149. löggjafarþing — 42. fundur
 5. desember 2018.
breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2019, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 3. mál. — Þskj. 3, nál. 564 og 581, breytingartillaga 565.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[16:10]

[16:06]
Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þetta frumvarp er ein af forsendum fyrir tillögum í fjárlagafrumvarpinu sem gert er ráð fyrir að við greiðum atkvæði um á föstudaginn. Hér er verið að tala um að hækka gjöld og framlengja ýmis bráðabirgðaákvæði, svo sem um víxlverkun örorkubóta almannatrygginga og örorkulífeyris og um hækkun á frítekjumarki örorkulífeyrisþega vegna atvinnutekna við útreikning tekjutryggingar um að nýta megi Framkvæmdasjóð aldraðra til að reka hjúkrunarheimili og að starfsendurhæfingarsjóðir fái ekki tekjur af almennu tryggingagjaldi á árinu 2019, svo dæmi séu tekin.

Heildarhugsun og framtíðarsýn í þessum málaflokkum er engin, heldur eru bráðabirgðaákvæði framlengd ár eftir ár þó að aðstæður hafi breyst umtalsvert frá því að þau voru fyrst samþykkt. Við í Samfylkingunni munum ekki styðja þetta frumvarp.



[16:07]
Smári McCarthy (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það er ýmislegt allt í lagi við þetta frumvarp en það er mjög víða sem það gengur mun skemmra en maður hefði vonað. Það eru tvö þemu sem einkenna frumvarpið, annars vegar að áframhald er á bráðabirgðaákvæðarunu sem dregur úr getu samfélagsins til að gera langtímaáætlanir og geta spáð fyrir um framtíðina. Það þarf að fara að hætta að viðhalda viðstöðulausum bráðabirgðaákvæðum og frekar festa þetta í sessi.

Hitt er að það vantar að stigin séu nauðsynleg skref til að ná langtímamarkmiðum og þá kannski ekki síst í umhverfismálum. Það er ljóst að það verða bæði að vera jákvæðir og neikvæðir efnahagslegir hvatar til ná markmiðum okkar í loftslagsmálum og hér er ekki nóg að gert.



[16:08]
Hanna Katrín Friðriksson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það frumvarp sem hér er til atkvæðagreiðslu er til stuðnings þeim fjárlögum sem hafa töluvert verið rædd hér. Eins og vonandi er ljóst hefur þingflokkur Viðreisnar ýmislegt við það plagg að athuga og það stefnuleysi sem þar ríkir og er lýst. Það liggur því í hlutarins eðli að við munum ekki styðja þetta frumvarp.



Brtt. 565,1 samþ. með 33:8 atkv. og sögðu

  já:  ABBS,  AIJ,  ATG,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  BjG,  BHar,  BN,  HSK,  HKF,  HarB,  JónG,  JSV,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LRM,  NTF,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SIJ,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞórdG,  ÞórE.
nei:  AKÁ,  BirgÞ,  KGH,  ÓÍ,  SDG,  SPJ,  UMÓ,  ÞorS.
11 þm. (BLG,  GBr,  GIK,  HallM,  HVH,  HHG,  JÞÓ,  LE,  OH,  SMc,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
11 þm. (AFE,  ÁÓÁ,  ÁsF,  BÁ,  BjarnB,  GÞÞ,  GuðmT,  IngS,  JÞÞ,  LínS,  SÁA) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[16:09]
Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Frú forseti. Ætlar ríkisstjórnin að taka á loftslagsvandanum af festu? Ef svo er þurfa skilaboðin um það að vera skýr líkt og með hækkun kolefnisgjalds. Það sem skortir á hjá ríkisstjórninni eru tímasett markmið með mælanlegum skrefum. Því er spurningin áleitin um hvort ríkisstjórninni sé í raun alvara með aðgerðaáætlun sinni í loftslagsmálum og hvort hún sé raunhæf. Ef Ísland semur við Evrópusambandið um samdrátt í losun um 40% verður losun á fyrsta ári skuldbindingartímabils Parísarsamkomulagsins að vera 40% minni á árunum 2016, 2017 og 2018. En er það sem hér er lagt til líklegt til að vera raunhæft skref? Það eru engin viðmið þannig að við getum ekki svarað þeirri spurningu.



