149. löggjafarþing — 29. fundur
 8. nóvember 2018.
um fundarstjórn.

atkvæðagreiðsla um 3. dagskrármál.

[11:08]
Björn Leví Gunnarsson (P):

Bara örstutt: Ég vil mótmæla, því að það eru fimm mínútur síðan við fengum að vita að það ætti að vera atkvæðagreiðsla um málið sem var áðan. Mér finnst það frekar skammur fyrirvari. Það liggur ekki svo á að það þurfi einhver sérstök afbrigði til að klára þetta mál.



[11:08]
Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti tekur við þessum ákúrum. En málið var 3. mál á dagskrá og atkvæðagreiðsla boðuð samkvæmt dagskrá, þó að hún hefði orðið um hálfri klukkustund síðar ef að líkum lætur. Það er hefðbundið að greidd eru atkvæði um mál eftir 3. umr., ef þeirri umræðu lýkur. En það er sjálfsagt að hafa þetta í huga.