanskilinni Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, tekið áður sæti á Alþingi og eru boðin velkomin til starfa að nýju.