 1. gr., svo breytt, samþ. með 33:8 atkv. og sögðu

  já:  ABBS,  AIJ,  ATG,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  BjG,  BHar,  BN,  HSK,  HKF,  HarB,  JónG,  JSV,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LRM,  NTF,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SIJ,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞórdG,  ÞórE.
nei:  AKÁ,  BirgÞ,  KGH,  ÓÍ,  SDG,  SPJ,  UMÓ,  ÞorS.
12 þm. (BLG,  GBr,  GIK,  HallM,  HVH,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  LE,  OH,  SMc,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
10 þm. (AFE,  ÁÓÁ,  ÁsF,  BÁ,  BjarnB,  GÞÞ,  GuðmT,  JÞÞ,  LínS,  SÁA) fjarstaddir.

Brtt. 565,2 (ný 2. gr.) samþ. með 32:8 atkv. og sögðu

  já:  ABBS,  AIJ,  ATG,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  BjG,  BHar,  BN,  HSK,  HKF,  HarB,  JónG,  JSV,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LRM,  NTF,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SIJ,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞórdG,  ÞórE.
nei:  AKÁ,  BirgÞ,  KGH,  ÓÍ,  SDG,  SPJ,  UMÓ,  ÞorS.
13 þm. (BLG,  GBr,  GIK,  HallM,  HVH,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  LE,  OH,  SMc,  ÞorstV,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
10 þm. (AFE,  ÁÓÁ,  ÁsF,  BÁ,  BjarnB,  GÞÞ,  GuðmT,  JÞÞ,  LínS,  SÁA) fjarstaddir.

 3.–11. gr. samþ. með 36 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ABBS,  AIJ,  AKÁ,  ATG,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BHar,  BN,  HSK,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LRM,  NTF,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SDG,  SIJ,  SPJ,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  UMÓ,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórdG,  ÞórE.
16 þm. (BLG,  GBr,  GIK,  HallM,  HKF,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  LE,  OH,  SMc,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
11 þm. (AFE,  ÁÓÁ,  ÁsF,  BjarnB,  GÞÞ,  GuðmT,  HarB,  HVH,  JÞÞ,  LínS,  SÁA) fjarstaddir.

Brtt. 565,3 samþ. með 30:4 atkv. og sögðu

  já:  ABBS,  AIJ,  ATG,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  BÁ,  BjG,  BHar,  BN,  HSK,  HarB,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LRM,  NTF,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SIJ,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórdG,  ÞórE.
nei:  BirgÞ,  ÓÍ,  SPJ,  ÞorS.
14 þm. (BLG,  GBr,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  LE,  OH,  SMc,  ÞKG,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
15 þm. (AFE,  AKÁ,  ÁÓÁ,  ÁsF,  BjarnB,  GÞÞ,  GIK,  GuðmT,  IngS,  JÞÞ,  LínS,  SDG,  SÁA,  UMÓ,  ÞorstV) fjarstaddir.

 12. gr., svo breytt, samþ. með 30:8 atkv. og sögðu

  já:  ABBS,  AIJ,  ATG,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  BÁ,  BjG,  BHar,  BN,  HSK,  HarB,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LRM,  NTF,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SIJ,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórdG,  ÞórE.
nei:  AKÁ,  BirgÞ,  KGH,  ÓÍ,  SDG,  SPJ,  UMÓ,  ÞorS.
16 þm. (BLG,  GBr,  GIK,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  LE,  OH,  SMc,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
9 þm. (AFE,  ÁÓÁ,  ÁsF,  BjarnB,  GÞÞ,  GuðmT,  JÞÞ,  LínS,  SÁA) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[16:12]
Birgir Þórarinsson (M):

Frú forseti. Hér er verið að leggja til breytingu á gjaldskrá vegna kostnaðar við rekstur Fjármálaeftirlitsins. Bankarnir, tryggingafélögin og lífeyrissjóðirnir eiga samkvæmt þessu að borga minna í rekstri FME. FME á að mæta þessu með að ganga á eigið fé. Þetta er mjög óskynsamleg ráðstöfun og mun hafa það í för með sér að dregið verður úr mikilvægi eftirlits með fjármálastofnunum. Það verður að segjast eins og er, herra forseti, að það er allt á sömu bókina lært hjá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur þegar kemur að bönkunum; lækka skal alla skatta og öll gjöld á bankana en skerða á öryrkja og eldri borgara.

Ég segi nei.



 13.–20. gr. samþ. með 29:7 atkv. og sögðu

  já:  ABBS,  AIJ,  ATG,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  BÁ,  BjG,  BHar,  BN,  HSK,  HarB,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LRM,  NTF,  ÓGunn,  ÓBK,  RBB,  SIJ,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórdG,  ÞórE.
nei:  AKÁ,  BirgÞ,  ÓÍ,  SDG,  SPJ,  UMÓ,  ÞorS.
16 þm. (BLG,  GBr,  GIK,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  OH,  SMc,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
11 þm. (AFE,  ÁÓÁ,  ÁsF,  BjarnB,  GÞÞ,  GuðmT,  JÞÞ,  LínS,  LE,  PállM,  SÁA) fjarstaddir.

Brtt. 565,4 samþ. með 42 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ABBS,  AIJ,  AKÁ,  ATG,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BHar,  BN,  HSK,  HKF,  HarB,  JónG,  JSV,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LRM,  NTF,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SDG,  SIJ,  SPJ,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  UMÓ,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorS,  ÞorstV,  ÞórdG,  ÞórE.
12 þm. (BLG,  GBr,  GIK,  HallM,  HVH,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  LE,  OH,  SMc,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
9 þm. (AFE,  ÁÓÁ,  ÁsF,  BjarnB,  GÞÞ,  GuðmT,  JÞÞ,  LínS,  SÁA) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[16:14]
Birgir Þórarinsson (M):

Frú forseti. Hér er verið að gera breytingu á lögum um sóknargjöld og lagt til að sóknargjöld hækki ekki samkvæmt almennum verðlagsbreytingum. Hækkunin er einungis 0,32% en ætti samkvæmt almennri verðlagsuppfærslu að vera 2,5%. Ég tel það óeðlilegt, ég hefði talið að sóknargjöldin ættu að hækka í samræmi við verðlagsuppfærslu, en styð engu að síður þessa hækkun þó að lítil sé. Hún hefði átt að vera hærri að mínum dómi.



 21. gr., svo breytt, samþ. með 38 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ABBS,  AIJ,  AKÁ,  ATG,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BHar,  BN,  HSK,  HarB,  JónG,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LRM,  NTF,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SDG,  SIJ,  SPJ,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  UMÓ,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞórdG,  ÞórE.
15 þm. (BLG,  GBr,  GIK,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  LE,  OH,  SMc,  ÞKG,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
10 þm. (AFE,  ÁÓÁ,  ÁsF,  BjarnB,  GÞÞ,  GuðmT,  JÞÞ,  LínS,  SÁA,  ÞorstV) fjarstaddir.

 22.–25. gr. samþ. með 30 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ABBS,  AIJ,  ATG,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  BÁ,  BjG,  BHar,  BN,  HSK,  HarB,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LRM,  NTF,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SIJ,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórdG,  ÞórE.
19 þm. (BLG,  GBr,  GIK,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  LE,  OH,  ÓÍ,  SMc,  UMÓ,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
14 þm. (AFE,  AKÁ,  ÁÓÁ,  ÁsF,  BirgÞ,  BjarnB,  GÞÞ,  GuðmT,  JÞÞ,  LínS,  SDG,  SÁA,  SPJ,  ÞorS) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[16:16]
Birgir Þórarinsson (M):

Frú forseti. Ég ætla að víkja aðeins að 25. gr. Samkvæmt lögunum eiga allir atvinnurekendur að greiða 0,13% af stofni til iðgjalds og hér er framlengt ákvæði um að þeir greiði 0,10% en ekki 0,13%. Það væri þá nær að mínum dómi að breyta lögunum ef vilji ríkisstjórnarinnar stendur til þess að lækka þetta mikilvæga gjald. Örorka hefur stöðugt farið vaxandi og því er mjög mikilvægt að við spornum við þeim vanda, en ekki að skerða getu fagaðila, eins og hér er gert, til að taka á vandanum. Það væri fróðlegt að vita hvort þessi ráðstöfun auki ekki í raun vandann og kostnað samfélagsins. Er lausnin sú að mati ríkisstjórnarinnar að auka vandann í stað þess að leysa hann? Það væri fróðlegt að fá atkvæðaskýringu forsætisráðherra hér.



Brtt. 565,5–6 samþ. með 29:6 atkv. og sögðu

  já:  ABBS,  AIJ,  ATG,  ÁsgG,  ÁslS,  BÁ,  BjG,  BHar,  BN,  HSK,  HarB,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LRM,  NTF,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SIJ,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórdG,  ÞórE.
nei:  AKÁ,  BirgÞ,  SDG,  SPJ,  UMÓ,  ÞorS.
18 þm. (BLG,  GBr,  GIK,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  LE,  OH,  ÓÍ,  SMc,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
10 þm. (AFE,  ÁÓÁ,  ÁsmD,  ÁsF,  BjarnB,  GÞÞ,  GuðmT,  JÞÞ,  LínS,  SÁA) fjarstaddir.

 26.–27. gr., svo breyttar, samþ. með 30:6 atkv. og sögðu

  já:  ABBS,  AIJ,  ATG,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  BÁ,  BjG,  BHar,  BN,  HSK,  HarB,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LRM,  NTF,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SIJ,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórdG,  ÞórE.
nei:  AKÁ,  BirgÞ,  SDG,  SPJ,  UMÓ,  ÞorS.
18 þm. (BLG,  GBr,  GIK,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  LE,  OH,  ÓÍ,  SMc,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
9 þm. (AFE,  ÁÓÁ,  ÁsF,  BjarnB,  GÞÞ,  GuðmT,  JÞÞ,  LínS,  SÁA) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[16:18]
Birgir Þórarinsson (M):

Frú forseti. Samkvæmt þessu virðist sem svo að svartolía muni lækka í verði og það verði því hagkvæmara að brenna henni. Þá spyr maður hvort ekki þyrfti að taka á hækkun kolefnisgjalds varðandi brennslu á svartolíu. Ég verð að segja að hér sannast með þessari tillögu að ríkisstjórnin er algjörlega úti á túni í þessum kolefnismálum.



 28. gr. samþ. með 30:6 atkv. og sögðu

  já:  ABBS,  AIJ,  ATG,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  BÁ,  BjG,  BHar,  BN,  HSK,  HarB,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LRM,  NTF,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SIJ,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórdG,  ÞórE.
nei:  AKÁ,  BirgÞ,  SDG,  SPJ,  UMÓ,  ÞorS.
18 þm. (BLG,  GBr,  GIK,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  LE,  OH,  ÓÍ,  SMc,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
9 þm. (AFE,  ÁÓÁ,  ÁsF,  BjarnB,  GÞÞ,  GuðmT,  JÞÞ,  LínS,  SÁA) fjarstaddir.

Brtt. 565,7 kölluð aftur.

Brtt. 565,8 samþ. með 29:6 atkv. og sögðu

  já:  ABBS,  AIJ,  ATG,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  BÁ,  BjG,  BHar,  BN,  HSK,  HarB,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LRM,  NTF,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SIJ,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórE.
nei:  AKÁ,  BirgÞ,  SDG,  SPJ,  UMÓ,  ÞorS.
18 þm. (BLG,  GBr,  GIK,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  LE,  OH,  ÓÍ,  SMc,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
10 þm. (AFE,  ÁÓÁ,  ÁsF,  BjarnB,  GÞÞ,  GuðmT,  JÞÞ,  LínS,  SÁA,  ÞórdG) fjarstaddir.

 29. gr., svo breytt, samþ. með 30:6 atkv. og sögðu

  já:  ABBS,  AIJ,  ATG,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  BÁ,  BjG,  BHar,  BN,  HSK,  HarB,  JónG,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LRM,  NTF,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SIJ,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórdG,  ÞórE.
nei:  AKÁ,  BirgÞ,  SDG,  SPJ,  UMÓ,  ÞorS.
18 þm. (BLG,  GBr,  GIK,  HallM,  HKF,  HVH,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  LE,  OH,  ÓÍ,  SMc,  ÞKG,  ÞorstV,  ÞSÆ) greiddu ekki atkv.
9 þm. (AFE,  ÁÓÁ,  ÁsF,  BjarnB,  GÞÞ,  GuðmT,  JÞÞ,  LínS,  SÁA) fjarstaddir.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr. 

Frumvarpið gengur (eftir 2. umr.) til efh.- og viðskn.